Alþýðublaðið - 16.05.1962, Qupperneq 4
Guðni Guðmundsson:
✓
ERLEND IIÐINDI
yWWMMIMHMMHMIMMWMMmMMMHMMMMMVMMtMtW
Oskar Hallgrímsson:
ATVINNUÖRYGG
Bæjastiórnakosningarnar i
Englandi og Wales, sem fram
fóru í sl. viku, voru mikill sigur
fyrir frjálslynda. Jafnaðarmenn
geta líka verið miög ánægðir, því
að nú unnu þeir aftur öll þau
sæti, sem þeir töpuðu til íhalds-
manna 1959 og meira til. íhalds-
menn sitia að siálfsögðu með sárt
enni, því að þeir hafa ekki aðeins
tapað öllum sætunum, sem þeir
unnu 1959, heldur um 300 sætum
í viðbót. Þó að sigur jafnaðar-
manna sé mikill, þá er útkoma
frjálslyndra þó það, sem einna
mest vekur athygli við þessar
kosningar. Utan Lundúna náði
einn'af hverjum þrem frambjóð
endum þeirra kosningu.
íhaldsmenn höfðu fyrir þessár
kosningar gert ráð fyrir að tapa,
en niðurstaðan var áreiðanlega
miklu verri, en iafnvel hinir
svartsýnustu meðal þeirra gerðu
sér í hugarlund.! Þau borgar-
stjórnarsæti, sem nú var kosið
um, var síðast kosið um í maí
1959. Þá unnu ihaldsmenn nettó
um 200 sæti. Þá var efnahags-
ástand manna í Bretlandi gott og
einkunnarorð íhaldsmanna voru
þá hin frægu orð „You’ve never
had it so good“, bókstaflega „Þið
hafið aldrei haft það svona gott“
Einkunnarorð þessi virtust falla
mönnum vel í geð en nú er bragð
ið er oröið dálítið súrt, einkum
eftir hina illræmdu launastöðv-
un Selwins Lloyds, fjármálaráð-
lierra. Nú töpuðu íhaldsmenn sem
sagt þessum tvö hundruð sætum
að viðbættum eitthvað um 300
öðrum.
Eins og fyrr segir komst einn
af hverium þrem frambjóðendum
frjálslyndra að í borgum utan
Lundúna. Þeir buðu nú fram
helmingi fleiri menn en í kosn-
ingunum 1959 og unnu tólf sinn
um fleiri sæti. Það vekur nokkra
athygli, að ekki er hægt að segia,
að þeir hafi unnið á á neinum sér
stökum svæðum eða ákveðnum
tegundum borga. Þ.e.a.s. það cr
ekki hægt að benda á neina sér
staka stétt majina, sem 'hafi í
heild farið yfir á friálslynda. Þeir
virðast almennt hafa fengið at
kvæði óánægðra íhaldskiósenda,
en mjög lítið eða ekkert frá jafn
aðarmönnum. Þó virðist frjáls-
lyndum aðallega hafa gengið vel
í hinum rólegri borgum, þar sem
miðstéttin er hvað sterkust, eins
og t.d. í heilsubótarborgunum út
við ströndina og í útborgum Lund
úna. í Lundúnum sjálfum létu
kiósendur hins vegar ekkert aftra
sér frá að kjósa jafnaðarmenn
áfram.
Jafnaðarmenn unnu nú nokkuð
fleiri sæti en þeir töpuðu í kosn
ingunum 1959 og lofar það vissu
lega góðu um framhaldið, að slíkt
skuli geta gerzt eftir hinar miklu
erjur, sem hafa verið og eru inn
an flokksins um landvarnamál.
Efnaha^sbandalagið og fleira.
Kosningar þessar hlióta, frá
þeirra sjónarmiði, að setia inn-
siglið á þá staðhæfingu þeirra, að
næsta stiórn í Bretlándi verði
iafnaðarmannastjórn. íhalds-
menn misstu meirihluta í svo
mörgum borgum, og það á mörg
um stöðum, þar sem íhaldsþing
sæti eru í hættu, að mikil ástæða
er til bjartsýni um úrslit næstu
þingkosninga. Það er að vísu al
veg Ijóst, að íhaldsmenn töpuðu
að langmestu leyti til frjálslyndra
en einmitt sú tilfærsla á atkvæð
um mundi í f.iölmörgum tilfellum
nægja í þingkosningunum til þess
að jafnaðarmenn ynnu þingsæti
sem íhaldsmenn hafa hú.
Þrátt fyrir hinn mikla sigur
friálslyndra, náðu þeir meiri
hluta i aðeins einni af þeim borg
um, sem kosið var í. Það er smá
borgin Pudsey, sem liggur milli
Leeds og Bradford, þar sem þeir
hafa 17 sæti, á móti 11 sætum
íhaldsmanna og 4 sætum jafnaðafe.
manna. í ýmsum öðrum borgum
hafa þeir samt hlotið oddaaðstöðu
sem ekki er lióst ennþá hvernig
þeir muni nota. Þar, sem bannig
stendur á, er bó líklegt, að frjáls
lyndir muni fremur vinna með
.iafnaðarmönnum en íhaldsmönn
um. j
i
Ýmislegt mætti tína til og segja !
frá um kosningar þessar. Óháðir i
frambióðendur fóru illa út úr ■
kosningununum og sitja nú um ;
70 færri af þeim í borgarstíórn- i
um en áður. Kommúnistar unnu j
tvö sæti. Af nýjum borgarstjórna !
sætum. þ.e. sem ekki var .kosið
um síðast, lilutu jafnaðarmenn 12
íhaldsmenn 2, en friálslyndir 1.
Ein veigamestu úrslitin fyrir iafn
aðarmenn voru vafalaust, að þeir
unnu 19 sæti frá íhaldsmönnum
f St. Pancras í London. Sú borg
hafði árum saman verið eitt af
höfuðvígjum iafn'aðarmanna, þar
til þeir töouðu meirihlutanum
þar til íhaldsins 1959. Þeir hafa
nú aftur náð þar öruggum meiri
hHita og hafa 48 sæti á móti 20
sætum íhaldsmanna, 1 sæti komm
úriistá og 1 óháðnm. í Éammer
smith var negri kiörinn í borgar
stiórnina og er það í fyrsta sinn
sem slíkt gerist. Hann er jafnað
armaður. Ungfrú Julia Gaitskell
22 ára gömul dóttir Hugh Gait-
skell, leiðtoga jafnaðarmánna,
náði ekki kosningu í Hampstead.
Kosningarnar í sl. viku sýna
enn einu sinni, að Bretar eru
ekki feimnir við að skipta algjör
lega yfir, þegar þeir eru óánægð
ir með stiórnina. Tæplega mun
nokkurs staðar vera jafn stór
hópur manna, sem kýs ekki eftir
flokkum, heldur eftir því, hvernig
þeim finnst stjórnað hverju sinni
Þetta er, að minu áliti, það, sem
hefur gert Breta að sterkustu stoð
lýðræðis í heiminum. Þeir eru
ekki feimnir við að segia flokkun
um við kiörborðið, hvernig þeim
finnst stíórnin hafa verið á kjör
tímabilinu. Það er engum flokki
hollt að vera of viss um fylgi
kjósenda. Kiósendur verða að
veita flokkunum aðhald, og það
er einmitt það, sem brezkir kjós
endur sýndu í sl. viku, að þeir
eru ófeimnir við að gera.
EEYKJAVIKURBORG sam
einar það, að vera í senn
arborg, útvegs- iðnaðar- og
verzlunarborg, auk þess sem
hér er aðsetur æðstu stiórnar
Iandsins og miðstöð menning
ar og lista.
Sameiginlega mynda þessir
þættir hið blómlega athafna-
og menningarlíf sem hér hef-
ur þróazt, og sem gert hefur
borgina svo aðlaðandi og eftir
sóknarverða, að hér hefur ná-
pega helmingur þjóðarinnar
kosið sér búsetil.
Vegpa þeirra umskifta sem
urðu í efnahagsmálum þjóðar
innar með myndun ríkisstjórn
ar Emils Jónssonar í ársbyriun
1959, þar sem grunnurinn
lagður að þeirri viðreisn efna
liags- og atvinnulífsins, sem
framfylgt hefur verið af nú-
verandi ríkisstjórn, er nú blóm
legra ástand í atvinnumálum
hér í borg, svo sem raunar um
land allt, en dæmi eru til um
árabil.
Óskar Hallgrímsson
Þrátt fyrir þessa staðreynd,
er flestum lióst, að brýna nauð
syn ber til að gerðar séu ráð
stafanir til þess að efla og
treysta núverandi atvinnuvegi
Framh. á 12. síðu
1. Framkvæmdaáætlun til fimm
ára.
2. ítrasta hagsýni I borgarrekstri
3. Stóraukin hagræðing.
4. , Samstarfsnefndir borgarfu.I-
trúa og fyrirtækja um aukna
hagræðingu
5. Tillögur starfsmanna um sparn
að verðlaunaðar.
6. Útboð og samkeppni um verk
legár frámkvæmdir.
7. Þjónustumiðstöð borgarfyrir-
tækja.
8. Samræming á tegundum véla
og tækja.
9. Betri skipulagning á inn-
heimtu útsvara.
10. Nýir tekjustofnar til að halda
útsvörum í hófi
ALÞYÐUFLOKKURINN telur
það megin skyldu borgarstjórnar
að gæta itrustu hagsýni x öllum
rekstri borgarinnar og stofnanna-
hennar. Rekstrargiöldum sé svo
í hóf stillt sem frekast má verða,
en sem stærstum hluta þeirra f jár
muna sem borgararnir greiða til
sameiginlegra þarfa sé varið til
arðbærra og nauðsynlegra fram-
kvæmda, þannig að borgin hafi
á hverjum tíma sem mest eigiti
fé til fjárfestingar og íþyngi ekki
borgarbúum að nauðsynjalausu
með háum vaxtagiöldum.
Hagræðingarstarfsemi á veg-
um borgarinnar verði stórlega
efld og kostað kapps um að leita
hagkvæmustu leiða í öllum
rekstri borgarinnar sem og ein-
stakra fyrirtækja og stofnanna.
Borgarstiórnin hafi forgöngu um
að koma á samstarfsnefndum í
fyrirtækium og stofnunum borgar
innar, sem skipaðar séu fulltrúum
borgarstjórnar og starfsmarina í
hinum ýmsu fyrirtækjum og stofn
unum. Hlutverk samstarfsnefnd-
anna sé að leita skipulagsbundið
leiða til aukinnar hagkvæmni og
gera að staðaldri tillögur um
aukna hagræðingu og sparnað í
öllum rekstri. Tillögur einstakra
starfsmanna, sem hagnýttar verða
í þessu skyni, verði verðlaunaðar
sérstaklega og reynt með þeim
hætti að vekja iákvæðan áhuga
starfsmahna til þátttöku í þessu
mikilsverða starfi.
Reykjavíkurborg nýti til hins
ítarsta þá möguleika, sem útboðs-
fyrirkomulag og samkeppni bjóð-
enda getur skapað. Lögð verði
áherzla á útboð þeirra verklegra
framkvæmda, sem hagkvæmt byk
ir og samið við lægstbjóðendur.
Settar verði reglur um slík útboð,
er m. a. tryggi að bjóðendur
standi við gevð íilboð.
REKSTUR BORGARINNAR
4 16. maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ