Alþýðublaðið - 28.11.1962, Side 11
i
RiivKiavlkm
KÍNA VILL SEMJA
VIÐ PAKISTAN
Framh. af 3. síðu •
færi að vel gæti komið til mála að
Pakislan gerði slíkan samning við
Kínverja.
Indverjar liafa hvað eftir annað
reynt að ná slíkum samningum
við Pakistan. Það er að segja þeir
hafa viljað fá tryggingu fyrir því,
að Pakistanar gerðu ekki árás á
Kasmír meðan þeir ættu í styrj-
öld við Kínverja.
Hinir eftirsóttu þýzku hjólbarðar
Sterkir - Endingargóðir
Ávallt til í öllum síærðum, nýjar scndingar
koma með hverri skipsferð
CONTINENTAL hjólbarðar fást aðeins hjá
okkur. _
Önnumst allar lijólbarðaviðgerðir með full-
komnum tækjum.
Sendum um allt land.
G úmmívinnustofan
Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 18955.
Sjónvarpsmaður
Framh. af 1G. siðu
leiðis næstkomandi föstudag.
Hér fer á eftir viðtal frétta-
manns Alþýðublaðsins og sænska
sjónvarpsmannsins Bo Holm-
tröm, — það eru að sjálfsögðu
Loftleiðir og SAS, sem eru á dag-
skrá.
— Er það rétt hermt, herra, Hol-
ström, að sænsk blöð hallist á
sveif með Loftleiðum en ekki
SAS?
— Það mundi ég ekki segja.
Mikið er um málið skrifað í sænsk
blöð, og eins og eðlilegt er, birtast
þar fremur skoðanir SAS-manna
en fulltrúa Loftleiða, þar eð
skemmra er til þeirra að leita.
Taka verður einnig tillit til þess,
að SAS er sænskt félag, og rit-
stjórar flestra blaðanna munu
hlynntari sínu eigin félagi en ís-
lenzlca keppinautnum. Aftur á
móti cru fréttir sænskra blaða yf-
irleitt mjög hlutlausar, og þar er
ekki tekin opinber afstaða með
einum né neinum. Hingað til hafa
ekki komið fram neinar opinber-
ar niðurstöður heldur aðeins
vangaveltur um málið, og þar hef-
ur að sjálfsögðu komið margt
fram, sem bæði er með og móti
fyrir báða aðila.
— Munduð þér segja, að þessi
deila hafi verið góð auglýsing fyr-
ir Loftleiðir?
— Tvímælalaust. Nú vita allir,
að fargjaldið með Loftleiðum er
600 sænskum krónum ódýrara en
með SAS.
— Hefur verið mikið um það
rætt í Svíþjóð, að annað væri und-
,irrótin að fjárhagsörðugleikum
SAS en samkeppni Loftleiða?
— Nei, í Svíþjóð er ekki minnzt
á annað en Loftleiði, — en það er
fyrst, þegar hingað kemur, sem
maöur fer að efast.
— Hefur málið verið rætt í
sænska sjónvarpinu?
— Ekki enn, — en það verður
. nú í byrjun desember. Við höf-
um í undirbúningi samtal við
, norska SAS-forstjórann, Braatlien,
umhoðsmann Loftleiða í Gauta-
borg, Herra Steenstrup og loks
verður sá þriðji einhver fulltrúi
sænskra yfirvalda, ef til vill
(sænski samgöngumálaráðherrann.
1 Ég hef nýlokið viðtali við Alfreð
Elíasson, forst.jóra Loftleiða, og
fleira er á döfinni. Áætlað er, að
sérstök Loftleiða-SAS dagskrá
vcðri í sjónvarpinu 3. desember.
— Og ferðinni er hingað heitið
eingöngu til að kynna sér þetta
mál?
— Já, við eruin hingað komnir
til að kynna okkur og taka mynd-
ir af því, — hvað Loftleiðir raun-
verulega eru. Við flugum hingað í
Loftleiðavél og tókum myndir á
leiðinni, við liöfum verið úti á
flugvelli og tekið myndir þar, við
höfum rætt við forstjórann eins og
áður segir, og ef til vill náum við
tali af einhverjum ráðherranna,
| annað hvort utanríkisráðherran-
' um eöa forsætisráðherranum.
| — En hvert verður hlutverk
Vestmannaeyja?
— Við fórum aðeins í nokkurs
konar skemmtiferð og fengum að
sjá um leið nokkuð af landinu.
i Við liöfum hugsað okkur að taka
auk Loftleiðamynda, fréttamynd-
ir af íslandi, fyrir sérstaka frétta-
dagskrá í sjónvarpinu. Við höf-
um komizt á snoðir um, að Efna-
hagsbandalagið er á dagskrá í
þinginu um þessar mundir, og við
höfum í huga að spyrja um álit
íslendinga á því. Við höfum einn-
ig í huga að taka myndir úr at-
vinnulífi hér og loks bæjarlífinu í
Reykjavík.
— Var þessi ferð hingað lengi
í bígerð?
— Nei, hún var ákveðin síðdegis
á föstudag, og við lögðum upp
morguninn eftir.
— Ilafið þér ferðast víða á veg-
um sænska sjónvarpsins herra
Holmström?
— Já, talsvert víða. Til Finn-
Iands, Noregs, Danmerkur, Þýzka-
lands ...
— Ef til vill einnig til Asíu?
— Já, ég fór til Persíu í haust,
— eftir jarðskjálftana.
— Var þar ekki hræðilegt um
að litast?
— Jú, það var ægilegt.
Loks þetta:
— Hvernig kemur þetta yður
I fyrir sjónir?
| — Ef þér eigið við ísland —
! þá lízt mér vel á það, — þótt
hann blási dálítið napurt, — ef
i að þér eigiö við deilu Loftleiða
og SAS, þá get ég ekkert um það
sagt, — ekki ennþá ...
— Hvað haldið þér að gerist 15.
desember?
— Ég spyr þess sama og þér!
II.
ENSKA
Löggiltur dómtúlkur og
skjalaþýðandi.
EIÐUR GUÐNASON,
Skeggjagötu 19,
Sími 19149.
Sknfstofustúlka
dugleg og ábyggileg, óskast. Þarf ekki að vera
mjög vön. Æskilegt væri að hún gæti hafið
starf 1. janúar 1963.
■-'■•v.'v.
Umsóknir sendist afreiðslu Alþýðublaðsins fyr
ir helgi, merktar „góð laun“.
Verkstjórafélag Reykjavíkur Verkstjórafélag Reykjavíkiar-,
UMSÓKNIR
Umsóknir um úthlutun úr Styrktar og minningarsjóði Verifc
stjórafélags Reykjavíkur, þurfa að berast stjórn félagsinK
eigi síðar en 10 des. n.k.
Umsóknir sendist skrifstofu félagsins Skipholti 3,
Stjórnin.
LÖGTAK
Eftir kröfu ríkisútvaipsins og að undangegnum úrskurði,
uppkv. 26. þ. m., verða látin fara fram lögtök fyrir afnota-
gjaldi af útvarpi fyrir árin 1961 og 1962 á kostnað gjaldt-
enda, að liðnum 8 dögum frá birtingu þessarar auglýsing**
ar.
Borgarfógetinn í Reykjavík, 27. nóv. 1962.
Kr. Kristjánsson.
Auglýsingasíminn er 14906
•ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 28. nóv .1962 U