Alþýðublaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 08.08.1962, Blaðsíða 15
Neville Shute beggja mundi ég segja. Ef við hittumst ekki áður en þú ferð, þá vona ég að þetta gangi allt að óskum“. Ég lagði á og hikaði augna- blik. Turnbull virtist hafa haft gott af þesstari fyrstu flugferð sinni. Ég hringdi í 26 og frú Haynes kom í símann. Ég beið meðan hún sótti lækninn, og sagði hon um svo hvað ég hyggðist fyrir. „Við förum eldsnemma og það verður ekkert gaman að fljúga einshreyfils vél á þessum slóð- um í myrkrinu", sagði ég við hann. „En eftir því sem mér skilst, þá liggur lífið við núna“. „Það er rétt“, sagði hann. „Ég er hræddur um að hann sé bú- inn að fá blóðeitrun“. „Gætirðu gert nokkuð við því?“ spurði ég. „Já, ef ég kæmist þarna niður eftir gæti ég lyft skaddaða bein inu“, sagði hann. „Það er ekki svo erfitt. En hvort hann hefur það af, það er aftur annað mál“. „Er þér sama þótt við leggj- um svona snemma af stað?“ spurði ég. „Við yrðum að hafa vélina hurðarlausa eins og í gær“. „Ég er alveg til í það„ svar- aði hann. „Við verðum að fara. En það er bara eitt. Nú er kom in liingað sjúkrunarkona. Mjög fær í sínu starfi. Kemst hún ckki með okkur?“ „Ég veit um þetta" sagði ég. „Liðþjálfinn sagði mér frá henni. Hún getu'r setið í aftur sælinu í vélinni. En hún verður að fara út úr henni á sama hátt og þú. Ef hann verður hvass, þá reyni ég að halda vélinnl kyrri á brautinni eins og í morg nn, þá ættir þú að komast út. ■Svo yrði ég. að hringsóla þarna yfir meðan hún hefði sætaskipti og lenda svo aftur með hana. Heldurðu að hún gæti gert þctta?“ „Já, það held ég”. „Hvers konar kona er þetta“, spurði ég. „Er hún hraustleg að sjá“? „Hún er hérna hjá mér núna“, sagði hann. „Við höfum verið að ræða þetta. Hún er fús til að reyna. Ég held að það verði allt í lagi“. „Hún ætti ekki að vera í pilsi Geturðu útvegað henni síðbux- ur? Buxur sem eru ekki með upp brotum á skálmunum?" „Ég get fengið lánaðar handa henni skíðabuxur". „Það er einmitt það rétta. Get urðu ekki fengið handa henni skíðaskó líka, eða einhverja skó, sem styðja að öklanum. Það þýð ir ekkert að ætla í háhæluðum skóm“. „Ég skal sjá um það“. „Prýðilegt. Heyrðu hvernig komstu í samband við hana?“ „Hún birtist bara hér til þess að vita hvort hún gæti ekki veitt einhverja aðstoð. Hún vann í eitt ár sem flugfreyja hjá Auscan og þá kynntist hún Johnnie Pascoe. Þegar hún hætti þar fór hún aftur að vinna á spítalan- um“. „Hún kom eihs og kölluð“. „Það er bara eitt“, sagði hann. „Ég veit hreint ekki livar á að láta hana sofa í nótt. Hótelið er fullt, og það er ekkert pláss hérna. Er nokkuð aukarúm þarna ef ég kem með hana?“ „Það er rúm hérna með dýnu, en það eru engin ^ængurföt, og það er ekki alltof hreint. Henni er velkomið að nota það, ef þú getur útvegað henni eitthvað til að sofa við“. Hann hugsaði sig aðeins um. „Ég hef svefnpoka", sagði hann. „Hún getur notað hann, ef þér er sama þótt hún sofi þarna“. „Mér er sama ef henni er sama“. „Það vcrður-þægilegra að kom- ast af stað í fyrramálið, ef hún verður þarna hjá þér“, sagði hann. „Hún á bara eftir að borða. Er í lagi að ég komi með hana eftir klukkustund eða svo?‘ Ég hikaði. „Það verður allt í lagi,“ sagði ég að lokum. Ég sef í herberginu hans Johnnie og ég er að fara að sofa núna. Það her bergi er til vinstri, þegar maður kemur inn ganginn úr setustof- unni. Hún verður þá í herberg inu, sem er hægra megin. Ég skal skiljá dyrnar á eftir í hálfa gátt. Það er áríðandi að ég sofi sem allra bezt í nótt. Viltu reyna að hafa hljótt, þegar þið komið. Ég ætla að taka eina róandi töflu og fara svo beint að sofa“. „Ég skil“, sagði hann. „Er nokkuð, sem þig vanhagar um?“ „Nei, nei. Reynið þið bara að hafa hljótt, þegar þið komið. Ég ætla að stilla vekjaraklukkuna á fimm og reyna að sofa alveg þangað til“. ' Ég lagði símtólið á. Ég var liálfþyrstur og mér datt í hug að fá mér meira wiský. En hætti við það, því það er ekki gott að taka róandi töflu og drekka svo vín á eftir. Mjólk væri betri. Ég fór inn í eldhúsið og fann ískalda mjólk í kæliskápnum. Ég fékk mér mjólk í glas og nokkrar kexkökur og fór aftur inn í stofuna. Köld mjólk. Köld mjólk með creme de menthe. Hvað minnti þetta mig á? Eitthvað í sam- bandi við flug, — en hvað? ís- köld mjólk og creme de menthe, hvaða flugmann minnti þetta mig á? Allt í einu mundi ég það allt saman. Það var í sambandi rann sóknina, sem faðir minn hafði haldið vegna dauða Brendu Mars hall. Ég sat meðal áheyrend- anna, en Johnnie Pascoe stóð í vitnastúkunni. Pabbi var að spyrja hann um tildrög slyssins. Hann skrifaði öll svörin niður og það gerði þetta svo óbærilega langt og óendanlegt, að því er virtist. „Hafið þér nokkra ástæðu til að halda að hin látna hafi neytt áfengis áður en hún lagði af stað í þessa flugferð.?“. Og Johnnie Pascoe svaraði: „Nei, herra. Venjulega drakk liún ekkert nema kalda mjólk í klúbbnum á vellinum. Stund- um á kvöldin, ef einhver gleð- skapur var, þá fékk hún sér creme de menthe. Annars drakk hún aldrei fyrir flug. Ég held að liún hafi ekki smakkað áfengi þennan dag.“ Johnnie Pascoe í vitnastúkunni, flugkennarinn. Hann var brúnn af sól, íturvax inn og mjög alvarlegur. Brenda Marshall. Ég. gekk um þvert herbergið og leit á mvndina aftur, og sökkti mér niður í minningarn- ar. Hún lilaut að vera tekin 1930 eða 1931, þegar ég var að læra að fljúga. Ég man svo vel eftir Moth vélinni, sem hún stóð upp viö. Hún lét mála hana hvíta og af því að einkennisstarfirnir á henni voru G-EMLF, þá kallaði hún hana Morgan Le Fay. Ég sá byrjunina á orðinu Morgan málað fyrir neðan hreyfilinn. Johnnie hafði kennt henni að fljúga árið 1930, árið áður en hann kenndi mér. Brenda Mars- hall með stutt hrokkið hár, feimnislegt bros, í hvítum flug- búningnum. Brenda var vin- gjarnleg við alla. Þegar systir hennar hafði farið til Indlands með manni sínum hafði hún hugsað um barnið þeirra á með an. Brenda Marshall á Duffing- ton flugvellinum árið 1930. Brenda Marshall, sem hafði ver ið svo óheppin með manninn sinn. Hún bjó ein í stóru húsi ásamt móður sinni, þangað til barnið og barnfóstran fluttu til hennar. Brenda Marshall var fyrsta konan sem ég hafði elsk- að. Ég var þá átján ára og hún næstum þrítug. Það höfðu allir á flugvellinum orðið ástfangnir af henni og þar á meðal Johnnie Pascoe, flugkennarinn. En það vissi enginn um nema ég. Ég held að hann hafi aldrei minnst á það við nokkra lifandi sál. Brenda Marshall sem hafði einu sinni farið með mig upp í Moth vélinni sinni og leyft mér að fljúga henni áður en ég hafði aldur til. Ég blés út úr með stórum Þelr nota gúmmíbát gúmmíbjöiffunar- báta. Myndin að ofan er af nýjasta farþegaskipi Breta, „Nort- hern Star“, sem er fyrsta farþegaskipið, sem treystir á. gúmtní bátana. Hér sézt slíkum bát að „Sæfaragerð" lyft fyrir borð, sem þeir taka hver 25 mánns. reykjarmekki, þar sem ég stóð þarna 28 árum síðar og horfði á myndina. Mikið hafði mér fund ist pabbi vera heimskur á þeim árum. Hann gat verið einþykk- ur stundum. Fyrir rannsóknina hafði ég re’ynt að útskýra fyrir honum í sambandi við flugvél- ar. Ég vissi auðvitað allt um þær, því ég var búinn að fljúga fimm tíma einn. Ég sagði að þetta slys þyrfti mikillar rann- sóknar við. Hún hefði verið í spinni í 6 eða 7 hundruð feta hæð yfir flugvellinum, og svona lagað kæmi ekki fyrir reynda flugmenn eins og Brendu Mars hall. En pabbi hafði ekki vilj- að hlusta á mig þann dag. Hann sagði bara að flugvélar væru hættulegar fyrir kvenfólk, og það hlyti bara að hafa liðið yf ir hana, og hvað sem því öllu liði, þá gæti ég ekki vitað neitt' um slysið. Hann hafði fylgt því striki við rannsóknina líka. Hann hafði spurt þessara venju legu spurninga um flughæfni vottorð vélarinnar, um flugskír teini Brendu og heilsu hennar yfirleitt, og hann hafði skrifað allt þetta niður hjá sér. Hann yfirheyrði Haughton lækni, sem lýsti meiðslum Brendu. Hún, hafði brotnað á báðum fótum^ mjaðmagrindin hafði brotnáð, þrjú rif höfðu sömuleiðis bro|n-( að. Hægri handleggurinn hafði brotnað, hún var kjálkabrotin. Dánarorsökin var lost, sagði hann. Pabbi skrifaði allt þetta niður. Hann hafði yfirheyrt lög regluþjóninn, sem kom þarna rétt áður en hún dó. Hann skrif aði allt niður, sem hann sagði, þótt ekkert væri á því að græða. Þegar hér var komið hafði rannsóknin staðið í eina og hálfa klukkustund. Og ég býst að pabba hafi fundist að hann værl búinn að gera skyldu sína. Hann tók saman öll sín plögg og sagði að hin látna hefði farist af meiðsl um vegna flugslyss, sem hún lenti í. Hann tjáði ættingjum og eiginmanni hinnar látnu samúð réttarins. Svo sagði hann þessu slitið. Þegar heim kom, neitaði hann að ræða málið við mig. Fyrst hann hafði þessa skoðun á þessu, þá nennti ég ekkert að vera að þrasa við hann. Skömmu ALÞÝÐUBLAÐIB - 8. ágúst 1962 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.