Alþýðublaðið - 28.11.1962, Side 7
TRÍDI?
Neville Chamberlain, hinn
látni forsætisráðherra Breta, kom
í veg fyrir brezk-bandaríska ein-
drægni 1938, er hefði getað komið
í veg fyrir að heimsstyrjöldin síð j
ari skall á. '
Avon lávarður, áður Anthony
Eden, fyrrverandi forsætisráð-
herra, heldur þessu fram í nýrri
bók sinni, „Facing the Dictators”
(Augliti til auglitis við einræðis-
herrana), sem nýlega kom út hjá
forlaginu Cassel & Co.
Eden gagnrýnir harðlega
„Manninn frá Miinchen“ og rýf-
Ur 24 ára þögn um ástæður þess
að hann lét af störfum utanríkis-
ráðherra í stjórn Chamberlains 18
mánuðum áður en Hitler fyrir-
skipaði árásina á Pólland.
í bókinni er ítarlegasta lýsing-
in á alþjóðamálum á þriðja tug
aldarinnar, sem helztu stjórn-
málamenn þeirra tíma hafa gefið.
Eiginleg ástæða fyrir vinslitum
Eden og Chamberlain var sú, að
þá greindi á í grundvallaratrið-
um um stefnu þá, er fylgja ætti
gagnvart Þýzkalandi Hitlers, ít-
alíu Mussolinis og Japan keisar-
ans.
„Hann (Chamberlain) hélt, að
einræðislierrarnir væru óðfúsir
til að ná raunverulegum samn-
ingum og hann sjálfur væri eini
maðurinn, scm samið gæti við
þá.“
„Eg efaðist mjög um það, hvort
Hitler eða Mussolini hefðu á nokk
urn hátt áhuga á að ná samkomu-
lagi við okkur, ég vildi, að aðstaða
okkar yrði efld með öllum leið-
um. Meðal þessara leiða var náin
sambúð Bandaríkjanna og Bret-
lands ein sú mikilvægasta," segir
Eden í bók sinni.
Eiginleg ástæða þess, að Eden
fór úr stjórninni árið 1938 var
sú, að Chamberlain var fús til
þess að viðurkenna landvinninga
ítala i Eþíópíu.
En Eden skýrir nú í fyrsta sinn
frá því, að hann hafi viljað fara
úr stjórninni einum mánuði áð-
ur — í janúar 1938, þegar Cham-
berlain gerði að engu tilraun
Eoosevelts heitins forseta, — að
binda endi á útþensluviðleitni
einræðisríkjanna.
Roosevelt vildi, að Bandaríkin
og Bretland stæðu saman hlið við
hlið. Hann liafði þá þegar átt
frumkvæðið að brezk-bandarískri
samvinnu á sviði flotamála, — í
Austurlöndum fjær, þegar ógnun-
in, sem stafaði af Japönum, fór í
vöxt.
Fyrirætlun Roosevelts var á þá
lund, að gera tilraun um heim
allan til þess að binda endi á
vígbúnaðarkapphlaupið. Virkur
stuðningur af hálfu Breta var tal-
inn nauðsynlegur.
Chamberlain og nánustu sanv
starfsmenn hans í stjórninni töldu
hið leynilega frumkvæði Roose-
velts „barnalegt og loðið“ og „loð
ið kjaftæði” — þ.e.a.s. þeir höfn-
uðu algerlega hugmyndinni.
Eden hraðaði sér úr orlofi sínu
og komst að því, að Chamberlain
hafði vísað allri fyrirætluninni á
bug í boðskap til Roosevelts án
þess að ráðfæra sig við utanríkis
ráðherra sinn. Allar tilraunir Ed-
ens til þess að bæta upp tjónið
voru unnar fyrir gíg.
Eden sagði, að það eina, sem
aftrað hefði honum frá því að
segja af sér, hefði verið áherzla
sú, sem Bandaríkin lögðu á það,
að öllu skyldi haldið leyndu. Þar
ANTHONY EDEN.
Nokkrum árum síðar ræddi Ed-
en það sem gerzt hafði við Sum-
ner Wells, fyrrum utanríkisráð-
herra, og sagði um þessar sam-
ræður, „að við vorum sammála
um, að svipáð tækifæri hefði al-
drei boðizt, hvorki fyrir né eftir
þennan tíma, til þess að koma í
veg fyrir ógæfuna.
Chamberlain tók við störfum
forsætisráðherra 1936, þegar hann
var 68 ára að aldri. Hann var 30
árum eldri en Eden.
Eden var sjálfur hinn vinsæli
„gullkálfur" brezkra stjórnmála
og viðurkenndur sem eini ráð-
herrann, sem stóð eindregið gegn
friðþægingar- og uppgjafastefnu
þeirri, er ógnaði þjóðinni.
Eden og Chamberlain voru al-
drei sammála. Ósamkomulag
þeirra stafaði ekkl einungis af
.Múnchenstefnunnar", heldur
einnig af því, að forsætisráðherr-
ann reyndi sífellt að grafa undan
stöðu Edens með hótunum, gagn-
rýni, afskiptasemi og lymskum
athugasemdum, segir Eden í bók
sinni.
Hann minnir á, að skrifstofa
forsætisráðherrans lét fréttir um
utanríkismál „leka“ til brezku
blaðanna — og þessar sögur
stríddu gegn viðhorfum Edens.
Hann segir í bókinni hvernig
Chamberlain reyndi eitt sinn að
koma eins konar Downing Street
isH njósnara í utanríkisráðuneytið.
Hér var um að ræða ungan að-
stoðarráðherra.
FRÆGUR DANI í
KONGÓ LÁTINN
með hefði Eden ekki getað skýrt
opinberlega frá ástæðunum fyrir
þvi, að hann segði af sér.
Allt sýnir þetta, að Chamberlain
bar ekki traust til Edens, en þorði
ekki að reka hann af ótta við af-
leiðingarnar, segir Eden.
FREDERIK VILHELM OLSEN,
danskur hershöfðingi og braut-
ryðjandi á ýmsum sviðum í Kon-
go, lézt nýlega í Brtissel, 86 ára
að aldri. Nafn hans hefur um
árabil verið sveipað ævintýra-
ljóma, einkum i Danmörku, enda
dreif margt á dagana hjá hon-
um.
Olsen var 21 árs gamall er
hann tók sig upp frá Kalundborg
í Danmörku og hélt áleiðis til
Mið-Afríku. Þetta var árið 1898,
skömmu áður en Búastríðið í S,-
Afríku skall á.
Um þær mundir var ekki ýkja
langt síðan landkönnuðurinn
Stanley hafði lagt grundvöllinn
að framförum þeirra tíma í Kon-
gó. Stórir hlutar landssvæðanna
í Mið-Afríku voru þá enn ókann-
aðir með öllu.
Enda þótt ævintýralegt líf Ol-
sens hershöfðingja heyri til horfn
um tíma, rekast menn oft á nafn
hans í Kongó nútímans.
„General Olsen Avenue" heita
götur í Leopoldville og ýmsum
öðrum bæjum í Kongó og enn
siglir stór fljótabátur, sem kall-
ast „General Olsen,” um Kon-
go-fljóti.
í Bukavu í Kivu-héraði, ekki
ýkja langt frá Ruanda og Bur-
undi, sem nú eru sjálfstæð ríki,
hefur verið reist minnismerki 01-
sen til heiðurs. Belgískir nemend-
ur læra um hann í skólum.
Frederik Vilhelm Olsen var
sonur gufuskipaeiganda í Kalund-
borg. Hann var um skeið aðstoð-
armaður á skrifstofu bæjarfóget-
ans, en hélt því næst til hins
„villta ævintýralega Kongó".
í Kongó varð hann fljótlega
þelcktur. Rætt var um hermála-
þekkingu hans, hve fámáll hann
var og mannúðlegur.
Hann varð frægur er liann
skarst í leikinn í landamærastyrj-
öld Þjóðverja og Englendinga
annars vegar og Belga hins vegar
í Afríku 1909 með 9 þúsundunx
kóngóskra hermanna.
í heimsstyrjöldinni 1914-18
varð hann enn frægari. Þá vannt
hann sigur á Þjóðverjum f
Þýzku Austur-Afríku, þar sem mS
er Ruanda og Burundi. Olsen varð
þekktur fyrir „hraðgöngur" sínai’
gegnum hitabeltisgresjur og'
frumskóga, en á þessum árunx
tóku slíkar ferðir mikinn tíma.
Hann varð hershöfðingi (gener-
al-majór) árið 1920, og belgiska
þingið sæmdi hann heiðursborg-
aratign.
Síðan varð hann landsstjóri f
Leopoldville, sagði sig úr hern-
um 1924 og tók að Sér stjórnt
samgöngumálanna í Kongó 1924.
Síðustu 15 árin lifði hann mjög:
rólegu lífi og lét lítið á sér bera.
Hann bjó í Brussel. Kallaður var
liann „Lifandi goðsögnin”.
Hann tók þátt í fjölda leið--
angra, hernaðarlegum og borgara
legum, og á þeim tíma er leið-
angrar voru raunverulega leið-
angrar en ekki ökuferðir.
Þrívegis munaði minnstu, að
malaría gerði út af við hann, þrí-
vegis þjáðist hann af blóðsótt og
þegar hann fór í „lúxusferð” (eins
og hann kallaði það) í Kongó á
efri árum sínum veiktist hann r.í’
svefnsýkinni, sem menn óttast-
svo mjög.
En Olsen hershöfðingi lét ekki
bugast. Hann hélt upp á 60 ára
afmæli sitt sem brautryðjandi í
Kongó og var ákaft hylltur. En í
huganum ferðaðist hann um allt
aðra Afríku en þá, sem við þekkj-
um.
Eini Daninn, sem var með hon
um á brautryðjandatímanum í
Kongó, var D. M. Steensbech
majór, sem býr f Ordrup, er 76
ára að aldri og tengdur Carls-
bergssafninu.
SVISS OG KÝPUR VILIA AUKMDILD
Grikkir hafa gerzt aukaaðilar
að Efnahagsbandalagi Evrópu, —
Svisslendingar hafa sótt um auka
aðild að EBE og Kýpurbúar munu
innan skamms fara fram á viðræð-
ur við bandalagið um einhvers
konar tengsl við það.
Grikkir gerðust aukaaðilar að
EBE liinn 1. nóvember sl. en
samningur þar að lútandi var
undirritaður í Aþenu 9. júlí 1961.
Samkvæmt þessum samningi (sem
gekk í gildi 1. nóv.) er komið á
nánum efnahagslegum tengslum
milli Grikklands og EBE.
í erindi, sem utanríkisráðherra
Svisslands, F. T. Wahwen hélt 21,
nóv. sagði hann, að Svisslending-
ar teldu sig Evrópubúa í orðsins
fyllstu merkingu. Þetta væri önn-
ur af tveim aðalástæðum þess, að
Svisslendingar hefðu sótt um
aukaaðild að EBE. Hin væri sú,
að á erfiðum tíma mundi ein-
angrun Svisslendinga bitna um
of á vissum greinum atvinnulífs-
ins í landinu.
í ræðu, sem Makarios erki-
biskup, forseti Kýpur, hélt 26. nóv.
í neðri deild þingsins, skýrði hann
frá þeirri ákvörðun stjórnarinn-
ar, að leita eftir viðræðum við
EBE um aukaaðild og sagði enn
fremur, að nú væri komið á jafn
vægi í efnahagsmálum eyjar-
skeggja.
í samningi Grikkja og EBE er
gert ráð fyrir ráðstöfunum til
þess að samræma stefnu beggja
aðila í efnahagsmálum. Gert er
ráð fyrir, að komið verði á tolla-
bandalagi, Og að þar með verði
tollamúrar lagðir niður og komið
á sameiginlegri tollskrá gagnvart
útlöndum.
í samningnum er mismunur á
efnahagsþróun Grikkja og EBE
tekinn til greina. EBE-ríkin láta
50% gagnkvæmar tollalækkanir,
er þau hafa nú þegar, ná til Grikk
lands, en hins vegar verður tolla-
lækkun Grikkja á innflutningi frá
EBE-ríkjunum mun hægari. Toll-
arnir verða lækkaðir um 10% á
12 ára timabili.
Utanríkisráðherra Svisslend-
inga sagði í áðurnefndri ræðu, að
vonandi mundu Svisslendingar
mæta velvilja og samvinnuvilja.
Einnig kvaðst hann vona, að lönd-
in utan EBE (EFTA), þar á með-
al Finnland, mundu geta tekið
þátt í stærri evrópskum markaði
og stuðla þannig að þvi, að
leggja grundvöU að jákvæðri og
árangursríkri verzlunarstefnu Ev-
rópu.
Svisslendingar hafa áheyrnar-
fulltrúa í' Evrópuráðinu og hefur
stjórnin ákveðið að íhuga aðild>
að ráðinu, ef þingið samþykkir
slíka ráðstöfun, en stjórnin hefur
borið fram frumvarp um það á
þinginu.
í skýrslu til þingsins hefur
stjórnin sagt, að þetta yrði að gera
með fyrirvara hvað varðar skuld-
bindingar aðildarríkjanna um, aði
viðurkenna viss grundvallaratriði
mannréttinda.
Hér er átt við skuldbindingar
um, að viðhafa ekki mismunandi
meðferð vegna trúarbragða eða.
kynferðis. Hér koma m. a. kven-
réttindi til sögunnar. Konur hafa
ekki atkvæðisrétt í landsmálum í
Sviss. Konur hafa aðeins kosn-
ingarétt í þeim hlutum Sviss, þar
sem franska er töluð.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 28. nóv .1962 %