Alþýðublaðið - 03.06.1962, Page 11

Alþýðublaðið - 03.06.1962, Page 11
Vindurinn þeytti regninu á undan sér í illhrinum og feykti sjónum saman í volduga kast- hnúta. Sólin var falin hak við ský- in og skýin hulin að baki regn- slæðunni. Aldrei hafði maður séð Kyrrahafinu lýst á þennan veg í hókum og auglýsingapés- um ferðaskrifstofanna. Eg var farþegi á skipinu Chi- cot, sem er flutningaskip, tæpar 4000 lestir að stærð. Skipið hafði áætlunarferðir milli hinna fjölmörgu eyja í Mikronesíu, sem eitt sinn tilheyrði Japan, en er nú undir stjórn Banda- ríkjanna, sem gæzluverndar- svæði á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Við höfðum siglt frá Guam fyrir 11 dögum og virtumst nú vera einu sjófarendurnir á þess- um slóðum. Ferðinni var heit- ið til Truk, sem er ein af aust- ustu eyjunum í Carolinaeyjaklas anum. Snemma um morguninn, þeg- ar dagsljósið tók að seitla inn um kýraugað, vaknaði ég við það, að skipið hægði ferðina og stanzaði síðan mitt úti í tóm- inu mikla. Eg var kominn á þilfar innan þriggja mínútna. Aldrei fyrr hafði ég séð svo ægistórar öldur. Því meir sem skipið hægði á ferðinni, því meira valt það í ölduganginum. Skipstjórinn, Edward O’Neill stóð uppi í brúnni, veifaði til mín og benti mér að koma upp til sín. — Sjáðu þarna, sagði hann og benti. Eg starði og starði, en ég kom ekki auga á neitt, fyrr en hann rétti mér sjónauka sinn og sýndi mér, hvert ég ætti að beina honum. Og nú kom ég auga á það, sem hann vildi, að ég sæi, lítinn eintrjáning. — Hann er ekki stærri en dá- litill trjábolur, sagði ég undr- andi. — Hann er ekki mikið annað, sagði hann. — Þetta er bara hol- aður trjástofn, sem siglutré hefur verið sett í. Ætli hann sé ekki nálægt sex metrum á lengd. Jafnvel á vatni hefði bátur- inn virzt lítill og veikbyggður. Hér úti á Kyrrahafinu virtist hann ekki einasta eins og leik- fang, heldur öllu fremur eins og trébútur, fljótandi depill. — Við stóðum í brú Chicots og störðum á hann eins og hann væri hlutur úr öðrum heimi. Og í raun og veru var hann það líka. Nú tók ég eftir því, að menn voru um borð í bátnum. Þeir hreifðu sig um bátinn eins og maurar á grasstrái. En þeir höfðu ekki gefið okkur neitt merki, voru þeir í hafsnauð? — Ef þeir eru það ekki, þá hafa menn aldrei verið það, sagði skipstjórinn. Skipstjórinn lét stýra skipinu þannig, að sjór og vindur færðu litlu fleytuna í átt til okkar. Þetta var eintrjáningur með hliðarskíði til þess að gera hann stöðugri, án skíðisins hefði fleyt- an á augabragði fyllst sjó og hvolft. Miðskips var dálítill pall- ur og yfir honum lágt þak úr stráum og blöðum. Pallurinn var festur með böndum við tengi- rárnar sem lágu til hliðarskíðis- ins, en upp úr miðju þaki palls- ins reis siglan án segls. Stundum risu sjóirnir svo hátt, að ekkert sást af bátnum nema siglan, við og við eygðum við bátinn og áhöfn hans, fimm menn. Þeir virtust þreyttir og veðurbitnir, en unnu allir af kappi, einn stýrði, hinir jusu. Einn var gamall, annar miðaldra, en hinir þrír tæpast annað en stórir drengir. Þeir voru aðeins klæddir rauðu lendaklæði. Tíu mínútum síðar voru þeir komnir að skipshliðinni og við snérum upp í og stöðvuðum vél- arnar. Stanley Gilje, fyrsti stýrimað- ur, stóð á framþiljum beintr yfir eintrjáningnum og nú hófst sam tal, nokkrir af áhöfninni túlk- uðu. Það virtist eins og menn- irnir fimm væru alls ekki vissir um, hvort þeir vildu láta bjarga sér. Þeir spurðu fyrst, hvert ferð okkar væri heitið. Til Truk, önzuðum við. Þegar þeir heyrðu það, var enn haldið áfram að tala um stund. Loks gaf stýri- maður skýrslu. — Þeir segjast vilja koma um borð, fái þeir að hafa bátinn með. — Æ, það var fallega hugsað af þeim, sagði skipstjórinn. Þá það, um borð með þá. Spil voru sett í gang, bómu slegið út og tveim vírum kom- ið undir sinn hvorn enda báts- ins, auk þess var reipi hnýtt í skiðið til þess að báturinn héldi jafnvægi. Fjórir af áhöfn báts- ins klifruðu upp kaðalstigann, en sá fimmti og elzti, sat við stýri og kaus að fylgja farkost- inum til þess síðasta. Síðan var bátnum lyft á dekk. Gamli stýrimaðurinn sat f bátnum, rólegur og óbifanlegur, í snúru um hálsinn bar hann einhvern skínandi hlut. Eg hélt fyrst, að þetta væri vemdar- gripur, en það kom í Ijós, að það var venjulegur dósahnífur. X keltunni hélt hann á ryðguðum kompásræfli, sem hann gætti vandlega. Undir eins og báturinn var kominn á dekk, klifruðu hinir fjórir af áhöfninni upp í bátinn til karlsins. Við stóðum og störðum alveg agndofa á þá. Farartæki þeirra var sex metra langt, eins og skipstjórinn hélt í fyrstu. Það var ekki höggvið út úr einum trjástofni, heldur búið til úr plönkum, höggnum úr brauðaldintré, það var bund- ið saman með böndum úr kokos trefjum og þéttað með nokkurs konar steinlími úr muldum kór- öllum. Enginn nagli hafði verið notaður við smíðina. Sjálfur ein trjáningurinn var mjór og djúp- ur, eiginlega aðeins mjó rifa, þar sem maður gat legið á hnjám og hækjum sér. Yfir- byggingin var um það bil metri á breidd, tæpt það á lengd og hálfur metri á hæð. Þar var í mesta lagi pláss fyrir einn til tvo granna menn í einu. Seglið var verksmiðju-unninn blár dúkur og mjög illa farið, því hafði verið troðið undir framþóftuna. Engar vistir höfðu þeir eða voru sjáanlegar. Um borð var aðeins lítið eitt af tré- kolum og fáeinar beyglaðar skál- ar úr blikki, sem þeir höfðu notað til þess að ausa með. líér á dekki Chicots var fetdjúpt vatn í bátnum og áhöfnin var enn að ausa. Úti á opnu hafinu hlýtur ferðin að hafa verið svip- uð því, að maður sæti í baðkeri og gæti ekki lokað fyrir kran- ana. Þegar mennirnir fimm höfðu þurausið bátinn, breiddu þeir seglið til þerris, aðgættu sam- skeyti bátsins og strengdu á trefjaböndunum, þeir höfðu ekki áhuga á neinu öðru en á bátnum sínum. Ekki var svo að sjá, að neinn þeirra hefði þörf fyrir læknishjálp, en allir voru sjáanlega matarþurfi. En við gátum ekki fengið þá til aþ fpra niður í káetu fyrr en þeir höfðu gengið úr skugga um það, að báturinn væri í góðu lagi að öllu leyti. Sundurleitur fatnaður var tíndur fram handa þeim, til þess að unnt væri að þurrka gegn- blaut lendaklæðin, þegar þeir höfðu matast, létu þeir tilleið- ast að hvíla sig lítið eitt og loks fengum við svo að vita dálítið um þá. Frásögn eftir J. W. Lederer Sá elzti var talsmaður þeirra. Hann kvaðst heita Sernous og sagði að hinir af áhöfninni væru meðlimir fjölskyldu hans og ættbálks. Þeir kæmu frá kóral- eyjunni Pulap og væru á leið til Truk. — Frá Pulap í þessari hnot- skurn, skipstjórinn leit á kortið. — Já, en Pulap er meira en 300 mílur til austurs héðan. Og Truk er 150 mílur hins vegar við Pulap, þið hafið þá villst? — -Nei, vindurinn og veðrið hafa hrakið okkur af leið. Þeir höfðu verið á hafinu í þrjátíu daga. Sernous opnaði kreppta hnefana þrisvar sinnum og sagði um leið og hann glennti út fingurna — þrjátíu daga, hann endurtók það. Ferðin hefði átt að taka þá fjóra daga, hann hafði oft siglt þessa leið áður, en að þessu sinni hafði vindur og sjór verið of mikill. Þar að auki hafði átta- vitinn sýnt skakka stefnu. Þetta var gamall áttaviti úr japönsk- um fiskibát og sprittið lak af honum í mörgum stöðum, gæti skipstjórinn ef til vill gert við hann? Dag eftir dag höfðu þeir ver- ið neyddir til vesturs, hélt gamli maðurinn áfram. Vindurinn hafði verið svo mikill, að þeir höfðu ekkert getað gert. Þeir urðu að skiptast á um að ausa allan sólarhringinh, en samt hafði Santa Maria \erið hálf- full af sjó mest allan tímann. Santa Maria — var það nafnið á bátnum þeirra? Þeir voru þá kaþólskir? — Já, Sernous leit á dósa- hnífinn sinn eins og hann væri krossmark og gerði kross fyrir sér. Hvað með mat? Þeir höfðu haft með sér kókoshnetur og brauðaldin að heiman og auk þess trékol og tinnu tíl að kveikja með eld. Þegar maturinn var búinn og trékolin gegnvot af sjó, höfðu þeir veitt fisk og etið hann hráan. Þeir höfðu ver ið heppnir og veitt næstum einn á dag. Þeir höfðu líka verið heppnir með vatn og getað safn- að drykkjarvatni, þegar rigndi. Framh. á 13. síffu menn nokkurn • a? r verio í Hafi tíma sjavar- háska, þá eru það þessir, sagði skipstjórinn og benti á fleytuna. u '; AtfÝÐUBLAÐIÐ - 3. júní f§52

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.