Alþýðublaðið - 03.06.1962, Síða 7
SAMMI var milljóneri. Hann
hafði átt 7000 dali og keypti sér
landskika, nokkrum mánuðum
síðar kom upp olía á landareign-
inni og olíufélag keypti hana af
Samma fyrir hálfa aðra milljón.
Hefði nú verið einhver manns-
bragur á Sammá, þá hefði hann
eytt fénu í vín og kvenfólk og far
ið á hausinn innan tíðar, en það,
sem ergði okkur vini hans var
það, að hann lagði peningana í
trygg hlutabréf og gerðist sport-
ídíót. Hann fékk æðisgengna
veiðidellu.
Sam virtist reyndar eins og
skapaður til þess. Hann vóg :Í80
pund, var 190 sentímetra á hæð,
og gat étið meira, drukkið meira
og logið meira en nokkur annar.
Hann var á veiðum alla daga
vikunnar og vildi ekki sjá annað
en aborra.
í húsinu hans var allt fullt af
stoppuðum fiskum, en yfir arnin-
um í stofunni var stórt skilti og
á því stóð aðeins: Frátekið. —
„Þarna á sá stærsti aborri, sem
nokkurn tíma hefur verið veidd-
ur á stöng, að hanga”, sagði hann
við mig eitt sinn „fyrr skal ekki
veiðimanninum mikla takast að
veiða Samma í net sitt: Smám
saman snerist allt líf Samma u.m
það að veiða aborrann mikla, sem
hann í huganum nefndi Moby
Dick eftir hvalnum í sögu Her-
manns Melvilles.
Og svo — fyrir fjórum árum
— bauð hann mér með sér til
Kanada til veiða. Hann sagðist
hafa frétt af vatni, þar sem
stærsti, heimskasti og hungrað-
asti aborri veraldar héldi til.
Auðvitað fórum við þangað
flugleiðis. Sammi leigði sér
fjögra sæta flugvél og það var
ekki meira en svo, að hún bæri
okkur tvo og allt hafurtaskið.
Uppi við Bjarnarvatn leigðum við
okkur Indíána til fylgdar. Hann
hét Henry og var stór og festur
eins og Sammi, þeir voru reyndar
svo líkir, að það hefði verið ó-
mögulegt að þekkja þá í sundur,
ef lómatsósu hefði verið hellt yf-
ir Samma. Þeir vissu þetta báðir
og voru argir yfir því.
Henry átti að vera leiðsögu-
maður okkar, en Sammi lét hann
hugsa um farangurinn og sagði:
„Það er aldrei hægt að treysta
feitum Indíána, hann lætur þig
villast, drepast úr hungri og ét-
ur þig svo”. Henry lét eins og
hann heyrði þetta ekki, en sagði:
„Stóra vömb þegar vilit, við
skilja hana eftir og fara sjálfir
heim”. Það var ekki svo að skilja,
að Henry talaði ekki ágæta
ensku, en hann kaus hrognamál-
ið til að ergja Samma.
Um nónbil komum við að
Hegravatni, þar sem sá stóri átti
að vera, eftir því, sem Sammi
sagði, og við vorum ekki fyrr
komnir en Sammi skipaði okk-
ur um borð í kænu með utan-
borðsmótor og lézt ekki heyra, að
Henry var eitthvað að tauta um
að stormur væri í uppsiglingu.
Við fórum út á mitt vatnið,
renndum, og lentum undir eins í
fiski. Ég missti tvo í byrjun, en
loks tókst mér að ná þeim þriðja
um borð, tveggja punda urriða.
Sammi þreif hann af mér, án
þess að gefa neina skýringu, kast
aði honum útbyrðis aftur og kall-
aði á eftir honum: „Segðu honum
afa þínum, að við séum komnir”.
Áður en mér gafst ráðrúm til
að lemja hann í hausinn með ár,
klappaði Henry á öxlina á mér
og benti til norðvesturs. Ég
þurfti ekki að horfa lengi til að
sjá að óveðrið var að skella á.
Við vorum úti á miðju vatni, svo
að útlitið var ekki glæsilegt, en
Sammi sagði, að við værum
hræddir af því að við kynnum
ekki að synda.
En þegar báturinn fór að velta
ískyggilega, leit hann á úrið sitt
og sagði, að við færum í land, ef
Moby Diek biti ekki á innan fimm
mínútna.
Á næstu fimm mínútum gerð-
ist tvennt í senn, Moby Díck: beit
á og stormurinn skall á .
Næstu fimmtán mínútur voru/'
órólegri en svo að frá verði sagt
aí viti, regnið helltist yfir okkur
eins og títuprjónabréf, öldurnar
skullu á okkur og veltu sér yfir
bátinn. Ég jós, Henry barðist við
vélina og öskraði' á Samma að
ausa líka. En hann var nú ekki
að hugsa um slíkt, hann sat aftur
í skut og hamaðist við að ná íisk-
inum, sem enn var einhvers stað-
ar í djúpinu. Hann öskraði til
Hénrys: „Ef ég missi flskin.n, þá
ferð þú líka þitt svín.
Ég sat í botni bátsins og jós og
baðst fyrir ög allt í einu var
fiskurinn kominn upp í bátinn.
Sam kastaði sér yfir hann, tók
hann upp á tálknunum, reif upp
vasavogina og vóg hann, meðan
bölvaður sporðurinn slettist i
andlitið á mér. „Þrettán pund,
öskraði hann”, heyrir þú það,
apinn þinn, þrettán pund”.
„Austu. mannhelvíti, austu”,
öskraði ég, en það var of seiní.
Dálitill klettadrangur rois allt
í einu rétt fram undan og brim-
ið lamdi hann æðislega, skyndi-
lega tók báturinn niðri og við
köstuðumst útbyrðis. Það var ná-
lagt tuttugu metra sund að
eynni, og Henry, sem við héldum,
að gæti ekki synt, synti fram úr
mér á leiðinni. Við náðum fót-
festu uppi á klettunum og
skyggndumst út yfir kolsvariar
öldurnar. Við komum auga á
Samma um það bil þremur fetum
undir yfirborðinu, nokkur fet frá
landi. Mér tókst að ná honum,
en hann var varia kominn á land
fyrr en hann blés ógurlega, eins
og hann væri sjálfur Moby Dick,
velti sér á bakið og öskraði á
mig, bjargvætt sinn, ,,þú skuld-
ar mér fimm hundruð dali. Á
bandi, sem vafið var um mitti
hans hékk þrettán punda skrímsl-
ið Moby Dick.
Um nóttina héldum við til und-
ir framlútandi kletti uppi á eynni
og einhvem veginn tókst Henry
að kveikja upp eld. Sammi var'
önnum kafinn við að semja
fréttaskevti til United press. —
Hann rausaði upp úr sér óhcmjii
kjaftæði og þegar því var lokið,
tók hann til við að semja ræð-
ur, sem hann ætlaði að nota við
móttöku blaðamanna, ræður fyr-
ir sportklúbbana, sem inyndu
heiðra hann og langa blaðagrein
um Moby Diek og bardagann við
hann. Upp úr miðnætti var hann
farinn að ráðgera, hvort hann
ætti að hengja skrímslið yíir ar-
ininn eða reyna að koma því að
í kvikmyndum með Esther Willi-
ams. Um það bil, er ég sofnaoi,
var hann að tala um, hvort hann
hefði veitt Moby á orm eða flugu,
sem hann hafði sjálfur fundið
upp.
Það var fyrst daginn eftir, að
við Henry og ég, gcrðum okkur
ljóst, að aðstaða okkar var alls
ekki góð, veðrið var ennþá
slæmt, og við höfðum engan bát,
engan mat og enga veiðistöng.
Þar að auki vorum við strandað
ir á smáeyju úti á miðju stóru
vatni og enginn mundi óttast um
okkur næstu vikuna.
Sammi geymdi Moby Dick í
polli á klettunum og þar sat
hann og hélt hrókaræður yfir
kvikindinu, hánn hafði auðsjá-
anlega ekkl hinar minn?tu á-
hyggjur af framtíðinni, en þeg
ar ég spurði Henry að því um
kvöldið hvað svona veður gæti
baldist lengi -á þessura slóðuhv
og hann sagði: allt upp í þrjár
vikur, þá heyrði ég í fyrsta skipti
örlítinn kvíða í rödd Samma.
Hann hætti líka að halda ræ<T
ur yfir Moby, en sat við pollinn
steinþegjandi eins og ergilegur
Buddha.
Við Henry litum hvor á ann
an og glottum lítið eitt í launii.
„Ef veðrið helzt svona í þrjá
daga, þá verður Sammi vitlaus”,
hvíslaði hann að mér.
En það tók ekki svo langan
tíma. Næsta morgni eyddi hann
við pollinn hjá Moby Diek, en síff
ari hlutinn fór í það að reyna
að drepa marflær með priki,
það var hörmuleg sjón. Ekki
hafði veðrið batnað næsta dag
að heldur, og Sammi notaði dag
inn til að reyna að kasta grjóti
í gráan, feitlaginn fugl, sem
flögraði fram og aftur og gaf
frá sér hljóð, sem voru líkust
því að hann segði: gef mér &9
éta, gef mér að éta.
Á morgni fjórða dagsins konv
ég að Samma, þar sem hann sat
við pollinn hjá Moby Dick.
Skrímslið lék sér á botni polls-
ins o'g var feitt og pattaralegt.
Svo stanzaði fiskurinn snöggv-
ast og það var eins og þéir
Sammi horfðust í augu.
Ég leit á Samma, það lak at
honunv ólundin. Allt í einu stökk
hann á fætur, réðst að Henry
greyinu og öskraði: „Helvítið
þitt, þig langar til að eta fisk-
inn minn“.
Þessu hafði Henry beðið eftir
í þrjá daga. Hann ýtti Samma
frá sér og sagði sigri hróandi:
„Samma langar að éta fiskinn,
ekki Henry.
Það var líká sanrJeikurinn,
við Henry vorum svangir, —
en Sammi var að drepast úr
hungri og Moby Dick var að gera
hann vitlausan. — „Ég myndi
éta hana móður rrtína fyrr en. ég
æti fiskinn minn“, sagði hann.
„Reynið þið bara að nálgast
hann, þá skal ég . . . .".
Ég reyndi að róa hann og
klappaði á öxlina á honum. ,Eng
inrv ætlar að éta fiskinn þinn,
Sammi", sagði ég.
„Eg drepst fyrr úr hungri,
heyrið þið það“, sagði hann
skjálfandi rómi. Svo leit hann á
Henry. — „Vertu ekki að horfa
svona á hann, djöfullinn þinn"-,
öskraði hann.
Endalokin urðu um miðnætti.
Ég hafði legið við eldinn og-
heyrði þá eitthvert undarlegt
hljóð, ég leit upp og sá, &9
Sammi sat hálfboginn og var að-
Framh. á 13. síð»
Ég myndi fyrr éta hana mömmu, sagði Sam
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. júní 1952 J