Alþýðublaðið - 25.08.1962, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 25.08.1962, Blaðsíða 10
r Kitstjórb ÖRN EIÐSSO* Kristleifur skrifar frá Svíþjób: rum ekki ánægðir með árangurinn Gautaborg, 20. ágúst 19G2.! VIÐ Agnar Leví erum nú! búnir ao keppa á þrem mótum j við misjafnan árangur. Fyrsta! keppnin var í Hassleholm 17. ágúst, en þangað komum við fjórum tímum fyrir mótið með lest frá Kaupmannahöfn. Lið Reykjavíkur gegn Akureyri Á MORGUN, sunnudaginn 26. ágúst kl. 4 e. h. fer fram bæjarkeppni í knattspyrnu á Akureyri, milli úrvalsliða Ak- ureyrar og Reykjavíkur.. Er leikur þessi í tilefni af 100 ára afmæli Akureyrarkaup- staðar, sem haldið verður há- tíðlegt næstu daga. Lið það sem mætir Akureyr ingunum, er valið af Knatt- spyrnuráði Reykjavíkur og er þannig skipað. Markvörður: Geir Krist- Bakverðir: Arni Njálsson (Val), Þorsteinn Friðþjófsson (Val). Framverðir: Guðjón Jóns- son (Fram), Halldór Lúðvíks- son (Fram), Hrannar Haralds- son (Fram). Framherjar: Gunnar Guð mannsson (KR , Guðmund- ur Óskarsson (Fram), Grét- ar Sigurðsson (Fram) Ellert Schram (KR), Hallgrímur Scheving (Fram). Varamenn: Björgvin Her- mannsson (Val), Guðmundur Ögmundsson (Val), Ásgeir Sigurðsson (Fram), Baldur Scheving (Fram). Þjálfari: Guðmundur Jóns son (fram). Dómari verður- Magnús Pétursson. i; jánsson (Fram). Magnus Fetursson. Veður var slæmt, úrhellisrign ing, fremur kalt og brautir þung ar. Agnar tók þátt í 3000 m. hlaupi og hélt sig aftarlega í hópnum allan tímann, en sótti sig nokkuð er á leið og end- aði í 10. sæti. Keppendur voru 18 og tími Agnars 8,55,2 mín og er sá bezti, sem hann hefur náð. Eg tók þátt í 1500 m. hlaupi, en þar voru þátttakendur einnig margir í þeirri grein. Eg hélt mig nokkuð aftarlega í upphafi, en mjakaði mér framar er á leið. Þegar endaspretturinn hófst, var ég frekar illa staðsettur, hálf; innilokaður, ég missti af lestinni og varð fimmti á 3,54,6 mín. Okkur gekk frekar illa að fá inni á hóteli í Hássleholm, og kl. var orðin allmargt, þegar við komumst í háttinn. Þetta kom sér dálítið illa, því að við þurft- um að fara snemma á fætur, til að ná í lestina til Skövde, en þar áttum við að keppa næst. Lestin varð svo að stanza þrisv- ar á leiðinni og til Skövde kom um við félagar aðeins 2 klst. fyrir mótið, þreyttir og svefn- litlir. Agnar hljóp nú 1500 m. og mátti strax sjá, að hann var þyngri á fæti en venjulega. — Agnar hélt sig í 8.-9. sæti mest- allt hiaupið, en fór fram úr nokkrum á endasprettinum og varð fimmti á 4.07,2 mín. sem er 1/10 úr sek. lakara en hann á bezt á vegalengdinni. Ég tók þátt í 3000 m. hlaupinu og var mikil barátta allan tim- ann og hlaupið var mjög rykkj- ótt. Eg hélt mig í 2.-3. sæti mest allt hlaupið, en er 300 m. voru eftir, var eins og fæturnir svikju mig í tryggðum. Eg endaði í 6. sæti á 8,32,8 mín. mjög slöpp- um tíma. (Athugasemd íþrótta- síðunnar: Þetta er nú fullmikil hæverska hjá Kristleifi, tíminn er góður og sá langbezti, sem íslendingur hefur náð í ár). Það var heldur lágt á okkur risið að móti loknu. Þarna var einnig ausandi rigning. Næsta morgun var ferðinni heitir til Gauta- borgar. í kvöld (20. ágúst) kepptum við á Nya Ullevi-Ieikvanginum, sem er stórkostlegt mannvirki. Við félagarnir tókum báðir þátt í 1500 m. hindrunarhlaupi og er það frekar sjaldgæf keppnisgrein, nema á unglinga- mótum en ákaflega skemmtileg. Agnar hafði forystuna fyrstu 6-700 m. En þá tóku þeir For- man, USA, og Tedenby, Svíþj. við með mig og Svíann Gustavs- Framhald á 11. síðu. UNGLINGAMEISTARAMÓT ís lands á frjálsum íþróttum hefst .á Laugardalsvellinum í dag kl. 3. Mótið heldur áfram á morgun á sama tíma og stað, en á mánudags kvöldið verður keppnt í boðhlaup um, 1500 m. hindrunarhlaupi og sleggjukasti á Melavellinum og hefst keppnin kl. 8. Keppendur eru tæplega 30 frá sex félögum og bandalögum, Ár- manni, ÍR, KR, ÍA, HSK, og UMFÖ. í dag verður keppt í 100 m. hlaupi, 110 m. grindahlaupi, 400 m. hlaupi, 1500 m. hlaupi, kúluvarpi, hástökki, spjótkasti og langstökki. Á morgun verður svo keppt í 200 m. hlaupi, 800 m. hlaupi, 3000 m. hlaupi, 400 m, grindahlaupi, stangarstökki, þrí- stökki og kringlukasti. Aguas tekur við verðlaununum EINS og skýrt var frá í blaðinu í gær, eru Benfica sigurvegararnir í síðustu Ev rcpubikarkeppni á keppnis- ferðalagi á Norðurlöndum um þessar mundir. Myndin er af Aguas fyrirliða Benficá hann tók á móti verðlaunun- um eftir sigurinn yfir Real Madrid í vor. Frá 7500 m. hindrunar- hlaupinu Þessi mynd er tekin í 1500 m. hindrunarhlaupinu á mót- in í Gautaborg 20. ág. Agn- ar Leví hefur forystuna, en næstur, nr. 17, er Olsson, Svíþjóð, sem varð sjötti í hlaupinu og setti Norður- landamet unglinga, nr. 8 er Foreman, USA, sem sigraði, síðan kemur nr. 111 Teden- by, Svíþj., sem varð annar í hlaupinu. ítalinn Somniaggio nr. 108 varð fjórði í hlaup- inu, nr. 14 er Gustavsson, Svíþj., sem varð nr. 3 í hl. og Ioks er Kritleifur, sem er nr. 5 í hiaupinu. A móti í Finnlandi hljóp Bandaríkjamaðurinn Jim Beatty 5000 m. á 13.45,0 mín. Á Evrópumeistaramótinu í Leip zig í gær voru sett tvö norsk sund met. Jon Vengel varð fjórði í sín um riðli í 1500 m. skriðsundi á 18.39,00 og Brit Korsvold synti 400 m. fjórsund kvenna á 6.19,4 mín. Unglingameistara- mót íslands heíst í dag og lýkur mánudag 25. ágúst 1962 - ALÞYÐUBLAÐIÐ - 1; .5,': c, — {s'V‘1; )ííí'•! iá

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.