Alþýðublaðið - 11.12.1962, Page 9

Alþýðublaðið - 11.12.1962, Page 9
mnar um Palle Hardrup jann Björn S. Nielsen fannst mér lífið ekki þess virði að lifa þvi. Þá hitti ég Björn N’ elsen. Mér geðjaðist ekki fyrst að honum, en hann var skemmti- legur við nánari kynningu, við- ræðugóður, fróður og hafði trú á lífinu. Við töluðum saman um spíritisma og stjórnmál. Hann var fullur fróðleiks um hvort tveggja. Mér fannst fyrst lífið óbærilegt, en eftir að ég kynntist honum, fékk það einhvem tilgang. Hann sagði mér smám saman, að með mikilli æfingu gæti ég komizt í beint samband við Guð. Hann sagði að ég gæti náð meiri þroska en aðrir menn, orðið þeim æðri og fullkomnari. Og til þess ætl- aði hann að hjálpa mér. Svo fór hann að dáleiða mig. Eg var mjög móttækilegur, og féll í djúpan dásvefn. Þá var það, að röddin talaði við mig í fyrsta skipti. Hún sagði: Þú heldur, að það sem fyrir þig hefur komið, sé mikil ógæfa. En það er ekki. Þetta er einungis til að herða þig og reyna. Undirbúa þig þínu ætl- unarhlutverki.” Það ætlunarhlutverk var mik- ið. Andinn byrjaði þegar að und- irbúa hann. Fyrsta skrefið var að láta hann hætta samneyti við samfanga sína: „Þú skalt ekki tala við þá. Þeir eru þér lægrí Þú verður að fylgja þessum fyrir mælum gaumgæfilega.” Andinn X sagði, að ég yrði að læra að losa mig við kvaðir þessa heims. Eg hætti til dæmis að borða dögum saman að ráði Niel- sen, og fannst mér komast að þeirri niðurstöðu, að slíkt væri þeim manni óþarfi, sem væri á leið upp stigann til fullkomnun- arinnar. Þetta sagði Palle Hardrup slitr- ótt upp úr dásvefni sínum. Og Björn Nielsen hélt áfram að ,æfa‘ Palle: Andinn X fór þar næst að fullvissa hann um hans mikla ætlunarverk. Honum væri ætlað að stofna nýjan flokk í Danmörku og sameina alla Skandinavíu og breyta veröldinni. Þar næst fór andinn X að deyfa skilning hans á réttu eða röngu. „Þú ert öðrum mönnum æðri,“ sagði röddin við hann í dá- svefninum. Þú ert ekki bundinn siðvenjum þeirra”. „Ef þú þarft á peningum að halda, til þess að framfylgja ætlunarverki þínu, þá skaltu ekki hika við að taka þá. Þú verður, ,að hlýðnast út í yztu æsar, því að þú ert að vinna fyrir æðri anda. Þú verður að losa þig við hinar mannlegu til- finningar. Þær binda þig efninu. Þú tekur skammbyssu og hleypir af, vegna þess að X segir þér það. Þú veizt að þú tilheyrir X, og þú getur ekki brugðist honum. Sem lokaskref í átt til full- komnunarinnar, var andinn X farinn að segja honum að myrða Framh. á 15. síðu peninga, sem hann fékk senda í fangelsið. Vitnin báru það fyrir réttinum, að Palle hefði tekið stakkaskiptum eftir kynni sín við Bjöm. Hann breyttist úr vin- gjarnlegum samfanga í undarleg- an mann, sem yrti ekki á menn dögum saman. Á hverri nóttu talaði Björn við Palle lágri röddu, sagði einn fyrr verandi fangi. Aðrir sögðu, að Björn hefði gortað af því valdi, sem hann hafði yfir Palle. „Hann sagði, að hann gæti fengið hann til að gera allt, — jafnvel að drepa móður sína,” sagði eitt vitnið. Lögreglan athugaði feril Bjöms ,og komst að raun um, að hann hafði gífurlegan áhuga á dá- leiðslu, yoga, spíritisma — og fleira þar að lútandi. Hann var margfaldur „smá” glæpamaður, sat inni fyrir rán, brask og þjófnaði. En Palle Hardrup harðneitaði því að’ Björn hefði dáleitt hann, eða ætti neina sök á morðunum. Hann var ekki andinn X.. Þá fann lögreglan smugu, sem blandaði Birni inn í málið. Þó að þá sannaði iögreglan, að hann hafði tekið reiðhjól Björns til að komast á brott með ránsfeng- 9inn. Rétturinn ákvað að láta Björn svara spumingum. Hann kom fyrir réttinn, bros- andi og íús til hjálpar. Hann virtist vera allöruggur með sjálf- an sig, næstum því montinn. — Jú, hann sagðist þekkja Palle Hardmp, vesalinginn. Hann hugsaði ekki um annað en stjórn- mál og „andatrú”. Hann sagðist oft hafa hitt Palle síðan þeir vom samvistum í fangelsinu, og fundist hann fara heldur „versn- andi.” Björn hristi höfuðið Vesalings Palle virtist al- veg vera farinn yfir um með þönkum sínum um að breyta heiminum með flokk sínum. Björn sagðist hafa áhuga fyrir dáleiðslu, en harðneitaði að hafa nokkum tíma dáleitt Palíe. „Sannleikurinn er sá, að það er ekki hægt að dáleiða Palle,” sagði hann, „ég reyndi það nokkmm sinnum í fangelsinu, en hann reyndist ekki móttækur." Viðvíkjandi hjólinu, sefn Palle hafði tekið, sagði Björn, að hann hefði lánað honum það kvöldið fyrir ránið, vegna þess, að Palle hefði verið fótgangandi. Síðan fór Björn, brosandi á báðar hliðar, ef hann gæti gefið einhverjar frekari upplýsingar. ir afskiptin sín af þessu einstæða morðmáli. Dr. Reiter og samstarfsmenn hans og réttarlögmenn urðu vitni að því, þegar Palle sagði þeim eftirfarandi frá djúpsvefni sínum: Þegar ég kom í fangelsið fyrst, Þá var kona Palle Hardmp köll- uð fyrir réttinn, en hún gat engar upplýsingar gefið, sem leiddu rettinn nær hinu sanna. Þá var það, að Paul Reiter, sál- fræðingurinn, hóf að kynna sér sálarástand Palle Hardrup. Eftir miklar og erfiðar rannsóknir tókst honum loks að dáleiða Palle og fá hann til að segja allt frá sam- skiptum þeirra Bjöms frá því að þeir hittust fyrst og þangað til Palle gekk inn í bankann í Norre- bro og skaut tvo menn til bana: Það kom í ljós, að Björn S, Niel- sen hafði logið. Þetta er dr. Paul Reiter, sem hlaut heimsfrægð fyr- til Hafnfirðingar jólagjafa Handboltaspil — Fótboltaspil — Körfuboltaspil Frjálsíþróttabúningar frá kr. 230.00. F.H.-buxur — Fótboltasokkar og húfur. Föndurbækur og efni — Listmunir. FÖNDUR OG SPORT Vitastíg 10. — Hafnarfirði — Sími 5 1375. Rauði kross íslands Með því að kaupa Jölakort Rauða krossins styðjið þér Alsírsöfnunina. Kortin eru gerð eftir myndum frú Barböru Árnason. Amerískir, hollenzkir og þýzkir inniskor fyrir kvenfólk, karlmenn unglinga og börn Stórglæsilegf úrval SKÓVAL Austurstræti 18. Eymundssonar-kjallara. SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100. BABNAKÚR BARNASKÓLA HAFNARFJARÐAR (1G börn úr Friðrikskór) Söngstj.: Jón Ásgeirsson DK1598 GIÐ Vlfl JÓLATRÉ Guó gaf mér eyra Göngum við í kringum N Ý HLJÓMPLATA (Ný lög). Ómissandi fyrir litlu börnin yfir jólin. F Á L K I N N H/F (hljómplÖtudeild). ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. des. 1962 É|

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.