Alþýðublaðið - 12.12.1962, Blaðsíða 16
13 VEIKTUST AF
SKEMMDRIFÆDU
TÞRETTÁN manns vciktust af
matareitrun hér í bænum í síð-
ustu viku. Orsökin fannst fljótlega,
.— skemmd kæfa frá matvöruverzl-
un við Langholtsveg. Ilér fer á
eftir fréttatilkynning, sem blaðinu
tiarst í gær frá Borgariækni um
fætta mál:
ÁFENGIÐ Á
ÍSAFJÖRÐ?
ísafirði 6. des,
ÁFENGIS- og tóbaksvcrzlun
ríkisins liefur nýlega skrifað
báejarstjórn ísafjarðar og
sótt um að fá 600 —1000 fer-
metra byggingarióð á góð-
um stað í bænum.
Fyrirtækið áformar að
byggja á lóðinni verzlunar-
húsnæði, og það sem fyrst,
því útibú þess hér á ísafirði
er til húsa í leiguliúsnæði.
Enn er ekki búið að ákveða
um staðsetningu verzlunar-
hússins, og er málið í athug-
un hjá bæjarstjórninni.
í lok síðustu viku vciktust, að
því að vitaö er 13 manns með ein-
kenni um matareitrun. Enginn
veiktist þó hættulega.
Grunur féll strax á kæfu, sem
keypt var í verziuninni „Ásgeir“
Langholtsvegi 174 liér í borg, og
búin var til í byrjun vikunnar. Var
sala á henni stöðvuð þegar á laug-
ardag, og sýnishorn tekin til rann
sóknar. Kæfan hefur ekki verið til
solu í öðrum verzlunum.
Við rannsóknina liafa nú fund-
izt í kæfunni sýklar, sem valda
matareitrun og nefndir eru (stap)-
gerlar (staphylococcus aurcus).
Matareitrunin orsakast af sérstök-
uni eiturefnum, sem sýklarnir
framleiða, ef þeir komast í mat-
væli. Hins vegar er hér ekki um
smitun að ræða frá manni til
manns.
Ekki er vitað um ncinn, sem
veikzt hefur síðan salan var stöðv-
uð.
Þeir, sem enn kunna að eiga
kæfu, sem keypt var í framan-
greindri verzlun frá miðvikudegi
til laugardags í síðustu viku, eru
hér með varaðir við að neyta
hennar.
Athugun leiddi í ljós. að fram-
leiðsluháttum kæfunnar var í
þetta sinn ábótavant, og ver'ður
framleiðsla ekki leyfð á ný, fyrr en
ráðin hefur verið bót á þeim
göllum.
SJÓSÓKN ERFIÐ
- AFLI TREGUR
ísafirði í des.
STÆRRI bátarnir á Vestfjörð-
om byrjuðu yfirleitt róðra um
mánaðamótin október—nóvember.
I nóvembermánuði stunduðu 43
stórir bátar línuveiðar á Vestfjörð-
um, og auk þess 30 minni bátar, —
(undir 15 lestum)
Tíðarfar var mjög risjótt í mán-
líðinuin og sjósókn því afar erfið.
Engin þorskaganga hefir ennþá
komið á miðin, og hefir aflinn því
verið mjög blandaður, mikið ýsu-
borinn, einnig hefir veiðzt meira
af löngu en áður, og yfirleitt hef-
ir þorskurinn verið mjög smár.
Afli bátanna er nú mjög áþekk-
ur og hann var í nóvember í fyrra.
Jólafundur
Kvenfélagsins
KVENFÉLAG Alþýðu-
flokksins í Reykjavík heldur
jólafund í Iðnó, uppi, ann-
að kvöld ltlukkan 8. —
Fyrst verða rædd félagsmál.
Sýnd verður jólakvikmynd
og þá flytja fjórar ungar
stúlkur samfelida jóladag-
skrá (sögur og ljóð). Félags-
konur! Fjölmenniö stundvís-
lega. •
Aflahæstur Vestfjarðabátanna er
nú Pétur Thorsteinsson, Bíldudal,
með 154,7 lestir í 21 róðri, en í
fyrra var Guðbjörg, ísafirði, afla-
hæst með 145 lestir í 20 róðrum.
Aflahæstu bátarnir á Vestfjörð-
um frá byrjun haustvertíðar til
nóvemberloka eru þessir:
Sigurfari, Patreksfirði, 317,2
lestir í 41 róðri; Guðbjartur
Kristján, ísafirði, 232,1 1. í 34 r.;
Guðbjörg, ísaf., 222,5 1. í 36 r.;
Pétur Thorsteinsson, Bíldudal,
212,5 1. í 29 r.; Víkingur II., ísaf.
191,4 1. í 32 r.; Þorlákur. Bolungar-
vík, 174,0 1. í 29 r.; Guðný, ísaf.
173,7 1. í 32 r.; Einar Hálfdáns,
Bolungarvík, 163,9 1. í 25 r.; Hrönn,
ísafirði, 162,3 1. í 32 r. og Gunnvör,
ísafirði, 161,4 1. í 29 r.
AFLASÖLUR
ERLENDIS
TOGARINN FREYR seldi síldar-
farm í Þýzkalandi í gærdag. Freyr
sigldi með 334 lestir af sild og
seldist það magn fyrir 166.400
mörk. í dag munu þrír íslenzkir
togarar selja afla sinn í Bretlandi
og sennilega mun togskipið Skag-
firðingur einnig selja síldarfarm í
Þýzkalandi í dag.
Flotinn
í vari
ENGIN síldveiði var síðast-
liðinn sólarhring. Veður var
slæmt á miðunum, og gátu
bátarnir ekkert athafnað sig.
Flestir Reykjavíkur bátarn-
ir voru þó á sjó í gær, og
hugöust bíða eftir batnandi
veðri. Veðurstofan spáði í
gær, að veðrið mundi held-
ur lægja í nótt. Fjöldi báta
lá í vari við Reykjanes og
nokkrir munu hafa verið
vestur undir Jökli, til þess
að eiga stutt á miðin, ef veð-
ur batnaði.
S L Y S varð í gær í Nóatúni rétt
ofan við Laugaveg. Þar hljóp lílil
telpa aftur undan strætisvagni og
lenti á bifreið, sem ók suður Nóa-
tún. Litla telpan meiddist tölu-
vert á andliti, m. a. brotnuðu
tennur og varir hennar sprungu.
Óðinn fók
breskan tog-
ara í gær
VARÐSKIPIÐ Óðinn tók í
fyrrinótt brezka togarann
Dinas FD 55 að meintum ó-
löglegum veiðum við Langa-
nes. Var togarinn 1.1 sjó-
mílu fyrir innan sex mUna
mörkin. Óðinn fór með tog-
arann til Siglufjarðar, og
áttu réttarhöld í máli hans að
hef jast klukkan f jögur í gær,
en þar eð símasambandslaust
var við Seyðisfjörð, tókst
ekki að afla nánari frétta af
málinu.
Togarinn mun ekki liafa
veitt neina mótspyrnu við
tökuna. Dinas er nýr togari,
byggður 1956. Hann er 439
tonn.
43. árg. — MiSvikudagur 12. desember 1962 - 175. tbl.
FYRSTA fiskiskipið, sem smíðað
hefur verið úr stáli hérlendis, var
sjósett í gærdag. Skipinu var gef-
ið nafnið Arnarnes, og er það
eign íshúss Hafnarfjarðar. Stál-
smiðjan smíðaði skipið.
Arnarnes var sjósett klukkan
rúmlega fimm í gærdag. Frú
Kristín Flygenring, kona Ingólfs
Flygenring, braut kampavíns
flösku á stefni skipsins, óskaði að:
gæfa og farsæld mættu fylgja:
skipinu alla tíð, og gaf því nafnið
Arnarnes.
Logsuðumaður brenndi síðan
sundur stálhaftið, sem hélt skip-
inu föstu, og síðan rann það hægt
og tignarlega af stokkunum og á
flot, en viðstaddir klöppuðu lof í
lófa.
Arnarnesið er fyrsti fiskibátur-
inn, sem smíðaður er hérlendis úr
stáli. Áður hafa tvö stálskip verið
smíðuð í Stálsmiðjunni, dráttar-
báturinn Magni, og varðskipið Al-
bert. Amarnes er 125 — 130 brúttós
register lestir, ,að stærð. Verður
það væntanlega afhent eigendum
i næsta mánuði, þá fullbúið til að
hefja veiðar. Eigandi Arnamess
er eins og fyrr er getið íshús Hafn
arfjarðar. Myndin er tekin við
skírn skipsins.
SÍÐASTA spilakvöldið hjá
Alþýðuflokksfélagi Reykja-
víkur fyrir jól verður á föstu
daginn kcmur kl. 8,30 í Iðnó.
Góð verðlaun veitt.