Alþýðublaðið - 12.12.1962, Side 3

Alþýðublaðið - 12.12.1962, Side 3
Mættu minnast Frarnhald af 1. síðu. IATA. Kvað Kristján það hreinustu fásinnu, að Loft- leiðir mættu ekki flytja far- þega af hinum ýmsu þjóð- ernum, rétt eins og önnur flugfélög. Mætti SAS minn- ast fundarins í Höfn í fyrra, er fulltrúar SAS og banda- rísku flugmálastjórnarinnar þar með sér, vegna krafna bandarískra flugfélaga á N.- Atlantshafsflugleiðinni um að hlutur SAS yrði minnkað- ur en þeirra aukinn í hlutfalli við íbúatölu Banda rikjanna og Skandinavíu. Þar visaði SAS kröfunum á bng og sams konar.kröfum myndu Loftleiðir einnig vís á bug nú. TIL Alþýðublaðsiins hafa borizt vegna söfnunar fyrir Laufeyju Elíssdóttur, öryrkjakonu, eftir- taldar upphæðir: Margrét og Hall- dór kr. 70,00. Frá 4 litlum systrum 1000,oo. Offadís 100,oo Nestlé kaupir Findus Osló, 10. des. F Y R I R T ÆK IÐ Inter- national Findus hf., en meiri- hluta hlutabréfa í því á sviss- neski auðhringurinn Nestlé, keypti í dag hraðfrystisam- steypuna Findus í Noregi. Var hún sameign norska sælgætis- fyrirtækisins FREJA og sænska fyrirtækisins MARA- BO. Þessi kaup eru háð því skilyrði, að ríkisstjórnin sam- þykki söluna, en sjávarútvegs- málaráðherra Noregs hefur þegar ■ tilkynnt, að hún muni gera það. Margir eru uggandi í Noregi vegna þessa atburðar, þ. á m. fiskimálastjóri Noregs, er hefur lýst yfir því að Nestlé ætli sér að ná einokunarað- stöðu í norska hraðfrystiiðn- aðinum. Sjávarútvegsmálaráð- herra hefur tilkynnt að sá ótti sé ástæðulaus. Fréttamaður spurði Krist- ján hvort Parisarfundurinn táknaði að IATA-flugfélögin á N.-Atlantshafssleiðinni myndu sverjast í fóstbræðra- lag gegn Loftleiðum. Það kvað Kristján þau ekki geta. Meginstefnan innan IATA væri að hækka fargjöldin en ekki lækka. Loks sagði Kristján, að honum hefði ekki borizt aðr- ar fréttir af ummælum IATA- forsetans en þær, er ríkisút- varpið flutti. En væru þær rétt eftir hafðar, þá værl slíkur munnssöfnuður sannar lega ósamborinn slíkum manni. Utrýma hreysum ísafirði, 6. des. Á F XJ N D I bæjarstjórnar ísa- f jarðar 5. þ. m. var samþykkt sam- liljóða að hefjast nú þegar handa um nauðsynlegan undirbúning að íbúðabyggingu á grundvelii laga um útrýmingu heilsuspillandi hús- næðis. Ákveðið er, að að því verði stefnt í fyrstu lotu að byggja íbúðir með 2 herbergjum og eld- húsi, þeu- sem tilfinnanleg vöntun er á íbúðum af þessari stærð í bænum. Á þessu ári hefur bærinn keypt til niðurrifs nokkur eldri íbúðar- hús og verður haldið áfram á þeirri braut eftir því sem kostur verður á hverju sinni. 40 EVRÓPU- SÁTTMÁLAR RÁÐHERRANEFND ópuráðsins heldur fund í París n. k. mánudag, hinn 17. desember, og verður utanríkisráðherra Ítalíu, A. Piccioni, í forsæti. Sama dag verður haldinn fundur nefndar- manna og fulltrúa ráðgjafarþings Evrópuráðsins. Ráðherranefndin mun ræða starf Evrópuráðsins að dómsmál- um, og mun ítalski ráðherrann Bosco skýra nefndinni frá fundi dómsmálaráðherra Evrópu, sem haldinn var í Róm í október. — Þá verður fjallað um flóttamanna- mál, en að þeim Jiefur Evrópuráð- ið starfað árum saman. Forstjóri fióttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna mun ávarpa ráðherra- nefndina. — Loks verða lagðir fram til undirskriftar þrír nýir Evrópusáttmálar. Fjalla þeir um fébótaábyrgð gistihúsa, gerðar- dóma í verzlunarmálum og að- stöðu þeirra, sem hlotið hafa ör- kuml í ófriði. Að þessum þrem sáttmálum meðtöldum hafa 40 sátt málar um ýmis efni verið gerðir á vegum Evrópuráðsins. (Frétt frá upplýsingadeild Evr- ópuráðsins.) Stálu ellefu viðfækjum I Innbrotsþjófar voru athafnasam- ir aöfaranótt sunnudagsins. Var brotizt inn í Viðtækjavinnustofu og viðtækjasöluna Radíótónar við Laufásveg 41. Var stolið þaðan 9 útvörpum, þar af 8 litlum „tran- sistor“-tækjum. Þá var einnig brotizt inn í verzlun að Freyju- götu 15 og stolið þaðan tveim út- varpstækjum. Verðmæti þessara 11 tækja nemur 30 þúsund krónum. Ný stjórn í V-Þýzkalandi BONN, 11. desember. ADENAUER, kanzlari Vest ur-Þýzkalands tilkynnti í dag, að hann hefði lokið myndun nýrrar samsteypu- stjórnar. Mynda hana Kristi- Iegir demókratar, flokkur Adenauers, og Frjálsir demó- kratar. Flokkar þessir mynd- uðu einnig síðustu samsteypu stjórn í Vestur-Þýzkalandi í hinni nýju stjórn sitja 21 ráðherrar, þar af 5 úr flokki Frjálsra demókrata. Bankaskóflinn útskrifar 89 BANKASKÓLANUM svokallaða var slitið í gær í samkomusal Landsbankans. Höskuldur Ólafs- son, skrifstofustjóri Landsbankans ávarpaði nemendur, en síðan flutti Gunnar H. Blöndal, skólastjóri, yf- irlit yfir starf skólans á þessum vetri. í skólanum voru 89 nemend- ur, en það er fleira en nokkru sinni áður. Á fyrsta námskeiðinu 1959 voru nemendur 44, árið eftir 67 og í fyrra 54. Flestir komu nú úr Landsbankanum, eða 48. Skólinn stendur í tvo mánuði, og fer kennsla fram tvo tíma á dag. Nemendum er kennt ýmislegt varð andi almenna bankastarfsemi, með ferð reiknivéla, útfylling eyðu- blaða, vélritun og fleira. Þá flytja bankastjórar fyrirlestra, en fast- ir kennarar við skólann voru 10. Gunnar Blöndal sagði, að alls konar vélar væru notaðar I æ rík- ara mæli í bönkunum, og væri því nauðsynlegt að kenna bankastarfs- mönnum sem bezt að nota þær, svo þær gætu komið að sem mest- um notum. Skólinn hafði nú til um ráða 15 reiknivélar, sem ýmist eru eign bankanna eða fengnar að láni frá sölufyrirtækjum þeirra. Gunn- ar sagði, að hvergi nema í Banka- skólanum hefði verið tekin upp kcrfisbundin reiknivélakennsla. Er Gunnar hafði flutt yfirlitið, afhenti hann einkunnir. Hæstu eikunn í skólanum hlaut Guðfinna Guðmundsdóttir 9,40. Voru henni ásamt Gyðu Þórhallsdóttur, Oddi Guðmunssyni og Birgi Jónssyni af hent verðlaun frá skólanum. Þá veitti fyrirtæki Magnúsar Kjaran sérstök verðlaun fyrir góðan á- rangur I meðferð reiknivéla, og hlutu þau Stefanía Stefánsdóttir, Guðfinna Guðmundsdóttir, Birgir Jónsson, Gyða Þórhallsdóttir og Ásta Gunnarsdóttir. Að lokum af- henti Ottó Michelsen verðlaun fyr- ir góðan árangur í vélritun. Þau verðlaun hlaut Guðrún Sveinbjarn ardóttir. Bankaskólinn hefur nú eins og fyrr segir, starfað í fjögur ár, og hefur mikill og góður árangur náðst. Nemendur eru þeir banka- starfsmenn, sem eru að hef ja starf í bönkunum. Stærri myndin er af nemendum þeim, sem sátu skólaslitin, en 2ja dálka myndin er tekin, er Jón Maríusson, bankastjóri afhendir Guðfinnu verðlaunin. VERÐMÆTT BRÉF VERÐMÆTT BREF barst I gær Sigvalda Hjálmarssyni fréttaritstjóra Alþýðublaðs- ins. Vegna þess að ekki er ljóst, hvað gera eigi við inni- hald bréfsins, er sendandi beðinn að senda annað bréf, AUÐKENNT Á BAKI Á SAMA HÁTT OG HH) FYRRA. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. des. 1962 3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.