Alþýðublaðið - 12.12.1962, Page 2
■it»tjórar: GSsli „. Ástþórsst'r (áb) og Benedikt Gröndal.—ASstoSarrltstjóTl
Bjt.-gvin GuCmunds.srn. -- Fróttastjóri: Sigvaldl Hjáknarsson. — Símar:
14 900 — 14 102 - J4 903. Auglýsingasími: 14 906 — ASsetur: AlþýSuhúsiS.
— PrentsmiOja A.þíöuhiaSsins, Hverfisgötu 8-10 — Askriftargjald kr. 65.00
9 mánuði. I XausasóSu kr 4.00 elnt. tJtgefandi: AlþýSuflokkuriim — Fram-
kvæmoastjóri: Asgeir Jóhannesson.
SINNULEYSI TÍMANS
TÍMINN tekur illa þeim upplýsingum, sem
f ram -haf a komið um hina nýju stefnuskrá kommún
ista um „íslenzika leið til sósíalismans“. Kallar blað
ið þetta „botrilausan þvætting“ og hugarburð
fcommúnista, og telur næsta hlægilegt að taka á
i því nokkuð mark, sérstaklega fyrirætlunum komm
! únista um að draga Framsóknarflokkinn inn í Þjóð
j fylkingu.
Þessi viðbrögð Tímans eru ekki aðeins vand-
[ ræðaleg, heldur stórhættuleg fyrir Framsóknar-
I ílokkinn sjálfan. Það er fásinna að gera svo lítið
úr kommúnistum á sama tíma sem þeir hafa kom-
‘ ízt til valda yfir meira en 1000 milljónum manna.
í Það er geigvænlegt sinnuleysi að halda, að ekki
! geti hið sama gerzt hér á landi og annars staðar. Og
' áætlun kommúnistanna um „íslenzka leið til sósía-
' lismans5" er nauðalík því, sem gerzt hefur í mörg-
[ um öðrum löndum.
Kommúnistar hafa í 25 ár gert tilraunir til þess
■ að koma Alþýðuflokknum á kné. Þeim héfur tekizt
að særa flokkinn tviövar sinnum alvarlega — en
I ekki að brjóta hann á bak aftur. Reynsla Alþýðu-
flokksmanna í þessum efnum er því ærin, og fram
• sóknarmenn væru fífl, ef þeir lærðu ekkert af
1 rienni. Brynjólfur Bjarnason upplýsti í fyrirlestri
• sínum í Greifswald, að sameiningaráform komm-
' únista hafi ekki aðeins beinzt gegn Alþýðuflokkn-
1 um, heldur Framsókn líka. Nú er röðin komin að
í Framsóknarflokknum.
Lýðræðissinnar hafa æma ástæðu til að ótt-
ast, aö Framsókn hafi tilhneigingu til að ganga í
■ gildru kommúnista. í vinstri stjóminni kom fram
: mikið skílningsleysi Framsóknar gagnivart komm-
i únistum og voru Eysteinn og Hermann til dæmis
■ riúnír að samþykkja að taka stórlán í Sovétríkjun-
í um, en Alþýðuflokkurinn hindraði það. Þetta er
i eitt megínatriði í steínu kommanna.
Síðustu ár hefur Tíminn verið skrifaður þann-
ig, aö hundmð framsóknarmanna hafa skrifað
| undir áróðursplögg kommúnista og stutt þá á marg
! an hátt. Á Alþýðusambandsþingi hafa framsóknar
! snenn hafnað samstarfi við lýðræðissinna, en þjapp
[ að sér upp að kommúnistum. Á Alþingi hefur ver-
í ið margvísleg samstaða Framsó'knar og komma, nú
síðast i efnahagsbandalagsmálinu. Fjölda mörg slík
■ dæmi blasa ivið augum og gefa ástæðu til að óttast,
i að framsóknarmenn mundu leiðast í Þjóðfylkingu
' með kommúnistum, ef þess væri kostur.
Aí þessu verður aöeins dregin ein ályktun: Þjóð
fylkmgarhættan er raunveruleg og alvarleg.
HRINGIÐ
Það er réttur mánuður síðan Fíla-
delfíusöfnuðurinn tók þá þjónustu
upp að láta símsvara lesa Guðs
orð daglega fyrir þá sem vilja
heyra það lesið í síma.. Vegna
þess að márgir hafa spurt, næstum
því daglega, um ýmislegt í sam-
bandi við þessa þjónustu, þykir
okkur rétt að segja ofurlítið frá
þeirrf reynslu, sem við höfum feng
ið af þessu.
Þann mánuð síðan símsvarinn
var opnaður, hefur hann svarað
18.500 upphringingum og lesið
Guðsorð. Það er að jafnaði 618
símtöl á sólarhring, eitt símtal
aðra hvora mínútu, rúmlega, yfh-
allan sólarhringinn. Hins vegar
veit enginn, hve margir hafa
hringt, án þess að hafa náð sam-
bandi við símsvarann, vegna þess
að hann var á tali. Þykir fólki það
mjög leitt, „hve erfitt er að ná
sambandi við Orð lífsins," eins og
það segir. Hafa margir haldið að
eitthvert ólag sé á símsvaranum,
þar sem hann sé alltaf á tali. Við
höfum svarað öllum því sama, að
símsvarinn sé í bezta lagi, en hann
væri næstum alltaf á tali, eins og
sézt á því, sem gefið er upp hér
að framan um fjölda símtala.
Þegar Fíladelfíusöfnuðurinn hóf
þessa þjónustu, datt okkur ekki í
hug, að fólk myndi hafa eins mik-
inn áhuga á þessari þjónustu og
raun ber vitni. Við fengum því
símsvarann stilltan inn á þá tíma-
lengd, sem við álitum að vera
mundi hæfileg, þannig að hann
læsi Guðsorð í 58 sekúndur hverju
sinni fyrir þann sem hringdi. En
nú hefur það sýnt sig að þetta er
of langur tími, því að það er svo
langt frá því að allir nái sam-
bandi við hann, sem þess óska.
Bæjarsímstöðin hefur því lofað
okkur að breyta símsvaranum
þannig, að liann lesi aðeins í 30
sekúndur í staðinn fyrir 58. Geta
þá fleiri komist að en ella. Breyt-
ing þessi verður sennilega gerð í
næstu viku, og mun þá símsvarinn
ekki svara þann dag, sem breyting
in fer fram.
Eins og sagt hefur verið hefur
símsvarinn svarað að jafnaði 618
sinnum á sólarhring allan mánuð-
inn. Einn sólarhringinn fór þó þjón
usta hans langt fram úr því vana-
lega. Það var fimmtudaginn 6. des-
ember. Þann dag las símsvarinn
viðvörunarorð frá Biblíunni um það
að leita frétta af framliðnum.
Þennan sólarhring svaraði sím-
Framhald á 11. «íðu.
Allar helztu málningar-
vörur ávállt fyrirliggjJ
andi. ]
Sendum faeim ¥|
Helgi Magnússon & Co?
Símar: 13184 — 17227J
g 12. des. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐID