Alþýðublaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.12.1962, Blaðsíða 7
1. APPELSÍNUKAKA í norsku kökuuppskriftarbókinni Kaker til fest er margt góðra upp skrifta. Bókin er byggð þannig upp, að gefnar eru nokkrar grunn uppskriftir, sem síðan er byggt á. Flestar húsmæður munu hafa þá reynslu, að einna erfiðast er að ákveða, hvað á að baka — þeg ar það er fastákveðið er mesti vandinn leystur. Við ’gefum hér uppskrift af mjög góðri svamp tertu og síðan uppskrift of ýms um kremum, sem nota má á svamptertuan, sem síðan er skreytt eftir smekk hverrar og einnar húsmóður. I>annig má út- búa margs konar tertur, sem eru gjörólíkar, þótt svamptertubotn sé í þeim öllum. Ef til vill er það að bera í bakkafullan lækinn að birta svamptertuuppskrift, því að flest ar húsmæður þekkja einhverja slíka, — en allur er varinn bezt ur, — ef einhver skyldi vera ný- byrjuð í búskapnum t. d. Svampterta. 3 egg, 180 gr. sykur, 3/4 dl. kalt vatn, 100 gr. kartöflumjöl, 100 gr. hveiti, IV2 tsk. lyftiduft. Þeytið eggin og sykurinn svo vel, að skrifa megi í það. Sigtið hveitið og sykurinn, hrærið það hratt í. Látið deigið í vel smurt mót og sleikið með sleiki upp með börmunum, þá hefar kakan sig jafnt og vel. Látið hana inn í kaldan ofn og bakið við meðál hita í um það bil hálftima. Sítrónukrem. 4 dl. vatn, 250 gr. sykur, 2 eggjarauður, 3-4 msk. kartöflu- mjöl, safinn úr 2 sítrónum, börk ur af 1 sítrónu, 2 msk. smjör. Setjið allt í pott og hrærið í þar til suðan kemur upp. Hrærið í öðru hvoru meðan kremið er að kólna. Hálf uppskrift nægir á eina tertu, — sém skreytt er með rjóma og látið á milli í lögum, krem og rjómi. Fallegt er að lita svolítið af kréminu sterkgult með eggjagulu og smyrja því ofan á kökuna ,en sprauta rjóma í kring. Eggjakrem með matarlími. 3 dl. rjómi, 3 eggjarauður, 3 msk. sykur, 3 blöð matarlím. Þeytið rjómann og þeytið eggin. Blandið þessu saman, setjið í dropa eftir smekk og loks bætið þið í uppleystu matarlíminu. sínuskífum, en mælt er með þvf í bókinni að smyrja hana að ofan með lituðum glassúr (t.d. græn um) og strá á hliðarn- ar ristuðum möndlum. Möndl- urnar eru afhýddar og hakk- aðar (það má alveg eins nota bamba-bökunarhnetur) og siðan ristaðar á pönnu. Kakan er smurð með rjóma á hliðunum og á rjóm ann er dreift ristuðum möndlum (eða hnetum). Glassúrinn er bú inn til á venjulegan hátt, — með því að hræra flórsykur út í vatni — gjarnan má bæta í hann drop um; í þessu tifelli ef til vill safa úr appelsínum, — annars t.d. rommessens. Eggjakrem nr. I 4. dl. rjómamjólk, 3 msk. hveiti Vt vanillustöng, 3 eggjarauður, 2 msk. sykur. Búið til hveitijafn ing úr mjólkinni og hveitinu og látið vanillustöngina í, hrærið f þar til sýður og látið sjóða í 5-10 mínútur. Takið stöngina upp úr. Mokka- eða súkkulaðikrem. - 3 dl. vatn, 70 gr. hveiti 1 eggja- rauða, 200 gr. smjör, 100 gr. syk ur, vanillusykur, 1 dl. kaffi, 2 dl. vatn, — eða 70 gr. súkkulaði og 1 msk. vatn. Vatn og hveiti sjóði f 5 mín. og bætið síðan í það eggjarauð- unni. Þeytið saman smjörið og sykurinn og hrærið hveitisósunni varlega saman við. Bætið í kaff inu eðá súkkuláðinu, sem brætt hefur verið í vatninu. Ef kremið vill skiljast setjið það þá snöggv ast yfir hitann og hrærið í því þar til það er orðið jafnt aftur. Þessi bragðbætiefni er unnt að velja á milli í hin ýmsu krem Vanillu, kaffi, kakó, súkkulaði, karamell, essenser ýmis konar, vín. Uppskriftir af ýmsum öðrum kremum eru í þessari bók, en næst skulum við snúa okkur að annarri grunnuppskrift fyrír tert urnar, því að margar eru orðnar leiðar á svamptertunum. 2. NAPÓLEONSKAKA Þeytið eggin og sykurinn og hrærið því varlega út í hveiti- jafninginn. Eftir þetta má krem ið ekki sjóða. Hrærið í því öðru hvoru meðan það er að kólna. Ef vanillustöng' er ekki fyrir hendi þá má nota hvaða dropa sem vill. Eggjakrem nr. 2 4 dl. mjólk, 2 eggjarauður, ‘2 msk. sykur, lVi msk. kartöflu- mjöl. Blandið þessu öllu saman og hrærið í þar til sýður. Hrærið í öðru hvoru, meðan það er að kólna. Bætið í dropum1, eftir smekk. Tertudeig. 100 gr. hveiti, 100 gr. smjör, ca. 1 dl. vel súr mjólk. Linið smjörið, sigtið hveitið og hrærið súru mjólkinni út í hveitið. Látið deigið á borðið og fletjið það út þannig, að það sé þykkast í miðj- unni. Látið allt smjörið á miðj una og brjótið deigið yfir eins og verið sé að brjóta servíettu. Fletj ið það út og brjótið það svona sam an tvisvar sinnum. Látið deigið standa á köldum stað í að minnsta kosti hálftíma. Fletjið síðan deigið út þar tií það er um 4 cm. á þykkt og mót ið það eftir vild. Napóleonskökur. 2 uppskriftir tertudeig — 1 uppskrift eggjakrem með. matar- líini, 1 uppskrift glássúr með rommbragði. Glassúr með rommbragði: 125 gr. flórsykur, 1-lVi msk. vatn. rommessens, litur. Hrærið flór- sykurinn með vatni og romm- essens. Gætið þess, að glassúr- inn verði ekki of þunnur. Búið til tertudéig og fletjið það út í langan rétthyrning. Skiptist í tvennt. Pikkið, bakið og kælið. Látið eggjakrem á aðra lengjuna, en glassúr á hina, — ' og látið hana ofan á. Skerið hæfi lega stórar kökur, notið hárbeitt an hnif og skerið varlega svo að kremið komi ekki úr. Napóleons kökur eru beztar stökkar. Þess vegna má ekki setja kremið í þær fyrr en rétt áður en þær eru bornar fram. Eplakaka. 3 1 uppskriftir tertudeig, epla- mauk 6 dl. rjómi, 1 tsk. vanillu- sykur. Búið til deig og fletjið það út. Skerið út kringlóttar kök ur, sem allar eru misjafnlega stór ar t.d. 30-26-22-16-10 cm. í þver- mál. Penslið með eggjum og strá ið dálitlum sykri ofan á.Pikkið og bakið. Kælið. Fyllið kökuna eins og lagköku með eplamauki og stífþeyttum rjóma, rétt áður en á að bera hana fram. Hér kemur þriðja deigtegund- in, — smjördeig, 250 gr. hveiti, 125 gr. sykur, 125 gr. smjör, 2 tsk, lyftiduft, 1 egg. Smjöri og hveiti er núið saman, setjið í sykurinn, lyftiduftið og hálfþeytt eggið. Hnoðið, þar til deigið er jafnt. ‘ Furstakaka. Fyrsta uppskrift smjördeig. •Möndlufylling: 250 gr. möndi- ur eða 125 gr. möndlur og 125' gr. muldar tvíbökur, 250 gr. flór- sykur, 2 egg, 1—2 msk. vín eða vatn. Möndlurnar eru afhýddar, muldar og síðan er þeim bland- að saman við flórsykurinn. Eggin þeytt og þeim hnoðað saman við. Ef deigið er þykkt, bætið þá í vatni eða vini. Notið kringlótt mót. Fletjið %>' deigsins út í hring, sem er cm. stærri en bötninn á köku- mótinu. Leggið deigið í mótitf/ þannig, að það nái 3 cm. upp. með börmunum. Látið möndlu- massann á. Fletjið út það, sen>' eftir er af deiginu og skerið þaO’ í 1—V/2 cm. breiðar ræmur mcðt' kleinujárni. Leggið það yfir kök- una, þannig að það myndi litlí> ferhyrninga - (ræfurnar eru lagð-- ar langs og þvers). Penslið mcf>: eggi og bakið kökuna í 30—40 mínútur við um það bil 200 gráðu hita. Kælið og losið hanr>- varlega úr mótinu. í stað mönch*» massa má eins fylla kökuna mctt* eplamauki, apríkósumauki, sveskjumauki eða sultu. _______ Loks er uppskrift af brúnniÞ rúllutertu: 3egg, 125 gr. sykur, 30 gr. kartöflumjöl, 50 gr. hveiti, 1 tsk. lyftiduft, 40 gr. súkkulaði, 1 msk. sjóðandi -vatn, % upp- skrift smjörkrem (sjá þar). Þeytið eggið, bræðið súkkulað- ið og bætið í og sigtuðu hveitim*< með lyftiduftinu. Bætið bragðefr* um í smjörkremið, — að vild, með víni, konjakkessens eða vanillusykri. Smyrjið kreminu (* kökuna og rúllið henni fast sam - an. Nokkrar almennar reglur un* rúllutertubakstur. Rúllutertur á að baka í aflöngc* móti með smjörpappír á botn- inum eða í pappírsmóti. Tví- smyrjið mótið og pappírinn. Bak- ið kökuna í miðjum ofninum * um það bil 10 eða 20 mínútur við 180—200 gráðu hita. Rúllu- tertur með smjöri í, eru lengur- að bakast en hinar. Hvolfið kök- unni á sykraðan smörpappír, Losið pappírinn af og hvolfií^ mótinu yfir kökuna. Látið kyrrt, þar til kakan er orðin köld en. smyrjið þá kreminu jafnt á mc3' pönnukökuspaða, — eða hníf, Rúiiið tertunni varlega saman. Rúllutertur með sultu á að vefja- saman strax og þær koma úi* ofninum, rúUutertur með smjcri í deiginu eru alltaf beztar, þegai- þær hafa geynizt í nokkra daga. 3. EPLAKAKA Appelsínukrem. Búið er til eggjakrem frómasía) og bætið í það safanum af tveim appelsínum, bætið í ofur litlu af sykri og 1 blað af matar- lími. Appelsínutertu skreytið þið með rjómastrimlum og appel Smjörkrem. 200 gr. smjör, 100 gr. sykur, 1 eggjarauða, 4 msk. vatn. Þeytið saman smjörið og sykurinn, þar til það er orðið ljóst og létt. Hrærið saman við eggjarauðuna. Látið dropa í eftir vild. EINKUM FYRIR KVENFÓLKIÐ Almennar reglur um tertudeig. Tertudeig á að búa til á köld um stað. Deigið dregst saman og þess vegna á'að gera ráð fyrir því. Látið deigið á kalda ósmurða plötu,. Penslið það með eggjum og pikkið það. Bakizt í miðjum ofninum við um það bil 225 gr.: í um það bil 15 min. Tertur úr tertudeigi eru alltaf beztar ný bakaðar. - Úr tertudeig má búa til margs konar kökur. Til dæmis: ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. des'. 1962 J UiCiAJtrOUYqjA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.