Alþýðublaðið - 04.05.1962, Blaðsíða 9
em notað
>u á mið-
nfaraskrcíj
stafanna,
stafir eins,
og allir
stafirnir
upphafs-
rnna eða
i þeirra
i skrifara
lls konar
r á upp-
>si þróun
iðveldlega
• í Evrópu
ka skraut-
'wy-.-v
-V'.' •;
Síðan á endurreisnartímá-
bilinu ítalska hefur latn-
eska ietrið ekki breytzt
meira en svo, að við getum
auðveldlega lesið bækur,
sem prentaðar voru á því
letri á fyrstu árum prent-
listarinnar í Evrópu.
En þar með er ekki sagt,
segir hinn franski bókar-
höfundur, að letrið eigi
ekki eftir að breytast í fram
tíðinni. Þeir tímar geta kom
ið, að eítirkomendur vorir
eigi í erfiðleikum við að
lesa úr þeirri skrift, sem við
notum í dag. Þótt við tök
um varla efti því, eru skrift-
in og leturgerðir prentsmiðj
anna alltaf eitthvað að breyt
ast, gamlar gerðir eru lagð-
ar niður og aðrar nýjar, lítið
eitt breyttar, teknar í notk-
un í þefrra stað. Þótt þessar
breytingar á leturgerðum
séu svo smávægilegar — að
okkur finnist munurinn,
smávægilegur, þá verður
hann samt nokkur, þegar
litið eryfir mismun á let-
urgerðum, sem notaðar eru
á nokkurra áratuga milli-
bili. Þá sést breytingin
greinilega, okkur finnst hið
gamla letur, sem eitt sinn
var nýtízkulegt og fallegt
vera orðið fornfálegt og
gamaldags. Þannig er skrift-
in og letrið stöðugt að breyt
ast án þess að við tökum
eftir því í önnum hversdags-
lífsins.
René Etiembles heitir höf-
undur umræddrar bókar,
sem á frönsku nefnist ,,Lé-
criture.“ Þar segir hann líka
frá upphafi prentlistarinnar
í Kína, en þar hófst prent-
un bóka fyrr en á Vestur-
löndum, þótt við teljum al-
mennt að Gutenberg hafi
fundið upp prentlistina.
Kóróna . leturgerðarinnar
er svo blindraletur nútím-
ans og táknletur það, sem
heyrnar- og málleysingjar
nota.
ÞAÐ hafði verið ákveðið
að láta prenta 3.000,000 ein-
tök af kosningaræðum Theo-
dore Roosevelts, en á síð-
ustu stundú uppgötvaði sá,
er stjórnaði kosningavélinni,
að það hafði gleymzt að fá
leyfi til að nota ákveðnar
myndir a£-Roosevelt og John
son, varaforsethefni, sem
ætlunin var að hafa á forsíðu
bæklingsins með ræðum for-
setans.
Þetta gat komið sér afar
illa, því samkvæmt lögum
var hægt að dæma kosninga
stjórann í sekt, sem nam um
einum dollar á hvert prent-
að eintak, væru myndirnar
birtar án leyfis ljósmyndar-
ans.
Hann lét kalla formann
flokksins fyrir sig og lagði
málið fyrir hann. Formaður
inn sendi stuttu síðar eftir-
farandi skeyti til vinnustofu
ljósmyndarans: Ætlum að
prenta 3.000,000 eintaka af
kosningaræðum Roosevelts
— viljum gjarna nota mynd-
ir yðar af Roosevelt og John
son. Gífurleg auglýsing fyr-
ir fyrirtæki yðar. Hvað vilj-
ið þér greiða okkur fyrir
auglýsinguna?
Stuttu seinna kom svarið:
Hef aldrei samið um slíkt
fyrr, en held þó að ég geti
. boðið yður 250 dollara.
— Snjallt bragð, ekki satt.
— ★ —
UNGUR maður í Banda-
ríkjunum sendi fyrir nokkru
opið bréf til allra stjórn-
málamanna í fylkinu Indi-
ana. í bréfinu stakk hann
upp á því, að stjórnmála-
mennirnir gengjust fyrir
því að stofnuð yrðu æsku-
lýðsráð, sem víðast í fylk-
inu til þess að koma í veg
fyrir glæpi æskufólks. Bréfi
sínu lauk hann með þessum
orðum: Unglingarnir, sem
gerast glæpamenn í dag eru
stjórnmálamenn morgun-
dagsins.
— ★ —
HVER stjórnmálamaður
þekkir þá gömlu, góðu reglu,
að taka í hönd hvers ein-
asta manns, þegar hann yf-
irgefur samkvæmi, þvfc aðj
það getur orðið til þess, að
hann fái óvænt nokkur at-
kvæði við næstu kosningar.
Því var það, að stjórn-
málamaður, sem nýlega var
staddur í meiri háttar sam-
kvæmi, tók vingjarnlega og
þétt í hönd allra, er hann
yfirgaf samkvæmið og auk
þess sagði hann fáein orð
við hvern og einn.
Þegar hann tók í síðustu
útréttu höndina, sagði hann
hlýlega. Það hefur verið mér
sönn ánægja að kynnast yð-
ur. I-Iann hafði rétt sleppt
orðinu, er hann tók eftir
því, að það var hönd konu
hans er hann hélt í og
þrýsti svo fast.
— ★ —
EITT sinn er Theodore
Roosevelt var á kosninga-
ferðalagi, tóku athuguiir
menn eftir því, að hann gekk
alltaf upp í ræðustólinn með
pappírsblað í hendinni og
þeim virtist það vera sama
blaðið, hvar sem hann kom.
Þó var ræðan alls ekki sú
sama alls staðar.
Upphafið var þó alltaf
líkt, eftir að Roosevelt hafði
litið í kring um sig og kink-
að kolli til hægri og vinstri:
Komdu blessaður, Jói, —
komdu blessaður, Jimmi. Eg
bjóst ekki við að hitta svo
marga gamla vini hér. Eg.
þarf ekki nein blöð, þegar ég
tala við ykkur, við ykkur get
ég rætt eins og mér býr í
brjósti. — Svo fleygði Roose
velt blaðinu frá sér.
Blaðamaður, sem fylgzt
hafði með Roosevelt á ferð-
um hans og tekið eftir þessu
eins og fleiri, læddist eitt
kvöld að ræðustólnum eftir
að allir voru farnir af staðn-
um og fann blaðið, sem
Roosevelt hafði kastað frá
sér. — Það var gamall
þvottahúsreikningur.
- ★ -
ROOSEVELT fylgdist einn
morgun með vini sínum til
skrifstofu sinnar. Á fremri
skrifstofunni stóð hópur
manna og beið eftir forset-
anum. Hann stanzaði rétt
sem snöggvast á leið sinni
inn á einkaskrifstofuna og
sagði einhvern lélegan brand
ara.
Þegar Roosevelt og vinur
hans eru komnir inn fyrir,
sagði vinurinn: „Þetta var
nú heldur klénn brandari,
sem þú lézt þá hafa þarna
frammi.“
„Það veit ég vel,” sagði
Roosevelt. „En ég var bara
að reyna að finna út, hverj-
ir af hópnum það væru, sem
ætluðu aðeins að biðja mig
að gera sér einhvern per-
sónulegan greiða.“
„Og komstu að einhverri
niðúrstöðu?"
„Já,“ sagði Roosevelt. —
„Það voru þeir, sem hlógu.“
Matreiðslukona óskast
við heimavistarhótelið í Stykkishólmi.
Allar upplýsingar gefur Sveitarstjóri Stykk-
ishólms. Símar 26 og 36.
Húsnæði fil leigu
Efsta hæðin (200 ferm). við Lindargötu 48 er til leigu fyi*
ir skrifstofur eða léttan iðnað.
MATBORG HF.
LINDARGÖTU 46.
Löggildingarstofu ríkisins, vantar þann 14. maí n.k. skrif-
stofu og iðnaðarhúsnæði, ca. 250 fermetra.
Tilboð sendist fyrir 8. maí, til
Löggildingarstofunnar, Skipholti 17, Rvík.
Verkamenn
óskast strax.
Byggingafélagið Brú h.f.
Sími 16298 og 16784.
Sjómannafélag Reykjavíkur
Almennur félagsfundur
verður haldinn í Iðnó sunnudaginn 6. maí kl.
1,30 e. h.
Fundarefni:
1. Inntaka nýrra félaga
2. Tillaga um kaup á húseign
3. Karlsefnismálið
Fundurinn aðeins fyrir félagsmenn er sýni
skírteini við inhgaginn.
Fjölmennið.
STJÓRNIN.
QIQVianQAflV - 3961 JBUJ- '|? $