Alþýðublaðið - 16.05.1962, Page 2

Alþýðublaðið - 16.05.1962, Page 2
 Rltstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri: IBjörgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald Kr. 55,00 á mánuöi. 1 lausasölu kr. 3.00 eint. Útgef- > andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Gestkoma SENDINEFND er komin hingað til lands frá Sam einaða Arabalýðveldinu við botn Miðjarðarhafs. 1 Þessir óvenjulegu gestir eru komnir langan veg til að kynna land sitt, auka kynni og viðskipti þjóðar sinnar og íslendinga. Samband íslendinga við Arabaþjóðir hefur ver- ið lítið sökum mikillar fjarlægðar. Þó hafa kynslóð ir hér á landi lesið af hrifningu og undrun um forna menningu Egypta, svo og um viðburðaríka sögu þeirra og annarra Arabaþjóða. Síðari ár höfum við fylgzt af samúð með umbrotum þessara þjóða, er þær leystu sig úr læðingi erlendra yfirráða nokkr- um árum á eftir okkur sjálfum, og berjast nú við byrjunarörðugleika nýfrjálsra ríkja í baráttu fyr- ir betri lífskjörum. Sendinefndin frá Kairo er velkomin til íslands, og vonandi leiðir á næstu árum til meiri tengsla og viðskipta milli þjóðanna. Verkföll á Spáni SPÁNN og Portúgal hafa sérstöðu meðal þjóða Vestur-Evrópu að því leyti, að þar hefur ekki ríkt lýðræðislegt stjórnarfar. Síðustu ár hafa þó gerzt viðburðir, sem bentu til vaxandi andstöðu og óska fólksins um aukið frelsi. Nú standa yfir á Norður-Spáni víðtæk verkföll, sem stjórnarvöldunum hefur ekki tekizt að bæla niður. Námumenn í Asturíu á Norður-Spáni hafa forustuna og verkföllin breiðast nú til Barcelona. Þessir staðir minna á forna frægð verkalýðsbarátt unnar á Spáni, því harðskeyttustu og fórnfúsustu stuðningsmenn spánska lýðveldisins voru verka- lýður þessara héraða á dögum borgarastyrjaldar- innar. Hver sem árangur þessara verkfalla verð- ur, gerir stjórn Francos í Madrid sér vonandi ljóst, að það er kominn tími til breytinga. Þeir sfanda saman HÖFUÐATRIÐI í pólitískum átökum á íslandi um þessar- muntíir er spurningin um það, hvort Framsókn og kommúnistar standa saman eða ekki. • Svar við þeirri spurningu gerir fólki Ijóst, hvort þessir flokkar berjast fyrir samsteypustjórn, sem : þe:r mundu standa að — eða ekki. Framsókn hefur hingað til gefið ærna bendingu , um að hún ætli sér samstöðu með kommúnistum á | næstunni. Sú mynd festist æ sterkar í hugum landsmanna, og forustumenn flokksins gera ekkert til að andmæla henni. -1500 - / Komið -1500 - Sjáið 1500 Kynnisf ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN TTA ER 1590 Af hverju er hann þá svona? Það er vegna þess að hann er af nýrri gerð, sem heitir , VOLKSWAGEN 1500 Áætlað verð kr. 165 þúsund. Til sýnis að Hverfisgötu 103 frá kl. 1—5 næstu daga. Tökum á móti pöntunum til afgr. í ágúst/ september. — Gjörið svo vel að panta í tíma — VOLKSWAGEN 1500 Heldverzlunin Hekla h.f. Smíði toBlvöru geymslunuar er nú hafin FRAMKVÆMDIR voru haínar sl. Iaug:ardag við fyrirhugaða toll vörugeymslu, sem á að rísa á Laugarnestanga við Iléðinsgötú. Þrjár Jarðýtur byrjuðu þá að grafa fyrir grunninum, og á að hraða framkvæmdum eins og unnt er, svo útboð verði tilbúið seint í þessari viku eða í byriun næstu. Nokkur hópur manna var við- staddur er verkið var hafið. Al- bert Guðmundsson, sem er for- maður Tollvörugeymslunnar h.f. flutti stutt ávarp við þetta tæki- færi, og þakkaði þá sérstaklega borgarstióra, borgarverkfræðingi, hafnarstióra og yfirmanni toll- gæzlunnar fyrir gott samstarf og fyrirgreiðslu í sambandi við all an undirbúning að byggingarfram kvæmdum. Tollvörugeymslan, sem þárna á að rísa, verður 2500 fermetrar að stærð, og verður reynt að hafa hana tilbúna fyrir haustið. Smíði Framh. á 11. síðu 2 16. maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.