Alþýðublaðið - 25.08.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.08.1962, Blaðsíða 5
<twww%wwwwwwww „HELGA HIN FAGRA' í HINU danska mynda- blaði „Billedbladet", er fyrir ^ skömmu heil opna með mynd um frá upptöku „79 af stöð- inni“. M. a. er mjög falleg mynd af Kristbjörgu Kjeld, er við birtum liér. Er Krist- , björg kölluð „Helga hin fagra“ nútímans og gott sýnishorn íslenzkra kvenna anno 1962. Einnig er birt mynd sú, er hér fylgir og tekin var á heimili Gunn- laugs Þórðarsonar og Her- dísar Þorvaldsdóttur að Dunhaga 19, en þar voru nokkur atriði kvikmyndarinn ar tekin. Nokkrar flciri myndir eru birtar og rætt er í léttum tón um kvikmyndir, sem nýja út- flutningsvöru íslendinga. Greinin og myndirnar eru vissulega hin ágætasta aug- lýsing fyrir hina íslenzku kvikmynd, sem frumsýnd verður í haust. Loftleiðir stöð í R.vík BORGARRAÐ Reykjavíkur sam þykkti sl. þriðjudag að heimila Loftleiðum að byggja flugaf- greiðsluhús og skrifstofuhús á Reykjavíkurflugvelli. Fyrir fundinum lá bréf borgar- verkfræðings til samgöngumála- ráðuneytisins um lóð undir flug- afgreiðsluhús á Reykjavíkurflug- velli. Ennfremur var lagt fram bréf samgöngumálaráðuneytisins til borgarverkfræðings. Borgarráð gerði eftirfarandi á-" lyktun : Að Loftleiðum h.f. verði leyft að byggja hluta flugafgreiðsluhúss á Reykjavíkurflugvelli í sam- ræmi við fyrra leyfi, sbr. sam- þykkt borgarráðs frá 9. Febr. 1962, sem staðfest var af borg- arstjórn á fundi hennar 15. s. m„ og skal félagið hlíta þeim fyrirvörum, sem þar eru sam- þykktir, þ.á.m. ákvörðun borg- arráðs um greiðslu gatnagerð- argjalds. Staðsetning aígreiðslu hússins verði í samræmi við til- lögu samgöngumálaráðuneytisí ins, sbr. bréf þess, dags.; 9. þ. til borgarverkfræðings. Að Loftleiðum h.f. veröi leyft að reisa fyrir starfsemi sína .sferif- stofuhús á lóðinni, er stþðsetð verði skv. uppdrætti, dags. 3. ágúst 1962,_ og með þeirn* sfeii- yrðum og fyrirvörum, sejn að ofan greinir. sprakk á Raufarhöfn Raufarhöfn í gær. í GÆRKVELDI sprakk síld- arþró hjá verksmiðjunni hér og flæddi. síldin út á .plan og fór nokkuð af henni í sjóinn. Nú er verið að vinna við að moka síld- inni upp aftur og gera við þróna. í þessari þró mun hafa verið um 3000 mál af síld og flæddi hún að sjálfsögðu út, þegar þróin sprakk. Rann síldin fyrst yfir ,tór in,n‘, sem flytur sildina inn í verk- smiðjuna, og síðan út á plan. — Nokkuð af síldinni mun hafa runnið í sjóinn, en ekki mun það hafa verið mikið. Verksmiðjan stöðvaðist af þessum sökum um stund meðan verið var að hreinsa úr ,tórnum.‘ G.Þ.Á. HANDA MEÐ HAUSTINU EINS og blaðið skýrði frá um [ daginn eftir npplýsingum frá Þórði MöIIer, yfirlækni á Klepps- spítalanum, þá ríkir nú nær neyð- arástand í sjúkraliúsmálum geð- sjúklinga. Sagði Þórður að nauð- synlegt væri að gera cinhverjar ráöstafanir, sem allra fyrst, og þyrfti lielzt að stækka Klepps- spítalann um 100% til að hann gæti gegnt hlutverki sínu. Blaðið snéri sér til Sigurðar Sigurðssonar, landlæknis, — og spurði hann hvort einhverjar ráð- stafanir hefðu verið gerðar til lag- færingar á þessum málum, en þeim liefur ekkert verið hreyft síðan árið 1950. Sagði Sigurður, að eitt og ann- að væri í „bígerð,“ en engar endanlegar ákvarðanir væru fyr- ir hendi. Var hann sammála Þórði um að mikill skortur væri á sjúkrahúsrými fyrir geðsjúk- linga, en lítið yrði gert fyrr en í haust að prófessor Tómas Helga- son kemur heim, en hann liefur verið slupaður annar yfirlæknir við Kleppsspítalann og jafnframt mun hann kenna við Háskóla ís- lands. Eftir heimkomu hans verður væntanlega hafist handa um ýms- ar breytingar og lagfæringar á þessum málum. Siglufirði í gær. ‘ í DAG er hér ágætis Veðuí, fyrsti sólardagurinn í úiarga daga. Allmörg skip komu hingað 'i gaéc með síld að austan. Síldiri vatr mjög blönduð, — töluvert af smá- síld innanum. Smásíldin hafði á- netjast og voru sjómenn að 'vinna við það í gærdag og gærkvöldi að hrisía hana úr nótuuum. 'Fróð- ir menn telja að þetta sé naéstum eyðilegging á nótunum, því af smásí’dinni setjist grútur í næt- urnar. Lítið var saltað hér í gærdag, enda úrkast úr síldinni mjög mik- ið. Flutningaskipin fjöguu, Lud- vik, Stokkvik, Baldur og Rétur Halldórsson hafa öll verið hér undanfarna t\To sólarhringa. Skip- in, sem fluttu síld fyrir verksmiðj urnar á Hjalteyri og í Krossanesi eru hins vegar hætt fyrir nokkru, J. M. 1 Eskifirði í gær. HINGAÐ liefur nú ekki hor- izt nein síld síðan um hilgi. —- Veiðiveður er ekki sem bezt núna; hér úti fyrir. Menn hér cru al-I mennt á þeirri skoðun, að síldi muni aftur veiðast hér út af. þá. ef til vill dýpra en fyrr í s.mnar' Ekki er kominn neinn ferðahugur í aðkomufólkið, sem unnið hefur í síldinni. i Smábátarnir, sem gérðir eru út * héðan hafa aflað vel undanfarið.. A. J. , Raufarhöfn í gær. ALLAR þrær eru nú Fuílari hjá verksmiðjunni hér og er Iand-I að úr bátunum eftir því | sem I þróarpláss losnar. í gær var salt-i að dálítið Iiér, og í dag cr eittJ|- hvað verið að salta. Hér cr jþó að eins um að ræða sérverkartir ogi koma ekki nema fáar tunnur á! stöð. i i Síldin veiðist mikið á fcamaj stað og undanfariff, 55 milljr útj: af Langanesi. Heyrzt hefu|', aðj síldin sé að batna, — verða|jafn-i ari. Nokkrir bátar munu * hafa> fengið góða síld á Rifsbanka. G.fe.Á. fX- ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 25. ágúst 1962 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.