Alþýðublaðið - 25.05.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.05.1962, Blaðsíða 4
58 SÍÐNA kafli úr endurminn- ingum rússneska rithöfundar- ins Ilya Ehrenburgs var prent- aður á föstudag í fyrri viku í mánaðarriti rússneska rithöfunda sambandsins, Nove Miri. Telur Hans Björkgren, fréttaritari Ar- beiderblaðsins í Moskvu, að bók þessi muni verða klassiskt bók- menntaverk um veldi Stalíns, Berías og Jezjovs, þegar „örlög manna voru eins og happdrætti”. Segir liann, að verkið sé oft stór- kostlega hreinskilið, en oft þurr og tilbreytingarsnauð lesning. Ehrenburg veit, hvað hann er að tala um, segir Björkgren. — Hann er nú 79 ára að aldri og er einn af fáum menntamönn- um, sem lifðu af ógnir þessara ára — „fékk vinning í happ- drættinu”. Kaflinn fjallar að verulegu leyti um þann tíma, er hann var stríðsfréttaritari í borgarastyrj- öldinni á Spáni og heyrði ekki einu sinni orðróm af ógnunum, sem byrjaðar voru í Sovétríkjun- um. Hann hitti Hemingway ( eina gest á sundurskotnu hóteli í Mad- rid, hungraðan og sötrandi whis- ky). Það voru rithöfundamir Hemmingway og Isaac Babel, sem kenndu Ehrenburg að „anda, vinna, halda út”. Ehrenburg heldur þvi fram, að hann hafi ekki haft hugmynd um, hvað var að gerast heima í Rúss- landi. Hann sá landa sína falla á Spáni. Margir þeirra, sem lifðu af bardagana, voru kallaðir heim, handteknir og skotnir, en hann vissi það ekki. Meðal þein-a var hetjan frá Madrid, Gorev, sem bjargað var með einhverjum undrum, en hvarf siðan hálfu ári síðan, „þegar enginn undur voru lengur til”. Svo var það kven- fréttaritarinn, sem var handtek- inn af þeim sökum einum, að maður hennar hafði verið hand- tekinn. Þá var það byltingarleiðtoginn Antonov-Ovsjenko, sem varð sendiherra á Spáni 1938, en var kallaður heim og skotinn fyrir áætlanir um skemmdarverk gegn Rauða hernum. „Ég sá, að hann átti í erfiðleik- um. Ef til vill renndi hann grun í það, sem í vændum var. Hann hvarf strax, er hann var kominn til Moskva. Nafn hans hvarf úr öllum frásögnum af árásinni á Vetrarhöllina”. Sjálfur upplifði Ehrenburg það, að Izvestija hafði ekki leng- ur áliuga á fréttum frá Spáni — „Stóratburðir gerðust í Kína, síðurnar voru fullar af stjórnar- skránni og kosningunum”. Hann kom heim og ætlaði að vera tvær vikur, sem urðu að hálfu ári. Mikið áfall beið hans við kom- una til Moskva 24. desember 1937. Allir voru logandi hræddir við falda hljóðnema.'Annai's seg ir hann um þetta aðfangadags- kvöld: „Það var heill liafsjór af nöfnum, og á eftir hverju þeirra stóð orðið: HANDTEKINN”. Skáldið Pilnjak liafði verið liandtekið fyrir að hafa verið í Japan, annar fyrir að hafa haft samband við erlenda rithöfunda, hinn þriðji vegna þess að hann var pólskur kommúnisti, og hinn fjórði vegna þess að hann var nýkominn frá París .... Skelfingu lostinn hlýddi Ehr- enburg á frásagnirnar og aðvar- anirnar: „Nú handtaka þeir eig- inkonurnar líka og setja bömin á barnaheimili”. Daginn eftir fór hann á rit- stjórnarskrifstofur Izvcstia. Þar þekkti hann ekki lengur eitt ein- asta.andlit. „Ég spurði eftir þess- um og hinum. Einn svaraði: Hann er farinn. Einhver veifaði hönd- inni. Aðrir flýttu sér búrtu”. Á rithöfundaþingi í Georgíu sá hann Bería: „Nokkrir hylltu hann, allir klöppuðu standandi. Hann klappaði á móti og hló á- nægður með sig. Mér var þá orð- ið ljóst, að allir klöppuðu, þegar minnzt var á nafn Stalíns, og ef það kom fyrir í lok ræðu, stóðu allir á fætur. En ég var undr- andi — hver var Bería? Sessu- nautur minn sagði: Mikill mað- ur”. Á þessum tíma gat Ehrenburg ekki skrifað — honum var gert tilboð um að skrifa um hreins- ana-réttarhöldin og líkja fimmtu herdeildinni á Spáni við „þjóð- níðinga”. Grunsemdir og örlagatrú ríktu. Enginn vina hans vissi, hvað næsti dagur kynni að bera í skauti sínu. — Margir höfðu pakkað niður hlýjum nærfötum í tösku”. í hinu fræga skáldahúsi við Lavrushenskygötu báðu leigj endúr urn, að lyftunni yrði lok- 'að á nóttunni, þar eð liún héldi fyrir þeim vöku. Telur hann, að næturnotkunin hafi aðallega ver- ið verk leynilögreglunnar. Á rit- stjórnarskrifstofum Izvestija voru ekki lengur nafnspjöld á neinni hurð — einn af varðmönn unum sagði, að þýddi ekki neitt: „Sá, sem skipaður er í dag, er fluttur burtu á morgun”. Isac Babel, sem skömmu síðar varð hefndaraðgerðunum að bráð, lýsti tímunum þannig: „í dag talar maður hreinskilnislega aðeins við konu sína — á nótt- unni, með höfuðið undir sæng- urfötunum’”. Flestir, þar á meðal Boris Pa- sternak, héldu, að allt þetta gerð- ist, án þess að Stalín hefði hug- mynd um það. Kvöld nokkurt hittust Ehrenburg og Pasternak. Pasternak „baðaði út hönldunum Leifad verði nýrra úrræða útgerðarlnnar og lirópaði: Hugsaðu þér, ef ein hver segði Stalín frá öllu þessu!“ Babel var einn laus við glám- skyggni og iýsti því yfir, að ör- yggisráðhen-ann Jezjov „legði sig auðvitað fram, en það er ekki um hann að ræða”. Dauði Babels sjálfs, er Jezjov Ixafði verið tekinn af'lífi og Be- ría var tekinn við, átti fljótlega éftir að sanna réttmæti orða hans. Ásamt Babel dó stór hluti af menntamönnum Sovétríkj- anna, þ. á m. hinn heimsfrægi leiklxússmaður Meyerhold. Hjá hinum síðastnefnda hitti Ehrenburg meðlim herdómstóls þess, er dæmt hafði Tukhatsjev- sky marskálk og nokkra aðra herforingja til dauða samkvæxnt sönnunum, sem síðar hefur ver- ið lýst yfir, að hafi verið búnar til af herráði Hitlers. Nokkrum dögum eftir þennan fund hjá Meyerhold var þessi maður liand tekinn og hvarf síðan. „Ég sá Meyerliold”, skrifar Ehrenburg. „Hann sat með lok- uð augu og líktist hænu, sem skotið hefur verið á”. Eftir þessar geigvænlegu lýs- ingar segir Ehrenburg af furðu- legri hreinskilni, að hann hafi ekki getað gert greinarmun á Stalínsógnununum og fasisman- um, „okkar eigin skelfingum og hinum vondu fréttum, er bárust að vestan”. í ársbyi'jun 1939 var réttast að nota orðið „kult’” ’í sinni upp- runalegu, trúarlegu merkingu. í hugum milljóna manna var Sta- lín orðinn að hálfguði. Allir töngluðust skjálfandi á nafni hans og héldu, að hann einn gæti bjargað Sovétríkjunum frá árás og falli. í síðari kafla þessa merkilega minningarrits um Stalín mun Ehrenburg kanna Stalínstrúna nánar. Þá er og búizt við lýsingu á morðinu á Gorki. — í Moskva er almennt vitað, að það var sett á svið af manni, sem var allmiklu hœrra settur en • morðinginn sjálfur. Það merkilega við bókina er einnig það, að hún er birt rétt fyrir 25 ára afmæli m. a. Tukat- sjevsky-réttarhaldanna sumarið 1937. Annars birti Izvestija líka 18. maí sl. minningargrein, sem kom 25 árum of seint, um hinn gamla bolsjevikka Avel Enukid- ze, sem var „baktalaður, hand- tekinn og dæmdur 1937, endur- reistur eftir dauðann á árinu 1959”. ÞAÐ virðist fremur hljótt um allt, er snertir útgerð og al- veg sérstaklega togaraútgerð. — Ástæðan fyrir því hlýtur að vera sú, að stjórnmálamennirnir telja ekki sigurstrangiegt í kosninga slagnum að minnast mikið á þessi mál. Atvinnumálunum er svona rétt aðeins gefið hornauga, nema þá helzt af Alþýðuflokknum enda er það eðlilegast, þar sem þau hafa alltaf verið eitt aðalbar- áttumál flokksins, fyrst með úr- ræðum til þess að skapa næga og stöðuga vinnu fyrir alla, svo með því að búa þannig um hnút- na, að ekki sækti í sama horfið og áður var hér í Reykjavík. Eitt af óskabörnum Alþýðu- flokksins var og er Bæjarútgei'ð Reykjavíkur. Hún mun hafa ver- ið einhver stærsti atvinnuveitandi þessarar borgar til skamms tíma og átti drjúgan þátt í því jafn- vægi er einkennt hefur atvinnu- mál borgarinnar. Nú liggja togar- ar Bæjarútgerðarinnar bundhir við hafnargarðana eins og skip Listabókstafir Alþýðuflokksíns AKRANES: A-listi, AKUREYRI: A-listi, DALVÍK: A-Iisti, ESKIFJÖRÐUR: A-listi, EYRARBAKKI: A-listi, FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: J-liSti, GRINDAVÍK: A-listi HAFNARFJÖRÐUR: A-listi, HELLISSANDUR: A-iisti HNÍFSDALUR: A-listi, HÚSAVlK: A-listi HVERAGERÐI: H-iisti, ÍSAFJÖRÐUR: H-listi, KEFLAVÍK: A-Iisti, KÓPAVOGUR: A-Iisti, NESKAUPSTAÐUR: A-listi, NJARÐVÍKUR: A-Iisti, ÓLAFSFJÖRÐUR: A-listi, ÓLAFSVÍK: A-listi, PATEKSFJÖRÐUR: A-Iisti, REYÐARFJÖRÐUR: I-Iisti, REYKJAVÍK: A-listi, SANDGERÐI: A-listi, SAÚÐÁRKRÓKUR: I-listi, SELFOSS: H-listi, SELTJARNARNES: A-listi, SEYÐISFJÖRÐUR: A-listi, SIGLUFJÖRÐUR: A-Iisti, SKAGASTRÖND: A-listi, STOKKSEYRI: A-listi, STYKKISHÓLMUR: A-listi, SUÐUREYRI: A-listi, VESTMANNAEYJAR: A-listi. Farið snemma á kjörstað einstaklingsframtaksins Sú var tíðin , að þessi sjón var algeng í Reykjavík fyrir síðasta stríð. Tog- urunum var lagt, þegar útgerðar- mönnum hentaði án tillits til al- menningsþarfa eða þjóðarheildar- innar. Með tilkomu Bæjarútgerð- arinnar bjuggust menn við því að slíkum vinnubrögðum væri lokið enda varð sú raunin á í fyrstu. Bæjarútgerðin fór vel af stáð. Forráðamenn hennar sýndu á- huga á alhliða þróun og fylgdust með tímanum. En nú hefur sleg- ið í baksegl. Á sama tíma og aðr- ar þjóðir hafa lagt inn á nýjár brautir í togaraútgerð svo sem með smíði skuttogara, verksmiðju togara og enn fleiri nýjunga, sem áður liefur verið getið hér í blað- inu, þá hefur hvorki einstaklings- framtakið eða Bæjarútgerðin far- ið þessar leiðir, þrátt fyrir ábend ingar ýmissa manna úr fiski- mannastétt. Bæjarútgerð Reykja- víkur bar skylda til þess öðrum fremur, að fylgjast með nýjung- um á þessum sviðum svo og öllum þeim sviðum, er aukið gætu hag- kvæmni í rekstri og komið borg- urunum að meiri notum. Einstaklingsframtakið er gott eins langt og það nær en þegar það er ekki fært um að halda syo á málurn, að það geti gegnt skyld- um sínum við bæjarfélagið, þá verður það opinbera að taka í taumana. Þaö þýðir ekkert að skella skuldinni á okkar dug- miklu fiskimenn og hrein móðg- un er að telja þá ekki vinna fyrir sínu kaupi, nema með því að lengja vinnutímann. Menn, sem vinna áhættusöm störf fjarri heimilum sínum hljóta að eiga kröfu til góðra launa. Hver ein- asti sanngjarn maður hlýtur að viðurkenna það. Útgerðin getur ekki búizt við því að ungt og dug- mikið fólk sæki til þessa atvinnu- vegar, sem engin úrræði sér önn- ur, en að lækka kaupið eða að lengja vinnutímann. Það er engu síður ástæða til að athuga hvort ekki mætti eitthvað lækka kostn- að útgerðarinnar í landi. Þau gögn mættu gjarnan koma á borð fyrir almenning áður en lengra er haldið. Það lilýtur að verá krafa Alþýðuflokksins að leitað verði nýrra úrræða að því er snertir Bæjarútgerð Reykjavíkur, svo sem með því að flotinn verði endurnýjaður með hagkvæmari skipum. Unnið verði betur úr aflanum, bæði til frystingar og niðursuðu ásamt mörgu öðru, er til greina kemur. Ennfremur verður að skana útgerðinni í bæn um betri aðstöðu við lxöfnina, því þar eiga fiskvinnslustöðvarnar að vera en ekki v'tt og breitt út um allt bæjarlandið. Fiskvinnslustöðvarnar hafa á vorin getað tekið við fjölda skóla- fólks og húsmæðra til starfa. Ef þetta á nú að bregðast eins og allt útlit er fyrir ofan á allt annað, sem aflaga hefur farið í borgar- rekstrinum þá getur borgarstjórn Reykjavíkur ekki skorizt undan því að grípa í taumana, þegar mikilvirkustu atvinnutæki borgar innar eru komin í strand. Ásgrímur Björnsson. <g 25. maí 1962 - ALÞÝÐUBLADID

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.