Alþýðublaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 16
4 BORGARST JORA
Á FUNDI í R.VÍK
FUNDUR fulltrúa frá öllum NorS-
wrlöudunum um íþróttir og útilíf
liefst í Reykjavík næstkomandi
föstudagr. Á þessum fundi verða
staddir þrír erlendir borgarstjór-
er, yfirborgarstjórinn í Kaup-
mannahöfn, borgarstjóri Stokk-
hólmsborgar og Heisingfors, svo
og borgarstjórinn í Rvík, Geir
llallgrímsson.
Áætlað er, að 26 erlendir full-
, trúar muni sækja hingað á þessa
•ráðstefnu, sem er sú sjötta í röð-
■fnni slíkra funda. Þær fimm ráð-
stefnur, sem áður hafa verið
haldnar um þessi mál hafa allar
verið haldnar í einhverjum hinna
•Koi-ðurlandanna.
Á ráðstefnunni verður eins og
éður er sagt, rætt um íþróttir og
-útilíf á Norðurlöndunum, skýrt
frá fyrirhuguðum framkvæmdum,
sem bæta eiga aðstöðu til íþrótta
iðkana í ýmsum löndum, erlendu
fulltrúunum verða sýnd íþrótta-
hús hér í Reykjavík og fulirrúax;
allra landanna skýra frá ástand-
inu í þessum málum í heimaiönd-
um sínum.
Ráðstefnunni lýkur næst kom-
andi sunnudag.
Erlendu fulltrúamir eru vænt-
anlegir til landsins í dag og á
morgun, en yfirborgarstjóri Kaup-
mannaliafnar er þegar kominn og
er um þessar mundir á ferð um
Norðurland. Urban Hansen, yfir-
borgarstjóri Kaupmannahafnar, er
framámaður. í sambandi berklasjúk
linga í Danmörku og ferðast nú
I um á vegum SÍBS.
Philadelphia, 7, ágúst
(NTB—Reuter)
-'t -GREIN í síðasta tölublaði „Sa-
turday Evening Post“ gagnrýnir
Eisenhower • fyrrverandi forseti
hið mikla kapp sem Bandaríkja-
menn leggja á það, að sigra í „kapp
hlaupinu um tunglið".
— Ég er eins stoltur af afrekum
John Glenn, Seott Carpenters og
ennarra geimfara og aðrir Banda-
létejamenn, en ég get ekki skilið,
að hinn mikli asi að komast til
■tunglsins réttlæti hinar geysidýru
áætlanir, sem nú eru hafðar, sagði
Eisenhower.
Vlnningur:
Taunus-fólksbifreið.
Verðmæti kr. 164.000 þús,
Kaupið miða úr bílnum I
! Austurstræti.
Nc>mS FIMH
pÚSÖND NÓMER
Talsverða
skemmdir
ff
Surprise
TALSVERÐAR skemmdir urðu
í vclarrúmi togarans Surprise í gær
morgun þegar eldur kom up í tog
aranum þar sem hann lá við syðri
hafnargarðinn í Hafnarfirði.
Slökkvistarfið gekk vel og tók að
eins rúma klukkustund.
Eldurinn var talsvert mikill á
tímabili. Skemmdir urðu á raf
búnaði, raftækjum og raflögnum.
Plötur svignuðu og ljósavélin mun
vera ónýt.
Orsök eldsins er talin hafa verið
sú, að þegar var verið að taka olíu
um borð í togarann hafði olía lek
ið á ljósavélina. Slökkvistarfi var
lokið rúmlega IX, en kl. 9.52 var
slökkviliðinu tilkynnt um brunann.
Þeir sem voru í togaranum
höfðu ekki grímur og gátu ekki
notað slökkvitæki togarans eða
stöðvað ljósavélina, sem stöðvaðist
sjálf. Togarinn hitnaði mikið og
vatn, sem dælt var á siðu skipsins,
gufaði upp.
Um tíma var óttazt, að spreng-
ing yrði í olíugeymum togarans.
Svo varð ekki, enda var mikið í
honum, en þá er talin minni hætta
á sprengingu.
Slökkviliðið í Hafnarfirði vill
benda fólki á, að bílar geta oft
i tafið fyrir slökkviliðinu og svo var
einnig nú. Erfitt var að komast að
togaranum.
Jeppi valt á
Hringbrauf
SÍÐASTLIÐINN sunnudag valt
jeppabifreið á Hringbraut móts
við Njarðargötu. Karlmaður og
kona voru í bifreiðinni og slösuð-
ust þau ekki til muna, en bifreið
in mun hins vegar stórskemmd.
Áður en bifreiðin valt hafði hún
lent á tveim ljósastaurum og brot
ið annan þeirra en beygt hinn nið
ur undir jörð.
Ástæðan til þess að svo illa fór
mun vera sú að ökumaður jeppans
vár að kveikja í sígarettu fyrir far
þegann, og gætti þess ekki að hafa
auga með veginum meðan hann var
jað því. Hann telur sig hafa ekið
'á 60-65 km hraða á klukkustund.
Fyrstu togar-
arnir landa
FYRSTU togararnir eru nú
komnir inn eftir verkfallið. Varð
Narfi fyrstur togaranna til þess að
landa. Kom hann inn í fyrrad. með
143 tonn af karfa af heimamiðum.
Þá kom Hvalfell í gærmorgun
með svipaðan afla eftir 12-13 daga
útivist. Þorkell máni og Þormóð
ur goði eru á þeiðum við Græn-
land en ekki er vitað um afla hjá
þeim. Togararnir Freyr og Geir
Iiggja í höfn vel fullir af síld. Verð
ur sennilega byrjað að landa úr
QMStU’
43. árg. — Miðvikudagur 8. ágúst 1962 — 178. tbl.
Forseti Islands skrifar nafn sitt á skinn í búðum norsku skátanna
á landsmótinu.
13. Landsmóti
þeim í dag. Þorsteinn Ingólfsson
fór héðan í gær til Seyðisfjarðar
til þess að sækja síld. y
Afli þeirra togara, sem eru að
veiðum við Grænland hefur verið
fremur tregur. Hins vegar hefur
afli togaranna á heimamiðum verið
betri.Togararnir veiða nú allir fyriv
innanlandsmarkað. ðlunu þeir ekki
byrja að sigla með afla fyrr en í
j lok þessa mánaðar, þar eð markað
i urinn úti er cnn ekki orðinn nógu
i góour.
' ÞRETTÁNDA landsmóti skáta
lauk á Þingvöllum á mánudags-
kvöld. Mótið sóttu allt að tvö þús-
und skát'ar innlendir og erlendir
og tókst það hið bezta f alla staði
þótt veðrið væri oft ekki eins og
bezt væri á kosið.
Á laugardag komu forsetahjónjn
í heimsókn á mótið þá komu einnig
ráðherrar, og sendiherrar erlendra
ríkja, auk fjölda annarra gesta.
Áður en gestir skoðuðu tjaldbúð
irnar, flutti Páll Gíslason móts-
stjóri ávarp og síðan flutti forseti
íslands ræðu. Siðan fóru fram hóp
sýningar. Þór Sandholt formaður
hátíðanefndar skátaársins flutti
að lokum ræðu, og því næst fór
fram verðlaunaafhending í flokka
keppni BÍS, sem staðið hefur í all
an vetur. Sigur úr býtum báru
stúlkuflokkur úr Reykjavík og
drengjaflokkur frá ísafirði.
Skoðuðu gestir síðan tjaldbúð-
irnar. Um kvöldið var varðeldur,
sem þótti takast með afbrigðum
vel.
Á sunnudag var almennur heim-
sóknardagur, og þá um kvöldið var
langeldur í Hvannagjá og var þar
imikill fjöldi fólks. Á sunnuaags
morgun messaði biskupinn yfir ís-
landi, herra Sigurbj. Einarsson fyr-
ir- mótmælendur,- en séra-Hacking
fyrir kaþólska.
Gífurleg umferð var um Þing
velli þennan dag.
Mótinu var slitið í Hvanngjá að
viðstöddum miklum mannfjölda
og var sú athlöfn mjög hátíðleg.
Blaðið átti í gærkveidi tal við
Magnús Stephensen, framkvæmda
stjóra mótsnefndar. Magnús var
þá austur á Þingvöllum. Sagði
hann að þar væri hávaðarok og
kuldi, allir skátarnir voru þá farn
ir til síns heima, nema þeir sem
voru að vinna að því að taká niður
tjöldin.
Sagði Magnús að þá um nóttina
hefðu fokið ein fimm stór tjöid,
hefðu sum þeirra rifnað nokkuð og
súlur brotnað.
Magnús sagði, að það væri ekki
hægt annað en að vera ánægður
með mótið, þótt veðrið hefði ekki
alltaf verið upp á það bezta.
Það er án efa hægt að fullyrða
að þrettánda landsmót skáta, er
það glæsilegasta, sem hér hefur
verið haldið, og verður án efa
mesta lyftistöng allri skátastarf-
semi í landinu.