Alþýðublaðið - 16.05.1962, Page 5

Alþýðublaðið - 16.05.1962, Page 5
/ Leiðangur á Vatnajökul JÖKLARANNSÓKNA-j félagsins á Grímsfjalli í 1720 metra F É L A G íslands efnir til 12 hæð á útgáfudegi. Hafa þessi um- daga rannsóknaleiöangurs á Vatna slög komið út á hverju ári undan- jökul í vor eins og Venja hefur ver- Ið undanfarin 10 ár. Verða Gríms- vötnin mæid og áthuganir gerðar á jöklunum í grenndinni. Frá þessu svæði sem rannsakað verður, renna tvær þær ár sem mest er nú um rætt að virkja á næstu árum, Þjórsá og Jökulsá á Fjöllum. Um 15 manns taka þátt í leiðangrinum, og verður farið á 2 bílum og gist til skiptist 1 tjöldum og í sæluhúsum Jöklarannsóknarfé- lagsins, en þau eru tvö á þessum slóðum, ánnað við jökulröndina, en hitt uppi á Grímsfjalli. Fararstjórar verða Sigurður Þór arinsson jarðfræðingur og Magnús Jóhannsson rafvirki. Lagt verður af stað 31 maí ú uppstigningardag og dvalið á jöklinum yfir Hvíta- sunnuna, en komið til baka eflir 15 daga, ef allt gengur að óskum Jöklarannsóknir krgfjast allmik- ils fjármagns, en þar sem Jökla- rannsóknarfélagið liefur engan- opinberan styrk fengið fram að þessu, liefur það orðið að afla , fjár með útgáfu umslaga, sem stimpluð eru af póstmanni í skála Kosningabók Fjölvís komin KOSNINÖAHANDBÓK Fjölvíss fyrir bæjarstjórijarkosningarnar er komin út. Bókin er í sama formi og fyrri kosningabækur útgáfunn ar, Birt eru úrslit bæði úr fyrri bæjarsjórnar- og Alþingiskosning um. Margvíslegar ■ upplýsingar er að finna í bókinni um sveitarfé- lögin og pólitíska stjórn þeirra. farin 5 ár og næstum alltaf selst upp. Nú í ár er nýtt umslag kom- ið út og er það með mynd af hin- um þekkta jöklarapnsóknarmanni og náttúrufræðingi Sveini Páis- syni í tilefni 200 ára afmælis hans. Verða nú til sölu 5000 tölusett umslög og kostar eintakið 10 krón- ur. Umslögin fást þessa dagana í Radíóbúðinni á Óðinsgötu 2 í Reykjavík. Forkaupsrétt hafa þeir kaupendur sem undanfarin ár hafa keypt tölusett umslög og viljahalda áfram að safna. Þó er ekki hægt að veita þennan rétt lengur en til 23. þessa mánaðar, eftir það verða þau seld hverjum sem er. Rannsóknir á jöklum og eðli þeirra eru mjög þýðingarmiklar, bæði með tilliti til vatnsmagns ánna sem á að fara að virkja og svo í sambandi við hlaup í Skeið- ará, en hægt er að sjá út hvenrer næsta hlaup muni verða með því að fylgjast með hækkun vatnsins í Grímsvötnum, en það hækkar að meðaltali um 10 metra á ári, þar til út af flóir og hlaupið kemur. Einnig er ætlunin að rannsaka snjókomu og raka svo að hægt verði að taka meðaltal af veður- fari uppi á jöklunum. Undanfarin ár hafa jöklarann- sóknarmenn orðið að grafa djúpar gryfjur með rekum til að rann- saka ýmiss lög sem myndast hafa, en nú hafa þeir fest kaup á bor, sem er hentugur í meðförum og gerir gröftinn auðveldari. Standa vonir til að hægt verði að taka bor inn í notkun nú í næsta íeiðangri. Núverandi formaður Jöklarann- sóknafélags íslands er Jón Evþórs son veðurfræðingur. Kielland leggur I ÞEIM 10 stefnuskráratriðum, er Alþýðuflokkurinn áherzlu á í sambandi við iðnað eru -,n. a. þessi: • Skipulög athafnasvæði fyrir iðnað. Samgönguæðar og birgðageymslur iðnfyrirtækja. Bætt aðstaða fyrir verkstæði og viðgerðarþjónustu. Fjöliðjuver. Bætt iðnmenntun. Mörg gróin reykvísk iðnfyrirtæki eiga nú í erfiðleikum vegna þess, að borgaryfirvöldin hafa ekki fengizt til þeps að láta þeim í té nýjar Ióðir undir fyrirtækin. Hafa nokkur þess- ara fyrirtækja hrökklazt með starfsemi sína í önnur bæjar- félög af þessum ástæðum. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði því fyr ir síðustu kosningar að skipuleggja ný iðnaðarhverfi en eng- ar efndir hafa orðið á því Ioforði enn. Einnig Iofaði Sjálfstæð- isflokkurinn fjöliðjuverum en engin slík liafa enn risið. AI- þýðuflokkurinn mun í borgarstjórn Reykjavíkur beita sér fyr ir því að aðstaða iðnaðarins verði stórbætt I Reykjavík. Vifni vantar í BYRJUN þessa mánaðar, eða 4. s. 1., varð eldri maður fyrir bjf- reið á móts við húsið nr. 55 við Bræðraborgarstíg. Slysið varð kl. 6,30 að m.orgni, og því fátt manna á ferli. Rannsóknarlögregluna vant ar nú vitni að þessum atburði. Sá sem fyrir slysinu varð, telur sig hafa séð einhvers konar stræt- isvagn rétt í því að hann gekk yf- ir götuna, og að vagn þessi hafi stöðvað er slysið varð. Lögreglan vill nú biðia bílstjórann á þc-ssutn vagni að gefa sig þegar fram. DOKTOR FRÁ ✓ Utgerðarmaður fyrir Hæstarétti GREIÐI HÁSETA 4.500 kr. MEIRA UNGUR, íslenzkur vísindamaður, Jóhann Axelsson fil. lic. lauk dokt- orsprófi við háskólann í Lundi s.I. mánudag. Varði hann þá ritgerð er hann nefnir: „Studies of Elietrical and Mcchanical Activity of Instest- inal Smooth muscles". Ritgerðin fiallar um rannsóknir á rafmgnsfyrirbærum og samdrætíi I eggjahvítuefnanna í sléttum inn- | vortis vöðvum. Andmælendur voru sænsku vísindamennirnir Stephan Thessleff og C.H. Hakansson, dós- ent. Doktorsvörnin tók fjóra tLœa, og að henni lokinni, fóru liinír sænsku vísindamenn miklu lofsorci um hana. SINFÓNÍUIILJÓMSVEIT íslands verið að vinna að þessu verki í heldur tónleika næstkomandi j yfir 20 ár, það væri að nokkru leyti fimmtudagskvöld. Stjórnandi, byggt á gömlum norskum þjóð- hljómsveitarinnar aff þessu sinni lögum, sem væru náskyld íslenzk- er Olaf Kielland. Verkin eru öll eftir norræn tón- skáld. Þau eru: Pastora le eftirErik Larsen, Bergljót eftir Grieg með texta eftir Björnstjerne Björnson, en Guðbjörg Þorbjarnardóttir seg- ir frayn tcxtann. Loks er Sinfónía eftir stjórnandann Olaf Kielland. Erik Larsen er þekktur í sínu heimalandi, Sviþjóð, en sinfóníu- hljómsveitin hefur ekki áður leik- ið verk eftir hann. — Bergljót Griegs er byggð á fornri sögu, þar segir frá vígi Egils þambaskelmis og sonar hans. — Loks er að geta sinfóníu Kiellands, sem var frum- flutt í Bergen á sl. ári, síðar var hún flutt í Þrándheimi og nú síð- ast í Osló. Kielland sagði á blaða- mannafundi í gær, að hann hefði um þjóðlögum. Hann sagði, að það hefði einmitt verið til að lifa með fólkinu, sem er samgróið þjóðlögunum, sem hann fluttist til Þelamerkur fyrir allmörgum árum, en þá þegar hafði hann þetta verk í huga. Þessir tónleikar verða haldnir eins og fyrr segir nk. fimmtudag, 17. maí, á þjóðhátíðardegi Norð- manna. Næstu tónleikar hljóm- sveitarinnar þar á eftir verða færð ir aftur um einn dag, verða haldn ir 1. júní í stað 31 maí, sem er uppstigningardagur. Tónlistarmenn, sem á fundinum voru, létu í ljósi sérstaka ánægju yfir komu Kiellands hingað til lands og fögnuðu því, að hann stjórnaði næstu sinfóníuhljóm’cik- um. HÆSTIRETTUR hefur staðfest úrskurð undirréttar í máli er Fær- eyingur nokkur höfðaði á liendur útgerðarmanni á bát þeim, er hann var háseti á. Krafðist hásetinn kr. 4.620.29 til greiðslu á kaupi sínu og til tryggingar sjóveðréttar í m. b. Andra GK 174. Var útgerðar- manninum, Guðjóni Magnússyni gert gð greiða Daniel Peter Tom- sen háseta þessa upphæð auk máls kostnaðar. Sjóveðréttur féll niður. Málavextir voru þeir, að Færey- ingurinn var háseti á Andvara á vetrarvertíð. Var veitt í þorskanet til 1. maí, siðan veidd loðna til 13. apríl, en þá tóku netaveiðarn- ar aftur við og stóðu til 4. maí. Alls er þessi tími 102 dagar. Afla- hluturinn var á þorskveiðunum kr. 1.734.93 að viðbættu orlofi 104.10 kr. en á loðnuveiðum kr. 9.613.86 auk orlofs kr. 476.83. Að lokinni vertíð gerði Guðjón upp við Daniel og greiddi honum í dag- kaup 126.60 yfir vertíðina, en það var kauptrygging háseta á línuveið um samkvæmt þágildandi samning- um. Þessu uppgjöri vildi stefndi ekki una og var það orsök niálsins. Kröfur sínar byggði hann á því að útgerðarmanninum hafi ekki verið heimilt að iafna aflahlutn- um á loðnuveiðunum yfir á afla- hlut á línuveiðunum, heldur hafi hann átt að gera upp við menn sína þegar skipt var um veiðarfæri. Eigi hann alls rétt á 18.073.49 í kaup og eigi því ógreiddar kr. 4.620.29, þar sem hann hafi aðeins fengið greiddar kr. 13.453.20. — Dæmdist málstaður hásetans réttur vera fyrir báðum réttum og var útgerðarmanninum gert að greiða umtalaða upphæð auk málskostnað ar fyrir Hæstarétti, kr. 3.000.00. Flotaheim- sókn i júni TALSMENN varnarliffsins í Keflavík skýrffu frá því í gær, aff í lok maí og byrjun júní yrffu haldnar flotaæfing- ar á Norffur-Atlantshafi. Er hér um fastar flotaæfingar aff ræða. Skip þau, sem taka þátt í þessum flotaæfingum, munu koma í stutta, óformlega heimsókn til íslands aff flota- æfingunum loknum. Leiðrétting SÚ MISRITUN varð í blaðinu í gær, að stúlkan, sem hlaut 6. verðlaun í fegurðarsamkeppninni var nefnd Guðrún Björnsdóttir. — Stúlkan heitir réttu nafni Guffný Biörnsdóttir, og eru allir hlutað- eigandi beðnir velvirðingar á þess- um mistökum. Sameiginleg skólaslit í UNDIRBÚNINGI er aff halda sameiginleg skólaslit barna- og gagnfræffaskóla Reykjavíkur á Laugardalsleikvanginum seina.ta daginn í þessum mánuffi. Undir- búningurinn er Iangt kominn. Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri, skýrði blaðinu svo frá í gær, að , enda þótt undirbúningur að þess- ' um sameiginlegu skólaslitum væri langt kominn væri þetta ekki fast- mótað ennþá, því væri ekki enn- þá unnt að skýra að öðru leyti frá þessu, enda ekki fullvíst, hvort ' úr þessu yrði. Geta má þess, að þrátt fyrir þessi sameiginlegu skólaslit verða skólaslit í hverjum skóla. í haust eru hundrað ár liðin síðan barnakennsla hófst í Reykja- vík og ætlunin er að hafa hátíða- höld í sambandi við þau, og bá- tíðlegan blæ í sambandi við sið- ustu skólaslitin á þessu 100 ára I skeiði. I Um helgina munu skólar bæjar- ! ins skipuleggja margþættar sýn- | ingar. Elzti barnaskólinn er Mið- bæjarskólinn, sem er 58 ára. M.ÞÝÐUBLAÐIÐ - 1962 16. maí $

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.