Alþýðublaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 11
Ánægjuleg helgi
í Reykjadal
IJM verzlunarmannahelgina
dvöldu milli 20 og 30 frjáls-
íþróttamenn í íþróttaskóla
Vilhjálms Einarssonar og
Höskuldar G. Karlssonar að’
Reykjadal í Mosfellssveit.
Dvöl þessi tókst hið bezta,
enda veður gott og öll að-
staða til afslöppunar og
léttra æfinga hin bezta þarna
efra. Þjálfararnir Gabor og
hinn bandaríski þjálfari Ver
non Cox, sem nýkominn er
hingað til lands á vegum
bandarísku upplýsingaþjón-
ustunnar, dvöldu einnig efra.
Þeir létu báðir mjög vel
yfir öllum viðurgerningi og
sögðu, að „stemning” hefði
verið til fyrirmyndar og
íþróttamennirnir notið góðr-
ar hvíldar. Þeir æfðu ýmsar
fleiri íþróttir en frjálsar,
svo sem knattspyrnu, blak,
körfubolta, golf, fjallgöngur
o. fl. Á kvöldin var spilað,
Ieikið á gítar, sýndar kvik-
myndir og fleira gert sér til
skemmtunar.
Þessi framtakssemi þeirra
Vilhjálms og Höskuldar er
mjög til fyrirmyndar og
meira mætti gera af slíku í
framtíðinni. Eitt þótti mjög
athyglisvert efra um helgina,
enginn af þátttakendunum
reykti.
Golfkeppni
Franahald af 10. síðu.
verður þar nú þátttakandi frá ís-
landi Pétur Björnsson, sem varð
þriðji á íslandsmeistaramótinu i
Vestmannaeyjum í júlí sl. og sig-
urvegari í Berserk, þ. e. keppni
um það, hver slær kúlu lengst,
tekur þar nú þátt af íslands hálfu.
Pétur er eini íslendingurinn, sem
þarna verður í ár, og má segja, a3
hann brjóti ísinn fyrir íslenzka
kylfinga, því sennilegt er að fleiri
eða færri sæki mót þetta héðan
næstu árin. Forgjafarhámark þátt-
takenda er 4.
Knatíspyma
Frainhald af 10. síðu.
Holland —Sviss í Amsterdatt
(Evrópubikar).
18. ísrael—Tyrkland í Tel Aviv.
21. England —Wales.
25. Bíilgaría — Austurríki í Soíía.
Spánn—Rumenía í Madrid
(Evrópubikar).
DESEMBER:
2. Ítalía—Tyrkland í Róm.
Belgía —Spánn í Briissel.
8. Malta—Danmark í La Valetta.
(Evrópubikar).
16. Portúgal—Búlgaría í Lissabom
(Evrópubikar).
23. V-Þýzkal.—Sviss í Frankfurt.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 8. águst 1962