Alþýðublaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 7
Minningarorð Bryndís Sigurjónsdóttir Ilinn 25. f.' m. andaðist hér í Reykjavík frú Bryndís Sigurjóns dóttir. Hún var fædd hér í borg 9. júlí 1928, og var því aðeins rúmlega 34 ára gömul. Gagn- fræða])rófi lauk hún á Akureyri, en fluttist til New York 1946. Var hún þó heitbundin Magnúsi Blön- dal Jóhannssyni, tónskáldi, er síðar varð maður hennar. Hafði hann farið á undan henni vestur. Þau giftust 5. júlí 1947. Eignuð- ust þau tvo drengi, Jóhann Magn- ús og Kristján Þorgeir'.' Er Jó- hann nú 14, en Þorgeir 9 ára. Bryndís stundaði nám við menntaskóla kvenna í New York í tvö ár, en eftir það við Colum- bíaháskólann í sömu borg. Kynnti hún sér þar tungumál, bók- menntasögu og sálfræði. I New York dvaldist hún með manni sínum í 7 ár, en er þau hjón fluttust til íslands hóf hún störf við dagblaðið Tímann og nokkru síðar tók hún að sér að sjá um „Óskalagaþátt sjúklinga” í út- varpinu. Var hún mjög vinsæl í því starfi. Frú Bryndís var árum saman haldin ólæknandi siúkdómi, og mun henni sjálfri hafa verið ljóst, hvert stefndi. En hún barðist hinni ,,góðu baráttu” gegn siúk- dóminum, og oft mun hún hafa dulið nánustu ástvini sína þess, hve veik hún var. Var það í samræmi við hið ríka kærleiks- eðli hennar, því að gleði vildi hún að frá sér stáfaði en ekki hryggð. Það er og til marks um vilja- styrk hennar, að síðasta óskalaga þætti sínum í útvarpinu stýrði hún frá sjúkrabeði sínum 5 dög- um áður en hún dó. Sá, er þessar línur ritar, vitjaði Bryndísar nokkrum dögum fyrir dauða hennar. Virtist hún þá hress og glöð, og hlaut það að teljast með miklum ólíkindum, að hún ætti að troða helveg svo fljótt sem raun varð á. En það er oft svo um oss mennina, að vér sjáum „aftur, en ekki fram, — skyggir Skuld fyrir sjón“, eins og skáldið segir. — „Enginn má sköpun renna”, og tjáir ekki um að fást. Frú Bryndís Sigurjónsdóttir var geðrík nokkuð, en hrein- lynd og skapföst kona. í Amer- íku mun hún hafa átt kost á því að fá sig auglýsta sem fyrirsætu og jafnvel að komast í raðir kvik myndastjarna, því að hún var fög ur kona, en hún afsalaði sér þeim vafasama frama. Kaus hún held- ur að fylgja manni sínum og gégna hlutverki eiginkonu og móður, þó að ekki væri eins áber- andi í augum heimsins. En það hlutverk lék hún líka vel og fag- urlega, lagði í það sól sína og hlaut að launum virðingu og ást. Mynd hennar komst ekki á hið hvíta tjald, en er greypt í hug og hjörtu ástvina og annarra, er af henni höfðu nóin kynni, og mun geymast þar vel. Hér er að vísu harmur kveðinn að eftirlifandi éiginmanni og öðr- um ástvinum. En í raun og veru er það þakkarvert að hafa mikið að missa, en hins vegar nokkur óbileirni að heimta sér til handa C'Hft sólskin. bó að margir geri sig seka um þá kröfufrekju. — Mér finnst bað táknrænt fyrir hið stutta líf Bryndísar Sigur- iónsdóttnr. að hún var til þess kiörin að koma því til leiðar, að S'úklinear fengju að njóta þeirr- ar hljómlisfar, er þeir kysu sér helzt. — Það var bæði í sam- ræmi við samúðareðli hennar og Iisfræna tjáningarþörf, og er það ekki í raun os veru veglegt hlut- skipti. að fá að vera einmitt þeim, sem helzt þurfa á að halda, til yndis ng blessunar? Þetta hlotn- aðist Bryndísi. Þess vegna lifir minníng hennar. eins og ljúfur tónaniður, í mörgum hjörtum, Gretar Fells. Jóngeir D. Eyrbekk Hafnarfirði, látinn í gær var borinn til grafar írá Hafnarfjarðarkirkju Jóngeir D. Eyrbekk. Hann andaðist 30. f.m. á 59. aldursári. Með Jóngeiri er hniginn í valinn sérstæður per- sónuleiki, skemmtilegur íörunaut ur, drengur góður og mikill kjarnakarl. Jóngeir Davíðsson Eyrbekk var fæddur í .Nýjabæ í Eyafirði 31. janúar 1904, en fluttist þriggja ára gamall til Sauðórkróks með foreldrum sínum og ólst þar upp. Foreldrar hans voru þau hjónin Sigríður Jónsdóttir frá frá Stór- hóli í Eyjafirði og Davíð Gísla- son frá Steinskoti á Eyrarbakka. Hann kallaði sig Eyrbekk. Móðir Jóngeirs dó, þegar hann var á áttunda ári, og mun það hafa haft mikil áhrif á drenginn í uppvextinum. Hann lærði snemma að bjarga sér sem bezt lét, enda var hann þjarkur til vinnu frá unga aldri, bæði á sjó og landi. Jóngeir íluttist til Hafnarfjarð ar í árslok 1921, er hann var 17 ára gamall. Áður höfðu faðir hans og stjúpa flutzt til bæjarins. Taldist Jóngeir til heim ilis í Hafnarfirði frá þeim tíma til dauðadags, en löngum var hann fjarverandi í atvinnu hér og þar fyrr á árum, og þá lengst af á só. Jóngeir hafði damlað á sjó frá barnæsku á Sauðárkróki. og strax eftir komu sína íil Hafnarfjarðar réðst hann á fiskiskip, og sjómað ur var hann til ársins 1943. Þá • stofnaði hann fisksölu í Hafnar- firði, og síðustu áratugina hafði hann allmikil umsvif á ýmsum sviðum athafnalífsins og komst víst í nokkrar álnir. Ég kynntist .Tóngeiri persónu- lega fyrir um það bil aldarfjórð ungi, en ég hafði raunar þekkt hann í sjón og verið honum mál- kunnugur frá barnæsku. Kynni okkar urðu með þeim hætti, að ég vann í bókasafninu, on hann var mikill notandi safnsins. Þá var stopul vinna hjá mörgum,bæði sjó mönnum og landverkamönnum, og margir lásu þá mikið til að fylla í starfseyðurnar. Jóngeir var einn af þeim. Ekki duldist mér af bókavali hans og ummæl- um um bækur og höfunda, að maðurinn var óvenju greindur og kunni vel að gera greinarmun á hismi og kjarna. Hann var líka sjór af sögum og ljóðum. Þessi kynni okkar urðu um svipað leyti og kvæði Arnar Arn- arsonar Ljóðabréf til Vestur-ís-* lendings’ birtist á prenti. Þar standa þessar Ijóðlínur: í svip þeirra seintekna bóndans, hins sagnfáa verkamanns, og sjómannsins svarakalda býr saga og framtíð vors lands. Mér fannst alltaf, að svarakaldi sjómaðurinn væri .Tóngeir, ekki sízt vegna þess, að svo mikil hlýja fólst í ummælum skáldsins. Því varð ekki neitað, að Jóngeir var oft svarakaldur og kleip þá ekki utan af eða heflaði talsmátann. En þótt svörin væru köld og all harkaleg á köflum, þótti manni strax vænt um manninn. Undir hrjúfu yfirborði, sem oft minnti á hákarlsskráp, sló lungamjúkt hjarta, og manni varð fljótt ljóst við nánari kynni, að hann vildi öllum mönnum vel, og raunar allri skepnunni. En vitanlega vó þyngst á meta- skálunum, að þótt svör hans væru oft hryssingsleg.voru þau yfirleitt fyndin og frábærlega skemmti- lega sögð. Það var varla mögulegt annað en að komast í gott skap við að vera í nálægð Jóngeirs, svo léttilega íuku af honum brand ararnir. Þess vegna voru svör hans jafnan velkomin. — Örn Arnarson segir í öðru kvæði: Og er það ekki mesta gæfa manns að milda skopi slys og þrautir unnar, að finna kímni í kröfum skap- arans og kankvís bros í augum tilver- unnar? Ef þetta er rétt hjá skáld- inu, var Jóngeir sannkallaður gæfumaður, og þá á.hann mikið í sjóði hjá samferðarmönnunum. Eins og kunnugt er, unnu þeir Jóngeir D. Eyrbekk Jón'geir og Jónas Árnasom saman að minningabók hans eða sagna- bók, sem út kom á síðasta ári og nefnist „Tekið í blökkina". Eng- um, sem 'báða þekkti, þurfti að koma á óvart að af þeirri sam- vinnu fæddist skemmtileg bck. Sú varð líka raunin á, enda kunnu íslenzkir lesendur vel aíl meta frásagnirnar. En þótt ég hafi hér dvalið ^ll- mjög við íyndni Jóngeirs og skemmtan i framgöngu, skyldi engin skilja orð mín svo, að hann hafi verið "laumósa veifiskati pða glæringinn einn í innsta eðli smu Því fer víðs fjarri. Glensið vall á yfirborðinu, en undir niðri var Jóngeir alvörum'aður, hafði á- kveðnar skoðanir, og var íastur fyrir og ósveigjanlegur, ef því var að skipta. Var að honum góð ur liðstyrkur, þegar hann lagðist á sveifina, og kveðja félagar hans í Hafnarfirði þar íraustan og öi- uggan dreng. Jóngeir kvæntist aldrei, en eina dóttur barna eignaðist hann. Heit ir hún Sigrún, og er gift kona á Dalvík. Hann sagði svo sjálfur, a3- það hefði verið sér mikil gæfa atl eignast þessa dóttur, þótt þau hefðu ekki verið samvistum um ævina. Þarf ekki að draga þessi ummæli hans í efa; hann var slík manneskja. Síðasta áratuginn bjó hann með Sólborgu Sigurðar- dóttur, hinni mætustu konu, sem hann kunni vel að meta. Bjó hún honum gott heimili og var hon- um stoð og. stytta, eftir að heils- unni tók að hraka. Þrekið mikla, sem fyrrum dugði svo vel í margs konar volki, lét allmjög undan síðustu árin, enda hafði líkaman um ekki verið hlíft, hvorki vi3- störf né glaum. — Á heimilinu var undir það síðasta ungur dótt ursonur Sólborgar, sem bar naín Jóngeirs. Vafalaust hefur hann verið nafna sínum yndisauki, því að hann hafði hina mestu gleði af börnum. Síðari árin hafði Jóngeir forn sölu við Strandgötu. Ekki veit ég, hvernig á því stendur, en mér hef ur alltaf fundizt, að hann hafi slofnað þessa fornsölu sér og öðr um til gamans og skemmtunar. Kannski er þetta ekki rétt, manni var gjarnt á að líta ýmsar gerðir hans sem spaug og glens. En hvað um það, kunnugir segja, að margt skemmtilegt hafi gerzt í forn- sölu Jóngeirs, í kringum hana, cg í sambandi við nana. Nú er því öllu lokið. Það er mikill sjónarsviptir að persónum eins og Jóngeiri D. Eyrbekk. , Strandgatan verður snöggt um fátækari við brottför hans, og raunar allur bæjarbrag ur í Hafnarfirði. En maður verð ur að sjá á bak skemmtilegu mönnunum ekki síður en hinum. Rúsínurnar hverfa eins og allur grauturinn, mundi hann sjálfur hafa sagt. Það ér lífsins saga. «En okkur, sem eftir lifum, ber jað þakka skemmtilega samfylgd. Vertu kært kvaddur, Jóngeir, goð ur. Stefán .Túlíusso| fbúð óskðst r Læknakandidat óskar eftir 2—3 herbergjt íbúð fyrir 1. okt. — Upplýsingar í síma 370 0. ALÞÝÐIJBLAÐIÐ - 8. ágúst 1962

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.