Alþýðublaðið - 25.08.1962, Blaðsíða 13
r»íí-
iisti
mmmrnM
HÉÉj
Wœ$¥> J' J-
' ‘''''
%!
\ ' • •' ■
í 'rj'i
S&lWiS
.
ENGINN atbwrður við Ber-
línarmúrinn hefur valdið jafn
mikilli ólgu og er 18 ára pilt
ur var skotinn af austur-þýzk
um lögreglumönnum sl. föstu
dag er liann var að gera tii-
raun til að flýja vestur yfir.
Austur-Þjóðverjarnir létu hon
um biæða út án þess að gera
nokkra tilraun til að Iíkna hon
um á nakkurn hátt. í klukku
tíma lá hann; áður en hann
andaðist.
Myndirnar !sýna er Ruth
Brandt, eiginkona Willy
Brandts, borgarstjóra í Vest-
ur-Berlín leggur blómsveig á
minnismerki, er unglingnum
var reist við múrinn.
Hin myndin sýnir er reiðir
íbúar Vestur-Berlínar grýta bíi
er flytur sovéthermenn að
stríðsminnismerki Rússa í vest
urhlutanum. Á degi hverjum
standa Rússar þar vörð.
MÚRINN
mwmsm
ÞEGAR þau ótíðindi spurð-
ust út um heimsbyggðina að
Petrosjan hefði orðið efstur
á kandídatamótinu hálfum
vinningi á undan heimsþekktu
góðmenni og víðfrægum snill
ingi, sá ég fram á nauðsyn
þess að taka mér sumarfrí
frá skákþáttarskrifum. Að
loknu tveggja mánaða sumar-
leyfi er þó alls ekki laust við
að’ ógæfan hrjái mig enn, þótt
kvalimar séu að linast. Ég
hef reynt að hugga mig við að
hugsa upp einhverjar enn
verri hörmungar af þessu tagi
og komist að þeirri niðurstöðu
að spáný rafeindaskákvél
hefði að mínu viti verið enn
verr að sigrinum komin.
Afrek Petrosjans er að
miklu leyti í því fólgið að
tefla aldrei á tvær hættur og
hlífa sinni eigin skákvél á
meðan hinir slitu sínum eða
bræddu úr þeim. Hann vann 8
skákir, gerði 19 jafntefli en
tapaði engri. í þessum 27 skák
um lék hann 839 leiki á sam-
tals 48 klst. og 20 mín.. Fisc
her, Kortsnoj. og Benkö léku
um 1200 leiki hver á 60 til
80 tímum. Þar eð allar vinn-
ingsskákir Petrosjans hafa
sem betur fer þegar verið birt
ar í blöðum hér sný ég mér
að öðru og léttara hjali.
Á heimleið frá kandídata-
mótinu í Curacao komu so-
vézku meistararnir við í Hol-
landi. Háðu þeir nokkurskonar
landskeppni við Hollendinga í
Haag. Var tefld tvöföld um-
ferð á 6 borðum. Fyrri um-
ferðinni töpuðu Hollendingar
með 1:5 en þeirri síðari með
2^:3% og má af því marka
á hvílíkum íramtíðarvegi skák
styrkleikinn er í Hollandi eink
um ef tekið er tillit til þess að
seinni umferðin var tefld dag
inn á eftir þeirri fyrri. Að lok
um er hér skák frá þessari
viðureign.
Pire-vörn
Hvítt: Keres
Svart: Bouwmeester.
1. e4 - d6
2. d4 - Rf6
3. Rc3 — g6
4. Be2 - Bg7
5. h4 - -
(Skemmtileg atlaga gegn Ieið
inlegri vörn)
5. - — Rc6
6. Be3 — e5
7. d5 — Rd4
(Þetta er vafasöm peðsfórn.
Eðlilegra var Re7)
8. Bxd4 — exd4
9. Dxd4 - 0-0
10. Dd2 - —
(Á d3 er drottningin virkari
og valdar auk þess c4-peðið.)
10. — He8
11. f3 - Rh5
12. g4 - Rg3
13. Hh2 — Rxe2
14. Rgxe2 — —
(Þessa stöðu er erfitt að meta
Svartur hefur biskupaparið
en hvítur á peði meira og hef
ur undirbúið kóngssókn. Hvít
ur ætti að hafa betri mögu-
leika en þarf að vara sig á að
opna taflið ekki um of og gæta
sín á svörtu reitunum.)
14. - c5
15. 0-0-0 — Da5
16. h5 — —
(Ef til vill hefði verið betra
að undirbúa þessar aðgerðir
með 16. Kbl og 17. Hdhl)
16. - b5
17. hxg6 — hxg6
18. Hdhl — —
(Nú gat hvítur ekki leikið 18.
Kbl b4 og Rc3 á engan reit)
18. - b4
19. Rdl - Dxa2
20. Df4 - Ba6
(Eftir 20. - Be5? 21. Dh6 vinn
ur hvítur.)
21. g5 — Bxe2
22. Kd2 — —
I. stöðumynd.
(Hvítur hótar nú 23. Df6! með
máti í öðrum leik.)
22. — ' Bxf3
(Nú strandar 23. Df6 á Bxf6
24. gxf6 Bxhl.)
23. Dxf3 - Dc4
24. Hh4 — Dd4f
25. Ke2 — He7
26. Rf2 — Hae8
27. KM — Dxb2
28. Rg4 — Dclt
29. Kf2 - Dd2t
30. Kfl - Dclt
(Og svartur tók jafntefli með
þráskák, þess í stað hefði hann
að öllum líkindum getað unn-
ið verðskuldaðan varnarsigur
með 30. — Dxg5. Svartur hót
ar nú f5 og ég fæ ekki annað
séð en hvítur verði borinn of
urliði.)
131
n§ &
ggj
»■ mm ■ m
#Hi
II. stöðumynd.
Ingvar Ásmundsson
ALÞÝÐUBLA0IÐ - 25. ágúst 1962 |3