Alþýðublaðið - 14.08.1962, Qupperneq 7
ÞAÐ ER SAGT, að spánskir
matadorar eða nautabanaar séu
hræddir við að berjast við naut
i vissum borgum í heimalandi
sínu vegna hinna hörðu dóma,
sem áhugamennirnir leggi á
frammistöðu þeirra. Hið sama
á sér stað með ítalska óperu-
söngvara, að því er varðar að
koma fram á Regio leikhúsinu
í Parma á Ítalíu. Þetta átjándu
aldar leikhús, sem skreytt er
í bleikum, hvítum og gullnum
lit, er þekkt meðal óperusöngv-
ara sem ,,la fossa dei leoni“
eða ljónagryfjan.
Fyrir eina tíð var Parma
aðallega þekkt fyrir listaverk
þau, er þar voru saman komin,
safnað af hertoganum, sem þar
ríktu. Nú er borgin sennilega
þekktari fyrir að hafta’ * alið
Giuseppi Verdi, Arturo Tosca-
nini og framleitt ostinn, sem
við borgina er kenndur. En fyr-
ir óperusöngvurum er hún þekkt
fyrir erfiðustu áheyrendur í
lieimi, þar sem fólkið í ódýru
sætunum þolir söngvurum ekki
hið minnsta „slugs“.
Carlo Bergonzi, hinn ágæti
tenór, er frá Parma, en samt
hefur honum verið ráðlegt að
syngja aldrei ,,Aida“ þar aftur
og þó er hlutverkið, sem hann
söng fyrst á Metropólitanóper-
unni í New York og hlaut svo
'góða dóma fyrir, og Karajan
valdi hann einmitt til að syngja
Radames á nýrri upptöku.
„Við bárum Bergonzi heim á
gullstól eftir að hann hafði
sungið „Ballo en Maschera" og
„Forza del Destino", en „Aida“
er allt annað, að minnsta kosti
að því er varðar okkur hér
í Parma“, sagði Orazio Tosi,
strætisvagnastjóri um þetta'
efni.
Er Bergonzi hafði sungið
Aida, fór hann á krána Dauða
gæsin, sem er uppáhaldsstaður
verkamanna þeirra og verzlun-
armanna, sem eru meðlimir í
Verditaírnum ag Toscanini-
klúbbnum.
Bergonzi var boðið glas af
víni og hann beðinn um að
skýra og réttlæta hinn undar-
lega dauða, sem hann hafði val-
ið Radames. Hann hafði lokið
hinni frægu dauðasenu með
röddu, sem var hálfkæfð, en
ekki með hinum háu, skæru
nótum, sem áheyrendur í Parma
eru vanir. Yfir öðru glasi af
rauðvíni dró hann fram nóturn-
ar og notaði þær til að rétt-
læta túlkun sína. Enn voru
drukkin nokkur glös og öllu
lauk þessu með geysilegum
Verdikórum, svo að allt ætlaði
um koll að keyra.
Það er ekki svo að skilja,
Bergonzi fór vel út úr því.
Þegar Maria Callas söng „La
Traviata" í Parma 1951, var
fussað miskunnarlaust á hana.
Eitt af fáum skiptum, sem Gigli
fór illa út úr, var þegar hann
söng „La Gioconda“ í Parma.
Vittorio De Santis, sem söng
„Othello" þar 1952, varð að
læsa sig inni í búningsher-
berginu eftir sýninguna. Það var
ekki fyrr en kl. 3 að nóttu, að
lögreglan kom og fylgdi honum
gegnum æfareiðan mannfjöld-
an fyrir utan.
Er Rosanne Carteri var að
syngja „La Traviata", varð hún
svo taugaóstyrk, að^það leið yf-
ir hana, svo qð fresta varð að
Carlo Bergonzi
draga tjaldið frá í 45 mínútur.
Þó að þessi ungi sópran hefði
nýlokið við að syngja Violettu
hvað eftir annað við góðar
irtektir í Parísaróperunni, þá
var það ekki nóg til að fullvissa
hana um, að vel mundi ganga
í Parma.
Ungfrú Carteri tókst vel, en
sá, sem söng Alfredo á móti
henni, Ruggero Bondino, mun
aldrei gléyma því kvöldi. í fyrstu
þrem þáttum klöppuðu hinir
efnuðu fyrir honum af kurteisi
Hinir viðskiptavinirnir, sem sátu
uppi á háalofti, létu það afskipta
laust. Það var ekki fyrr en í
dúettinum í lokaþættinum,
„O Parigi, O cara“, þegar ten-
órinn eyðilagði dauðastríð
Violettu með nokkrum fölskum
nótum, að allt varð vitlaust og
fussið og sveiið byrjaði.
Bondino neitaði að koma fram
og hneigja sig. Hljpmsveitarstjór
inn. Arturo Basile, og leiksviðs-
mennirnir heimtuðu það hins
vegar og báru hann 'fram á svið-
ið. Það voru vond mistök. „Fáðu
þér annað jobb“, „Hypjaðu þig
frá Parma“, „Farðu til Gorgon-
zola“ voru nokkur af hinum
kuríeisari orðum, sem hann fékk
að heyra.
Næsta. dag hélt Basile fund
með fulltrúum „háloftamanna".
„Þessi fundur er haldinn til að
bjarga sýningartímabilinu".
sagði hann. „Háloftamenn kúga
söngvara okkar og heimta full-
komnun. Þið verðið að taka til-
lit til aldurs og stöku óheppni
í söng".
Enrico Caro, sendibílstjóri,
stóð upp og sagði: „Við fussum
ekki á tenórinn til þess eins
að trufla hann. Þegar söngvara
verða á mistök kemur fussið og
blístrið ósjálfrátt. Það er skylda
gagnvart samvizku okkar. Það
er yður að kenna, meistari, fyrir
að hafa komið með hann fram
til að hneigja sig. Það var hrein
ögrun“.
„Parma er ekki La Scala“,
sagði Gian-Carlo Tragni, kenn-
ari. „Við^erum smekkfólk. Þegar
söngvari fellur á Scala, segja
þeir, að hann hafi „misst nót-
una“. Hér segjum við, að hann
ætti ekki einu sinni að reyna
við hana, ef hann getur ekki náð
henni og haldið henni, eins og
„partítúrinn" segir".
Pietto Calo, gasmeistMri i
leðurjakka, bætti við: „Þér seg-
ið, að við hérna i Parma séum
of erfiðir, og þó höfum við hyllt
alla góðu söngvarana. Við höf-
um miklar erfðavenjur og krefj-
umst þess, að „standardinum"
sé haldið. Það er heilagur réttur
okkar að fussa á söngvara.
Eitt er það fyrirtæki, sem
borið hefur liróður Akureyrar
víðar en flest önnur, og einkum
þó meðal yngri kynslóðarinnar.
Þetta er sælgætisverksmiðjan
(LINDA. Blaðamaður AKþýðu-
blaðsins, sem var á ferð á Ak-
ureyri átti þess kost að skyggn-
ast þar inn fyrir dyr og sjá
hvernig hið gómsæta Lindusæl
gæti verður til.
Fyrirtækið er til húsa í glæsi
legu nýbyggðu húsi á Glerár
eyrum (sjá mynd.) Eysteinn
Árnason, verkstjóri fylgdi blaða
manninum um sali ög ganga og
skýrði hina ýmsu þætti fram-
leiðslunnar.
Hjá Lindu vinna nú 60-70
manns og er meiri hlutinn af
því stúlkur. Þar eru nú fram-
leiddar 62 tegundir sælgætis.
Eysteinn sýndi blaðamanni
fyrst kakóbaunirnar, sem keypt-
ar eru sunnan úr Afríku. „Það
er um að gera að kaupa nógu
vandað hráefni," sagði hann,
„því annars fæst aldrei gott
súkkulaði." Baunirnar eru siðan
brenndar og hýðið hreinsað frá.
Mikið er undir því komið, að
brennslan takist vel, því á henni
byggist bragðið að miklu leyti.
Á fyrstu hæð hússins eru tvær
súkkulaðivélar, sem taka 500
kg. hvor. í þeim er súkkulaðið
slípað og blandað sykri. Það
mun taka um 30 klukkustundir
að búa til gott súkkulaði. Frá
súkkulaðivélunum er súkkulað-
inu dælt fljótandi eftir leiðslu
í stóran geymi, þaðan er það
svo tekið eftir þörfum og til
þess brúks er við á. Vera má að
það verði blandað hnetum og
rúsínum og gert að átsúkkulaði
einnig kann það að verða notað
til úðunar utan á konfekt eða
„Lindubuff". Súkkulaðið er
kælt niður í sérstöku kæliborði
áður en það er fullmótað og
kemur mannshöndin hvergi
nærri fyrr en það er komið í
umbúðir.
Eins og gefur að skilja var
þarna hinn indælasti ilmur, og
ekki laust við að vatn kæmi
fram I munninn á þeim er
þarna kom í fyrsta sinni. Úr
því var fljótlega bætt.
Á fyrstu hæð hússins fer
fram pökkun (sjá mynd). Þar
er einnig gert konfekt og alls
Kyns „skúmvörur,, svo sem buff
og bollur.
Á annarri hæð eru skrifstof-
ur og þar fer einnig framleiðsla
tyggigúmmís, sem Linda hóf
framleiðslu á fyrir nokkru og
orðið hefur mjög vinsælt. Hef
ur meira að segja nokkurt magn
af því verið flutt til útlanda og
Iíkað þar mæta vel. Á annarri
hæð er einnig matsalur starfs-
fólksins, — mjög vistlegur. Á
fyrstu hæð eru snyrtiherbergi
starfsfólksins, þar hefur hver
starfsmaður sinn skáp, og að-
staða er þar til að taka steypi
bað. Geta má þess að starfs-
fólk þefur sér inngang.
Á þriðju hæð er hráefna-
geymsla, viðgerðarverkstæði
og þvottahús. Allt hreinlæti og
þrifnaður er þarna mjög iil
fyrirmyndar og vinnusalir bjart
ir og rúmgóðir. Það' telst til
tiðinda í þessu stóra og glæsi
lega húsi að ekki er hægt að
opna einn einasía glugga.
Þetta er gert til að útiloka
að ryk komist inn í húsið og
spillí því, sem þar cr framleitt
Loftræsting er því að sjálf-
sögðu mjög fullkomin og hægt
að hafa bæði hita og kulda eft
ir vild. Allt loft sem í gegnum
loftræstingarkeríið fer, er sér-
staklega hreinsað.
Linda hóf starfserni sína árið
1949 og unnu 2 stúlkur þar í
fyrstu. Forstjóri og eigandi fox
irtækisins er Eyþór Tómass<Jr>.
Skýrði hann blaðamanni frá þvi
að Iokinni göngunni um verk-
smiðjuna, að miklar vonir væru
bundnar við aukinn útflutning
og hefðu sýnishorn verið send
vsða út um heim. Sagðist hann
vonast til að íslenzkt sælgæti
gæti orðið góð útflutningsvara
og fært þjóðarbúinu tíágóðar
gjaldeyristekjur, þegar fram
liðu stundir.
Blaðamaðurinn kvaddi svo og
liélt á braut með súkkulaðilykt
ina í nösunum og pakka af
Lindusúkkulaði í vasanum.
ALÞÝÐU.BIAÐIÐ - 14. ágúst 1962 J