Alþýðublaðið - 29.04.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 29.04.1962, Blaðsíða 16
STÖÐVUN bygginga viS Mennta- skðiann í fyrradag befur vakið mikla athygfi í bænum. Byggingafulltrúi vfcæjarins sendi lögregiuna á vett- vdmg, iiar sem sjálft ríkisvaidið var f ó3a önn a3 byggja yfir aðra æSstú tnenntastofnun sína. Alþingi hafði (ætt málið, samvinnunefnd skipu- lagsmáia samjiykkt það — en 4 af T tnönnum í bygginganefnd Rsykja- vfioir sagðu NEI. ftlþýðublaðið hafði í gær sam- rfaatid við einn nefndarmanna í bygg inganefnd Menntaskólans. Hann sagði að bygginganefnd skólans ■ hefði ekki enn fengið formlega neit un frá bygginganefnd bæjarins fyrir byggingu hins nýja skólahúss, — og engin ástæða hefði heldur verið gef in fyrir þessari afstöðu nefndarinn ar. Sagði bann„ að byggingarnefnd skóians myndi ekkert hirða um lausafregnir af áliti byggingarnefnd ar bæjarins fyrr en þær kæmu tii nefndarinnar formlega. Þá yrði reynt að grafast fyrir hvaða rök bygginganefnd bæjarins hefði fyrir neitun sinni og leitast eftir samning um. Alþýðublaðið reyndi í gær að kanna ástæður fyrir þessari neitun, en margt virtist einkennilegt við málið. Annað hvort er, að meiri- hluti bygginganefndar (sem mun vera skipaður kommúnista, Siff- valda Thordarsyni arkitekt, og þrem embættismönnum), vilja ekki að bráðabirgðahús Menntaskólans verði byggt á bak við skólann, eða að meirihlutinn telur formgalla á umsókninni og hefur reiðst af því að byrjað var að vinna áður en formleg samþykkt hafði verið gerð. Almenningur hefur áhyggjur af þessu máli, af því að tugir eða jafn vel hundruð unglinga munu ekki komast I Menntaskólann í haust, ef þessum byggingum verður ekki komið upp í sumar. Sjá leiðara um málið á bls. 2. FLOKKURIN N Keflavík KOSNIN G ASKRIFSTOFA A- listans í Keflavík er að Hafnar- götu 62, Vatnsnestorgi. Hún er opin daglega klukkan 2-6 og 8-10 eftir hádegi. Stuðningsmenn A- listans eru hvattir til að gefa sig fram á kosningaskrifstofunni. — Síminn er 1850. Reykjavík HVERFISSTJÓRAR Alþýðu- flokksins í Reykjavik eru minntir á fundinn í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu kl. 8,30 á mánudags- kvöldið. STÖÐVUN MENNTASKÓLABYGGINGAR: WWIWWMHMWMMMWWWHI Það var mikið um að vcra í Félagsheimili Kópavogs I fyrradag, - en þá var skóla- skemmtun hjá nemendum Digranesskóla. Til skemmt- unar voril Ieikrit, þjóðdans- ar, upplestur og fleira. Mynd in'er af hóþ barna sem sýndi þjóðdansa undir stjórn Harðar Ingólfssonar leikfimi kennara og eru þau úr 10 og . 11 ára bekkjum skólans. Skemmtunin var haldin til á- góða fyrir ferðasjóð- tóif ára barna. MWMtUHWMMMtMUWMIÚW 43. árg. - Sunnudagur 29. apríl 1962 — 97. tbl. Próf. Eiriar 6l. heiðursdoktor í Uppsölum Próf. EINAR ÓL. SVEINSSON í einkaskcyti frá fréttaritararit- ara Alþýðublaðsins í Stokkhólmi, Haraldi Ólafssyni, segir, að Upp- saia-háskóli muni sæma Einar Ól. Sveinsson heiðursdoktorsnafnbót í vor ásamt fleirum. í skeytinu - segir, að frá þessu hafi verið slcýrt í blaðinu „Upp- sala Nya Tidning”. Að því er blaðið bezt veit hefur Uppsala-háskóli ekki sæmt íslend- ing heiðursdoktorsnafnbót áður. Er prófessor Einari og Háskóla ís- lands mikill sómi sýndur með þessu, en Uppsala-háskóli er elzti háskóli á Norðurlöndum, stofnað- ur 1477. Prófessor Einar Ólafur Sveins- son er fæddur 12. desember 1899. Hann hefur verið prófessor í ís- Ienzkum bókmenntum við Háskóla íslands síðan 1945. Blaðið mun skýra nánar frá þessu síðar. Norðmanna brást Blesund, 25. apríl (NTB) VETRARSÍLDVEIÐUM Norð- manna er nú lokiö. Misheppnuðust þær algerlega og er þetta versta síldarárið í Noregi síðan 1908, nema kannski að árinu í fyrra undanskildu. Alls veiddust nú um 900 þúsund hektólítrar síldar. Ofan á þennan aflabrest kemur svo, að loðnuveiðin við Finnmörk brást algerlega og er nú hagur margra útgerðarmanna og sjó- manna í Noregi harla bágur. Setja þeir nú allt sitt traust á síldveið- amar við ísland í sumar, en þar hyggjast þeir veiða bæði í bræðslu og salt. Útgerðarmenn eru óánægðir með verðið, sem síldarmjölsverksmiðj- urnar bjóða fyrir Ísiandssíld og hafa verið uppi sterkar raddir meðal útgerðarmanna, að taka sjálfir á leigu síldarbræðslur til að bræða Íslandssíldiria. Listar úti á landi LISTI Alþýðuflokksins í Grinda- vik við hreppsnefndarkosningar 27. maí 1962 hefur verið ákveð- inn þannig. Efstu menn: Einar Kr. Einarsson, Staðarhóli Bragi Guðráðsson, Reynihlíð. Svavar Ámason, Borg Sigurður Gíslason, Hrauni Helgi Hjartarson, Helgafelli Guðbrandur Eiríksson, Sjávar hólum Sigurður Þorleifsson, Grund Tómas Þorvaldsson, Gnúpi Þon'aldur Ólafsson, Lágafelli Kristinn Jónsson, Brekku Til sýslunefndar: Guðsteinn Einarsson, Yztafelli Einar Kr. Einarsson, Staðarhóli LAGÐUR hefur verið fram listi Alþýðuflokksins við sveitar stjórnarkosningarnar á Patréks- firði. Efstir á listanum eru eftir taldir menn: Ágúst Pétursson, sveitarstjóri. Páll Jóhannesson, húsasmíða- meistari. Sæmundur Kristjánsson, járn- smiður. Jóhann Samsonarson, fiskimats- maður. Jón Arason, málarameistari. Baldvin Kristinsson, rafvirkja- rrieistari. Ólafur B. Þórarinsson, bifréiðar stjóri. *iWftMIWWWMWWWWM Danir segja upp fiskveiði- samningi LONDON, 28. apríl (NTB—Reuter) Sendimaður Dana í Lund- unurn, A. W. Koefsfeldt, lagði í dag fram formlega uppsögn á fiskveiðasamningi Dana og Breta frá 1959. Upp sagnarfresturinn er eitt ár, þannig að uppsögnin kemur ekki til framkvæmda fyrr en í apríl 1963. Samkvæmt gamla samn- ingnum hafa brezkir togar- ar fengið að veiða sex sjó- mílur frá landi í landhelgi Færeyja. Yfirvöldin í Fær- eýjum hafa hins vegar farið þess á leit við dönsku stjórn- ina, að lögin um landhelgina, sem ná til fiski- skipa annarra þjóða, verði eirinig látin gilda um sjómenn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.