Alþýðublaðið - 11.11.1962, Side 3

Alþýðublaðið - 11.11.1962, Side 3
r EGGERT G. ÞORSTEINS- SON ftutti ítarleg-a ræðu um húsnæðismál í sameinuðu þingi s.í. miðvikudag, er til um- ræöu var þingsályktunartillaga Framsóknar um að auka lán- veitingar til íbúð'abygginga. Meginliluti ræðu Eggert fer liér á eftir. í>að hefur vcrið fastur liður við byrjun hvers stjórnarsam- starfs undanfarinna 10 ára, aó liefja endurskoðun á 1. um húsnæöismál og þó sérstaklega lánveitingar til þessarar lög- gjafar. Af framangreindum á- stæðum hafa nokkrar breyting ar orðið á 1. um húsnæöismál, bæði hvað viökemur húsnæðis- málastofnuninni sjálfri og 1. um verkamannabústað'i ásamt þeim kafla laga um húsnæðismála- stofnun, sem fjallar um láns- veitingar til útrýmingar á heilsuspillandi húsnæðis. Lög- gjöf um þessi efni, hefur í þess- um endurteknu endurskoðunum að mínu áliti tekið góðum fram- förum, þannig að í dag eru orðnar svo rúmar heimildir til tæknihliðar þesara mála, að i þeim efnum skortir ekki sér- staklega endurskoðun 1. svo sem 28. gr. 1. um húsnæðis- málastofnun ber með sér. Um lánveitingarnar sjálfar er það að segja, að þar skortir enn tölu vert fé til að mögulegt sé að fullnægja löglegri eftirspurn. Ég segi löglegri eftirspurn, og á að sjálfsögðu þar við það há- mark, sem í lögunum er í dag, svo öllum má ljóst vera, hve þörfin er mikil, ef fara ætti að óskum hv. flm., sem komu fram í hans framsöguræðu hér áðan. Síðasta athugun um lána- þörf hjá húsnæðismálastofnun- inni fór fram 1. september að lokinni aílsherjair cndurnýjun lánsumsókna þar. Þörfin mið- að við löglegar umsóknir reynd- ist þá vera 87 millj. kr. í kjölfar þessarar athugunar fór fram stærsta fjárveiting, á 50 milljónir króna, sem fram hefur farið í einu lagi á veg- um stofnunarinnar, þannig að þörfin miðað við fyrrgreinda athugun hefur verið þá um 37 millj. eftir fyrrgreinda 50 millj. kr. lánveitingu, til þess að ná mætti því marki að full- nægja löglegum umsóknum. Tölur í þessum efnum eru þó breytilegar, því að sífellt og daglega berst fjöldi nýrra láns umsókna og umsóknir um við- bótarlán frá umsækjendum, sem einhver byrjunarlán hafa fengið. Fjöldi lánsumsókna hef- ur á þessu ári farið mjög vax- andi, svo og sala íbúðarteikn- inga frá teiknistofu stofnunar- innar. Mjög hefur verið um þaö deilt á undanförnum þingum, hve liámarkslánin ættu að vera há, þ. e. hve mikill hlutur af byggingarkostnaðinum, en inn á þær brautir skal ég ekki, eins og ég áðan sagði, fara sér- staklega að þessu sinni, til þess eru umr. frá síðasta þingi of ferskar. Eitt eru allir sammála um, þ. e., að æskilegt sé, að lánin séu sem hæst. lánstími, sem lengstur og vextir sem lægstir. Hvernig eigi hins veg- ar að gera þessa hluti að veru- leika, gera þá að meiru en innantómum áróðri, þá vandast nú málið, eða svo virðist a. m. k., þvi að það kemur þá ávallt fram, hvort tillögurnar eru bornar fram af stjórnarliði eða stjórnarandstööu. í öllum þeim miklu umr., sem fram hafa farið um þessi mál á s. 1. tíu árum, hafa að- eins verið nefndar tvær raun- hæfar leiðir til fjáröflunar. Það er í fyrsta lagi erlend lán- taka og í öðru lagi, að ákveðinn hluti sparifjármyndunar lauds- manna renni til útlána í þessu skyni. Hin erlenda lántaka hefur oft verið rædd og ekki hvað minnst á stjórnarárum hæstv. vinstri stjórnar, sem hv. flm. þessarar tillögu voru velflestir góðir stuðningsmenn að. Hug- myndin um erlendu lántökuna til íbúðarbygginga var þá, eins og fyrr og síðar, afgreidd með þeim rökum, að erlend lán yrði að nota til annarra þarfa þess opinbera, þ. e. eða þar, sem féð ylti hraöar. Erlent lán eða erlent fé mætti ekki festa í lánum til svo langs tíma. Þetta hafa verið rökin, sem allan þennan tíma hafa verið notuö gegn erlendu fé til íbúðarbygg- inga. Síðari Ieiðin um, að hluta af sparifjármyndunar lands- manna yrði varið til útlána í íbúðarhúsabyggingar, er og svipaða sögu að segja. Það hef- ur allan tímann þar til nú í ár verið talið, að sú litla sparif jár- myndun, sem átt hefur sér stað, yrði að notast til útlána á öðr- um sviðum, svo sem til höfuð- atvinnuveganna sjávarútvegs, landbúnaðar og iðnaðar. Með hinni auknu sparifjármyndun nú, hefur hins vegar á yfirstand andi ári tekizt fyrir forgöngu hæstvirts félmrh. samkomulag við viskiptabankana og stærstu sparisjóði landsins um kaup á skuldabréfum byggingarsjóðs fyrir um 25 millj. kr. og skiptu þessir aðilar bréfakaupunum eftir sparifjármyndun hvers um sig. Stjórn atvinnuleysistrygg- ingasjóðs hefur og drengilega stutt sjóðinn síðustu tvö ár og keypti nú á yfirstandandi ári bréf sjóðsins fyrir nálega 25 millj. kr. Fé þessu var öllu ráð- '' ■’ ®s^s stafað í lánveitingu í september mánuði s.I. Skyldusparnaðurinn, sem fyrstu 3 árin reyndist alldrjúg tekjulind, fyrir byggingarsjóð, hefur sífelit verið að dragast saman vegna aukinna endur- greiðslna og mun að gleggstu manna yfirsýn vera genginn í sjálfan sig á næstu 2—4 árum, þannig að af honum verða ekki tekjur til útlána. Vandamálin EGGERT ÞORSTEINSSON í húsnæðismálum verða fleiri og margs konar, svo sem er um flest hin stæri vandamál okkar, eru þau nátengd hvert öðru, sem glíma verður við, eins og um hina öru tilflutninga fólks- milli hinna ýmsu landshluta og beinni stofnun nýrra bygggðar- laga allt of löngum byggingar- tíma o fjárskorti, auk hins háa byggingarkostnaðar. Þá má og minna á nauðsyn þess, að á- vallt þarf að endurnýja úrelt og gamalt húsnæði, auk þeirra íbúða, sem beinlínis hafa verið taldar heilsuspillandi. Hv. alþm. er öllum kunnar hinir öru fólksflutningar, sem hér hafa átt sér stað á undanförnum árum og óhjákvæmilega knýja á um stóraukna íbúðarþörf í hinum ýmsu landshlutum og er þó íbúðarþörfin mest áberandi á svæðinu frá Þorlákshöfn vestur um til Ólafsvíkur, auk beinna fólksflutninga til þessa landssvæðis, er með breyttum atvinnuháttum að færast í það horf, að fullkomnara atvinnuör- yggi sé árið um kring, á þessum hlutum landsins en annars staðar, sem mun eiga einn drýgstan þátt í því, að fólk uni almennt ekki við liið eldra húsnæði. Bættur efna- hagur knýr og á um endurnýjun Iiúsnæðis. Utan þessa lands- svæðis munu Dalvík og Sauð- árkrókur ein gleggstu dæmin um íbúðarþörf, án þess að um fólksfjölgun sé að ræða. Á þessum stöðum hafa s.l. 2—3 ár verið mjög svipaður fólks- fjöldi, en þó miklar byggingar framkvæmdir miðað við þenH- an fólksfjölda, íbúðarhnsa, 20—30 íbúðir á hvorum stað, á árinu. Á þessum 20 árum hefur Reykvíkingum fjölgað úr 38 þús. í 72 eða um 90%. Á sama tíma er fólksfjölgun í öllu land- inu talin vera 56 þús. eða 45%, þar af var því aukningin í Reykjavík og nágrenni rúm- lega 90%. Fólksfjölgun í bæjum og kauptúnum með yfir 300 íbúa o. fl., það er þeirra staða, sem lánakerfi verkamannabú- staða og húsnæðismálastjórnar nær til, varð á árunum 1940 og 1958 frá 62—79%. Þessar tölnr skýra nokkuð það, sem fyrr er sagt, livað íbúðarþörfin hlýtur á næstu áriun að verða og svo sem nú er Ijóst, og verða bumi in ákveðnum landssvæðum. Til ársins 1970 veröur íbéðar- þörfin vart undir 15 til 17 þúsund íbúðir. Byggingartími -ibúðanna hefnr þrátt fyrir aukna tækni sífellt verið að lengjast og mun með- albyggingatími íbúða nú vera því sem næst 2VÖ ár frá því, að hafizt er handa og þar til íbúð- in er fullgerð. Þessi öfugþróun kemur fram í því, að aukinn fjöldi fjölskyldna býr í hálf- gerðum íbúðum. Orsakirnar til þessa eru fyrst og fremst þess- ar að mínu áliti: Við byggjum stærri, vandaðri og varnalegri, en um leið dýr- ari íbúðir, en flestar aðrar þjóð ir og kröfurnar til aukins íburðar fara vaxandi. Annað: Mannekla í byggingariðnaði og þó sérstaklega í einstökum greinum hans. Og í fjórða lagi: Óskipulagðir og lítt breyttir byggingarhættir. í ágúst 1957 komu hingað til lands tveir sérfræðingar á veg- um félagsmáladeildar Samein- uðu þjóðanna til þess að at- huga, hvort rétt væri að Sam- einuðu þjóðirnar veittu tækpi- aðstoð til endurbóta á sviði íbúðabygginga. Að athugun þeirra lokinni, mæltu þéir ein- dregið með slíkri aðstoð. Þessi aðstoð hefur þegar reynzt mjög mikilvæg og komið fram í því, að sendir hafa verið sérfræð- ingar hingað og sérmenntaðir íslendingar hafa átt þess kost að kynna sér þróun þessara mála i þeim löndum, sem hlið- stæðust vandamál er við að etja og hér á landi. Um óra- . mótin 1959—1960 kom hingað til lands bandarískur byggingar- i sérfræðingur, sem hefur ára- tugareynslu í þeim málum og dvaldist hann hér á landi uiu alllangt skeið. Niðurstaða rann- sókna hans var m. a. sú, að við Framh. á 5. síöu ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. flóv. I

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.