Alþýðublaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 16
sænsk-íslenzka félagið held- ur. Sú, sem verður Lúcía að þessu sinni, heitir Eva Lar- son frá Gautaborg. Hún er á myndinni með kórónu á höfði og kertakrans. Hátíðin verður haldin í kvöld í kjall ara Þjóðleikhússins. MYNDIN er tekin í gær í Þjóðleikhússkjallaranum, en þá fór fram siðasta æfing fyrir Lúcíuhátíðina, sem Karl Nilsson segir: Samstarf við Loft ieiði væri bezta lausnin fyrir SAS Hlíf vítir bæj- arútgerb Hafn- arfjarhar Stokkhólmi, 12. desember. ,,SÍENSKD blöðin ræða mikið "SAS-Loftleiðamálið enda kom margt nýtt fram á blaöamanna- í fuhHinuni, sem haldinn var hér í Stókkhólmi í gær með sir Willi- om Hildred, framkvæmdastjóra 1ATA og Kari Nilsson, forstjóra SAS. Á fundinum sagði Karl Nils- son m. a., að skynsamlegasta láusnin á deilu SAS og Loftieiða vajri sú, að félögin tækju upp sam starf sín á milli og samstarf við C/Oftleiði væri bezta lausnin fyrir ' SAS. Hann sagði, að Loftleiðir hefðu lagt til, að farmiðar fram og aftur yrðu látnir gilda til jafns •dbj.á flugfélögunum, en SAS vildi «Uki fallast á þá tillögu fyrr en samstarf væri komið á á milli flugi’élaganna. Karl Nilsson minnttst á það, að höhiið gæti til mála, að fljúga til tírænlands með lægri fargjöld- SÍÐASTA spilakvöldið hjá Alþýðuflokksfélagi Reykja- j; yíkur fyrir jól verður á föstu daginn kemur kl. 8.30 í Iðnó. Benedikt Gröndal, alþing- ismaður flytur ávarp. Góð verðlaun veitt. um, sökum þess, að slíkt gæti tal- izt innanlandsflug í Danmörku, en þaðan yrði svo flogið til Ameríku á IATA-taxta. Með þessu móti yrðu fargjöld SAS lækkuð í sam- ræmi við fargjöld Loftleiða. Nils- son sagði á blaðamannafundinum, að Loftleiðir væru dugandi flug- félag, og SAS mundi, ef það væri í sömu aðstöðu og Loftleiðir, haga sér nákvæmlega eins. Sir William Ilildred sagði m. a., að verðstríð SAS og Loftleiða gæti leitt til gjaldþrots margra flugfélaga. Ef samningar næðust ekki fyrir 31. janúar væru líkindi til þess að frjálst verð gilti á leið- inni frá 1. apríl, — en reynt yrði að komast að endanlcgri niður- stöðu á Þarísarfundinum í janúar. Athugandi væri, að veita SAS ^ einkaleyfi til þess að fljúga á; skrúfuvélum yfir Atlantsliaf með Iægri fargjöldum, en ÖLL FLUG- FÉLÖGIN í IATA þyrftu að samþykkja veitingu þessa einka- leyfis, ef það ætti frain að ganga. Sir William Hildred notaði stór orð um Loftleiði og gekk jafnvel svo langt að kalla Loftleiði „þjófa”. Ilann sagði, að Loftleiðir fl.vttu næstum eins marga farþega og SAS yfir Atlantsliaf, þótt á ís- Iandi byggju aðeins 200 þúsund manns, en á Skandinavíu 15 millj- ónir. En sir William Hildred taldi „glæp” Loftleiða í því fólginn að flytja farþega frá öðrum löndum en íslandi til og frá Ameríku, — sem sé, að þeir „rændu” farþeg- um, sem aðrir hefðu rétt á. I sænsku blöðuniun er, eins og fyrr segir, mikið skrifað um déilu flugfélaganna, en; einkum er jj>ar um að ræða frásagnir af blaða- mannafundinum í gær. — Önnur ný sjónarmið hafa ekki komið frain í þessu máli. Ilaraldur. A FUNDI í verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði sl. sunnudag var meðal annars rætt um framkomu Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar við verkamenn, sem unnið hafa í fyr- irtækinu. Voru aðfarir ráðamanna bæjarútgerðarinnar gagnvart verkamönnum víttar harðlega. Eftirfarandi tillögur voru m. a. samþykktar: „Eitt af aðalsmerkjum lýðræðis þjóðfélags er skoðanafrelsi þegn- anna. Þessvegna hlýtur hver sannur lýðræðissinni að fordæma allar að- gerðir, er miða að því, að hefta skoðanafrelsi, eins og t. d. með þvl að svipta menn atvinnu vegna stjórnmálaskoðana. Fundurinn þakkar þeim verka- mönnura Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar, sem mótmælt hafa upp- j sögn verkstjóra síns, með því að ■ segja sjálfir upp vinnu. Fundurinn skorar á hina nýju ráðamenn Hafnarfjarðarbæjar, að virða skoðanafrelsi manna, og lát gjalda stjórnmálaskoðana sinna”. „Fundur haldinn í Vmf. Hlíf skorar á Útgerðarráð Bæjarútgerð- ar Hafnarfjarðar að atbuga mögu- lcika á þvi við stjórn Eimskipafé- lagsins þegar þau koma til Hafnar fjarðar”. Þá voru bomar fram ýmsar til- Iögur varðandi væntanlega samn- inga við atvinnurekendur — þeim tillögum var vísað tO stjórnar Hlífar. Nánar verður skýrt frá umræð- um í blaðinu á morgun. — STORAUKIN FRAMLOG Tll ATVINNUMÁLA OG SKÓIA FJARVEITINGANEFND hefur nú skilað áliti um fjárlagafrum- varpið. Meiri hluti nefndarinnar gerir tillögur um allmiklar breyt- ingar á frumvarpinu, bæði til hækkunar á gjaldaliðum og tekna- liðum. Nefndin segir í áliti súiu, .að fjárlagafrumvarpið sýni það, að enn sé gætt fyllsta spamaöar í rekstri ríkisins og stofnana þess. Þrjú álit komu frá nefndinm. Jólafundur Kvenfélagsins KVENFÉLAG Alþýðu- flokksins í Reykjavík heldur jólafund í Iðnó, uppi, í kvöld kl. 8. Fyrst verða rædd félags- mál. Sýnd verður jólakvik- mynd og þá flytja fjórar ung ar stúlkur samfellda jóla- dagski-á (sögur og Ijóð). Fé- lagskonur! Fjölmennið stund víslega. Eitt frá fulltrúum stjómarflokk- anna, sem skipa meirihluta nefnd- arinnar, annað frá Framsókrjar- flokknum og hið þriðja frá Al- þýðubandalaginu. í áliti meiri hluta fjárveitinga- nefndar segir m. a. svo: Nefndin er sammála um þær ’breytingartillögur, sem fluttar eru á þskj. 175 sameiginlega af allri nefndinni, en fulltrúar Fram- sóknarflokksins og Alþýðubanda- lagsins hafa þó áskilið sér rétt til að flytja og fylgja breytingar- tillögunni við einstaka liði_ frv. og liinar sameiginlegu tillögur nefndarinnar. Nefndin hóf athugun á frv. 17. okt. og hefur síðan lialdið 42 fundi um málið auk margháttaðra viðræðna og athugana utan funda. Nefndin hefur athugað og fjallað um á sjöunda hundrað bréfa frá ráðuneytum, ríkisstofnunum, fé- lagasamböndum, félögum og ein- staklingum. Ennfremur var rætt v.ið forstöðumenn margra stþfnana ríkisins og eftir því sem uiínt var við fjölmarga aðra, sem öskuðu viðtals við hana. Nefndin liefur hraðað störfum sínum, svo að unnt verði að afgreiða fjárlög endanlega fyrir áramót. Afgreiðsla frv. er við það miðuð að hækka gjaldaliði frv. ekki meira en svo, að það rúmist innan þeirrar hækkunar, sem talið er fært að gera á tekjuhlið frv. cftir þeim upplýsingum, sem nú eru tiltækar um afkomu þessa árs. Af þéim sökum hefur ekki verið unnt að koma til móts við óskir um aukin fjárframlög til ýmissa mála, sem nefndarmenn hefðu þó gjarnan viljað styðja. Framh. á 3. síðu Frestað! AF óviðráðanlcgum orsök- um verður að fresta hverfis- stjórafundinum, sem átti að vera næstkomandi föstudags kvöld. Hann vcrður lialdinn eftir áramót. GÍ]££MÖ) 43. árg. — Fimnuudagur 13. desember 1962 — 176. tbl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.