Alþýðublaðið - 28.11.1962, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 28.11.1962, Qupperneq 13
RAUNASAGA FRÉTTAMANNSM/nc,ar/.e9/. félagsheimiH Framh. úr opnu stöðu sagði ritstjórinn aftur — fyrst þeir eru svona lengi. Loksins skeiðaði fréttastjórinn niður tröppurnar og sté upp í bíl- inn. Þeir höfðu. þá verið svona lengi af því að engin niðurstaða hafði fengizt. Sennilega var þetta eftirmynd, sem Eyjólfur Illuga- son hafði gert eftir frumdrætti Sigurðar Guðmundssonar árið 1922. Þó var það ekki víst, við livern gátum við n’í talað? Séra Jón Auðuns! Hanr vissi mikið lim Sigurð Guðmundsson málara. Kannski gæti hann gefið einhverja skýringu á þessari „cftiröpun" eða „frummynd". Ég beið úti í bíl meðan þeir gengu á fund prests. Taugam- ar voru að bila af eftirvæntingu, og ekki batnaði þolinmæðin, þegar ég sá þá setjast í stofunni og hagræða sér í djúpum stólum. Þarna yrðu þeir áreiðanlega í klukkutíma. Sem betur fór komu þeir von bráð ar og höfðu þá fengið þær upp- lýsingar sjá séra Jóni að Eyjólí- ur Illugason hefði verið Hafnfirð ingur að ætt og lagt stund á mál aralist ásamt fleiru. Samt var ekki sannað, að myndin í hænsnakofan um væru fölsuð. Þarna gat ennþá leynzt hið mikla listaverk og það skyldi síðast af öllu henda rit- stjóra Alþýðublaðsins, að láta svo gullið tækifæri renna sér úr greip um án þess að gera nokkuð. Rit- stjórfnn var búinn að lofa að spila „bridge“ með kunningjum sínum um kvöldið, fréttastjórinn var bak veikur, ég var orðinn taugabilaður veslingur í aftursætinu. Samt var bílstjóranum skipað að aka í skyndi íil Gunnarshólma. Við vorum allir í nýburstuðum skóm. Það var hvergi mannveru að sjá, þegar við komum heim að bænum. Ég hljóp út og allt um kring og kikti á alla glugga, en sá engar aðrar lifandi verur en hænurnar í kofanum sæla. En tíminn var dýr- mætur og þess vegna réðst halaróf an til inngöngu í kofann án þess að gera boð á undan sér. Ritstjóranum létti þegar við komum inn. Annað- livort hefur hann átt von á því að varðhanar stæðu vörð um „listaverkið“ eða verið hræddur um að sökkva upp að hnjám í hænsnadriti. En hvor- ugt var. Liklega eru hænsni ekki það listrænir fuglar, að þau hafi vit á því að vernda híbýlaprýði sína fyrir merkilegum ritstjórum á blankskóm, og blaðamönnum, en hitt var auðséð, að þama var til- tölulega vel umgengið eftir því sem gerzt getur með hænsnakofa. — Þetta er augljós eftirmynd, sagði ritstjórinn og rýndi á verkið Hann ætlaði að spila bridge um kvöldið. — Það þarf ekki að eyða meiri tíma í þetta. Allar búðir og kennileiti á Þing velli voru merkt inn á myndina með prentstöfum. — Þetta er eklci líkt skriftinni hans Sigurðar, sagði fréttastjórinn, — hann skrifaði illa. Svo rýndu þeir báðir á myndina, báru saman stafi, ráku puttana inn fyrir gler- ið, þefuðu af myglunni. Smám saman færðist yfir andlit þeirra vissan að þarna var um eftirlík- ingu að ræða. Mér leið herfilega. Ég hafði e.vtt fleiri liundruð krónum í leigubif- reiðir til einskis, stolið rúbertu af tilraun getur alveg eins heppnast. ritstjóranum og hrakið fróttastjór-' ann út á hálan ís heilsufarslega séð. Mér var ekki við bjargandi. Sennilega væri bezt að ég byði þeim ókeypis skóburstun .... — Þetta er tvímælalaust eftir- líking, sagði fréttastjórinn og þá voru þeir báðir orðnir sammála. Framtíðarhallir mínar hrundu í einu vetfangi. Ég bjóst við því að ritstjórinn myndi hella sér yfir mig og jafnvel reka mig fjrrir öll þessi afglöp. En hann stakk aðeins upp í sig pípunni og benti hissa á efri karminn á „eftirmyndinni" þar sem hænsnadritið skartaði: Skrítið, hvernig hænurn ((: hafa komizt þarna upp! Síðan var haldið heim á leið. Þeim þótti allskítt að fá ekkert fyi-ir snúð sinn, ritstjórunum, svo að þeir ákváðu að láta mig skrifa skýringu með myndinni, út frá þeim aðalpunkti að þarna í hænsna kofanum hefði fundist mynd gerð eftir ennþá frægari mynd, gerð af frægum stað eftir frægan málara. Ég fann að ég var búinn að missa gjörsamlega allan áhuga á þessu efni, en ég gat ekki verið þekktur fyrir að neita, svo ég sagði já | þrátt fyrir það að klukkan væri orðin tiu,' og andinn hefði orðið eftir f hænsnakofanum. Fréttastjórinn fór úr bílnum i Vogunum, en við héldum áfram í Kónavoginn til ritstjórans. Þegar við vorum á beygjunni frá Lang- holtsvegi inn á Suðurlandsbraut leit hann aftur til mín og sagði: — Jæja vinur minn. Þú varðst hvorki ríkur né frægur af þessu. Þá fann ég að hann hafði lesið hugsanir mínar, og ég skammaðist mín fyrir að hugsa eins og lítið barn. En hann bætti úr því og sagði: Þannig er blaðamennskan. Þar skiotast á skin og skúrir. Hið ótrú legasta getur alltaf gerzt, og hið trúlegasta gerist aldrei þegar mað ur á von á því. Þess vegna fer það eftir höpnum og glöppum, hvort menn verða frægir eða ríkir á því að vera blaðamenn. En þó að þessi tilraun hafi mistekizt, þá get ur hún kennt þér margt. Næsta I Alþýðublaðinu- birtist á for- síðu daginn eftir þriggja dálka mynd, sem þetta var skrifað yfir: GERÐ EFTIR FRÆGRI MYND - GEYMD í HÆNSNAKOFA. „Myndin er af teikningu, sem Eyjólfur Illugason hefur sennilega gert árið 1922 eftir uppdrætti Sig urðar Guðmundssonar málara af Alþingi við Öxará, eins og hann hélt það líta út til forna. Eyjólfur Illugason, sem virðist hafa gert þessa mynd eftir teikningu Sigurð ar, eða mynd af henni í bókinni „Alþing hið forna“ eftir Sigurð, dó árið 1927, en hann hafði málað tölu vert, meðal annars íeiktjöid og fengist við málun, svo vel er trúlegt að hann hafi gert myndina. Mynd in hangir í hænsnakofa á hænum Gunnarshólma skammt frá Reykja vík, og liggur undir stórskemmdum vegna þess að glerið er brotið og my/gla farin að teygja sig yfir myndflötinn. Frummyndin er tal-! in týnd, og ef svo er, þá er þessi eftirmynd hennar allmerkileg, því að í aðalatriðum virðist hún vera nákvæm. Myndin, sem hangir hæsnakofanum virðist vera mál- i uð með vatnslitum á óvandaðan pappa og það væri æskilegt að við- komandi aðilar björguðu henni áð ur en hún cyðileggst alveg. Og ef einhverjir gætu gefið frekari upp lýsingar um hvar frummyndin er niðurkomin, þá væri það með þökk um þegið.“ Sennilega hefur engan grunað, sem las þessa stuttu og illa skrif uðu grein hvað að baki hennar bjó, en hérna er sagan um það. Og til gamans má geta þess, að síðan þetta gerðist, hefur lítið verið rætt um myndlist yfir matborðinu á Vesturgötunni, og ennþá minna á ritstjórnarskrifstofum Alþýðu- blaðsins. Nema það, að í fyrradag kom ritstjórinn að máli við mig og sagði kumpánlega: — Þú ættir að skrifa í opnuna fyrir mig um það, þegar þú fannst „málverkið" mikla um dagana. Og VERIÐ cr að reisa myndarlegt fé-1 hefur borið fram tillögu á alþingl lagsheimili á Skagaströnd, og er Um það. Eftir því sem fróðir það nú orðið fokhelt. Eftir því sem I menn telja, ættu ekki að vera Björgvin Brynjólfsson formaður verkalýðsféiagsins á Skagaströnd, hefur skýrt blaðinu frá í viðtali, þá er ætlunin að reyna að koma því svo vel áfram á næsta ári, að það verði að mestu leyti nothæft í árslok 1963. Björgvin er formað- ur bygginganefndarinnar. Eigandi félagsheimilisins er sam eignarfélag, myndað af Höfða- hreppi, verkalýðsfélaginu, ung- mennafélaginu og kvenfélaginu á staðnum. Byrjað var á bygging- unni í júní 1961 og það var orðið nein tæknileg vandkvæði á slíkri notkun verksmiðjunnar. Er talið að aðeins þurfi að breyta lítillega inntaki í þurrkarann, og unnt muni vera að skipta frá síldar- bræðslu yfir í heyþurrkun á 5 klst. i næsta nágrenni þorpsins er fram ræst land að stærð 200 hektarar, og mætti gera ráð fyrír, að af því fengist svo mikið hey, að það yrðí verkefni fyrir verksmiðjuna 1 43 sólarhringa. Það kæmi á tímabil- inu frá 15. júní til 15. september. Björgvin sagði, að allmiklar byggingar væru á Skagaströnd, aðrar en bygging félagsheimilis- ins. Sex ibúðarliús væru í smíð- um og unnið hefði verið i sumar að endurbótum á hafnarmannvirkj um. íbúar á Skagaströnd eru nú 630. Sjö þilfarsbátar eru gerðir út frá Skagaströnd, 3 frá 40—75 tonn að stærð en fjórir minni. Tvö frystihús eru þar og tvær síldar- söltunarstöðvar. Björgvin Brynjólfsson. fokhelt i október sl. Bygglnga- meistari er Guðmundur Lárusson, en teikningar hefur gert Gisli Hall dórsson arkitekt. Eftir því sem næst verður komizt er kostnaður við húsið fokhellt um 2 milljónir króna. Fimmtugur Framhald af 4 si8u lokið og sagan af lausn þess hefur því ekki verið öll sögð. Hins vegar mun óhætt að fullyrða á þessu stiði að Bjarni Pau’sun átti far- sælan þátt í þessu máli sem mörg- um öðrum. Þegar vináttá milli þjóða styrkist og gömul deilumál leysast þannig, að báðir aðilar una vel við, hafa störf þeirra manna, sem hin opinberu samskipti þjóð- anna hvíla á, vissulega gengið sam- kvæmt fremstu óskum. Bjarne Paulson hefur ekki lát- ið sér nægja hin opinberu störf í höfuðborginni, lieldur hefur hann gert sér far um að kynnast lifsbar- áttu islenzku þjóðarinnar og mál- Björgvin skýrði og frá því, að það er vegna þess sem þú kannt ffrePPsncfndin hefði mikinn hug efnum hinna ýmsu atvinnustétta. sögu „málverksins“ í hænsnakof ** að gerð verði rækileg athugun Á hinu myndarlega heimii sínu anum hér eftir, lesandi góður. ^ Því að vinna heymjöl í síldar- hafa þau hjónin sýnt mikla gest- Br. verksmiðjunni á Skagaströnd. En risni, og í starfi reynt að greiða ■«Jón Þorsteinsson alþingismaður hvers manns götu. Paulson hefur reynzt ágætur fulltrúi þjóðar sinnar, og íslend- ingar senda honum beztu árnaðar- óskir á þeim tímamótum í ævi hans, sem hann upplifir hér á landi. — B. G. Selur: Austin Gipsy, 62, benzín. Austin Gipsy, 62, disel, með spilL Báðir sem nýir. Opel Carvan, ‘61 og ‘62 Opel Reckord ’60 — ’61 og '62. Consul ’62, 2ja og 4ra dyra. Bíía- & búvéiasalan Hið myndarlega féiagsheimili, sem er að rísa á Skagaströnd. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 28. nóv .1962 13

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.