Alþýðublaðið - 04.05.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.05.1962, Blaðsíða 2
fíltstjórar: GIsli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — AðstoSarrilstjóri: IBjörgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 —14 902.— 14903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu €—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3.00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. 94 kílómetrar ÞAÐ ERU 94 klíómetrar af malargötum í Reykja vík í dag — götum sem ekki þættu sæmandi nú- tíma bæjarfélagi í nokkru landr nema á íslandi. Þrír fimmtu hlutar af öllu gatnakerfi borgarinnar eru í því bráðabirgðaástandi, sem verður að pollum og aur í rigningum en sendir moldrykið í vit manna og inn í íbúðir, þegar þurrt er. Sómasamlegar götur eru alls staðar taldar frum stæðasta framkværnd bæjarfélags, og víða um lönd eru göturnar malbikaðar áður en húsin eru byggð. Hér á Iandi hefur þetta mál setið á hakan- um. Og nú finnur meirihluti Sjálfstæðismanna, að fólkið muni ekki þola þetta lengur. Starfslið bæjar ins er sett í gang, áætlanir gerðar, stórar tölur skrif aðar upp og tilkynnt, að Mjóahlíð verði malbikuð • 1963. Ægissíða 1964 og meirihluti allra gatna í bæn um 1965—68. Þetta á að vera huggun fyrir bæjar- búa. Alþýðublaðið vill fyrst og fremst benda Reykvík ingum á, hversu dýr vanræksla stjórenda bæjarins á þessu sviði mun verða þeim. Vegna dýrtíðar hef ■ur kostnaður við framkvæmdirnar farið sífellt hækkandi undanfarin ár. Þess vegna kostar malbik un eða steyping gatna nú og næstu ár miklu meira en hún hefði kostað, ef göturnar hefðu verið lagð- ar á réttum tíma. Á þennan hátt mun g'etuleysi bæj arstjórnarinnar í gatnamálum kosta bæjarbúa a.m. k. 2—300 milljónir króna. Borgarstjóri hefur valið rétta leið, er hann lét gera fasta áætlun um malbikun og steypingu 94 kílómetranna. Þýðir ekki annað en ráðast á verk- efnið af skipulögðum krafti, enda verða komnar nýjar götur svo nemur tugum kílómetra og þörf á breikkun annarra árið 1972. En mikið mega vinnu brögð bæjarstjórnarinnar breytast til batnaðar, ef staðið verður við þá áætlun, sem birt hefur verið. Ekki mun veita af góðu aðhaldi, og það aðhald geta borgararnir veitt með'því að efla ábyrga og lýð- ræðislega andstöðu innan borgarstjórnar. Hvgö segir Einar? í HÁTÍÐAHÖLDUNUM 1. maí tók Tíminn af- stöðu með kommúnistum. Blaðið skoraði á Fram- sóknarmenn að sækja fund kommúnista og fylkja sér undir merkin gegn samstarfi lýðræðisríkja og gegn efnahagsbandalagi. Eftir hátíðahöldin var Tíminn ánægðari með sig en sjálfur Þjóðviljinn. í tilefni þessai’ar afstöðu, sem vakið hefur at- i hygli Reykvíkinga, vill Alþýðublaðið beina þeirri fyrirspum til efsta manns Framsóknarlistans í ^ Reykjavík, hvort hann sé samþykkur þessari stefnu e og hvort þetta þýði, að hann muni ætla að styðja J kommúnista sem borgarstjóra, ef tækifæri gæfist. Bæjarbúar bíða svars. Happdrætti Krabbameinsfélagsins vekur almenna athygli vegna hinna glæsilegu vinninga, sem í boði eru: LANDROVER og HJÓLHÝSI. KR. 25.00 kostar miðinn. Vinningar skattfrjálsir. Dregið í næsta mánuði. Styrkið gott málefni. HANNES Á HORNINU ★ Eru Svíar uppgefnir? ★ Málspilling fer í xöxt. ★ Eru blaðamenn að búa til nýtt mál. ★ Bjarni Einarsson og er- indi hans. BJARN'I EINARSSON magister talar um íslenzkt mál í útvarpið eins og kunnugt er. Hann sagði ný- lega, að hann áliti ekki að það vaeri mjög hættulegt fyrir hrein- leika íslenzkrar tungu þó að ein- staka sinnum væri slett erlendu orði. Hann orðaði þetta þó ekki á þennan veg en þetta lá í orðunum. Hitt væri hættulegra hversu það færi í vöxt, að íslenzk orðatiltæki væri misnotuð og jafnvel viðliöfð í gagnstæðri merkingu. ÉG ER BJARNA algerlega sam- mála., en það ber nú einmitt mjög á því, sérstaklega í blöðunum, að málspillingin að þessu leyti fari í vöxt. Þetta hlýtur að stafa af því, að blaðamenn skorti tilfinningu fyr ir málinu. Það er ekki góður vott ur^ um árangurinn af námi og skólagöngu. Svo virðist, sem engln eða lítil áherzla sé lögð á íslenzku kennslu í skólunum. MÉR DATT þetta í hug í gær þegar ég las grein í Tímanum. Þó skal ég taka það fram, að það er mjög langt frá því, að Tíminn sé verr skrifaður en önnur blöð, að ýmsu leyti er hann betur skrifaður. Á fyrstu síðu er grein sem sagt er frá því, að rannsóknir bendi til þess, að íslendinga skorti mjög þrek miðað við aðrar þjóðir, og þá fyrst og fremst Svía. OG SVO KEMUR þessi furðu- lega setning: „ ... Að visu eru Sví ar þjóða þrekaðastir samkvæmt þessum mælingum ... “ Blaðamað- urinn heldur bersýnilega að orðið þrekaður þýði þrekmikill. En það þýðir: algerlega uppgefin. — Það er skelfilegt að sjá svona lagað. Hvar hafa menn, sem þannig skrifa lært málið? Hér væri hægt að nefna fjölda dæma úr öllum öðrum blöðum. En þetta nægir í dag. PÉTUR SKRIFAR: „Alltaf, þeg- ar ég get því við komið hlusta ég á erindi Bjarna Einarssona cand. 1 mag. um „daglegt mál“. Mér líka þessi erindi ágætlega og svo mun um marga fleiri, því hann segir afdráttarlaust hvað hann telji rétt og hvað rangt af þeim orðum og orðatiltækjum, sem hann tekur til meðferðar, en þetta viðist mér meira virði, en bollaleggingar, sem réttlæta hverskonar orðaskrípi. í ÞESSU SAMBANDI dettur mér í hug hvort það sé ekki fremur ófrjótt og gágnslítið til fegrunar íslenzkri 'tungu, allur sá eltinga- leikur, sem höfundar íslenzku orða bókainnar leggja stund á, til aS safna að sér fágætum og oft lítti skiljanlegum orðum og orðaskríp- um. En þetta eru lærðir menn 03 vita þá sjálfsagt betur en ég að hvaða gagni slíkur sparðatíningur getur orðið. Framk. á XI. síðu <í <e> «•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Bíla- oS l^ílpartasalan Höfum til sölu m. a.: Mótor, frambita, hásingu, hurðir, skottlok o. fl. í Chevrolet 1947. Hurðir, skottlok og húdd á Dodge, Plymouth og Da Soto ‘49—’52. Samstæða, V8 mótor, gír- kassi og fleira í Ford ‘47. Samstæða, hurðir, gírkassi og hásing í Humber ‘49. Felgur, öxlar, kúplings- pressur, mótora og gírkassa f ýmsar gerðir ameríska bíla. Seljum os tökum í umboðs sölu bíla og bílparta. Bíla- ©g bílpartasalan Kirkjuvegi 20. Sími 50271. 2 4. maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.