Alþýðublaðið - 28.11.1962, Síða 5

Alþýðublaðið - 28.11.1962, Síða 5
DAUÐASLYS í HOLTUM ÞAÐ slys varð í Holtunum í fyrradag, aö mjólkurbíll frá Mjólk urbúi Flóamanna á Selfossi og jeppabíll rákust saman á beygju, skammt vestan Rauðalækjar. Við áreksturinn, sem var mjög harður, slasaðist ökumaður jeppans, Krist jón Þorsteinsson, símtöðvarstjóri í Meiritungu, svo að hann lézt skömmu síðar í sjúkrabíl á leið til Reykjavíkur. Mjólkurbíllinn var á vesturleið, I en á móti kom Rússajeppi, L 443. Kristjón var einn í bílnum. Hálka var á veginum og skipti það engum togum, að bifreiðirnar rákust saman með fyrrgreindum afieiðingum. Strax var náð í hér- j aðslækninn á Hellu og sjúkrabíl frá Selfossi en á leiðinni til Reykja víkur lézt Kristjón. Hann var 57 ára gamall, ókvæntur og barnlaus. Báðir bílarnir stórskemmdust, jeppinn þó meira. Þ. S. ÞESSI mynd var tekin um kl. 18 í gærdag í Reykjavikurhöfn af togaranum Jóni forscta, sem var aff koma frá Flateyri, þar sera hann rakst á upphleypta bryggju, meff þeim. afleiffingum, aff stefniáf laskaffist eins og sjá má. Lekur inn í svokallað „forpikk“, og verff- ur skipiff að fara í siipp til viff- gerðar. LÖGÐ hefur veriff fram á AI- þingi tillaga til þingsályktunar um fullgildingu á tveimur bráðabirgða samningum Evrópuríkja um félags legt öryggi og samþykkt Evrópu- ríkja um framfærsluhjálp og læknishjálp. Þaff er ríkisstjórnin, sem flytur tillöguua. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að veita ríkis- stjóminni heimild til þess að full- gilda fyrir íslands hönd: a) Bráðabirgðasamning Evrópu- ríkja um félagsleg tryggingalög j varðandi elli, örorku og eftirlif- endur. b) Bráðabirgðalög Evrópuríkja um félagsleg tryggingalög önnur en þau, er varða elli, örorku og eftirlifendur. c) Samþykkt Evrópurikja um framfærsluhjálp og læknishjálp, ásamt viðaukum eins og þessir gjörníngar liggja fyrir á fylgi- skjölum þeim, sem prentaðir eru, að ályktun þessari. í athugasemdum með tillögunni segir, að samkvæmt stofnskrá Evrópuráðsins hafi það verið mark mið þess, að koma á nánari ein- ingu meðal þátttökuríkjanna í þeim tilgangi m. a. að stuðla að framförum þeirra á sviði félags- mála, Einn þátturinn í þessari við- leitni Evrópuráðsins hafi verið sá, að vinna að því, að sú regla kæm- ist á, að útlendingar nytu sama réttar á sviði félagsmála og eigin þegnar dvalarlandsins nytu. í samræmi við þetta markmið, kom ráðheranefnd Evrópuráðsins árið 1949 á fót sérfræðinganefnd til þess að vinna að gerð samninga um félagsmál. Fulltrúi íslands i þessari sérfræðinganefnd var Jón- as Guðmundsson, fyrrverandi skrifstofustjóri i félagsmálaráðu- neytinu. Ráðherranefnd Evrópu- ráðsins féllst á uppköst að samn- ingum um bessi mál og voru þeir Eíðan lagðir fyrir ráðgjafanefnd Evrópuráðíns, sem ekkert hafði við þá að athuga og árið 1953 voru þeir undirritaðir af utanríkis- ráðherrum aðildarríkjanna. Af hálfu íslands undirritaði dr. Krist- inn Guðmundsson, utanríkisráð- herra íslands samningana 11. des. 1953, með fyrirvara um fullgild- ingu. Samningarnir taka til eftir- talinna tryggingagreina að því er ís land varðar: Eliilífeyris, örorkulíf- eýris, barnalífeyris, ekkjulífeyris, læknishjálpar, sjúkradagpeninga, fæðingarstyrks og ekkjubóta, slysa trygginga, f jölskyldubóta og mæðralauna. Síðan undirskrift samninganna fór fram hafa verið sett lög um atvinnuleysistrygging- ar og samningurinn um félagsleg tryggingalög önnur en þau, er verði sérstaklega undanskilin. I Við undirskrift samninganna gerði ísland svohljóðandi fyrir- vara: „Ákvæði almannatryggingalag- anna nr. 55/1946 um fjölskyldu- bætur skulu undanþegin samning- unum nema í gildi séu í hlutaðeig andi ríki ákvæði um fjölskyldu- bætur, sem íslenzkir þegnar geti notið góðs af“„ Samþykktin um framfærslu og | læknishjálp felur í sér tryggingu fyrir því, að sérhvert aðildarríki veiti þegnum annarra aðildarríkja, sem löglega dvelja í landi þess, sama rétt til framfærslu og lækn- ishjálpar, sem veitt er þess eigin þegnum. í samþykktinni eru ítar- jlegar reglur um það, hvenær ^senda megi mann til lieimalands hans vegna veittrar hjálpar. Sam- þykktin tekur einnig til flótta-, manna en um heimsendingu þeirra, I vegna veittrar hjálpar, er ekki að ræða. Öll Evrópuráðsríkin nema Grikk land, Tyrkland og ísland hafa nú fullgilt samninginn. Hefur Evrópu ráðið nú óskað þess, að fullgild- ingu fyrirvara þess, sem ísland hugaðir möguleikar á niðurfell- ingu fyrirvar þess, sem ísland gerði við undirskrift. Er nú lagt til, að alþingi samþykki fullgild- ingu samninganna og félagsmála- ráðuneytið telur rétt, að fella nið- ur umræddan fyrirvara. þar eð hann hafi ekki raunhæfa þýðingu lengur. I STEINDÓR HLAUT LAMPANN STEINDÓR Hjörlcifsson leikari lilaut í gærkvöldi „Silfurlampann", sem viffur- kenningu Ieiklistargagnrýn- enda fyrir beztan leik ís- lenzkra leikara í ákveðnu hlutverki á síffasta leikári. Hlaut hann lampann fyrir frábæran Ieik sinn í leikrit- inu Kviksandur. Myndin er tekin viff afhendinguna. Tal- iff frá hægri Steindór Hjör- leifsson, kona hans Margrét Guffmundsdóttir og Sigurður Grímsson, formaður íélags íslenzkra leiklistargar nrýn- enda, en hann afhenti lamp- ann. ALÞÝÐUBLAÐI0 - 28. nóv .1962 &

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.