Alþýðublaðið - 27.07.1962, Side 15

Alþýðublaðið - 27.07.1962, Side 15
ALÞÝÐUBLAÐINU var tilkynnt sl. þriðjudagr, að mikil brunaaefing' ætti að fara fram við Hótel Sögu þá um kvöldið. Er ljósmyndari frá blaðinu kom á staðinn um klukkan 9,30 fann hann nokkra slökkviliðsmenn, sem voru að þvo gluggana í þessu stóra liúsi. Til að ekki yrði þarna erindisleysa birtum við mynd af einum slökkviliðsmanna við „brunaæfinguna." Neville Shute „Mér er sama um allt, bara að það sé rúm þar“, svaraði ég. Um leið og búið var að setja benzín á vélina, settist ég upp í til að fljúga henni til vallarins. Læknirinn ætlaði að fara með Monkhouse. Kindurnar voru reknar til hliðar og ég tók vélina á loft. Ég lenti við skýlið á vell- inum. Strákarnir komu hlaup- andi og studdu við vængbrodd- ana, því liann var enn hvass. Við settum vélina inn í skýlið. Nú var starfi mínu lokið í bili og ég gat farið að hvíla mig. Ég fór út úr vélinni, mér var kalt og ég var leiður í skapi. Þarna var enginn bíll nálægur, því Monkhouse var ekki kominn til baka. Ég hringdi á lögreglu- stöðina og sagði þeim hvernig þetta hefði gengið Þar fékk ég að vita að veðurútlitið væri ekki sem bezt. Það voru engar horfur á því að það létti. til Mér var ennfremur sagt að Parkinson og flugmaðurinn hans hefðu farið á hótelið til að borða með kon- .unni. „Hvaða konu?“ spurði ég. ■ „Það kom kona rétt eftir að þú fórst“: sagði hann „Frú For- bes, heitir hún. Eitthvað tengd Paseoe, held ég. Hún kom með flugvél frá Melbourne til Laun- ceston í morgun, og þaðan kom hún svo með leigubíl. Hún ætlar að dvelja á hótelinu". „Er hún skyld Pascoe?“. 'spurði ég. „Ég veit það ekki“. sagði hann. „Það gæti vel verið. Það var svo mikið um að vera, að ég veitti henni ekki sérstaka athygli. Ég lagði tólið á, og skömmu síðar kom Billy Monkhouse með lækninn. Ég sagði hvað ég hefði gert, og að þessi kona væri komin. „Ég veit það“, sagði hann. „Hún kom þegar þið voruð að ieggja af stað“. „Veiztu hver hún er?“ • „Hún sagði ekki til sín. Kann- ski er hún frænka hans eða eitt- hvað svoleiðis". „Það var tilgangslaust að vera að liugsa nokkuð um hana. Ég sagði: „Sýndu mér hvar húsið lians Johnnie er. Get ég fengið eitthvað að borða á hótelinu?“ Hann leit á úrið sitt. „Nei, ekki á þessum tíma. Það er búið að borða þar. Hún frú Lawrence finnur eitthvað til handa þér. Hún býr í næsta húsi við Johnnie og hún sá um mat fyrir liann. Ég skal skjóta þér þangað". Ég fór inn í bílinn hans ásamt lækninum. Hann sagðist mundu fara á hótelið og hitta Parkinson. Það var ágætt, ég losnaði þá við það. Ég held að hann hafi séð að ég var alveg búinn að fá meira en nóg. Ég meira að segja sofnaði í bílnum þennan ör- stutta spöi. Því þegar við vorum komnir að húsi Johnnies hrökk ég upp með andfælum. Við fórum og töluðum við frú Lawrence, sem bjó í húsinu við hliðina. Hún var feitlagin og þægileg í viðmóti, og virtist vera að enda við að þvo upp eftir mat- inn. „Ég held að það sé til Bacon og egg“, sagði hún, þegar við höfðum sagt henni hvernig á stóð. „Ég gæti haft það tilbúið eftir augnablik, ef það er nóg“, sagði hún. Ég sagði að það væri alveg prýðilegt. „Svo skal ég koma með mjólk og brauð“, sagði hún. „Ef þú verður hér í kvöld get ég farið og náð í kjöt“. Hún þagði augnablik. „Það er leitt að heyra þetta með Pascoe“. „Það líður ekki á löngu þar til við komum lækni til hans“. sagði ég. „Við reynum aftur um leið og það léttir til“. Hún ki.nkaði kolli. „Þetta hef- ur verið einmuna leiðinlegt veð- ur“, sagffi hún. ..Það hefur verið svona dögum saman. Gerðu þig bara heimakominn í húsinu hans. Ég kem svo eftir tíu mínútur. Þú getur kveikt upp í arninum, það er allt tilbúið“. Hún rétti mér lykil, sem hékk á nagla yfir vaskinum. „Þetta er lykillinn að bakdyrunum“. Monkhouse ók lækninum inn í bæinn, en ég fór inn í húsið, hans Johnnie. Bakdyrnar voru á eldhúsinu og ég var fljótur að loka á rigninguna. Ég var kaldur og blautur. Það var kalt í húsinu og það virtist langt síðan nokkur hafði verið þar. Ég fór inn í stofuna og lagðist á hnén fyrir framan arininn og kveikti upp. Það var eldiviður í kassa við hlið ina á arninum. og svo var stór eldiviðarhlaði fyrir utan bak- dyrnar. Það var alveg óþarfi að vera spar á eldiviðinn.-Ég lá góða stund á hnjánum fyrir framan arininn, og fór ekki einu sinni úr leðurjakkanum. Fyrst setti ég smásprek á eldinn, síðan stærri sprek og að lokum stóra kubba. Nú byrjaði mér smá sam- an að volgna. Ég tók eftir að það lak bleyta af jakkanum mínum á gólfið. Ég stóð upp og fór úr honum og hengdi hann á eld- húsdyrnar. Svo fór ég aftur inn og leit betur í kring um mig. Það var auðséð að liér bjó flug- maður. Veggirnir voru þaktir myndum af flugvélum. Fyrir of- an arinhylluna var tréskrúfa af flugvél, blöðin voru einkennilega bogin. Skrúfan minnti mig á hjartarhorn, sem veiðimenn hengja gjarnan upp hjá sér. Þarna voru allskyns smáhlutir úr flugvélum, flest af því var síðan fyrir mína tíð og ég kannaðist ekkert við það. Á einum veggnum var mæla- borð úr flugvél, einu mælamir í því voru klunnalegur hraða- mælir, fornfálegur loftþyngdar- mælir, olíuþrýstimælir og halla- mælir. Ég hugleiddi með sjálf- um mér úr hvaða flugvél þetta skyldi vera, en það var enginn tími til að eyða í svoleiðis vanga- veltur. Nú þurfti ég fyrst og fremst að komast í rúmið. Ég gekk fram í ganginn. Það voru tvö svefnherbergi í húsinu, sitt hvoru megin við ganginn. Ég opnaði dyrnar á því sem var vinstra megin það var herbergi Johnnies. Herbergið var stórt, miklu stærra en ég hafði búizt við í svona húsi. Ég leit í kring um mig og sá að það var vel búið húsgögnum. Ég fór út og reyndi við liurðina á hinu herberginu. Það mundi vera betra að nota það. Hitt herbergið var ekki upp á marga fiska. Þar var rúm og dýna, en engin sængurföt af neinu tagi. Þykkt ryklag var á náttborðinu. Þar var enginn stóll Stuttur rcnningur, sem var kom- inn til ára sinna, lá yfir gólfborð- unum við hliðina á rúminu. Gluggatjöldin voru þunn og upp- lituð og það voru köngurlóar- vefir á þeim. Ég var alltof þreyttur til að fara að hreinsa til þama, svo ég fór aftur inn í hitt herbergið. Það var bæði rúmgott og þægi- legt. Rúmið var uppbúið og ofan á rúmteppinu var æðardúnsæng Rakvélin hans og hárburstarnir lágu á snyrtiborðinu og þvotta- áhöldin voru við vaskinn. Inni- sloppurinn hékk á bak við hurð- ina og inniskórnir voru undir náttborðinu. Ég opnaði dyrnar á innbyggða fataskápnum, hann var fullur af fötum. Hér voru veggirnir líka þaktir ljósmynd- um og minjagripum, en það sem vakti mesta athygli mína var rúm ið. Það var stórkostlegt, einmitt það sem ég þurfti núna. Johnnie mundi vera sama þótt ég svæfi í því, það gat ég verið viss um. Það gæti liðið nokkur tími þar til hann gæti notað það. Þegar við næðum hónum burt frá Lewis River mundi hann verða að fara beint á spítala. Ég setti fatapokann minn á rúmið, og þá heyrði ég að frú Lawrence kom inn um bakdyrnar og byrjaði að rísla í eldliúsinu. Ég fór og spjallaði aðeins við hana, svo bætti ég betur á eldinn. Nú myndi ég ekki fljúga meira í dag, mér var enn hrollkalt, svo ég fór að leita mér einhverra drykkjarfanga. Ég þurfti ekki ekki lengi að leita. í hornskáp í svefnherberginu voru þrjár wiskýflöskur óopnaðar og ein sem slatti var í. Ég fór og náði mér í vatn í glas og fékk wiskýsnafs. Ég stóð fyrir framan eldinn með glasið í hendinni. Nú leið mér þægilega í fyrsta skipti síðan um morgun- inn. Ég fór að skoða mig bet- ur um. Á veggnum yfir vínskápnum var mynd af bráðfallegri, ljós- hærðri stúlku. Á eitt horn mynd- arinnar var skrifað, „Til Johnnie með ástarkveðjum frá Judy“. Blekið var máð, svo sum orðin voru illlæsileg. Myndin var orðin dálitið gulnuð. Ekkert stóð á lienni, sem gaf til kynna hversu gömul hún væri. Það voru fleiri ljósmyndir af þessari sömu stúlku þarna. Einnig voru margar myndir af flugvélum. Það voru allt tvíþekj- ur nema ein, sem var þríþekja. Þetta horn herbergisins var greinilega helgað Judy. Ég skoð- aði myndirnar forvitnislega, sem ég stóð þarna, með glasið í hendinni fyrir framan eldinn. Myndirnar virtust allar hafa ver- ið teknar í fyrra stríðinu. Þarna var mynd af ungum manni í víð- um flugjakka, hann stóð fyrir framan flugvél, — skyldi þetta vera Johnnie? Ég færði mig nær til að skoða myndina betur, og hugsaði um þann Johnnie, sem hafði kennt mér að fljúga fyrir^ þrjátíu árum. Myndin var af Johnnie. Hún var tekin löhgd | áður en ég kynntist honum, eif' hann hafði lítið breytzt. Hann hefur varla verið meira en átján eða nítján ára, þegar myndin var * tekin. Hann bar ekki nein tign- * ar- eða afreksmerki. Vélin var' eins manns þríþekja, opin á * skrokknum var merki brezka * flughersins. Ég reyndi að rifja ' upp fyrir mér hvaða flugvélagerð þetta var. Gat það verið Sop- with? Þarna var ein mynd af Judy ' þar sem hún var að slá golfkúlu. : Það var eitthvað athugavert við þá mynd, en ég sá það ekki strax. Hún virtist vera fölsuð. Hún ' var of góð til þess að geta verið sönn. Skyndilega sá ég hvernig í öllu lá. Þetta var eins og mynd af ieikkonu eða fyrirsætu, sem maður sér utan á tímaritum. Henni var stillt upp af kunnáttu- manni í nákvæmlega réttar stell- ingar, og svo beið hún þannig, ALÞÝÐUBLAÐIO - 27. júlí 1962 J,5

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.