Alþýðublaðið - 14.08.1962, Page 1
RIOSKVA, 13. ág. (NTB/REUTER). Rússuesku „geimtvíburarnir" Popovitsj og Nikolajev voru í kvöld
enn á hraðaferð umhverfis hnöttinn í geimförum sínum Vostok 3. og 4.. Ekki er enn vitað hvenær hug-
myndin er að láta þá félaga lenda, en birt hefur verið fregn um, að Krústjov hafi spurzt fyrir um það.
Kl. 19 eftir ísl. tíma tilkynnti TASS, að Vostok 3. væri búinn að fara 40 hringferðir og 1.650.000 kíló-
inetra. en Vostok 4. 24 ferðir og nálægt eina milljón kílómetra. Bar það ekki alveg saman við fyrri fregn,
on su síðari sjálfsagt réttari.
Allmög hafði dregið úr þeini orðrómi í Moskvu í dag, að þess væri að vænta að þriðja geimfarinu
yi'ði skotið á loft, en eftirvænting hafði verið mikil í allan dag.
■Krústjov, forsætisráðherra, átti í dag samtal við geimfarana tvo, og óskaði þeim til hamingju með
góðrar lendingar. Síðustu fregnir frá gcimförunum eru þær, að þeim líði báðum vel og hafi lokið skyldu
störfum sínum í dag.
í dag hafa útvarpshlustendur hvað eftir annað getað heyrt samtöl frá geimförunum og í sjónvarpi
hafa sézt myndir úr báðum förunum. Af viðtölum þeim, sem endurvarpað var í Rússlandi í dag heyrð-
ist, að Popovitsj ber nafnið „Gullni örn“, en Nikolajev kallast „Fálki“.
STRANDAÐI
í GÆRDAG
4»egar þeir félagar fóru yfir
Skandinavíu og Vestur-Evrópu
sendu þeir kVeðjur til þjóðanna,
sem þar búa, með ósk um frið og
hamingju.
Á það er bent, að enn hefur
ekki verið látið uppi hve stór
geimförin séu. Fyrstu tvö Vostok-
förin vógu 4,5 tonn en ýmislegt
þykir benda til, að þessi kunni að
vera stærri, séu ef til vill tveggja
manna för.
Talsmaður sjónvarpsfélaganna,
sem komið hafa sér saman um að
samræma sjónvarpssendingar yfir
Atlantshaf, segir, að sovétstjómin
hafi neitað ákveðið, að taka þátt
í tilraun til að senda sjónvarps-
myndir frá geimförunum beint til
Bandarikjanna um Telstar.
HELQI ÁTTI frábæran
leik i marki íslands á sunnu-
daginn. Hér bjargar hann
skoti frá Fogarty, vinstri
innherja íra. Sveinn og Árni
fylgjast spenntir með. Fleiri
myndir á Íþróttasíðu.
ÞEGAR varðskipið Ægir var að
fara fró Akureyri í gærdag tók;
það niðri og sat fast í rúmar
þrjár klukkustundir. Skipið losn-
aði þó af eigin rammleik.
Atburður þessi skcði um klukk-
an 13 í gærdag, er varðskipið
Ægir var að fara frá Akureyri.
Skipið hafði legið við bryggju en
þegar það lagði frá tók það niðri
að framan. Þegar í stað var hafizt
handa um að losa skipið. Tókst
það að lokum. Höfðu þá vírar
verið settir í land og keyrt á fullu
aftur á bak. Einnig liafði ballest
verið dælt úr skipinu að framan
verðu til þess að létta það.
Strand þetta vakti mikla furðu
Framnata a i j. síðu.