Alþýðublaðið - 02.12.1962, Síða 8

Alþýðublaðið - 02.12.1962, Síða 8
ALÞYÐUBLAÐIÐ Það er mjóg ganian að vera bam : Þá gerir maður sér hugmyndir um ýmislegt skrýtið og skemmtilegt í heiminum, sem ekki er til. Og þetta skrýtna og skemmtilega heldur áfram að hrærast með manni, þangað til einn dag að mað- ur skilur, að það er hjóm. Frá þeim degi er maður ekki lengur barn. Eitt þessara fyrirbrigða eru jóla- sveinarnir. Þeir eru runnir frá mestu hátíð kristinna manna, jói unum. Án þeirra væru jólin harla lítil jól hjá mörgum börnum. Samt eru þeir blekking. En ekki ljót blekking, því hún gleður hugina og kætir hjörtun. Hún er sjálfsagi ævintýri ásamt snjó jólatrjám, jóla mat of jólalestri. Þessi blekking er til góðs, og þess vegna er hún góð blekking. Guð er ábyggilega hrifinn af henni. Jólasveinninn er í hugum er- lendra barna góður maður með poka á bakinu, fullan af góðgæti. Hann er eldri maður með skegg og skotthúfu, og hann kemur ofan úr fjöllunum, frá svæðum þar sem alltaf er snjór, engar mannlcgar verur aðrar byggja, og ísklump- arnir skaga svo hátt upp fyrir úti- dyrnar, að hann hættir sér aðeins einu sinni á ári til mannabyggða. Og af hyggjuviti sínu sjá börnin það, (eða er sagt af foreldrunum) að hinn heppilegasti staður fyrir jólasveinana er ísland. Nafn þess- arar eyju einhversstaðar við norð- urpól gefur til kynna ís og aftur ís. Og auðvitað eru jólasveinamir þar. Á íslandi búa engir menn nema nokkrir eskimóar, innskeifir með vatnsblá augu blátt nef og bognir í baki af því að bogra alla sína ævi í meters háum snjókofum. Þegar öll föng eru þrotin, læðast nokkrir þeirra hraustustu út á hjarnið með rýting úr rostungstönn og veiða sér hvítabjörn eða mörgæs, mörgæs ef það eru jól, því mörgæsir þykja góðar á íslandi. Jaliá, hugsa börnin auðvitað þarna búa jólasveinarnir. Og í einfaldri hrifningu sinni skrifa þau þeim eldheit bónarbréf um að muna eftir sér við jólin, svo heit, að húsakynni landans bráðna niður þegar hann les þau. Við skruppum upp á Ferðaskrif- stofu ríkisins fyrir tveimur dögum og spurðum þar, hvort skrifstofan hefði ekki fengið fjölda bréfa til „jólasveinsins“ á íslandi frá börn um. — Jú, þau höfðu fengið nú þegar um mánaðamótin fyrir jól nokkuð hundruð bréf, aðallega frá brezkum böðjium, sem biðja jólasveininn eða „Sankti Kláus.“ um leikföng eða gotterí. Með góðfwslegu leyfi fengnm við slatta af þessum bréfiim lánuf og lásum þau og rannsökuðum Efni þeirra er ýfirleitt á eina lunc að biðja um jólagjafir, en utaná- skriftirnar eru — vægast sagt — all mismunandi, og eru Bretanun: ekki sérlega til hróss hvað lanck fræðiþekkingu snertir. Brezk börr virðast gera sér aliskrýtnar hug myndi um furðulandið ísland, stai setningu þess, loftslag og íbúa eftir því sem utanáskriftirnar sýna Hérna á eftir birtum við nokkrai til gaman, lauslega þýddar: Santi Ciaus, álfalandinu íslandi Tii jólasveinsins I stóra reykháfh um á íslandi. Til ' jðlasveinsins, hreindýrahús inu, co. íslenzka pósthúsinu Nor< nr Pólnum. Til .i"Iasveinsins á snjólandint íslandi. Jólasveinninn, snjóhúsinu vií Snjóstræti, Reykjavík, ísland. NEW YORK 28 nóvrmber: Kommúnistastjómin í Búdapest knýr fram undirgefni Ungverja und ir valdhafana í Sovétríkjunum með harðri hendi. Hún notar silki- hanzka en engu að síður er stjórn- in harðhent í tiltektum sínum. Samtök sem kallast „Bandarísk- ir vinir hernumdu þjóðanna" og „Þing hernumdu þjóða Fvrópu" komust að þessari niðurstöðu í skýrslu, sem birt var nýlega Skýrsl an, sem kallast: „Önnur þíðan: Ungverjaland undir sovézkri stjórn", fjallar um þróun mála í Ungverjalandi frá september 1961 til október 1962. í yfirlitinu segir: „Kadar-stjórn- in stjórnar enn Ungverjalandi með harðri hendi með stuðningi 80 þús. sovézkra hermanna, sem enn eru í landinu, — en með hendi sem nú er sveipt silkihanzka.“ Á það er bent, að Janos Kadar forsætisráðherra hafi veitt ung- versku þjóðinni tilslakanir x von um að binda endi á útilokun frá Sameinuðu þjóðunum. En i skyrsl- unni er varað við, að tiislakanir þessar feli ekki í sér, að komið hafi verið á grundvallarstjórmnála réttindum. í skýrslunni segir, að ungve’-ska þjóðin hafi ekki fallizt í „nýju línuna“, enda þótt líf hennar sé ekki eins þvingað og áður. Ennfremur segir í skýrslunni, að „tilraunir til frjálslyndari stjórn- arhátta risti grunnt.“ Enda þótt hætt hafi verið að miklu leyti við ódulbúnar harðar ráðstafanir í viðskiptum við al- menning fari enn fram leynilegar handtökur og leynileg réttarhöld. Þúsundir eru enn í fangelsum af stjórnmálaástæðum. Samkv. opinberum lögfræðileg- um heimildum í Ungverjalandi er því haldið fram, að iðnaðarfram- leiðslu hafi aukizt síðastliðið ár, en jafnframt er játað, að lífskjör hafi ekki batnað samfara þessu. Runveruleg laun hafa lækkað þrátt fyrir aukningu þungaiðnað- arins, fé er varið til hermála á kostnað neyzluvöruframleiðslu og samkvæmt skýrslunum hefur efna- hagur Ungverjalands orðið fyrir miklu tjóni vegna óhagstæðra við skipta við Sovétríkin. Sovét ríkin nota sér sífellt að- stöðu sína til þess að fá greitt mikið verð fyrir útflutning sinn til Ungverjalands og til þess að greiða lægra verð fyrir innflutn- ing sinn frá Ungverjalandi miðað við verð það, sem Rússar greiða fyrir vöru frá Vestur-Evrópu. Hagur ungverskra smáhænda á samyrkjubúunum er eins slæmur og hann hefur alltaf verið, segir í skýrslunni. Bent er á mótþróa smábænda gegn samyrkjubúskapn um og sagt, að bændurnir hafi lagt meiri rækt við smáspildur, sem þeir sjálfir eiga. Framleiðslan á þessum smájörðum er meiri en á samyrkjubúunum. Vegna þessa mótþróa neyðast Ungverjar til þess að flytja inn hveiti, kartöflur o.fl., enda þótt þeir hefðu flutt mikið út af þess- ari vöru fyrir stríð. barna. Hérna fyrir ofan er mynd af einu umslaginu, merkt jólasvein inum, Trjátoppahæð, íslandi Til vinstri er mynd af einu bréfinu sem hefur borizt, skrifað af ungum og Iítt æfðum Breta. EYJAN Jersey við Englands- strendur hefur undanfarið ver ið talsvert undir smásjá ensku dagblaðanna. Nýlega var skýrt frá því að þar væri brennivín á ótrúlega lágu verði. Nú hefur komið í ljós að sígarettur eru ei(nnig mjög lágt verðlagðar. Sígarettupakkinn þar kostar rnn 12 krónur. Héraðslæknirinn á eynni hef ur óskað þess að verðið á sígar ettum verði hækkað til muna. Þær eru alltof ódýrar, segir hann Afleiðingin hefur orðið sú að híutfallstala krabbameins- sjúklinga á eyjunni er einhver sú hæsta í heimi. Það er hátt verð sem við greiðum fyrir ó- dýrar sígarettur, segir héraðs- læknirinn. Fyrir stríðið var bannað að selja börnum undir sextán ára aldri sígarettur. Bannið var ekki endurnýjað eftir stríðið og af- leiðingin er sú, að börn á aldr- inum 6-7 ára éru orðnir svæsnir reykingamenn. íacLhHD, Í-ÓSH X" tt'i'oHy t sf. flo. s a^.iz, 'kíMðflV - Jólasveinarnir okkar virðast njóta mikilla vinsælda meðal brezkri

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.