Alþýðublaðið - 12.12.1962, Blaðsíða 8
Þorsteinn Valdimarsson:
Heiðnuvötn, Ijóð.
Prentsm. Jóns Helgasonar.
Reykjavík 1962.
Þorsteinn Valdimarsson er tví-
tiyggjumaður í skáldskap sínum.
Sum ljóð hans minna á tónaregnið
táramjúka, en öðrum þeirra ætl
ar höfundurinn veigamikið hlut-
verk dulspakrar heimspeki eSa
stórsögulegrar ádeilu. Auðvitað
dettur mér ekki i hug að segja Þor-
steini fyrir verkum sem skáldi, eá
miklu lætur honum betur að mín-
um dómi að slá hörpuna heldur
en munda sverðið.
Ljóðrænu kvæðin í bókinni eru
svo sem nógu persónuleg, því að
ekkert samtíðarskáld annað á
tón Þorsteins Valdimarssonar, en
bókarhöfundur vill áfram og
lengra, ofar og hærra. Þá 'kemur
heimspekin og ádeilan til sögunn-
ar. Þau kvæði eru flest orðmörg
og efnisrík, og þar bregður víða
fyrir gullfallegum skáldskap, en
oft reynist hægðarleikur að finna
að heildarmynd þeirra, þó að hag-
mælslcu skorti Þorstein sann-
arlega ekki. Ég þyrfti til dæmis
að hafa skáldið á launum og frem-
ur viku en dag til að láta það skýra
fyrir mig kvæði á borð við Sprung-
inn gítar. Tónræna hljómfegurð
þess dreg ég vissulega ekki í efa,
en hún verður mér eins og glit á
grjóti því að efnistúlkunin fer fyr-
ir ofan eða neðan garð á mínum
bæ. Sama gildir yfirleitt um speki-
drápurnar og. ádeilukviðurnar í
bókinni — þau kvæði lyfta sér
ekki til flugs vegna þyngsla, en
grafast í óminnishamarinn, enda
vefur Þorsteinn Valdimarsson slík
ljóð sín furðulegu málskrúði. Aft-
ur á móti er hann aldrei í vand-
ræðum að velja orð til að tjá
viðráðanlega hugsun. Fonn eins og
Þorsteinn Valdimarsson.
sveiglokur verður honum enginn
fjötur, en þá kemur í sama stað
niður, hvort kveðið er aftur á bák
eða áfram. Þorsteinn er íþrótta-
maður í líkingu við Gunnar' á
Hlíðarenda, þó að ólíku sé saman
að jafna, skáldi og vopnakappa.
Afrekin eru stundum skyldari
leikfimi en skáldskap. Og miklu
þykir mér hann gera minningu
Páls Kjerúlfs meiri og betri skil
í Ijóðinu Fiðluklettar en ræktar-
seminni við Jónas lækni Kristj-
ánsson með kveðjunni Að Svefnós-
um. Fyrra ljóðið er snotur og þýð-
ur skáldskapur, en seinna kvæðið
eins og stórskorið tröll með ljóm-
andi djásn á litla fingri, þar á ég
við niðurlagsorðin „samt ertu þar,
og kominn á undan mér austur".
Eða hver skynjar til listrænnar
nautnar annan eins orðaforða og
Aladín hvílist við lækinn?
Þessar aðfinnslur ber ekki að
skilja þannig, að ég vilji gera
lítið úr „Heiðnuvötnum.” Afstaða
mín er aðeins smekksatriði. Hins
vegar met*ég ljóðrænu kvæðin í
bókinni svo mikils, að mér blöskr-
ar tilgerð Þorsteins Valdimarsson-
ar, þegar hann ætlar að neyta
aflsmunar við skáldgyðjuna. Hann
á að fara að henni með góðu, og
þá verða til kvæði eins og Á gauk-
tíð, Á ferð, Bláklukkur, Áning,
Fiðluklettar og Kvöldstef úr grasi.
Þorsteinn kann mætavel að fella
saman myndir og tóna, en honum
lætur sýnu betur fíngerður, hljóm
rænn og svipblíður skáldskapur en
tilgerðin, sem er sjálfri sér hættu-
leg og bjargar þess vegna hvorki
landinu né heiminum. Þegar sam-
an fer mynd, tónakliður og bygg-
ingarlag, sem er að mínum um-
deilanlega smekk, þá finnst mér
hins vegar Þorsteinn Valdimarsson
mitt skáld — til dæmis í Bláklukk-
um:
Klukkurnar dreymir í dalnum,
þær drúpa bláar í ró
krónum í grasið
í grónum stekkjarmó.
Og hærukolli
þú hneigir sem ein af þeim
alkominn aftur
um óraveg heim.
Og æska þía
kemur álengdar gleymdan stig
í blámanum milda
til móts við þig.
Ég vil segja, að hér sé Þorsteinn
Valdimarsson í essinu sinu. Kvöld-
stef úr grasi lofar einnig fagurlega
höfund sinn:
Daglangt hefur hún mamma
brugðið
mjúkah silfurþráð,
ósýnismöskva í dagsljósinu,
ósýnisgildru í blænum,
lagða á farbraut vængjanna
um loftsins silfurgráð.
Net hennar svignar af villibráð,
netið glitrar af daggax-tárum.
Nú spinnur hún þreytt af gildi’u-
brúnni
silfurvöggusöng,
ósýnisbjartan í kvöldhúminu,
óminnisljúfan í blænum,
um hreiður sem dreymir perlugrátt
á puntsins ruggustöng
dægur sumarsins yndislöng,
dægur sem líða’ út í haf af árum —
um sólkóngulóna sem eilíf bregður
silfurgeislaþráð,
ósýnismöskva lífs og dvala,
ósýnisgildru í blænum,
lagða á brautir stjarnanna
um loftsins silfurgráð.
Net hennar svignar af stjörnubráð,
net hennar glitrar af blóði og
tárum.
Hér gengur Þorsteinn lengra í
tilgerðaráttina, en án þess að skaða
sig á sverðinu, sem hann mundar
stundum í fljótræði. Harpan er
hans hljóðfæri, á hana ieikur
hann eins og Davíð forðum, og þá
skal ég gjarná vera Sál.
Helgi Sæmundsson
Jóhannes Helgi: Hin hvítu segl.
Endurmiimingar Andrésar Pét-
urssonar Matthíassonar. Mynd-
skreytingar gerði Jón Engil-
berts. Setberg. Rvík 1962.
Vestfirzkur sjógarpur, Andrés
Pétursson Matthíasson, rifjar hér
upp endurminningar sínar um
störf og menn heima og erlendis,
en frændi hans, Johannes Helgi,Jóhannes Helgi er slyngur rithöf-
færir bókina í letur. Sögumaður-
inn er harla víðförull, og margt
drífur á daga hans og félaganna.
Mannlýsingarnar verða mér þó
sennilega minnisstæðastar. Það er
gaman að kynnast þeim körlum,
sem Andrés siglir með um
íslandsmiðin og heimshöfin og
segir frá.
Jóhannes Helgi ætlar sér
vissulega mikinn hlut, þegar hann
velur sögunni form. Hann lætur
Andrés dunda við bátinn sinn
undir ævikvöld og rifja upp end-
urminningar sínar. Aðferðin virð-
ist fljótt á litið tilgerðarleg, en
hún hefur mikla þýðingu fyrir
bókina að loknum lestri, sagan
greypist í djúpan ramma. Frá-
sögnin er á snjöllu máli, viðhafn-
arstíll Jóhannesar Heiga fellur
einnig vel að henni, og mun þó
ærinn vandi að láta sér ekki mis-
takast svo stórmannlega tilburði.
undur, sem ræður við tilgerð sína
og hefur séi'stæða tækni á valdi
sínu. Hins vegar munar stundum
mjóu, að slys hljótist af íþrótt
höfundarins. Svona leikfimi
krefst frábærrar þjálfunar. En
Jóhannes Helgi vinnur hér góðan
sigur og sannar ótvírætt, að „Hús
málarans“ frá í fyrra var engin
tilviljun.
Bókin hefst í æsku Andrésar
vestur í Haukadal í Dýrafirði, en
síðan víkur sögunni út á sjóinn og
veraldarhöfin og í heimsálfumar,
því að víða er siglt og margar
slóðir kannaðar. Auðvitað er ég
ekki dómbær á nærri allar stað-
reyndir bókarinnar, veit alls ekki,
hvort frændumir segja satt, ýkja
eða skrökva, en mér er nær að
halda, að þetta muni heiðarlegar
endurminningar. Hispursleysið í
frásögninni vekur traust, og ýms-
ar mannlýsingarnar eru listavel
gerðar. Eg nefni sem dæmi frá-
sagnimar af yfirbragði, fram-
göngu, athöfnum og tilsvöram
Eldeyjar-Hjalta og svipmyndina
af Hannesi Hafstein, þegar hann
leggur til atlögu við landhelgis-
brjótana á Dýrafirði upp á líf og
dauða. En hér gætir ennfremur
svipblíðrar fegurðar og viðkvæmn-
islegrar nærfærni, þrátt fyrir alia
stórmennskuna. Brottfararstundin
í Haukadal minnir fremur á blæ í
grasi eða lygnu á vatni en storm
af fjalli. Samt kemst hún ó-
gleymanlega á framfæri við til-
finninganæman og vandiátan les-
anda. Og þó að Andrés sé óspar
á frægðarsögur af félögum sín-
um og samferðamönnum, þá gleym-
ir hann ekki þeim drengskap og
þeirri vinarlund, sem gerir smátt
stórt.
Þetta er skemmtileg bók, því að
iðulega kryddast frásögnin geð-
felldri fyndni. Kostulegur er sá
atburður, þegar Jón rauði sefur
nóttina af í líkhúsinu í Bordeaux.
Þar hafa sögumaður og bókarhöf-
undur fundið snotra perlu og
bjargað henni rækilega frá
gleymsku.
Mig grunar, að „Hin hvítu segl”
sé í tölu þeiira bóka mánaðarins,
sem eigi sér lífs von fram yfir jól
og nýár.
Helgi Sæmundsson.
b
Bókaforlag Odds Björnssonar
Akureyri sendir frá sér fjöl
bóka fyrir þessi jól, og kennir j
margra grasa að vanda.
Stærsta og íburðarmesta ból
er HNATTFERÐ í MYND (
MÁLI, 190 blaðsíðna bók, sem a
texta hefur að geyma 261 ljósmy:
marga litprentaða. Nafnið ský
innihald ritsins, sem er hið vai
aðasta að öllum frágangi. Fru
útgáfan kom út í Þýzkalandi 195
Jónas Jónsson er með tæplí
200 blaðsíðna bók: ALDAMÓl
MENN. Þar segir frá fimmtán mt
um íslendingum, meðal annai
Einari Benediktssyni, Jóni Trau
og Þorgils gjallanda.
8 12. des. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ