Alþýðublaðið - 28.09.1962, Side 15
4
_ i
Baum
hans, allt væri þetta ónjtt; jafn-
vel Hörselmann hlyti að sjá, að
hann yrði aldrei læknir. Það væri
bezt að hlaupa frá því öllu sam-
an.
,,Ekki að hlaupa frá því Rain-
er“, sagði Helena með sinni
djúpu, róandi rödd. „Breytið þér
bara til, ef allt fer út um þúfur.
Eruð þér nauðbeygður til að
verða læknir? Byrjið bara á öðru;
þér eruð ungur“.
,,Já, en mér er þröngvað til
þess”, sagði Rainer og leit á hana
sjúklegu, biðjandi augnaráði. Hei
ena skildi ekki enn þetta augna-
ráð, og í þessu kom Meier —
haain „bara Meier” — hávær,
stór hraustlegur, fyrirferðamik-
iil, vekjandi traust hvarvetna.
Matsalurinn var troðfullur, og
við öU borðin var kjamsað, kitt
.og rökrætt. Marx var þegar kom-
inn og hafði tekið frá sæti handa
þeitn. Sjálfur var hann ekki
neyddur til að borða hér, en
gerði það af félagslyndi. Gudula
Rapp, sem borðaði hér daglega,
,var ókomin.
Gudula Rapp sat heima á
kvistinum í örvæntingarkasti.
Hér sat hún með doktorsritgerð
íiina, búin að vinna að henni á
annað ár en nú hlóðust erfiðleik-
arnir skyndilega upp, svo að allt
hljóp í baklás fyrir henni. Hún
var bláfátæk, lagði stund á forn-
minjafræði og var álitin bráð-
gáfuð; en nú var hún staðráðin
í að gefa þetta allt upp á bátinn,
láta námið, erfiðið og allan efni-
viðinn í ritgerðina, sem hún hafði
dregið saman með súrum sveita,
lönd og leið og byrja á einhverju
öðru starfi. Hún hafði valið sér
það efni, er hugur hennar girnt-
ist mest. Hollenzkar fyrirmyndir
í Búdda-list Austur-Asíu og hélt,
að hún gæti auðveldlega lokið
því á skömmum tíma. En síðan
hún byrjaði, óx efnið ósjálfrátt í
höndum hennar, breiddist út til
allra hliða og varð með öllu óvið-
ráðanlegt. Hún hafði gert meira
en nauðsynlegt var í ákafa sín-
um til að tileinka sér hugmynda-
heim Asíu, miklu meira. Hún
liafði lært indversku og kin-
versku. Það var nú ágætt. Svo
hafði hún bætt við japönsku. —
Hún hafði jafnvel ekki skirrst
við að læra málískurnar í Síam
og Kóreu, og hún hafði hangið
á doktor Fui-Hong, sem las við
háskólann. Asía var ósigrandi og
í Evrópu var mjög lítið um efni-
við, þó fundust hingað og þang-
að nokkrar höggmyndir eftir
Gandhara, og þær voru mikils
virði. í Liden voru enn tveir af
þessum þýðingarmiklu gripuni
frá hinu grísk-indverska tíma-
bili um 200 arum fyrir Krists-
burð, og nú hafði hún fengið þá
flugu í höfuðið, að það væri ákaf-
liega þýðingarmikið að sjá, hand-
leika og rannsaka þessa hluti.
En hver hafði ráð á því að ferð-
ast til Leiden? Hún hafði enga
peninga, engan tíma og engan
þrótt til þess. Hún fleygði sér á
rúmið með háværum grátstun-
um og beit sig í neglurnar. Yfir
rúminu brosti Kwannon — fesi-
ur með teiknibólum á vegginn —
sínu óræðu brosi. Gudula Rapp
var cinnig leitandi, þráði hugar-
ró og fullkomnun — en það var
langt í land þangað. Hún tók af
hin stóru tárvotu gleraugu og
þurrkaði grátbólgin augun. Smátt
og smátt færðist ró yfir hana,
hún reikaði lítilsháttar, kveikti
sér í vindlingi og huggaði sig við
nýja loftkastala. Hún ferðaðist í
huganum til Leiden, fann það,
sem hana vantaði og meira til,
fann tengiliðinn milli Grikklands
og Kína, Evrópu og Asíu. Skýin
mynduðu óvæntar stærðir, Budd-
ha og Kristur birtust i sameigin-
legum menningarhimni, og þeg-
ar slokknaði í vindlingnum cg
augu hennar lokuðust, var hún.
orðin fararstjóri leiðangurs, sem
gróf upp gamla borg í eyðimörk-
inni. Hún var steinsofnuð. Lítil
stúlka, kvalin af ofþreytu með
leitandi sól, er krafizt hafði
of mikils af sjálfri sér.
Klukkan 5. Á þeim tíma er til-
raunastofan fullskipuð á hverjum
stað. Unnið er í 60 mismunandi
stöðum. Loftið er grátt eins og
köngullóarvefur, og ekki hægt
að lýsa því. Loftræstikerfið hafði
ekki við að fjarlægja gufur og ó-
þef. Það logar á öllum eldfærum,
og á hinum háu þrífótum kraum-
ar í ótal skólum með margs kon-
ar vökvum og upplausnum. Við
hliðina á hverjum stúdent ligg-'
ur kennslubók Gothermanns op-
in. Hin fjölvísa bók Gottermanns,
sem menn fremja tilraunir sín-
ar eftir, hún er eins og útslitinn,
farlama uppgjafahermaður. svo
lúð er hún af lestri og notkun.
Gólfið, sem gert hafði verið
hreint í morgun, flóir nú allt í
fitumyndum vökvum, sandi og
glerbrotum.
Við þriðja borðið er farið að
rífast. Strehl breiðir úr sér yfir
allt borðið og leggur undir sig
vatnsleiðsluna, glösin, plássið og
skyggir auk þess á félaga sína.
Svitinn bogar af honum og hann
þrumar annað slagið um óbeit
sína á kvenstúdentum. Helena
Willfuer reynir hins vegar að
láta sem hún heyri ekki til hans
og hún stendur álút yfir tilrauna-
flösku sinni, til að vita hvort allt
gangi ekki eins og vera ber. Há-
marki nær sennan, þegar hinn
þrasgefni kandidat hinum megin
við borðið fer að brugga acctil-
clorid. í sama bili gengur Meier
aðstoðarmaður fram hjá og segir:
„Nei, heyrið þér nú, félagi. —
Þegar þér framleiðið ch2cocl verð
ið þér að gera svo vel og fara
inn í stækjuklefann.“
Kandidatinn slekkur á lamp-
anum og dregur sig til baka, þeg-
ar hann hefur hreyti úr sér
skætingi. Eyru Meiers verða eld-
rauff og Helena hóstar og þurrk-
ar sér um augun og segir hlæj-
audi og fegin:
„Nei, Meier, þetta er í lagi,
nú skulum við láta okkur líða vel
og fá okkur te.“
„Já, þetta gengur svo sem á-
gætlega,” muldrar hann eftir að
hafa litið á tilraunaglas hennar
og sækir sér stól. Og svo er teið
búið til, sem þó er bannað — og
það bragðast ágætlega, þótt það
sé drukkið úr glösum, sem bera
óafmáanleg merki um, að þau
hafi verið notuð undir fluoreszin.
Helena hefur sérstakan hæfileika
til að koma sér þægilega fyrir í
hinu eitraða, óhreina lofti til-
raunastofunnar. Hún situr á stól-
kollinum bak við ógagnsæan gler
hjálm og nýtur þar tesins í fyllsta
máta, hlýjunnar og hvíldarinnar,
eftir að hafa staðið upp á endann
síðan um hádegi; fæturnir eru
koldofnir, og hún hefur stingi í
hnjánum af ofþreytu, hana svíð-
ur í hálsinn, það er þoka fyrir
augunum og hún hefur þrautir
í kviðarholinu. Allt vottar þetta,
að hún hafi gert skyldu sína og
megi hafa góða samvizku.
Því þannig er Helena Willfiier
gerð; jafnvel öll þessi líkamlegu
óþægindi vekja henni á vissan
hátt gleði.
„Ó. Meier, ég er svo dásam-
lega þreytt! Nú hætti ég í dag“.
„Þér eruð hamingjusöm. Ég á
töluvert eftir ennþá, en viljið
þér gera svo vel að afhenda pró-
fessornum þessar töflur um leið
og þér farið fram hjá?“
,,Með ánægju'*. — Það er ekk-
ert, sem hún vill frekar. Það er
regluleg hátíð fyrir hana. Hún
þvær sér um hendurnar án veru-
legs árangurs, bleytir hárið og
strýkur það aftur, fer úr kyrtlin-
um í kápuna og gengur síðan
með „Gottermann", hattinn og
sóttkveikjulitartöflumar í hend-
inni yfir í einkatilraunastofuna.
Ambrosíus var í essinu sínu,
eins og hann komst að orði. —
Hann gerði þrennt í einu. Meðan
hann las fyrir leit hann eftir
flösku, sem framleiða átti stór
sambönd, og samdi í huganum
ýmis konar efnafræðireglur.
Hálsinn var ber. og hann skálm-
aði fram og aftur um tilrauna-
stofuna, en grútskítug kyrtil-
skautin kembdi aftur af honum.
Aftar í stofunni sneri fyrsti að-
stoðarmaður tilraunaglösum á
skilvindunni. Lampinn kastaði
kuldalegu Ijósi yfir umhverfið.
Helena sá það allt í einni sjón-
hending, um leið og hún lagði
frá sér töflurnar. Það mótaði sig
sterkt í hugskot hennar sem
ímynd sköpunarmáttarin's. Pró-
fessorinn sá hana ekki fremur en
hún væri engin til.
í skrauthýsi Ambrosíusar liafa
menn gefist upp við að bíða eft-
ir honum með teið. Frúin hefur
leikið á fiðlu, prófað ýmiskonar
ilmvötn, lagt kapal og gengur nú
um stofurnar með vaxandi ólgu
í blóðinu. Svo símar hún til
nokkurra kunningja, fer í nýj.an
kjól og ekur til hallarhótelsins,
þar sem dansað er í dag.
Þaff var hætt að rigna og
myrkrið var að detta á. þegar
Helena WiHfiier kora út á göt-
una, Frá fjöllunum barst vindur-
inn kgldur og hressandi inn yfir
borgina, og hún andaði honum
að sér opnum munni, meðan hún
skálmaði eftir götunni, mannleg
vera frjáls og óbuguð. Hún hafði
slétt brúnt hár, augun voru
brún, róleg og vöktu traust, sterk
legt nef og fallegan munn, sem
var mótaður af festu og dóm-
greind og því ekki heillandi. Axl-
irnar voru ofurlítið signar végna
þreytu, en höfuðburðurinn var
hár, og hakan vissi beint fram.
Húsið, sem hún bjó í var eld-
gamalt, og með sínum kengbognu
bitum hallaðist það upp að hall-
arbrekkunni. Niðri bjó ekkja Eb-
erhard Grosmiickers, það sýndi
auglýsingasp.ialdið, og það hafði
hún brúðugerð sína. Bak við
gluggarúðurnar leit hún næsta
kvnlega út, þar sem hún sat í ljós
glætunni og kepptist við að troða
sagi í brúðuhulstur. Þröngur
hringstigi lá upp í myrkrið. Gu-
dula Rapp hélt því fram að Ku-
bin hefði smíðað húsið, að
minnsta kosti væri það eins og
skapað handa ræningjum og
draugum. í íbúð þeirra voru að-
eins nauðsynlegustu húsgögn,
bæði loft og gólf voru sigin, svo
að járnrúmin þeirra leituðu und-
an hallanum til óþæginda fyrir
þær. Hið eina sem gæddi her-
bergið ofurlitlu lífi, lit og hlýju,
var ofnskermurinn, en hann
hafði Freidel Mannsfeldt málað.
Það var næstum orðið aldimmt
og enn sat Gudula Rapp niður-
sokkinn í hraðritunarhandrit
sín. Vinnuborðið með öllu bóka-
draslinu stóð við gluggann, og
var þaðan dásamlegt útsýni yfir
þökin, turnana, ána, brúna, j’fir
fjöllin hinum megin langt í vest-
ur, út í silfurgráa fiarlægðina.
þar sem agnarsmá Ijós gægðust
fram.
„Góðan daginn, Gullvör". Hel-
ena fór á bak við skerminn, þar
sem sprittlampinn og olíulampinn
voru faldir. „Hvað eigum við aff
borða? Hafragraut? Hættu þessu,
þú eyðileggur alveg þá litlu sjón
sem þú hefur".
„Kranich er kominn á hælið”,
ansaði Gullvör aðeins.
„Kranich? Það getur þó ekki
verið. Ég talaði við hann seinni-
partinn í gær. Hann lánaði mér
síðari hlutann af Spengler".
„Hann liggur á handlækninga-
deildinni, og það er búið að
skera hann upp. Rainer sagði
mér það“.
„Hvar er Rainer?" spurði Hel-
ena. um leið og hún kom fram
undan skerminum með lampann,
sem hún hafði tendrað og gekk
að vinnuborðinu. „Hættu nú Gull-
vör”, sagði hún blíðlega, og
lagði liöndina sem snöggvast á
hnakka stallsystur sinnar.
Gullvör andvarpaði eins og £
svefni, en svo hélt hún áfram að
skrifa.
„Hyað er að Kranich?"
„Hættu nú þessu!" sagði Gull-
vör óþolinmóð. „Ég verð að halda
áfram".
„Ja, hérna Gullvör! — Hef-
urðu ekki unnið vel? Þú komst
ekki í matsöluna?"
„Nei“, svaraði Gudula með
semingi, og svo lagði hún verk-
efníð frá sér. „Veiztu hvað,
Willa; ég get stundum ekki þol-
að Marx og Fridel hans. Það er
of mikið litaskraut — ímyndun
arafl".
„Mér fellur vrel, að fólk sé ást-
fangið". *
„Hvernig er þ&ð með sjálfa
þig? Þú getur gert fleira en að
búa til hafragraut, þú hefur
ýmsa aðra kvenlega eiginleika,
er ekki svo? Það kornu drættir
um munn Gullvarar.
„Ég! Hvernig þú lætur, Gulla!“