Alþýðublaðið - 03.06.1962, Page 15
Fulltrúar hafs og lands í lífi Ásgeirs HöskjjldssOnar.
Framh. af 3. síðu
stað, að læra að halda jafnvægi
í svaðinu, maður var alltaf að
detta og ( útgangurinn var ekki
alltaí til fyrirmyndar, þegar
staðið var upp aftur.
— Á hvaða tíma voruð þ:ð
þarna við veiðar?
— Við komum á veiðisvæðið
urn miðjan desember og vorum
eins og fyrr segir fjóra mánuði
við veiðarnar.
— Greip heimþráin .þig ekki
um jólin?
— Það var nú ekki laust við
að manni súrnaði i augum. þegar
jólin hófust. Það fengu alhr
Norðurlandabúarnir einhverja
jólakveðju, nema ég einn. Við
vorum bæði með jóladagskrá á
segulbandi, svo voru líka ýmsir
listamenn um borð og þeir létu
til sín heyra. Þeirri skemmti-
dagskrá var útvarpað um loft-
skeytatæki skipsins til allra
slcotbátanna og um móðurskip-
ið. Ekki var nú laust við, að far-
ið væri að slá út í fyrir ýmsum
er á leið og kristindómurinn fór
víst meira og minna
Upp úr miðnætti gerðust ýmsir
sterkir í meira lagi og allt log-
aði í slagsmálum.
— Hvernig fóru veiðarnar
fram í aðalatriðum?
— Við höfðum nokkra skot-
bata, líklega nokkru statrri en
þá, sem stunda veiðarnar frá
Ilvalfirði. Þeir sktitu hvalina og
aðrir bátar drógu þá til móður-
skipsins. Hvalirnir voru dregnir
upp hallandi rennu í skutnum og
siðan unnir á dekki. Allt var
notað nema skíði, garnir og
vambir.
— Veidduð þið mikið7
— Veiðarnar gengu mjög
sæmilega, en takmörkuðust þó
af því, hve mikið barst að. Það
mátti ekki halda áfram að veiða,
ef meira en 70—75 hvalir veidd
ust í einu, því að þá var ekki
iiægt að hafa undan að vinna
þá. Skotbátarnir tilkynntu ttm
afla jafnharðan og eftir því var
farið.
— Veiðin hefur þá verið sæmi-
lega ný, þegar hún var unnin?
— Það var nú misjafnt, þó að
oftast væri hún það. Ég man
eftir þvi einu sinni, að veiðistjór-
inn skáut sex steypireyðir og kom
irteð þær að skipshlið á sunnu-
degi. Þegar tekið var til við að
vinna hvalina, voru þeir svo úldn
ir, að maður stoig lgegn, ef stigið
var á skrokkana og það var hægt
að plokka rifbeinin út, án þess
að kjöt fylgdi með. Það var í eina
siiinið, sem mig klígjaði veru-
lega við þessu.
— Hvað var stærsti hvalurinn
stór, sem skotinn var?
— Það var bláhvalur, sem var
96 fet á lengd, eða 33 metrar. Ann
ars mátti ekki skjóta bláhvali,
sem voru styttri en 70 fet á
lengd og ekki langreyðir, sem
voru styttri en 60 fet.
— Hvernig var þá eftirlit með
þessu?
— Það er nú saga út af fyrir
sig. Við höfðum töflu um borð,
þar sem skráð var lengd hvers
einasta hvals, frá hverjum bát.
Og það var dálitið einkennilegt,
hversu margir hvalir vcru ná-
un sína. Hann tók þeim vel og
sagðist ósköp vel geta skilið
þetta, en það væri eitt, sem
stæði í vegi fyrir því, að þetta
gæti orðið, þessi ferð þeirra hefði
orðið dýrari en áætlað var. —
Reyndar væri útlitið þannig, að
hann hefði ætlað að fara að biðja
þá að lána sér peninga. Allt
þeirra sameiginlega fé væri bund
ið í útbúnaði ferðarinnar. Þessi
yfirlýsing kom félögunum alveg
á óvart og þeir ákváðu að fresta
ákvörðun sinni. En dag einn var
þeim óvænt boðið far til Vest-
ur-Indía með smáfleytu (enn
minni en Serenu),
sem tveir angurgapar ætluðu að
sigla alla leið til Californíu. Þeir
ákváðu að láta Bredel og Serenu
sigla sinn sjó og taka boðinu, þó
að það væru ekki skemmtilegar
horfur að leggja aftur á Atlants-
hafið í þessu pottloki. Þeir stigu
um borð í þennan nýja mann-
drápsbolla, eins og þeir væru að
stíga ofan í líkkistuna sína —
cn þrjótíu dögum síðar stigu þeir
á land á Barbados, hraktir og
hrjáðir, en lifandi og á heimleið.
kvæmlega það lágmark að lengd,
sem reglugerðin ákvað.
Annars voru tveir eftirlltumenn
frá Afríkustjórn um borð, en
ekki minnist ég þess, að hafa séð
þá oftar en einu sinni á aftur-
dekki þá fjóra mánuði, sem við
vorum að veiðum. Þess hafði
líka verið gætt, áður en ferðin
hófst, að kaupa handa þeim nóg
viskí, svo að þeir gætu unað við
það og yrðu ekki of hnýsnir.
— Urðu aldrei neinir markverð
ir atburðir á dekki í öllum þess
um ósköpum, sem á gengu við
vinnsluna?
— O, jú, en ég man nú fátt. Þó
gerðist það, er við vorum að vinna
úldnu hvalina sex, að maður féll
ofan í vömb hvals, þegar verið
var að taka síðu frá hrygg. Það
Hvers vegna stáluð þið bátnum?
— Lögreglan leitar ykkar um
allt.
Þegar Murano og Cohen kom-
ust loks heim til Bandaríkjanna,
sluppu þeir þó við allar ákærur,
lögreglan hafði aðeins áhuga á
Bredel. Það var reyndar hans
rétta nafn og öll ævintýrin, sem
hann hafði sagt frá, voru í raun
og sannleika sönn í aðalatriðum.
Mánuði síðar tókst lögreglunni
loks að hafa upp á honum og
hann var fluttur til New York
og færður fyrir rétt, ákærður
fyrir þjófnað. Út úr því máli
slapp hann vel, því að dómarinn
lét sér nægja að dæma hann í
eins árs fangelsi og lét þá at-
hugasemd fylgja — að sér fynd-
ist hann afar hugrakkur maður
og hefði hann verið í flotanum,
þá hefði hann áreiðanlega feng-
ið heiðursmerki fyrir afrekið.
Murano og Cohen eru nú aftur
orðnir sölumenn og minningin
um þessa hryllilegu sjóferð er
orðin að stærsta ævintýri lífs
þeirra, það eu vart hugsanlegt,
að Bredél sjálfur gæti gert ferða-
lagið meira lokkandi en þeir
Á Barbados biðu þeirra nokk-
ur bréf, þegar þeir bpnuðu eitt gera í frásögnum slnum á veit-
þeirra fengu þeir versta áfall ingahúsinu í Chicago, þar sem
allrar ferðarinnar, — þar stóð: ailt byrjaði.
OS ■ Sjórán
forgörðum.
Framh. af 5. síðu
var krækt í dreng og hann
dreginn upp, það var ljót sjón.
Hann lá á dekkinu og ældi meðan
hann var spúlaður af miklum
móði með slöngu.
Öðru sinni gerðist það, að
maður varð að forða sér undan
hausbeini, sem hafði komizt á
hreyfingu og stefndi beint á
hann. Hann forðaði sér inn um
opnar dymar á smiðjunni, sem
var á dekkinu. Hausbeinið þaut
á eftir honum og beint í gættina,
þar festist það. Þetta var ógur
leg sending, því að beinið hefur
sjálfsagt vegið 4-5 tonn.
Ég varð líka einu sinni- vitni
að skrýtinni sjálfsmorðstilraun.
Bátsmaður hafði verið að skamma
einn hásetann og gert það nokkuð
duglega. Sá lét það heyrast, að
hann ætlaði að drekkja sér.
Skömmu seinna kom hann upp á
vinzupall, sem gnæfði hátt yfir
dekkið, og lét þau boð út ganga,
að nú væri stundin komin. Báts-
maðurinn sá að sjálfsögðu til
lians og tók upp keðjulás með
nokkrum enda í. Hann kastaði
þessu upp til mannsins og sagði
honum að binda það við sig, þá
sykki hann miklu betur. — Maður
inn kom niður og hugði ekki
framar á sjálfsmorð.
— Féll þér vel við starfsfél-
agana?
— Já, ágætlega, en eitt var dá •
lítið skrýtið. Norðurlandabúar.i v
kölluðu mig allir bara ísland og
létu þar við sitja, en svertingjarn
ir nefndu mig flestir með nafri.
Þeir liöfðu einhverja hugmynd
um ísland, en þó meiri um Græn
land og kæmi það fyrir, að beir
reiddust við mig, nefndu þeir mig
bölvaðan Eskimóann.
— Hvert fórstu, þegar veiðum
lauk?
— Ég fylgdi skipinu til Nor-
egs og vann um borð í hálfan
mánuð við að mála og þrífa, en
fór síðan í fimm vikna útilegu
með vini mínum, við sváfum i
tjöldum og mölluðum sjálfir. Það
var skemmtileg tilbreyting.
— Og svo?
— Þá réðst ég á skip, sem
sigldi einn túr til S-Georgíu og
var selt til niðurrifs, þegar það
kom heim úr þeim túr. Það skip
hét Orwel og það kom í ljós
að skipstjórinn hafði siglt á
stríðsárunum og oft legið í Hval
firði. Hann var íslandsvinur,
karlinn, og hjólpaði mér á marg
an hátt.
Þegar ég kom á skipið sem
léttmatrós, sigldi ég algjörlega
undir fölsku flaggi. Svo var til
ætlast, að ég hefði 24 mónaða
siglingatíma iil slíkrar ráðningar
en ég hafði ekki skjöl nema upp
á 7 mánuði. Til þess að reyna að
komast úr þeirri klípu, sagðist ég
hafa verið tvö ár á togurum, en
hafði aldrei stigið um borð í
togara. Þetta var látið gott heita
því að íslendingar hlutu allir að
vera sjómenn, fannst þeim.
Fyrsia raunin kom, þegar, er
við sigldum út frá Noregi. Ég var
settur að stýri og gefin upp stefna
sú er ég átti að stýra, í gráðum.
Mér tókst að stýra í rétta átt, en
byrjaði ekki að snúa ofan af hjól
inu fyrr en ég var kominn á strik-
ið, sem mér hafði verið gefið upp,
það varð til þess að skipið var
komið 40-50 gráður af leið, er ég
rankaði við mér og stefndi þá
beint á land. Hafnsögumaðurinn
stóð fyrir aftan mig, og þegar
skipið virtist ætla beint upp í
fjöru var hann ekki seinn á sér
að grípa mig og fleygja mér frá
stýrinu.
Skipstjórinn sagði ekki nei;c.
en þegar við héldum áfram stóð
hann við hlið mér og leiðbei.i U
mér. eftir föngum.
Við urðum beztu kunningjar,
og þegar ég fór af skipinu, kom
hann með 11 krónur 75 aura
í íslenzkum peningum og gaf mér '
— Fórstu í land fyrir alvöru,
þegar þú yfirgafst Orwel? \
— Ég var hálfan mánuð í Nor
egi og fór síðan út til íslands.
— Hvað tókstu þér fyrir hend
ur, þegar þú komst hingað?
— Ég byrjaði strax daginn eftir
að vinna í fataverzlun. Þetta var
rétt fyrir jólin og þar var ég þar
til í byrjun marz, að ég fór á
netabát frá Vestmannaeyjum og
var á lionum til vertíðarloka.
— Og svo sagðir þú skilið við
sjóinn?
— Nei, ég fór að læra trésmíð
ar.
— Hvað á það nú skylt við
sjómennsku?
— Ég fór út í það beinlínis í
þeim tilgangi að komast síðar að
sem timburmaður á einhverju
stórskipi.
— Hvað varð svo um þær á-
ætlanir?
— Þær urðu að engu, ég gifti
mig og þ_að er gott líka.
— Hefurðu stundað sjó síðan
þú byrjaðir á trésmíðunum?
— Þegar ég hef getað. Ég hef
bæði verið á síldveiðum og auð
vitað farið á skak, þegar ég hef
komizt til þess.
— Hvað ertu að gera með þessa
trillu utan dyra hjá þér, ætlarðu
að koma þér upp sjóminjasafni?
— Ekki er það nú. Nií er ég að
flytja til Húsavíkur með konu
og börn og ætla að fara að róa á
fleytunni minni.
— Og yfirgefa húsið hérna.
Ætlarðu að selja?
— Nei, ekki í bili. Ég vona, að
sjórinn hjálpi mér til að eignast
það mikla peninga, að ég geti
haldið því. Annars er ómögulegt
að segja hvað gerist. Ég hef allt
af kunnað vel við mig á Húsavik ;
— nú og. svo er það sjórinn (
- )
Samkomulagið milli fyrsta
stýrimanns og skipstjórans á
hafskipinu var ekki upp á
marga fiska. og þeir gerðu
hvor öðrurii allt til bölvunar
sem þeir gátu.
Fyrsti stýrimaðurinn var
nokkuð mikið gefinn fyrir
flöskuna og sú árátta versn
aði við ósamkomulagið, en
þetta yarð til þess að skip-
stjórinn skrifaði í leiðarbók-
ina : í dag var fyrsti stýri-
maður fullur.
Þegar aumingja maðurinn
kom til sjálfs sin aftur
næsta morgun, leitaði hann
skipstjórann uppi og bað
hann innilega að strjúka út
þessa athugasemd. Hann
sagðist aldrei hafa drukkið
um borð fyrr, og hann lof-
aði ao gera það ekki aftnr.
En skipstjórinn var ósveigj-
anlegur: í þessari bók skal
ómengaður sannleikurinn
koma fram, sagði hann.
í næstu viku var það X.
stýrimaður, sem færði leiðar-
bókina og hann var ekki
seinn á sér að hefna sin
grimmilega: Með sælu
brosi skrifaði hann í bók- !
ina : í dag var skipstjórlnn 1
ófullur.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. juní 1962 15