Alþýðublaðið - 25.05.1962, Blaðsíða 2
fltttstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri:
Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími
14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu
#—•10. — Áskriftargjald Kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef-
andi; Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson.
Afsfaða Alþýðuflokksins
ÞEGAR BARIZT ER við meirihluta, sem hefur
ístjórnað borg í áratugi, eiga kjósendur kröfu á
svari við einni spurningu. Hún er þessi: Hvað tek-
ur við, ef meirihlutinn fellur?
Það er dapurlegt sjónarspil, sem kommúnistar,
framsókn og þjóðvöm hafa leikið síðustu daga. Hver
höndin er uppi á móti annnarri, brigzlyrðin fljúga
á milli, allt er í pati. Samt mundu þessir flokkar
reyna að mynda meirihluta, ef þeir fengju stuðn-
ing. Þeir mundu kjósa kommúnista sem borgar-
stjóra og lappa saman einhvers konar málefna-
samning. En Reykvíkingar geta rétt ímyndað sér,
ihvernig það mundi ganga.
Alþýðuflokkurinn hefur nú lýst yfir, að hann
mun ekki taka þátt í slíkum leik. Hann mun ekkert
samstarf eiga við kommúnista um stjórn borgar-
innar — og má segja, að þarmeð sé öll von komma
1um að fá borgarstjóra úr sögunni.
Óskar Hallgrímsson, efsti maður A-listans, gaf
þessa stefnuyfirlýsingu í lok úbvarpsumræðnanna.
Hann sagði, að Alþýðuflokkurinn mundi beita á-
hrifum sínum til að tryggja bænum sterka, lýðræð
islega stjórn, ef hann fengi til þess aðstöðu. Þyrftu
bæjarbúar því hvorki að óttast upplausn
eða óstjórn, heldur mundu sjónarmið Alþýðu-
flokksins fá áhrif á stefnuna, eins og rverið hefur í
ríkisstjóm undanfarin ár.
Sjálfstæðisflokkurinn er viss um hreinan meiri-
hluta, en hann þarf meira aðhald en verið hefur, og
það er hægt að skapa með því að efla A-listann.
Tryggjum kjör Páisl
PÁLL SIGURÐSSON tryggingayfirlæknir hef-
ur á kosningafundum, í blöðum og í útvarpsumræð
um rætt ítarlega um heilbrigðismál Reykjavíkur.
Hann hefur einbeint sér að þessu sviði, sem hann
þekkir svo vel, og hefur sýnt með því málefnalega,
•að til, að hann hefur lagt fram athyglisverðar
Páll hefur ekki ráðizt á aðra eða beitt fyrir sig
stóryrðum. Hins vegar hefur hann með föstum
rökum sýnt fram á, að borgin þurfi að gera meira
atak í heilbrigðismálunum í framtíðinni en hing-
að til, og hann hefur langt fram athyglisverðar
íiugmyndir um þau mál.
í
■3 Páll mundi reynast farsæll og gagnlegur borgar-
fulltrúi. Reykvíkingar tryggja kosningu hans með
því að kjósa A-listann.
„ENGIN samvinna við kommún-
ista“. Yfirlýsingr efsta manns A-list-
ans I útvarpsumræðunum, um að
Alþýðuflokkurinn rauni ekki hafa
samvínnu við kommúnista í bæj-
arstjórn þó að Sjálfstæðisflokkur-
inn missti meirihluta sinn, tekur af
allan vafa um það, að kommúnist-
ar eða framsóknarmenn yrðu leidd
ir tll neinna úrslitavalda um mál-
efni borgarbúa þó að úrslit kosn-
ingnna sýndu að enginn einn flokk
ur næði hreinum meirihluta.
HAGKVÆMAST yrði það fyrir
Reykvíkinga að 6vifta Sjálfstæðis-
flokkinn lireinum meirihluta og
efla gengi Alþýðuflokksins um leið.
Þar. með mundu takast samningar
milli flokkanna um stjórn borgar-
innar, ofurvaldi og einræðisstjórn
Sjálfstæðisflokksins yrði þá hnekkt
og jafnast mundi valdahlutfallið.
Borgarbúar mundu njóta starfs-
hæfra krafta og Alþýðuflokkurinn,
mundi gæta hagsmuna launþega
og annarra þeirra, sem hafa orðið
að þoka fyrir ofríki einstakra
manna og samtaka í málefnum borg
arinnar.
ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur
komið öllum sínum málum frarn
með samningum. Það er stundum
erfitt fyrir fólk að átta sig á sigr-
um í samningum vegna þess að þar
er unnið að stig af stigi. En ef
menn vilja leggja það á sig að
rifja upp fyrir sér aðstöðuna fyrir
nokkrum árum og kynna sér hvcrn
ig málin hafa þokast áfram hægt
og bítandi, þá hljóta þeir að sjá að
starfsaðferð Alþýðuflokksins hefur
reynst háppasæl, enda er það
reynsla allra í eigin málum, að
venjulega er það happadrýgra að
efla hag sinn stig af stigi heldur
en að stíga skrefið til fulls án þess
að njóta reynslunnar við uppbygg-
inguna.
ÞAÐ YRÐI ÞVÍ best fyrir borg-
ina og íbúa hennar, að hnekkja
flokksvaldi Sjálfstæðisflokksins og
leggja grundvöllinn að jöfnun að
valdaaðstöðu þessara tveggja
flokka i borginni og stjórn hennar.
Við Alþýðuflokksmenn höfum orð
ið mjög varir við þetta sjónarmið
undanfarnar vikur. Einn öruggur
kjósandi Sjálfstæðisflokksins um
áraraðir sagði nýlega við mig:
„Jæja, nú verður þú hissa. Nú ætla
ég að kjósa með Alþýðuflokknum“.
Þetta kom mér á óvart og ég spurði
— „Og hvað veldur?"
HANN SVARAÐI: „Ég held að
tími sé kominn, sérstaklega eftir
það hvað samvinna þessara tveggja
flokka hefur tekist vel í ríkisstjorn
inni, að við, sem kosiö höfum Sjálf
stæðisflokkinn og erum Iaunþegai,
förum að endurskoða afstöðu okk
ar. Það er ekki mjög mikill skoðana
munur milli flokkanna, nema á
einu sviði: afstöðunni til launþeg-
anna. Það þarf enginn að segja
mér neitt um það, að Alþýðuflokk
urinn stendur betur í ístaðinu fyr
ir þá en Sjálfstæðisflokkurinn."
ÞETTA MUN VERA mjög út-
breidd skoðun, og við þetta liafa
framámenn Sjálfstæðisflokksins
orðið varir. Af því stafa skrif blaða
flokksins um það, að meirihlutinn
sé í hættu. Það er eins og mikil
liræðsla hafi gripið blöð þeirra,
því að þau birta þennan ótta sinn
með risastórum fyrirsögnum. — í
raun og veru er þá barist um það
í þessum kosningum, hvort á að
hnekkja ofurvaldi Sjálfstæðis-
flokksins, hvort eigi að gefa þess
um tveim flokkum meirihluta í
borgarstjórn.
EKKI MUN SJÁLFSTÆÐIS-
FLOKKURINN leita samninga við
jiommúnista. Hann mun, heldur
ekki leita samninga við Framsókn.
Hann mundi ekki leita eftir samn-
ingum við annan flokk en Alþýðu-
flokkinn. — Þetta er aðalatriðið i
kosnigunum á sunnudaginn. —
Samstarf flokkanna tveggja í rík-
isstjórn hefur tekist vel. Hún hef
ur gefið góða raun, þrátt fyrir
skoðanamun. Best væri að þelr
stjórnuðu málefnum höfuðstaðár-
ins saman.
- HRAÐI - GÆÐI ■ ÞÆGINDI -
Ekkert þjónustugjald.
CAFETERIA
HEIT SUPA
ALLAN DAGINN
SMURT BRAUÐ
SJALFSAFGREISLA
★
FLJÓTT — ÓDÝRT
★
Súkkulagi m/rjóma
ÍS-MILK SIIAKE.
ÖL - GOS
KAFFI - TE.
★
Fjölbreyttur matur
í hádeginu og á kvöldin.
Matstofa Austurbæjar
Laugaveg 116 — Sími 10312 — Laugaveg 116.
sveitina
GALLABUXUR
SPORTBLÚSSUR
DRENGJASKYRTUR
PEYSUR
NÆRFÖT
STRIGASKÓR
GÚMMÍSKÓR
GÆMMÍ STÍGVÉL
REGNKÁPUR
IIÁLEISTAR
SOKKAHLÍFAR
HÚFUR
SOKKAR
TERYLENEBUXUR
VASAIINÍFAR
VETTLINGAR
GEYSIR H.F.
Fatadeildin.
IIWWWMVIVWMHWWW
25. maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ