Alþýðublaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 2
joiar: Gísli ,T. Asipórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — AOstoðarritstjóri:
þrgvin GuSmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasimi
p06. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentcmiðja Alþýðubiaðsins, Hverfisgötu
I—10. — Askriftargj ald kr. 55,00 á mánuði. 1 lausasölu kr. .",00 eint. Útgel-
| andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgoir Jóhannesson.
Verðbólga og neytendur
VERÐBÓLGAN á tuttugu ára afmæli á þessu
ári. Eru flestir sammála um að telja hana hafa byrj
að 1942, enda hefur hún sjaldan tekið slíkt stökk
sém hið fyrsta. Síðan hefur þróunin verið stöðug í
sömu átt( að undantekinni stjórn Stefáns Jóhanns
o|j Emilsárinu 1959), verðlag og kaupgjald hafa
hækkað hvort í kapp við annað, stundum hratt,
stundum hægt. Krónan hefur ár eftir ár fallið að
verðgildi.
íEf til vill má segja, að verðbólguþróun hafi ver-
ið óhjákvæmileg fyrir þjóð, sem varð bjargálna á
einni nóttu og hefur viljað gera svo margt á svo
skömmum tíma, sem raun ber vitni. Ef til vill hefði
uppbygging landsins orðið hægari, ef verðbólg-
uhni hefði alla tíð verið haldið niðri, en hún hefði
verið betur undirbyggð.
Verðbólgan hefur gert þjóðinni sem heild mikið
tjón. Ef til vill eru margir á annarri skoðun, af því
• að þeir hafa eignazt íbúð, bíl eða aðrar eignir á
skömmum tíma með því að greiða minni krónur en
þeir fengu lánaðar. En það getur enginn grætt nema
á kostnað annars í slíkum skiptum. Þeir, sem hafa
tapað á verðbólgunni eru fyrst og fremst sparif jár-
eigendur og hinir almennu neytendur, launþegar
landsins. Þótt margir hafi braskað með verðbólg-
una hafa fleiri tapað á henni, því launin hafa sjald
an við verðlaginu, þegar það byrjar að spennast
upp — þau eru alltaf á eftir.
Margt hefur breytzt í efnahagslífi þjóðarinnar á
síðustu árum, og vonandi hægir verðbólgan smám
saman á sér, unz hún verður viðráðanleg. Strax og
þjóðin getur borið nýtt traust til krónunnar, þarf
að verða mikil hugarfarsbreyting, því mesta tjón
verðbólgunnar er að finna í hugsunarhætti fólks-
ins. Breytingin þarf að verða fólgin í heilbrigðri
meðferð fjármuna. í stað þess að hugsa eingöngu
um að afla fleiri króna, þ'arf að gæta þess hvað fæst
fyrir þær. Launþegar þurfa einnig að hugsa sem
meytendur og bæta lífskjör sín á því sviði.
Verðbólgan hefur drepið niður tilfinningu fólks
fyrir vöruverði. Af þeim sökum kemur samkeppni
að mjög takmörkuðum notum hér á landi, og verð
Iagseftirlit er óhjákvæmilegt. Þegar raunverulegt
traust á krónunni vaknar, hlýtur þetta að breyt-
ast. Þá munu Iaunþegarnir gefa meiri gaum verð-
lagi og vörugæðum, og þá fá hvers konar samtök
neytenda á þessu sviði nýtt gildi hér á landi.
;Orsakir verðbólgunnar eru .margar, og virðist,
þegar öllu er á botninn hvolft ekki alls staðar vel
þokkað að halda henni niðri. Stjórnarandstaðan
leggur sérstaka áherzla á að rægja þær ráðstafanir,
s^m eiga að hindra verðbólgu. Meðan slík stefna er
rfkjandi hlýtur verðbólgan að verða það líka.
íi
Flugfélag íslands efnir til skemmtiferðar til Færeyja dagana 17- —
21. ágúst, ef næg þátttaka fæst.
Flogið verður frá Reykjavík föstudaginn 17. ágúst kl. 10:00 og lent
á Sörvágsflugvelli. Farþegum verður séð fyrir bátsferð til Tórshavn
og gistingu á góðu hóteli þar. Heim verður haldið þriðjudaginn 21.
ágúst kl. 16:00. ?j - J
Nánari upplýsingar veitir söluskrifstofa okkar, Lækjargötu 4,
eða ferðaskrifstofurnar.
HANNES
Á HORNINU
★ Þegar hinir fullorðnu
sprengdu skipulag
unglinganna.
★ Dæmi um 'slæma fram-
komu.
★ Boðsgesíirnir ruddust
inn löngu áður en þeir
áttu að koma.
SKÁTAMÓTINU á Þingvöllum
er lokið., Það fór hið bezta fram
og var til fyrirmyndar fyrir ungt
fólk. Þar var mikið og veglegt verk
efni að vinna og það var leyst eins
og bezt verður á kosið. Unga fólk-
ið var önnum kafið vikum saman'
við undirbúninginn og eklti minnk
uðu annirnar þegar tjaldborgin
hafði verið reist með öllu því, sem
lienni varð að fyigja svo að þarna
gæti veriö myndarlegt samfélag
góðs fólks við glæsiiegt starf.
FORELDRAR hringdu til mín og
ræddu við mig um þetta mót og ég
heyrði á fólkinu að það kunni að
meta starfið. Það var ánægt yfir
því, að unglingarnir hefðu verk
að vinna, göfugt og gott starf, sem
þeir höfðu áhuga á og það var ör
uggt um að allt færi vel fram, enda
brást sú von ekki að neinu leyti.
EITT ATVIK kom þó fyrir, sem
vert er að veita athygli og leggja
á minnið ef það gæti orðið til þéss
að kenna fólki. Hér var um ákveð
ið samfélag að ræða og það varð
að lúta-settum reglum, annars yrði
hætta á að skipulagið riðiaðist og
ýmislegt lenti afskeiðis Mótsstjórn
in hafði og augu opin fyrir þessu
og til þess að koma í veg fyrir
vandkvæði voru einmitt um þetta
atriði settar reglur og tilkynntar
þegar í upphafi.
TIUKVNNT VAR opinberlega að
foreldradagur skyldi verða á sunnu
daginn var, viku eftir að mótið
liófst. Var þetta, ákveðið til þess
að koma í veg fyrir gestanauð í upp
liafi þess. Mjög margir foreldrar
og fullorðnir skildu þetta og fóru
ckki.til Þingvalla fyrr en ákveðið
hafði verið að þeir mættu koma.
i En nógu margir, ótrúlegur fjöldi,
| tók ekki til greina heimboðið hinn
ákveðna dag heldur ruddust til
j Þingvalla á sunnudaginn annan en
var.
1 ÞARNA KOMU MÖRG hundruð
bíla og þúsundir manna og ýmis-
legt það í skipulagi mótsins, sem
ekki mátti bregðast, fór út um þúf
ur. Til þess að reyúa að koma í veg
fyrir umfcrðahnúta og forða slys
um og árekstrum, urðu forystu-
menn skátanna að skipa nær öllu
gæzluliði sínu á mótinu út í um-
ferðina til þess að greiða fyrir
henni. Þetta olli vandræðum. Það
var ekki unga fólkið, sem olli þeim
heldur fullorðið fólk, sem sentist,
þrátt fyrir beiðni og bann inn á mót
ið, ruddist um eins og' nautpening
ur og þjónaði þar með sinni eigin
lund án þess að taka tillit til hús
ráðenda.
VITANLEGA NÆR slík frani-
i koma ekki nokkurri átt.. Þarna var
I fullorðna fólkið unglingunum ekkl
I til fyrirmyndar. Það átti mótssvæð
ið þessa viku. Það hafði reist sín
I ar tjaldbúðir og lagt nótt við dag.
i Það hafði sett sitt skipulag sem
' ekki mátti bregðast. Það hélt regl
; urnar, en fullorðna fólkið sprengdi
I þær. Þetta var vitaverð framkoma
jog ég vek athygli á lienni til þess
• eins að gera tilraun iil að opna
augu fólks fyrir því, að þannig á
! ekki að hegða sér.
BIÖÐIN ERU FULL af frásögn-
1 um og myndum af óðum unglinga-
i skríl á opinberum mannamótum.
I Þarna voru góðir unglingar að
nauðsynlegum störfum. Þeir höfðu
boðið fullorðnum til sín á ákveðn
um degi. Hinir fullorðnu sinntu
ekki boðinu, en fóru sínu fram.
Hinir fullorðnu voru því sannar-
lega ekki til fyrirmyndar í þetta
sinn. ■ ílanr.cs á horninu
ALÞYÐUFLOKKS-
FUNDUR 'I IÐNÓ
ALÞÝÐUFLOKKURINN efnir til almenns fundar í Reykjavík
í kvöld kl. 8,30 í Iðnó uppi. Á fundinum mæta fjórir vestur-þýzk
ir leiðtograr jafnaðarmanna og munu "þeir ræða um Berlúiarmúr-
inn sem er eins árs um þessar mundir. Sýndar verða kvikmynd-
ir frá Berlín. Alþýðuflokksfólk er livatt til þess að fjölmenna.
2 8. ágúst 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ