Alþýðublaðið - 18.12.1962, Qupperneq 11
Fimm konur
Framhald af 9. síðu.
ur öll mannleg reynsla mállaus. '
Konurnar, sem þama segja
sögu sína eru :
Elísabet Jónsdóttir frá Eyvindar-
múla, ekkja Péturs Guðmunds-
sonar skólastjóra ó Eyrarbakka,
Sigurlaug M. Jónasdóttir, frú
Jónasar Þorbergssonar, fyrrum
útvarpsstjóra,
Margrét R. Halldórsdóttir frú,
Þjórsárgötu 5, Reykjavík, kona
Skærings Markússonar frá
Hjörleifshöfða,
Ingibjörg Gissurardóttir frá
Gljúfurholti, ekkja Símonar
Símonarsonar bifreiðarstjóra í
Reykjavík — og
Helga M. Níelsdóttir, ljósmóðir í
Reykjavík, Eyfiröingur að kyni.
Hin elzta þessara kvenna er
fædd 1878, sú yngsta 1903. Það
er aldarfjórðungsmunur. Þó lieyra
þær allar til sömu kynslóð, eru
allar merktar henni og því liver
með sínum sterku sérkennum.
Vera má, að kynni mín af þess-
um konum flestum, sum að vísu
lítil, hafi orðið þess valdandi, að
ég las þessa bók með meiri at-
hygli og ánægju en ella hefði
orðið. Þó er ég ekki viss um það.
Bókin þarf einskis slíks við. Og
ég á mjög erfitt með að gera
upp á milli þessara frásöguþátta.
Allir lýsa þeir djúpri, mannlegri
reynslu, sem þannig var brugðist
við, að saga varð af. Allir eru
þeir skemmtilegir í sínum mann-
lega, opinskáa einfaldleik — eða
kannski einmitt vegna hans, —
þrátt fyrir átakanleik þeirra at-
burða, sem stundum er lýst, og
kalda hörku þess veruleika, sem
er svið atburðanna. En þannig
eru allar íslendingasögur — enn
þá. Þetta er þeirra svipur og tónn.
Eg vildi með þessum línum
mega þakka öllum sögukonunum
fimm fyrir það, að þær sögðu
frá, „djarfmæltar og hreinskiln-
ar” og Vilhjálmi S. Vilhjálmssyni
fyrir að hlusta og skrásetja svo
forkunnar vel, sem hann hefur
gert. Eg sé enga ástæðu til þess
að fara að rekja efni bókarinnar.
Hún verður keypt og lesin þús-
undum saman. — Setberg hefur
gefið bókina út mjög snoturlega.
Atli Már hefur teiknað kápumynd
mjög smekklega og myndir af
sögukonunum fimm, skemmtileg-
ar myndir.
Það var gaman að fá þessa
hók.
Sig. Einarsson.
Á FORNÁR
SLÓÐIR
ÁSAMT konu sinni og þremur
hörnum, er Ernest Hillary, sá sem
fyrstur manna kleif hæsta fjall
heims, Mount Everest, lagður af
stað í reisu á gamlar slóðir. Hann
er kominn til Indlands og er á
leið upp í Himalajafjöllin núna
með alla fjölskylduna. Ásamt börn
um sínum, sem eru þriggja, sex og
sjö ára, ætla foreldrarnir að klifra
upp í fimm kílómetra hæð, en þar
hýr fornvinur Hillarys, Tensing,
sá sem kleif með honum Everest
árið 1953. Hillary ætlar að nota
tækifærið og undirbúa næsta á-
fanga þeirra félaga, en það er að
klífa tindinn Tiwechi í Katamandu
í Indlandi, en hann er 7166 m. hár.
Þeir félagarnir ætla að klífa
liann á næsta sumri.
Skáldsaga GUNNARS M.
MAGNÚSS er saga um
ungt fólk — fyrir ungt
fólk.
Þetta er ástarsaga sem lát-
in er gerast í Reykjavík-fyr-
ir fáum árum og aðalpersón-
urnar eru dægurlagasöng-
konan og stjarnan upprenn-
andi, Bára Lóa, og unnusti
hennar, Börkur Jónsson, sér-
stæður piltur, sem er efni í
uppfinningamsnn, en kemst
í kast við lögregluna og
dómsvaldið fyrir annarra
skuld, alsaklaus, og ratar af
þeim sökum í miklar þreng-
ingar og raunir. — Þetta- er
spennandi og skemmtileg
saga.
Tilvalin jólagjöf fyrir unga
fólkið. — Verð kr. 164,80.
FYRRI BÆKUR ÚTGÁFUNNAR, skáldsagan
Lífsneiti eftir Remarque og unglingabókin
Borizt á banaspjótum eftir Atlan Boucher fást
enn hjá bóksölum um land alit,
ítVccc
★ Lífsneisti er stórbrotið skáldverk eftir heimsfrægan höf-
und. Bók sem á erindi til allra hugsandi manna.
★ Borizt á banaspjótum er fyrsti hluti unglingasögu
er gerist á íslandi í fornöid og segir frá Halla á Meðalfelli í
Kjós og ævintýrum hans. Höfundur bókarinnar er ungur brezk-
ur menntaraaður sem nú dvelst á íslandi og er þaulkunnugur
íslandi og íslenzkum bókmenntum. Þetta er spennandi bók
sem er tilvalin jólagjöf fyrir unglinga.
BÓKAÚTGÁFAN DVERGHAMAR
tllT A ‘ SAMA
>,«-r n «> -i=> h.«>í
ORUGGARI
'
RÆSING,
10% eldsneytis-
sparnaður
• *
'
■
■
CGILL VILHJALMSSOIM
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18. des. 1962