Alþýðublaðið - 18.12.1962, Blaðsíða 9
Mestseldu hjólbarðar á Islandi í dag. - Einkaumboð:
UMB.OÐS- 6 HEILDVERZLUN
FIMM KONUR
laust slípað penna hans, en hitt sem kallað
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson:
Fimm bonur. — Bókaútgáfan
Setberg, Reykjavík.
Viihjálmur S. Vilhjálmsson hefur
fyrir löngu látið rösklega að sér
kveða sem rithöfundur. Hann
hefur skrifað skáldsögur, smásög-
ur, æfisögur, mannlýsingar. En
það er sama hvað VSV skrifar
um, það á allt eitt einkenni sam-
eiginlegt. Það miðar með ein-
hverjum hætti að því að varpa
ljósi á lífskjör alþýðu manna,
framsókn hennar til menningar,
féiagslegra samtaka, þolanlegrar
lífsafkomu. Bækur hans eru því
eins og kastljós, sem varpað er á
síðustu 60-80 árin í lífi þjóðar-
innar, þann þáttinn, sem kalla
mætti baráttusögu alþýðunnar.
Með þessu er aðeins bent á mið
höfundarins, ekkert um verklag
hans eða getu, skáldlegt innsæi
hans eða sköpunarorku. En það
er bezt að segja það alveg um-
búðalaust. Þekking Vilhjálms í
því efni, sem hann ritar um,
djúp innlifun hans í hagi þessa
fólks og rík samúð hans, hefur
lyft mörgum af þessum verkum
hans upp í hæðir. góðra bók-
mennta og fagurs skáldskapar.
Áratuga blaðamennska hefur efa-
dregur hann drýgra, að hann lif-
ir allur og heill í því efni, sem
hann fjallar um — og er ekki
með neinn yfirdrepsskap, engar
hundakúnstir, engin torráðin tákn
né vangaveltur, enga tilfinninga-
vellu. Það er lífið sjálft, nakið og
grímulaust, sem birtist oss í þess-
um bókum, ekki eins og það hefði
getað verið, eða átt að vera, —
heldur eins og það var raunveru-
lega fyrir tilteknum hópi manna
á þessu tímabili og hann varð að
gera sér að góðu að taka við og
takast á við, lifa því — duga eða
drepast. Og margt af þessu fólki,
sem tók þann kostinn að lifa og
duga, gerði sér enga grein fyrir
því, að það var að skapa hetju-
sögu. Um það var ekki hugsað
þá. En Vilhjálmur S. Vilhjálms-
son hefur með ritstörfum sínum
unnið það þjóðnytjaverk, að
bjarga nokkrum þessum hetju-
sögum frá gleymsku og glötun og
varðveita nokkra svipmikla
dráttu í yfirbragði samtíðar sinn-
ar. Heill sé honum fyrir það.
Nú hefur Vilhjálmur brugðið á
það ráð, að hlusta á ævisögur
fimm kvenna og færa þær í let-
ur. Hann hefur ekki seilst til þess,
að konurnar væru beinlínis það,
er þjóðkunnar, en
kveðst hafa lagt alla áherzlu á,
,,að hlusta á sögu þeirra, sem ég
vissi að höfðu staðið í stríðum
straumum og barizt þrotlaust, sem
vildu segja frá upplitsdjarfar og
hreinskilnar, voru stoltar og
djarfmæltar, en um leið hlýjar og
ríkar af samúð til alls og allra.“
Þetta hefur tekist ágæta vel og
Vilhjálmi hefur tekizt að skapa
fallega bók og sanna. Hann gríp-
ur aldrei fram í fyrir sögukon-
um sínum, leiðir frásögnina ósýni-
lega. Hver um sig sögukvenna
hans hefur sitt eigið tungutak,
sinn eigin tón, sín sérkennilegu
viðbrögð. Vilhjálmi tekst að láta
það allt koma til skila. Þetta
veldur því, að þó að reynsla og
lifsumhverfi sumra sögukvenn-
anna sé að ýmsu líkt, einkum á
æskuskeiði, verða frásagnirnar ó-
líkar. Hver á sinn lifandi, per-
sónulega blæ. Það er ekki sízt í
þessu, sem Vilhjálmur sýnir fimi
sina og kunnáttusamleg tök í
þessari bók. Hann hefur verið ó-
venju góður hlustandi. Það er
hægt að hlusta syo vel að viss
mannleg reynzla fái mál, sem
aldrei annars hefði verið tjáð. í
návist þeirra og sérgæðinga verð-
Framhald á 10. síðu.
Sterkir
Fallegir
MADE
IN FRANCE
Skóverzlun
vinsælu komnir aftur.
Verð kr.: 375.—
Svartir og brúnir.
Einnig
DRENGJASKÓR
í öllum stærðum.
Péturs Andréssonar
Laugavegi 17 — Framnesvegi 2.
Laugavegi 63.
Áskriftarsíminn er J4901
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18. des. 1962 ^