Alþýðublaðið - 16.05.1962, Side 7
Kosninga-
skrifstofur
★ KOSNIN GASJÖÐURINN
Framlögum í kosningasjóðinn er
veitt móttaka á kosningaskrifstof-
unni í Alþýðuhúsinu.
UTANKJÖRSTAÐAKOSNING
er liafin. Þeir, sem ekki verða
heima á kjördegi, geta kosið hiá
sýslumönnum, bæjarfógetum og
hreppsstjórum og í Reykjavík hjá
borgarfógeta. Erlendis er hægt að
kjósa lijá íslenzkum sendiráðum
og ræðismönnum, sem tala ís-
lenzku.
Kosningaskrifstofa borgarfógeta
í Reykjavík er í HAGASKÓLA
Skrifstofan er opin alla virka daga
kl. 10-Í2, 2-6 og 8-10. Sunnudaga
kl. 2-6.
Reykjavilc
★Kosningaskrifstofa AlþýSuflokks-
ins í Reykiavík er í A'lþýðuhús-
inu við Hverfisgötu. Símar 15020,
16724 og 19570. Skrifstofan er op-
in alla virka daga kl. 9-22. Alþýðu-
flokksfólk er beðið að hafa sam-
band við skrifstofuna og veita
upplýsingar, er að gagni mega
koma. Einkum er mikilvæg vitn-
eskja um þá kjósendur, er eiga að
kjósa utankjörstaðakosningu, —
jafnt þá, sem dvelja nú erlendis
eða verða ytra á kjördag og hina.
sem flutzt hafa milli byggðarlaga
innanlands. — Kjósendur Al-
þýðufl'jkksins eru hvattir til að
ganga úr skugga um sem fyrst
hvort þeir eru á kjörskrá eður
ei með því að hafa samband við
skrifstofuna.
Akranes
Kosning-askrifstofan er í hinu
nýia félagsheimili að Vesturgötu
53 sími 716 Alþýðuflokks-
fólk er hvatt til að koma þangað
og veita liðsinni sitt við kosninga-
undirbúninginn.
Kapavogur
Skrifstofa Alþýðuflokksins í
Kópavogi er í félagsheimilinu Auð
brekku 50, sími 38130. Er hún dag
lega opin kl. 16-19 og kl. 20-22. Al-
þýðuflokksmcnn Kópavogi komið
á skrifstofuna og vinnið vel í ltom
andi bæjarstjórnarkosningum í
Kópavogi.
Kosningaskrifstofan er í Alþýðu
húsinu við Strandgötu. Ilún er op
in 10-22, sírnar 51498 51499. Alþýðu
flokksmenn eru hvattir tii að líta
inn og leggja hönd'að verki.
Kosningaskrifstofa Alþýðuflokks
ins á Siglufirði er í Borgarkaffi,
opið kl. 17—19 og kl. 20—22.
Keflavík »
Kosningaskrifstofa A-Iistans ei
að Ilafnargötu 62. Hún er opin kl
2—6 og 8—10 síðdegis. Sími 1850
Allt Alþýðuflokksfólk og aðrii
stuðningsmenn listans eru beðnir
að gefa sig fram til starfa.
Kosninga skrifstofan er að Tún-
götu 2, sími 1399. Alþýðuflokks-
fólk er hvatt til að líta inn og
veita þá aostoð sem unnt er.
Hinn sameiginlegi framboðslistl
Alþýðuflokksins, Alþýðubandalags-
ins og Framsóknarfolkksins á ísa-
firoi er H-iisíinn.
MWWWWWWHWWWW
ÞÁ er enn einni vetrarvertíð
lokið, og er rétt að rifja upp
heizt það, sem sérstaklega er
athygiisvert nú eftir lokin.
Fyrri hluti vertíðar var mjög
otirður til gæfta einkan'isga
febrúarmánuður, en segia má
að seinni hluti vertíðar hafi
verið liér sýðra sæmilegur með
tilliti til gæfta.
Togaraverkfall hófst seinni
hluta marzmánaðar og stoðvuð
ust togararnir eftir það jafn-
óðum og þeir komu í heima-
höfn og misstu þannig bezta
tímann til aflafanga, sem venju
lega er seinni hluti marz frarn
í maí. Annars var afli togaranna
þessa 2V2-3 mánuði, sem þeir
gátu verið að veiðum, eftir sl.
áramót sáralííill, en það bætti
þó úr að oft náðust góðar sölur
úíi fyrir þetta litla afiamagn
þeirra, en hins vegar vonlaust
með tiliiti til afkomu skipanna,
að Ianda í vinnslu hér heima.
Segja má að bátavertíðin sé
svona upp og niður. Engar Sterk
ar þorskgöngur varð vart við,
og allir fyrirframspádómar þar
um rættust ekki að þessu sinni.
Mest mun hafa aflast í netin
og fóru flestir bátar á net, þég
ar netafiskur var genginn, en
nokkrir héldu þó áfram línu
veiðum alla vertíðina út.
ÖJl veiðarfæri eru dýr, en
þar munu þorskanetin, vera það
sem er einna dýrast til útgerðar
Nokkrir bátar stunduðu síldveið
ar með herpinót allan veturinn
Ekki er mér kunnugt um áf-
komu þeirra skipa, en hygg þó
að hún sé sízt lakari en neta-
bátanna.
En einn álvarlegur skuggi
hvílir þó yfir síldveiðunum hér
syðra á þcssum tíma, og er.hann
sá, að mikið var um tima veitt
af hrygnandi síld.* Er hér ný
rányrkia komin til sögunnar og
sú rányrkia, sem hafa mun mjög
alvarlegar afleiðingar í fram-
tíðinni.
Það mun öruggt vera að hér
vio Suðurlandið, SV-landið og
í Faxaflóa hrygnir síldin á út
mánuðum. Liggur því í augum
uppi hve gífurleg rányrkia það
er að drepa hrygnandi síld eða
síld, sem lcomin er að því að
hrygna.
Það er svipað og hia bónda,
sem skæri niður ær m?i3 lömb-
um í marz, apríl, við skulum
scgja hltita af ærstofninum. F.ng,
um bónda myndi lionia það til
hngar, nema alger fóðurskortur
væri.
Við /höfum vel menntaða og
vel færa fiskifræðinga í þjón-
ustu okkar og einn þeirra hefir
verið um borð í síldarleitar-
skipunum. Vísað á síldartorfur
og áunnið sér verðskuldað
traust sjómannanna, því marg
ar torfurnar munu síldarskipin
hafa innbyrt fyrir aðgerðir síld
arleitarskipanna. En eins og
þessi ágæti fiskifræðingur hiálp
ar veiðiskipum til fanga, þá vildi
ég að hann eða kollegar hans
híálpuðu til að vernda hrygn-
andi síld' fyrir duglegum afla-
mönnum.
Ég spyr sem leikmaður á
þessu sviði: Er hægt að vita með
nákvæmum rannsóknum, hve-
nær aðalhrygningartími síldar-
innar er hér við SV-ísland og
þá líka hvar eru helztu hrygn
ingarsvæðin?
Séu hrygningarsvæðin vituð
og einnig hvenær hrygningin á
þessum stöðum á sér stað lijá
síldifini, þá væri hin mesta
nauðsyn á því, að banna herpi
nótina vissa tíma á vissum svæð
rnn.
Ég hefi áður — mörg ár und
anfarið hér í blaðinu — bent á
hina gífurlegu hættu, sem fylgir
hinni milflu notkun nælonnet-
anna. En móti þeim verður ekki
spornað, fyrr en að lítill sem
enginn þorskur sækir hingað á
hryg'ningarslóðirnar, m.ö.o. þeg
ar búið er að eyða þorskstofnin
um að mestu. Sá tími er ekki
langt undan með sama fram-
ferði.
Ilvorki félagssamtök útvegs-
manna né ríkisvaldið lætur
þetta eitt alvarlegasta mál
íslenzku þjóðarinnar sig neinu
skipta, enda þótt hættan sé á
næsta hjalla.
Þess að auki er svo allur sá
gífuslegi kostnaður, sem þorska
netin hafa í för með sér, þegar
ný netatrossa með færum drek
um og öðru meðtalið kostar um
30 þús. kr. cða meira. Og lík
lega má segia þó að þessi vertíð
hafi ekki verið netafrek, a.m.k.
ekki við Faxaflóa, þar sem eng
in stórveður kornu eftir að neta
veiðin hófst.
En þrátt fyrir það mun marg
ur báturinn lítið eiga eftir af
vertíðar tekjunum, þegar búið
er í fyista lagi að gera upp við
mannskap, borga veiðarfærin,
olíu o.fl.
Og svo loks, sem er einkenn
andi fyrir þorskanetaveiðina, að
varan. úr nælonnetum er oft
skemmd vara meira og minna.
Og þrátt fyrjr ferskfislsmatiö
og góða viðleitni þeirra er þar
starfa, og þrátt fyrir verðmis-
mun á 1., 2. og 3. flokki upp úr
bát mun.netafiskurinn sízt betri
nú en oft áður.
Það eru því dapurlcgar staö
reynjdir sem við okkur blasa að
lokinni vetrarvertíð.
Einn aðalatviimuvegur til siáv
arins stöðvaður á miðri vertíð.
Misiöfn veiði netabátanna og
vaxandi kostnaður við þessa út
gerð.
Byriað á útrýmingarstarfsemi
eins aðal nytjafiskjarins, þ.e.
íslenzku síldarinnar, a.m.k. hér
við Faxafléa og SV-Iandið.
Áframhaldandi framleiðsla á
lélegum saltfiski og skreið, sem
stafar af ofnotkun þorskanet-
anna.
Hins vegar hefði öðru vísi
verið um að litast, ef togararnir
hefðu fengið að ganga vertíðina
út, og miki'I fjöldi þeirra sklpa,
sem netaveiðar stunduðu, verið
á línuveiðum, hinir smærri kom
ið að landi daglega og stærstu
skipin verið á iínu þar sem Fær
eysku línuveiðararnir hafa feng
ið ágætis afla á línu undanfarna
mánuði.
Þá kæmu færri umkvaríanir
um vöruna, þegar hun kemur
á erlcndan markað og hærra
verð myndi fást fyrir saltfisk
og skréið. Og lægri veiðarfæra
reikningar hjá útgerðinni en nú
er.
Vonandi verða þessir vankant
ar til varnaðar í framtíðinni.
Ó.J.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
1962 16. maí J
• •Ylíl If-U ||