Alþýðublaðið - 18.12.1962, Page 3
BOÐIÐ TIL
ÞÁTTTÖKU
MMwtMwwwHiwmwwimwmwwMiw
Eitthvað fyrir unga fólkið
BORGIN ber nú svip þess, að
jólin nálgast. Ljós og lyng og greni
vekja dag hvern athygli vegfar-
enda á því að hátíð er í nánd.
Skreyting verzlana í gluggum með
margs konar glysi og gnægð góðra
muna minnir hvern mann á jóla-
gjafir.
En hjá því verður varla komizt,
að allur sá íburður vekji nokkra
umhugsun og spurningar hjá hverj
um þeim, sem þekkir söguna góðu
um fátækt barn, sem vafið var reif
um og lagt í jötu, ef sú saga er orð
in lionum harla kær.
Þetta stingur allt svo mjög í
stúf við helgi fyrstu jóla, fátækt-
ina í fjárhúsi í Belehem. Er fæð-
ingarhátíð hans, sem gerðist fátæk
ur'vor vegna til þess að vér auðg
uðumst af fátækt hans nú orðin
verzlunarhátíð hjá mér’
Eitt hefur jafnan að undanförnu
þessa daga í desember, glatt mig
öðru fremur, af því sem setur
jólasvip á Reykjavík, auk jóla-
trjánna stóru. Og þetta er jólapott
ur Hjálpræðishersins, samskota-
báukur hans. Hann lætur lítið yfir
sér og er ekki fyrirferðarmikill í
aðal-verzlunarhverfinu, enda ekki
séttur þar í gróðaskyni. En hann
mætti samt vekja til umliugsunar
Margir eru þeir, sem litlar eða
engar jólagjafir fá, einmitt þeir,
sem helzt þyrftu þeirra við. Þeir
eru margir, sem cíaprir eru og
einmana og gleymast,, einmitt þeir
sém helzt þyrfti að gleðja. Og
þarna stendur í strætinu lítil, hóg
vær áminning um það. Það er hið
sanna jólahald, að líkna þcim, sem
líknar þurfa, gleðja hrygga, styðja
veikburða, rétta beim hönd, sem
hefur hrasað. — Öll vitum við, að
það er í anda hans , sem gaf mönn
unum heilög jól, að halda hátíð
riieð kærleika í huga til meðbræðra
í þrengingum.
Þegar við sjáum jólapottinn frá
Hjálpræðfehernum, mættum við
renna þakklátum huga til þeirra
manna, sem gefa okkur tækifæri
til að veita nokkurn glaðning, og
án þess að láta okkar að neinu
getið, óþekktum bróður eða systur,
sem við ekkert vitum annað um
en það, að hann þarfnast hjálpar,
að hann megi gleðjast yfir því, að
einhver hefur auðsýnt honum hlýj
an hug í nafni Drottins.
Hjálpræðisherinn á skilið þakk
ir meðborgaranna fyrir þetta og
fyrir að bjóða fram starfsflokk til
þessarar meðalgöngu, fólk sem fús
lega ver tíma sínum þá daga, sem
allir eru önnum kafnir af um-
hyggju íyrir sér og sínum, — og
sjálfum helgidögunum. Þegar flest
ir vilja eiga náouga daga eða
Skemmta sér, til þess að leggja
WWWWWWWWWWMWWMWV
hart að sér í erfiði, svo að einnig
þeir mættu hljóta hátíðargleði,
sem allir aðrir gleyma.
Að þessu sinni er meiri þörf en
áður hefur verið fyrir að taka hönd
um saman um þetta hátíðahald
Hjálpræðishersins, því að nú hefur
hann tekið að sér ný og aukin
verkefni. Að þessu sinni mun hann
hafa með höndum nokkurn hluta
þegs jólaglaðnings, sem félagið
Vernd hefur haft að undanförnu.
Vernd mun að vísu enn sem fyrr
leggja sig fram við að annast
fangahjálpina um jólin. En auk
fanganna eru margir einmana
menn í þessum bæ, fólk. sem lítiffi
athvarf og litla samúð á í um-
hverfi sinu. Hjálpræðisherinn ætl
að leita þá uppi. Hanr mun annast
fatsgjafir og íleira 03 halda jóla-
fagnað fyrir marga.
Notaður fatnaður, lireinn og.
lítið slitinn, kæmi sér vel, einkan-
lega karlmannaföt. Sendið slíkt til
Hjálpræðishersins. Þörfin er mikil
og liefur verið komið upp sauma-
stofu til þess oð lagfæra flíkur.
Og þegar þú gengur fram hjá
jólapotti Hjálpræðishersins, er þér
gefið tækifæri, gott tækifæri, til
þess að gleðja einhvern, án þess
að láta nafns þíns getið.
Þú þekkir hann ekki, þann sem
þú gleður, en hann er bróðir þinn.
Ingólfur Ástinarsson
sem lcngst gengur,
Cambell-Smith vera
Timothy
að hi.ra
BRETAR virðast vera nokk- hngrmyndin er aii nota fyrir
uð frjálslyndir í sambandi viA skemmtistaði íyrir nnga fólkið.
kirkjur sínar, og nú er vcrið að Með þessu telja kictkar, að þeir tvist af yngri kynslóðinni,
innrétta kjallara undir mörg- geti komizt nær t'.ngá folkinu, og auðvitað er hann í hempu
um kirkjum þar í Iandi, sem og á myndinni má sjá einn þann
★ Strætisvagninn var þegar
yfirfullur er feit kona kom inn.
Hún stóð augnablik kyrr og leit
á farþegana og sagði síðan:
— Ætlar enginn af þessum
herramönnum að bjóða mér sæti?
Við þessi' orð spratt upp lítill
ínaður óg sagði:
— Eg er tilbúinn að leggja
minn hluta til í sæti fyrir yður!
NÝLEGA hafa orðið blaðaum-
ræður um atriði úr töflu þeirri,
sem birt er í Þjóðvinafélagsalman-
akinu á bls. 18 með fyrirsögninni
Tafla II og á að sýna, hverju mun-
ar (sú tala verður hér nefnd flóð-
stuðull) í háflæðitíma á ýmsum
stöðum á landinu og í Reykjavik.
í tilefni af þessu teljum við, sem
séð höfum um gerð almanaksins
að undanförnu, rétt að gefa hér
nokkrar upplýsingar.
Fram til ársins 1954, að því með
töldu, var Tafla II byggð á sjáv-
arfallaathugunum, sem gerðar
voru um síðustu aldamót. Þær
munu þó yfirleitt ekki hafa farið j
fram eins lengi og þarf til að j
tryggja æskilegustu nákvæmni í(
niðurstöðum. i þessari gerð töfl-
unnar er flóðstuðull fyrir Siglu-
fjörð og Akureyri gefinn hinn
sami, 4 st. 30 mín. í almanakinu
um árið 1955 var Akureyrartölunni
breytt í 4 st. 8 mín. og aftur 1959
í 4 st. “10 mín., og hefur þessari
tölu verið haldið síðan. Voru þess-
ar breytingar, og fáeinar fleiri,
teknar eftir töflum, sem íslenzkar
sjómrelingar hafa gefið út árlega
frá 1954.
Sjávarföll í Reykjavík árið 1954
og síðan hafa verið reiknuð með
vélum í sjávarfallastofnuninni
brezku (Tidal Institute). Er það
gert samkvæmt samningi íslenzkra
sjómælinga við stofnunina og á
grundvelli sjálfritamælinga, sem
þær hafa annast. Birta íslenzkar
sjómælingar árlega töflur um öll
liáflóð og háfjörur í Reykjavík,
tíma þeirra og sjávarliæð. Þjóð-
vinafélagsalmanakið birtir í Töflu
I bls. 16-17 tíma árdegisliáflóða
eftir sömu hcimild og segir til,
hvernig áætla skuli síðdegisháflóð
og háfjörur.
Sjávarföll í Reykjavík eru þann-
ig reiknuð með tiltölulega mik-
illi nákvæmni. En við notkun flóð
taflna verður að hafa í huga áhrif
veðursins, sem ekki verða reikn-
uð út fyrir fram. Til að gefa hug-
mynd um áhrif veðurs á flóð og
fjörur skulu hér tilfærðar tölur
um Liverpool frá árinu 1937.
Skekkja undir 5 mínútum sýndu
75% flóðtímanna, 6-10 mínútur:
19%, 11-15 mínútur: 4%, og
skekkja yfir 15 mínútur 2%, eða
um 15 flóðtímar um árið. Fjör-
urnar reyndust nokkru viðkvæm-
ari fyrir veðri, og eru tilsvarandi
tölur 56%, 29%, 11% og 4%. -
Skekkjurnar eru yfirleitt meiri að
vetrinum, og í janúar sama ár
reyndust 8% flóðanna vera sköfck
um meira en 15 mínútur. Hér á
landi er vitneskja um áhrif veðra
auðvitað ónákvæmari, en varlegra
sýnist að reikna með því að veður
g e t i skekkt nákvæmt reiknaðan
flóðtíma um a. m. k. allt að 30
mínútum, og dæmi eru um það
annars staðar, að skekkjan hefur
numið heilli klukkustund.
Fýrir allmárga áðra staði á
landinu en Reykjavík er árdegis-
háflóð fundið eftir Þjóðvinafélags-
almanakinu með því að bæta við
Reykjavíkurtímann í Töflu I tölu
þoirri (flóðstuðli), sem stendur við
þann stað í Töflu II; þannig telst
flóðið á Akureyri koma 4 st. 10
mín. síðan en i Rcykjavík. En
þessar staðartöflur eru m e ð a 1 -
t ö f 1 u r , sbr. Þjóðvinafélagsal-
manakið 1953. Sú tala, sem nota
ætti, breytist í rauninni nokkuð frá
einu flóði til annars og einni fjöru
til aimarrar. En til að finna þess-
ar breytingar, þarf að gera mæl-
ingar á staðnum um alllangan tíma
og síðart að reikna alla flóð- og
fjörutíma staðarins samkvæmt
þeim. Eini staður landsins, þar
sem bæði hafa farið fram slíkaif
mælingar og sem fullkomnir reikn-
ingar erU gerðir fyrir á ári hverju,
er Reykjavík. Um aðra staði er sú.
ein leið til að miða við m e ð a 1 -
m i s m u n frá Reykjavík, og það'
er sú tala, sem Tafla II gefur. Auk.
þess ber auðvitað að hafa í huga,
að sama flóðið eða fjaran getur
orðið fyrir öðrum veðurtruflun-
um t. d. á Raufarhöfn en í Reykja-
vík.
Eins og fyrr segir, er Tafla II
um 60 ára gömul að uppruna. Töl-
ur skv. nýlegum mælingum eru
nú i henni iyrir þessa staði: Akra-
nes, Akureyri, Grindavík, Hvanursr
vík, Keflavík, Seyðisfjörð og Vest-
mannaeyjar. Gamla Akureyrartal-
1 an reyndist skökk um 20 mínútur
ög Grindavíkurtalan um 42 mín-
1 útur. Af því má ætla, að margai-
gömlu talnanna víki nokkuð frá.
réttu meðaltali. Þannig sýnist t. d,
Siglufjarðartalan, 4 st. 30 mín.»
ekki koma vél við 4 st. 10 mín. á
Akureyri. Þá hefur henni ekki ver-
ið breytt enn í töflum íslenzkra
sjómælinga, og þá ekki heldur í
Töflu II í Þjóðvinafélagsalman-
akinu. Breyting á henni hefði enift
Framh. á 4. síðu.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18. des. 1962