Alþýðublaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 4
GUÐNI GUÐMUNDSSON: ERLEND TÍÐINDi
KOMMÚNISTAR hafa verið
íinnum kafnir við að haída flokks-
f>ing undanfarið, jafnt á íslandi
«em annars staðar. Ástæða er til
ílð staldra aðeins við þessi þing,
,f>ví að þau eru í raun og veru miklu
•róðlegri en þing móðurflokksins
'á Moskvu. Þessi erlendu kommún
■ástaþing liafa löngum reynzt miklu
t#ialdbetri mælistika á ástand heims
ákommúnismans, heldur en ein-
áflrægni sú, sem manni er a.m.k.
^gefið í skyn að ríki í flokksþingun-
*um í Moskvu, þegar Tass er búið
«0 gefa fréttina út.
Þó að þing Sósíalistaflokksins
•lér sé sagt hafa verið fróðlegt,
. .f>á mun meira græða á því að at-
' áhuga hvað gerzt hefur á þingi í-
áalska kommúnistaflokksins, sem
•enn mun vera einhver stærsti
-'ftommúnistaflokkur utan austur-
•ilakkarinnar. Það skilur fyrst og
«fremst á milli kommaþinganna
-austan tjalds og vestan, að fyrir
■eustan fara ekki fram venjulegar
•ýðræðissinnaðar kosningar og því
•cngin ástæða til þess fyrir flokk-
-ana þar að reyna að blekkja fólk
■áil fylgis við sig. Þeir eru við völd
«og því virðist enginn geta breytt.
Fyrir vestan tjald þurfa komm-
«únistar hins vegar ennþá að taka
aiokkurt tillit til kjósenda, ef þeir
•eiga yfirleitt að geta haft nokkur
-áhrif. Þeim er því nauðsynlegt að
-taka afstöðu til allskonar hluta,
*em austurblokkirnar geta látið
•önd og leið. Þeir þurfa að koma
«fram með einhverja st<jfnuskrá,
scm líklegt er, að hinn almenni
fcjósandi geti fellt sig við. Á sama
•iátt eru þeir líka miklu móttæki-
•egri fyrir öllum veðrabrigðum >
•icimaflokknum, svo að þeirra fer-
•11 vill oft líkjast einna mest því,
að einhver Houdini gengi á kaðli
yfir hyldýpi.
Alls konar hyldýpi hafa opnast
■við fætur kommúnistaflokkanna á
-vesturlöndum, sérstaklega liin síð-
ari ár, og hefur þeim tekizt mis
jafnlega að fóta sig á línunni. Þau
hyldýpi, sem enn eru hvað fersk-
ust í minni eru, Ungverjalands-
ævintýrið og afhjúpun Stalíns sem
hins mesta fóls. Bæði þessi mál
höfðu gífurleg áhrif á fylgi flokk
anna vestan tjalds og töpuðu þeir
bæði félögum og fylgi vegna þess
ara mála, svo að þeir hafa ekki náð
sér síðan.
Tvennt hefur aðallega vakið at-
hygli í sambandi- við ítalska komm
únistaþinglð/í fyrsta lagi afstaðan
til hins opinbera klofnings, sem orð
inn er með Rússum og Kínverjum
og hins vegar afstaðan til Efna-
hagsbandalags Evrópu. Það virðist
enginn efi á því, að Togliatti naut
fullkomins stuðnings alls þorra
flokksmanna, er hann í ræðu sinni
tók skýlausa afstöðu með Rússum
gegn Kínverjum bæði að því er
varðáði Kúbumálið og stríð Kín-
verja og Indverja. í þessu máli
virðist ekki hafa verið neinn veru-
legur ágreiningur enda snertir
hvorugt málið hinn almenná
flokksmann verulega. Það er hins
vegar ekki ólíklegt, að einhverjir
kreddumenn eigi bágt.
En það er hins vegar afstaðan til
Efnahagsbandalagsins, sem hinir
vestrænu kommúnistar eiga erfið-
ara með. Rússar hafa útgefið þá
línu, að Efnahagsbandalagið sé
ekkert annað en hin efnahagslega
hlið NATO og sé því frá hinum illa.
Telja þeir bandalagið beinlínis sett
til höfuðs verkamönnum og laun-
þegum og skírskota mjög til þjóð-
erniskenndar manna og telja, að
heimskapítalisminn sé af alkunnum
kvikindisskap að reyna að afmá
smjáþjóðir Evrópu, og jafnvel hin
ar stærri líka.
Þessa línu hafa kommúnistaflokk
arnir á vesturlöndum gleypt, það
er að segja í þeim löndum, sem
enn standa utan við bandalagið,
en hafa annað hvort staðið í samn-
ingum við það, eða fylgzt með fram
vindu mála, sbr. Bretland og ís-
land.
En þessi lína gengur bara ekki í
löndum, eins og Ítalíu, eða t.d.
Frakklandi, þar sem verkamenn
eru þegar farnir að finna fyrir á-
gæti markaðsins í launaumslögum
sínum. Má t.d. benda á það í þessu
sambandi, að varla gat heitið, að
franskir kommúnistar minntust á
Efnahagsbandalagið í nýafstaðinni
kosningabaráttu þar í landi.
Þó mun aðstaðan til að fylgja
Moskvu í þessu máli enn verri á
ttalíu, þar sem sumir verkalýðs-
leiðtogar kommúnista hafa þegar
séð að það er hreint pólitískt sjálfs
morð að vera að berjast gegn
bandalaginu í landi, þar sem lifs
kjör verkamanna hafa stórbatnað
einmitt vegna aðildar-að því. Hafa
sumir kommaleiötoganna gengið
svo langt að heimta, að vlð því sé
gengizt opinberlega af flokknum,
að bandalagið sé gott fyrir ítalska
verkamenn.
Það er því augsýnilega um árekst
ur að ræða innan kommúnista-
flokkanna í fleiru en samskiptum
;Kínverja og Rússa.
Sumir hafa talið sig sjá votta
fyrir einhverjum tilraunum komm
únista úti í Evrópu til að koma á
þjóðfylkingum að nýju og byggist
sú hugmynd sennilega í hinni tak
mörkuðu samvinnu andstöðuflokka
de Gaulle í frönsku kosningunum
um daginn. Ekki eru þó miklar lík
ur fyrir því, að slíkar hugmynd
nái fram að ganga, sízt af öllu á
Ítalíu, þar sem Nenni sósíalistar
hafa nýlega brotizt úr liinum nánu
faðmlögum sínum við Togliatti.
Enda lýsti fulltrúi flokks Nennis,
sem boðinn var í þing ítalska komm
únistaflokksins á dögunum, því yf
ir, að ekki væri neinnar breytingar
að vænta á stefnu flokks síns og
það gæti jafnvel svo farið, að sam
vinnunni við kommúnista yrði líka
slitið í bæja- og sveitastjórnum,
þar sem hún stendur enn að mjög
verulegu leyti.
Margt býr í þokunni
FYRRA bindið af endurminn-
•ngum Kristínar Kristjánsson
kom út í fyrra. Sú bók r akti mikla
-atliygli og umtal, enda var hér
Tnjög óvenjuleg kona á ferðinni. Nú
-er Kristín látin. Hún lézt vestan
liafs á skírdag, en þar hafði hún
verið í heimsókn til þess að hitta
hörn sín, sem þar dvelja. Áður
höfðu þau Hagalín rætt til fulls
mm það, sem átti að koma í seinna
bindi endurminninganna. Hagalín
-ritar formála fyrir bókinni og seg-
ir frá viðhorfum sínum og per-
sómdegri reynslu gagnvart þess-
-ari furðulegu konu. Manni' skilst.
að hann hafi ekki áður kynnst svo
heilagri manneskju. Hún lifði ein-
göngu fyrir aðra. Bókin er mikið
■vetk — og liún hefur sterkan boð-
sskap að fiytja. Nú er í hefð að
skrifa um andlega reynslu, mið-
ilshæfileika, sýnir, skyggni og þar
fram eftir götunum. Eg skil ekki,
að nokkur bók sé jafnmikil sönn-
un fyrir því sem við köllum dul-
arfullt og þessi saga Kristínar er.
Eg hef alla tíð verið mikill efa-
semdarmaður. En mér dettur ekki
einu sinni í hug að bera brigður
á það sem Kristín segir. Það, sem
fyrir hana liefur borið á langri
ævi er staðreynd fyrir hana. Það
efast maður ekki um. Öll hennar
andlega reynsla er svo mikilfeng-
leg, að maður þorir að fullyrða,
að hún hafi verið ein hin merk-
asta kona, sem uppi hefur verið
hér á landi. í.sámbandi við þessa
sögu af andlegri reynzlu liennar
eru birt nöfn fjölmargra manna
lífs og liðinua, sem hún ræddi
við og sagði þeim fyrir óorðna
hluti eða birti þeim myndir af
liðnum atburðum. Hér er alls ekki
um neinn samtíning að ræða, ó-
merkilegar smásögur af höggum,
brestum, draugum eða hvað sem
menn vilja kalla það. Ég hef al-
drei lesið neitt þessu líkt, og
þess vegna má víst segja, að frá-
sagnir Kristínar séu mér opinber-
un. Ef til vill geta vísindin ein-
hvern tíma skýrt þessi furðulegu
fyrirbrigði, en þeim get ég ekki
lýst. Ekkert nægir annað en að
lesa um þau. í fyrra bindinu eru
sagðar nokkrar sögur af þessu, en
lífshlaup Krístínar var þar aðal-
atriðið. Sagnir hennar af andlegri
reynslu sinni er hlns' Vegar megin-
ásinn í þessari bók.
vsv.
MERKIR IS-
LENDINGAR
BÓKFELLSÚTGÁFAN liefur
á ný hafið útgáfu á ritgerðum
um íslenzka menn undir nafn-
inu: Merkir íslendingar. Kom
ið er út fyrsta bindið í þessum
flokki og býr séra Jón Guðna
son fyrrv. skjalavörður það til
prentunar.
Galdramál-
in í Thisted
Gjafabók Almenna bókafé-
lagsins er að þessu sinni Galdra
málin í Thisted eftir bókamann
inn mikla Áma Magnússon.
Hefur þessi merkilega bók ekki
komið út áður á íslenzku. Hef-
ur Andrés Björnsson annazt
þýðingu hennar og ritað for-
mála fyrir henni.
Bókin kom fyrst út í Kaup-
mannahöfn 1699 (2. útg. 1891)
en tilefni hennar voru galdra
mál, sem áttu sér stað í sveita-
þorpinu Thisted á Norður-Jót-
landi og hófust 1696, þegar sókn
arpresturinn þar á staðnum
lýsti yfir í heyranda hljóði, að
kona í söfnuði hans væri djöful
óð. Dró þessi lýsing þann langa
slóða, sem lýst er í bókinni.
Andrés Björnsson segir m.a.
í formála sínum:
„Minna má á, að þessi mál
hófust um sama leyti og hinn
frægi íslenzka galdratrúarprest
ur, séra Jón Magnússon á Eyri
i Skutulsfirði var að hverfa af
dögum, háaldraður, en honum
hafði þá fyrir 40 árum tekizt
að fá tvo menn brennda fyrir
galdur og síðan ritað sína
dæmalausu Píslarsögu, sem er
víst einstök heimild um viðhorf
og röksemdir galdratrúarmanna
og hversu heilbrigð skynsemi
laut í lægra haldi gagnvart
þeim trúarbrögðum.
í ritinu um galdramálin í
Thisted kveður við allt annan
tón, en íslendingar mega vera
upp með sér af því að einnig
þar hélt landi vor á pennanum,
ungur lærdómsmaður, rökfim-
ur og fjölvís. Þessi maður var
Árni Magnússon. í þessari bók
kveður sér hljóðs rödd raun-
hyggju og rökhyggju gegn mold
viðri galdratrúarinnar."
Galdramálin í Thisted hefur
verið nefnd merkilegasta saka
málasaga, sem sé til á dönsku,
enda gefur ritið ekki einungis
glögga mynd af gangi málsias
fyrir dómstólunum, heldur einn
ig af hugsunarhætti æðri sem
lægri stétta fólks í Danmörku
um aldamótin 1700 og er hinn
merkilegasti aldarspegill.
Bókina prýða nokkrar gamlar
galdramyndir og ljósmynd af
titilsíðu fyrstu útgáfu hennar
er gegnt tililsíðu. Prentun hef
ur annazt Félagsprentsmiðjan
h.f.
í bókinni eru ritgerðir um
eftirtalda menn: Skafta Þór-
oddson lögsögumann, Björn
Einarson Jórsalafara, Jón Árna
son biskup í Skálholti, Séra
Snorra á Húsafelli Þorleif Guð
mundsson Repp, Hannes Step-
hensen prófast, Jörgen Pétur
Havstein amtmann, Jón Borg-
firðing, Þorgils Gjallanda, skáld
Guðmund Magnússon prófessor,
Pétur Jónsson frá Gautlöndum,
og Magnús Guðmundsson ráð-
herra.
Ritstjóri verksins segir í for-
mála, að nefna megi þrjú atriði
þar sem hafður er annar háttur
en hafður var í fyrri bindum. í
fyrsta lagi seilzt lengra aftur
í tímann, þar sem birt er nú
ævisaga eins manns, er uppi var
á söguöld og annars frá miðöld
sögu vorrar, þá eru myndir
prentaðar á sérstaklega valinn
myndpappír, og loks er nafna-
skrá að bókarlokum og mun
svo verði í hverju bindi, sem á
eftir koma.
Bókin er 339 blaðsíður að
stærð, prentuð í Odda.
2 barnabækur
KOMNAR eru út hjá Menn-
ingarsjóði tvær barnabækur,
Spói eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson
og í lofti og læk eftir Líneyju
Jóhannesdóttur. Ólafur Jóh.
Sigurðsson samdi á unga aldri
tvær barnabækur, sem orðið
hafa ákaflega vinsælar. Heita
þær Við Álftavatn og Um sum ,
arkvöld. Spói er ný barnabók
eftir Ólaf sem áreiðanlega verð
ur jafnvinsæl. Helga -Svein
björnsdóttir hefur gert mynd
ir í bókina.
Hin barnabókin sem komin
er út hjá Menningarsjóði er
falleg bók um fuglalífið, sem
yngstu lesendurnir hafa áreið
anlega gaman af. Barbara Árna
son hefur gert myndir í bókina.
Dýrt spaug
ÚT ER komin bókin „Baksvip-
ur mannsins” eftir Guðmund
L. Friðfinnsson, gefin út af ísa-
foldarprentsmiðju. í bókinni
eru 10 smásögur, sem bera heit-
in: í þokunni. Baksvipur manns
ins, Á biðstofunni, Lykkjuföll,
Jarðarför eftir pöntun, Sam-
býli, Húsið, Myndin. Yðar ein-
lægur og Saumspretta.
Eftir Guðmund L. Friðfinns-
son hafa áður komið út sjö
bækur, og liefur hann ávallt
hlotið góða dóma. Síðasta bók
hans kom út 1961 og hét hún
„Saga bóndans í Hrauni”. Sú
bók er nú að heita má uppseld.
„Baksvipur mannsins” er 168
blaðsíður í vandaðri útgáfu.
■4 13. des. 1952 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ