Alþýðublaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 4
y^; ÁRUM SAMAN hefur það ver ið talið eitt hið helzta, sem út- lendingur í London þyrfti að gera, að fara út í Hyde Park og hlusta á ræðuhöld hinna marg víslegustu manna um hin sund urleitustu efni allt frá anark- isma og kommúnisma til fas- isma, allt frá boðun heimsend- is á morgun til loforða um al sælu á jörðu hinn daginn. Ef áhugi þeirra, sem boðskapinn flytja, hefur verið mjög mikill, liafa þeir gjarnan viljað fá meira rúm og leyfi til að haíá hátalara, sem ekki eru leyfðir á HydePark Corner. Þá hafa þcir sótt um leyfi til fjöldafund ar á Trafalgar Square eða ann arsstaðar og venjulega fengið það. . Þetta frjálslyndi og virðing fyrir frelsi manna til að láta skoöanir sínar í ljós hefur vak ið verðuga athygli og virðingu einkum þegar það hefur borið saman við framkv. þessa máls í öðrum löndum, eins og t.d. Þýzkalandi nazismans og Rúss landi kommúnismans. Það hefur því vakið mikla at hygli, að undanfarið hefur þg,ð komið fyrir hvað eftir annað, að fundum ný-fasista í Englandi hefur verið hleypt upp, menn barðir og fjöldi manns liand- tekinn. Ilefur þetta gerzt bæði á fundum, sem hinn nýi naz- istaflokkur Colins Jordans hef ur boðað til, og fundum hins gamla nazistaforingja Sir Os- vvald Mosleys. Menn hafa velt því mjög fyr ir sér hvað hafi gerzt. Hvað hafi valdið því, að Bretar, sem til þcssa hafa alltaf verið fúsir til að leyfa öllum „að rífa kjaft“ hversu fráleit, sem sjónarmið þeirra eru, hafa nú skyndilega tekið að láta ófriðlega. á úti- fundum og hleypa þeim upp. Nazistarnir þykjast að sjálf sögðu vita sannleikann í þessu efui og segja, að kommúnistar standi fyrir þessum aðgerðum. Kommúnistar bera slíkt hins vegar algjörlega ef sér. Segjast að vísu vera á móti fasisman um en neita að um nokkrar Oswald Mosley, nazistaforingi í Bretlandi hefur haft sig mik ið í frammi undanfarið með félögum sínum. En fundum nazist anna hefur alltaf Iokið með ósköpum. Og Mosley hefur oftar en einu sinni verið sleginn í götuna eins og myndin sýnir. skipulagðar aðgerðir hafi verið að ræða af þeirra hálfu. í hópum þeim, sem þátt tóku í uppþotunum, voru menn, sem báru merki C.N.D- (baráttuhreyf ingarinnar fyrir kjarnorkuvopn um). Þau samtök neita hins veg ar algjörlega að hafa skipulagt nokkur uppþot, en benda á, að merki samtakanna geti menn fengið, án þess að vera með- Umir. Þá voru í hópnum menn, sem báru gular stjörnur, sem mun vera merki félagsskapar gyðinga, er mótmælti fundar- haldinu á Trafalgar Square. Formaður félagsins neitar hins vegar alveg, að félagið hafi hvatt til uppþota, þvert á móti hafi félagar verið hvattir til að gera slíkt ekki. Mótmæli þeirra hafi verið algjörlega friðsam- leg. Enginn efi leikur á því, aö Jordan og félagar hafa kyn- þáttahatur á stefnuskrá sinni, en Sir Oswald neitar algjörlega, að hans flokkur hafi slíka stefnu- skrá lengur. Um það er erfitt íiö segja, því hann hefur aldrei komizt svo langt á sínum fund um að opna munninn til að halda ræðu. Jordan varð fyrst ur nazistanna til að halda fund á Trafalgar Square 1. júlí sl. Þeim flokki tókst að tala nokk- uð, áður en allt fór í bál og brand og kom kynþáttastefna þeirra þar vel fram. Sennilegt er, að það hafi verið einmitt þetta mál, sem olli því, að Jor- dan fór úr flokki Mosleys og stofnaði sinn eigin flokk. Allt þetta mál hefur vakið mikið umtal og deilur í Bret- landi og ýmsar kröfur eru á Iofti, ekki sízt krafa um að banna útifundi, sem hvétji til átaka milli kynþátta og hatur á mönnum vegna kynþáttar. Slíkt bann yrði að sjálfsögðu til þess að brotin yrði liin óra- langa hefð málfrelsis í Bret- landi, og vitaskuld er alltaf mjög erfitt, ef ekki ómögulegt, að setja reglur um takmörkun á málfrelsi. Þó að slíkar reglur verði ef til vill rétt og vel túlk aðar í dag, er ómögulegt að vita hvernig túlkunin kann að verða síðar. Það er því eðlilegt, að brezka stjórnin sé treg til slíkra aðgerða. Lög þau, sem nú gilda um op inbera fundi í Bretlandi, snerta ekki það, sem sagt er á slíkum fundum, heldur þau áhrif á hegðun almennings, sem kunna að hljótast af því, sem sagt er. Þetta er veigamikið atriði. Þeg ar af þessum sökum verður yfir Framhald á 12. síðu. 4 8. ágúst 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Marilyn Monroe - hún var alltaf einmana - MARILYN MONROE er dáin. Hún fannst látin á heimili sínu í Brentwood, einni af útborgum Los Angeles aðfaranótt sunnu- dags. Það var ráðskona leikkon unnar, sem grunaði, að ekki væri allt með felldu og kallaði til tvo lækna, sem aðeins gátu úrskurð að, að Marilyn væri látin. Hún fannst í rúmi sínu með sængurfötin dregin upp að hálsi en á náttborðinu stóð fjöldi lyfja flaska, þar á meðal lítil krukka sem í hafði verið svefnlyf. Hún var tóm. Ráðskonan upplýsti, að hún hefði séð ljós í herbergi Marilyn um miðnætti, þegar hún sá, að ljósið logaði enn þrem tímum seinna, reyndi hún að opna dyrnar, en þær voru læst- ar. Hringdi hún þá í læknana, setn urðu að brjóta glugga til að komast inn í herbergið. Hún var nakin í rúminu og með símtólið í hendinni. Líf Marilyn Monroe var á marg an hátt ein samfelld harmsaga. Frá blautu barnsbeini var hún foreldralaus og ólst upp hjá a.m. k. sex fósturforeldrum auk barna heimila. Hún lifði það að verða „kynbomba Ameríku nr. 1“. En í einkalífi sínu var hún vingjarn- leg og inndæl manneskja, að því er þeir segja, sem kynntust henni utan við skjannabirtu auglýsing- anna. Það er einkennileg tilviljun, að í nýjasta hefti af bandaríska viku ritinu LIFE birtist hluti af sjálfs ævisögu Monroe, þar sem hún skýrir hverjar tilfinningar henn ar voru um alla hluti. Hún segir þar: „Fyrir mér er frægðin að- eins tímabundin og hluti af hamingjunni — jafnvel fyrir heimilislaust barn, og ég ólst upp heimilislaus. En frægðin er raunverulega ekki til daglegrar neyzlu, hún fullnægir ekki. Hún hlýjar manni dálítið, en hlýjan er tímabundin" „Ég var aldrei vön því að vera hamingjusöm, svo að það þar ekki ncitt, sem ég tók sem sjálfsagðan hlut. Ég hélt, satt að segja, að hjónabandið gerði mann það.“ í' minningargrein um Marilyn Monroe segir brezka blaðið The Times m.a.: „Ferill hennar var ekki svo mikið þjóðsaga frá Holly wood, eins og þjóðsagan frá Hollywood: Fátæka munaðar lausa barnið, sem vai’ð ein eftir- sóttasta (og best launaða) kona heims, hin vongóða óþekkta stúlka í Hollywood, sem varð sterkasta aðdráttarafl ameríska kvikmyndaiðnaðarins, hin ómennt aða fegurðardís, sem giftist ein um helzta menntamanni Banda- ríkjanna.“ Þessi fi-ásögn er í öllum helztu atriðum rétt. Hún hét í fyrstu Norma Jean Baker og fæddist í Los Angeles 1. júní 1926. Hún ólst upp á munaðarlausrahæli og hjá mörgum fósturforeldrum, giftist í fyrsta sinn 15 ára gömul, skildi fjórum árum síðar og gerð ist fyrirsæta hjá Ijósmyndurum. Nokkrum mánuðum síðar var hún reynd hjá kvikmyndafélaginu Fox, fékk samning og nafnið, sem hún varð fræg undir. Hún komst þó ekki í neina mynd þar og Framhald á 14. sfðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.