Alþýðublaðið - 29.04.1962, Blaðsíða 2
Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoöarritstjóri:
Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími
14 906. —Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu
€—10. — Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef-
andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson.
Menntaskólinn
ÞÆR FREGNIR, að byggingafulltrúi Reykjavík
ur hafi látið lögregluna stöðva framkvæmdir við
menntaskólann, samkvæmt samþykkt bygginga-
nefndar, 'hafa vakið athygli og furðu. Ef þessir em
bættismenn hindra eða tefja verulega þær bygging
ar, sem fyrirhugaðar eru aftan ivið gamla skólahús
ið, útiloka þeir nokkur hundruð unglinga frá
anenntaskólagöngu og frekara framhaldsnámi.
Mál þetta hefur að vísu sorglega forsögu. í eina
tíð var búið að teikna risastórt menntaskólahús í
Öskjuhlíð og eyða milljón í að grafa fyrir því. Sú
framkvæmd var stöðvuð, en þá tók við margra ára
ósamkomulag um framtíðar byggíngar fyrir þessa
gömlu og þýðingarmiklu skólastofnun. í vetur náð
ist loks samkomulag allra aðila um þá lausn, sem
nú átti að byrja á. Málið var rætt á Alþingi og sám
vinnuefrid um skipulagsmál veitti samþykki sitt.
Óhjákvæmilegt var að hafa mikinn 'hraða á málinu,
en svo kom meirihluti bygginganefndar (4 gegn 3)
á síðustu stundu og stöðvaði framkvæmdir. Munu
jþar vera að verki fulltrúi kommúnista í nefndinni
og embættismenn.
Ef þessir menn eru beinlínis andvígir því að
hráðabirgðabyggingar verði reistar bak við
onenntaskólahúsið, eiga þeir rétt á að heita stöðu
sinni. Þá er yfirsjón að ekki var til þeirra leitað
fyrr. Ef þeir byggja afstöðu sína á formsatriðum,
ihafa þeir sett af stað hvimleitt mál og engum gert
gagn. Vonandi er um hið síðarnefna að ræða og
vonandi tekst á skömmum tíma að leysa vandræð
in, svo að framkvæmdir geti haldið áfram.
Eitt atriði í þessu máli er athyglisvert fyrir
Eeykvíkinga: í Þingholtunum, einu elzta og virðu
legasta hverfi borgarinnar, hefur ekkert skipulagt
verið samþykkt!
Sprengjurnar
ÞEGAR kjarnorkusprengingar Sovétríkjanna
voru til umræðu á Alþingi síðastliðið haust, létu
margir þingmenn lýðræðisflokkanna í ljós þá skoð
un, að það brot á kjarnorkufriðnum mundi leiða
til þess að Bandaríkjamenn teldu sér óhjákvæmi-
legt að gera hið sama. Þetta hefur nú gerzt og verð
ur ábyrgð Sovétríkjanna nú meiri en ekki minni.
Þau rufu grið, þótt kommúnistar tali nú eins og
heilagir englar og segi, að nú verði ÞEIR að
sþrengja meira af því HINIR séu byrjaðir.
• Vesturveldin hafa frá tímum Baruch tilagnanna
1946 til þessa dags boðið samninga um að hætta
kjamorkusprengingum — ef eftirlit væri með því
a^ samningarnir væru haldnir. Eftirlit mega Rúss
ár hins vegar ekki heyra nefnt. Hvers vegna skyldi
'það vera?
2 29. apríl 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
TVÖFALT GLE
Framleitt úr Belg. „A“ gleri. Hitasparnaður samsvarar allt að 15%
vöxtuBm á ári af því fé sem þér verjið til kaupa á ISOTHERM gleri.
Nú er tími til að gera vor og sumar pantanir.
GLE R H . F . Kópavogi
Verksmiðjan: Brautarholti 2 — Reykjavík — Sími 19565
HANNES
Á HORNINU
★ Slæmt ástand í fjölbýl-
ishúsum.
★ Löggjöf um sambýli er
til. Kærur eina leiðin ef
ekki er hægt að komast
að samkomulagi.
★ Tripólibragginn á að
hverfa tafarlaust.
ÞÓRUNN ÍMSLAND skrifar:
„Fyrir fáum árum var ég svo ó-'
heppin að kaupa íbúð í fjölbýlis-
húsi og hefur sannarlega gengið á
mörgu misjöfnu. Ég bý oftast ein
í þriggja herbergja íbúð og vinn
úti allan daginn, og þykir mér hita-
reikningurinn allt of hár. Ilitareikn
ingur fyrir marzmánuð var kr. 841.
00, aðeins olían. Kynt er daga og
nætur þótt húsfélag og húsreglur
segi, að hiti eigi að vera frá klukk-
an 9 að morgni til klukkan 22 að
kvöldi, sbr. einnig lög frá Alþingi
nr. 19, 24/4 1959, 15. gr. II. kafla,
sem segja að hiti eigi að vera frá
klukkan 9 að morgni til klukkan
11 að kvöldi.
BÆÐI ég og aðrir í þessu fjöl-
býlishúsi erum margbúin að
kvarta undan þessum háu hita-
reikningum og liöfum beðið um, að
settir séu mælar á alla ofna og
hitavatnskrana, og þá geti þeir,
sem þennan næturhita vilja, haft
hann og yerða að greiða hann sjálf
ir. En ekkert er gert. Ber manni
að greiða svona reikninga, ef ekki
hvert á maður að snúa sér? Sam-
eiginlegir mánaðarreikningar okk-
ar í þessu sambýli geta orðið og
hafa farið upp í kr. 1700.00 á mán-
uði.
KJALLARI er sameiginlegur. —
Börnin brjótast inn í geymslur og
skemma ekki fyrir hundruð króna
heldur þúsundir króna. Þau saga
í sundur hurðarhúna á geymslu-
hurðum og brjóta hurð. Sprengja
allar perur í sameiginlegum kjall-
ara, rífa merkispjöld úr bréfaköss-
um, rifa bréfapakka upp og eyði-
leggja innihald, hamast í stigahús-.
um svo enginn hefur frið í sínum
íbúðum fyrir öskri og látum, bera
jafnvel eld að dyramottum. Hvert
þessara barna brjóta ekki aðeins
húslög okkar heldur alla góða siði
manna á milli. Foreldrarnir skipta
sér of lítið af þessu, mér finnst
vanta barna- eða unglingadómstól
eða fjársektir, eitthvað verður að
gera. — Ef á að gera kjallarann
í stand að nýju, þá kostar þaS
ekki hundruð heldur þúsundir
króna, og fellur þessi kostnaður
jafnt á alla, þótt óréttlátt sé.
ÞAÐ hefur oft verið skrifað um,
hve illa og seint sé géngið frá lóð-
um í kringum fjölbýlishús. Nú á
að reyna að ganga frá lóð þessa
sambýlishúss í sumar, en hvern
langar til þess að leggja í það þús-
undir króna, þegar vitað er fyrir
fram að allt verður skemmt?“
VEGFARANDI skrifar: „Þegar
þú minntist á hið nýja Tónabíó,
sagðir þú að það væri sjónarsvift-
ir að Tripolí-bragganum við Mela-
veg. Mig furðar á þessum ummæl-
um þínum. Ég hélt satt bezt að
segja, að það yrði fagnaðarefni öll-
um þegar þessi nauðaljóti bragga-
skratti hyrfi með öllu af andlitl
hverfisins. — Mig langar nú að
spyrja: Hvers vegna er bragginn
ekki rifinn tafarlaust? Hvað á að
láta hann hanga uppi eftir að eng-
in not eru fyrir hann?“
SAGÐI ég sjónarsviftir? Annað
hvort hafa það verið pennaglöp eða
prentvilla. Ég vil láta útrýma öll-
um bröggum eins fljótt og mögu-
legt er, og þá ekki sízt þessum
stóra og ljóta bragga þarna suður
frá. Ilannes á horninu.
Aðalfundur
rithöfunda
FÉLAG íslenzkra rithöfundá
liélt aðalfund fimmtudaginn 20,
þ. m. Formaður var endurkjörinn
Ingólfur Kristjánsson og með
lionum í stjórnina Ármann Kr,
Einarsson gjaldkeri og Gunnar
Dal, annar meðstjórnandi; fyrir
í stjórninni voru Þóroddur Guð-
mundsson ritari og Stefán Júlíus-
son fyrsti meðstjórnandi. í vara-
stjórn voru kjiirnir: Indriði G.
Þorsteinsson og Hannes Pétursson.
Fulltrúar félagsins í stjórn Rit-
höfundasamhands íslands vom
kjörnir: Stefán Júlíusson, Guðm.
G. Hagalín og Indriði Indriðason
og til vara Ingólfur Kristjánsson.
í stjórn rithöfundasjóðs Ríkisút-
varpsins var kjörinn Guðmundur
G. Hagalín. __
Á fundinum var samþykkt skipu
lagsskrá fyrir bókmenntasjóð fé-
Iagsins, sem stofnaður var á síð.