Alþýðublaðið - 30.12.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.12.1962, Blaðsíða 8
EMIL JÓNSSON, FORMAÐUR ALÞÝÐUFLOKKSINS ÁRIÐ 1962, sem nú er senn á enda, hefur að flestu leyti verið tslendingrum gott ár. Atvinna hef- ur verið mikil ogr stöðugr allt árið, ogr atvinnuleysi að heita má ekki til. Síldarafli hefur aldrei i sög- unni orðið iafn mikill og nú, og heildarmagn sjávarafla var, á fyrstu 9 mánuðum ársins orðið rúm 660 þúsund tonn, eða meira en ársafli hafði nokkurntíma verið áður. Það er athyglisvert, í samhandi við aflabrögð skipanna, hver breyting hefur þar á orðið eftir skipategundum. Fyrir tiltölulega fáum árum áttu togararnir upp- undir helming af þeim afla, eða að minnsta kosti 40%, auðvitað nokkuð mif^afnt eftir árum. 1. októbpr síða'stliðinn, þegar heild- araflinn var kominn yfir 660 þús- und tonn, höfðu togararnir aðeins fengið 29 þúsund tonn, eða milli 4 og 5%."Er þetta mikil breyting frá því sem áður var. Sjálfsagt er að geta þess, að vegna vinnu- stöðvunar voru togararnir ekki að veiðum nema helming þessa túnabils. En þó að tekið sé fullt tillit til þess, er sýnilegt, að hlut- fallið milli togaraafla og afla annarra skipa hefur raskast mjög togurunum í óhag, sennilega fyrst og fremst vegna útfærslu fisk- veiðimarkanna. Er hér um mikið vandamál að ræða, sem erfitt verður að leysa. Skipastóllinn heldur áfram að vaxa með meiri hraða en hann hefur gert áður um langt árabil og verður um það efni helzt jafn- að til nýsköpunaráranna eftir síðustu styrjöld. í smíðum erlend- is munu nú vera 34 fiskiskip, flest stór, auk þess, sem smíðað er hér heima. Þegar hvert þessara skipa kostar frá 6 til 10 milljónir króna, er sýnt, að hér er um geysi mikla fjárfestingu að ræða,' og þörfin fyrir lánsfé mikil. Bera skipakaup þessi vott um bjart- sýni útgerðarmanna og vaxandi trú á framtíðarmögulcikum þessa atvinnuvegar. Flutningaskip hafa einnig verið keypt nokkur á ár- inu og samningar munu standa yfir um kaup á fleirum. Síldarverksmiðjur hafa verið reistar á árinu, og margar eldri verksmiðjur stækkaðar og endur- bættar. Yfirleitt tel ég, að segja megi, að gróska sé í íslenzkum sjávarútvegi um þessar mundir, og afkoma hans góð, bæði hjá sjómönnum og útgerðarmönnum. Á þetta þó sérstaklega við um þá, sem góðan afla hafa fengið á síldarmiðunum. Um landbúnað og iðnað skortir mig tölulegar upplýsingar til þess að hægt sé að gera sér grein fyr- ir framleiðslumagni og afkomu þessara atvinnuvega á sama hátt. Þó hygg ég að segja megi um landbúnaðinn, að með aukinni ræktun og bættum vélakosti sé framleiðslan. stöðugt að vaxa, — enda ber útflutningur landbúnað- arafurða vott um það, ásamt vax- andi neyzlu á heimsmarkaðinum. Öþurrkar síðastliðið sumar á stórum svæðum hafa þó valdið því, að heyfengur er þar óvenju rýr, og veldur það erfiðleikum og tjóni. Framkvæmdir í sveitum eru þó stöðugt miklar, bæði rækt- unarframkvæmdir og byggingar, og eftirspum eftir lánum mikil. Lánasjóðum landbúnaðarins hef- ur nú aftur verið komið í gott horf, en þeir voru komnir í algert þrot. Geta þeir nú, eftir þær rót- tæku breytingar, sem á þeim voru gerðar, hafið eðlilega útlána starfsemi til stuðnings við bænd- ur. Af hinum þrem höfuðatvinnu- vegum þjóðarinnar er iðnaðurinn langverst á vegi staddur með tölulegar upplýsingar um starf- semina og má segja, að þær komi ekki fram fyrr en þær eru bún- ar að missa allt gildi nema hið sögulega. Ástæða er þó til að ætla, að- þessi atvinnuvegur hafi haldið vel í horfinu á árinu og á sumum sviðum orðið veruleg aukning. Iðnaðurinn á við ýmsa örðugleika að stríða, harða, er- lenda samkeppni, takmarkaðan og mjög þröngan markað og láns- fjárskort. Iðnlánasjóður hefur þó verið styrktur með auknu fjár- magni á árinu, og enn er stefnt að verulegri aukningu á honum. Á það að geta orðið til mikilla bóta. Langmerkasta átakið til efling- ar iðnaðinum á árinu, er sá und- irbúningur að stóriðju, sem gerð- ur hefur verið. Er þar fyrst að geta þess undirbúnings, sem unn- ið hefur verið að fyrir miklar raf- orkuvirkjanir í stórám landsins. Vatnsorkan sem til er óvirkjuð í landinu, svo skiptir milljónum hestafla, er einn mesti fjársjóður, sem íslenzka þjóðin á, og grund- völlurinn undir stóriðnað í þessu landi. Á sl. ári hefur mikið verið unnið að rannsóknum á virkjunar möguleikum stærstu ánna, og þó að þeim sé hvergi nærri lokið, gefa þær þó vonir um jákvæða og hagstæða niðurstöðu. í sambandi við og í framhaldi af þessum virkjunarrannsóknum hafa svo í ár farið fram athug- anir á möguleikum til að setja hér upp aluminiumverksmiðju, og gefa þær athuganir, þó að þeim sé hvergi nærri lokið, vonir um að þessa starfsemi megi taka hér upp með góðum árangri. Sama er að segja um kísilgúrverksmiðj- una við Mývatn, sem hefur verið alllengi í undirbúningi og nú er að komast á lokastig og virðist hafa mikla möguleika. Fjölbreytni í atvinnulífi er hverri þjóð nauðsynleg, og ekki sízt okkur íslendingum, sem bú- um við svo einhæft atvinnulíf. Stóriðja, hvort sem hún byggist á ódýrri raforku, jarðhita eða innlendu hráefni, getur þar fyllt opið skarð. * ÞEGAR núverandi ríkisstjórn tók við, setti hún sér það sem aðal- verkefni að koma efnahagskerfi þjóðarinnar aftur á réttan kjöl. Ástandið í þeim málum, þegar „vinstri”-stjórnin skildi við, var geigvænlegt, eins og bezt hefur verið lýst af forsætisráðherra þeirrar stjórnar, Hermanni Jónas syni. Hann taldi þá að holskefla verðbólgu og dýrtíðar væri að ríða yfir, þjóðin stödd á hengi- flugsbrún, og engin samstaða um lausn vandans. Erlendur gjaldeyr- ir var enginn til, en skuldir vax- andi í öllum áttum. Sparif jármynd un var að stöðvast, og trúin á verð gildi peninga hjá almenningi á þrotum, þannig að menn flýttu sér að verða af með þá og keyptu „eitthvað” í staðinn, sem von var um að héldi sínu gildi. Innflutn- ingshöft og vöruskortur annars- vegar og hinsvegar uppbótakerfi fyrir útfluttar vörur, sem aflað var fjár til með álagi á söluverð er- lends gjaldeyris. Þetta var aðkom- an, þegar núverandi ríkisstjórn tók við, eftir að minnihlutastjórn Alþýðuflokksins hafði tekizt að halda þannig á málum í tæpt eitt ár, að verðlag hafði haldizt stöð- ugt, og holskefla verðbólgunnar sjatnaði, en féll ekki. Rikisstjórnin markaði sína við- reisnarstefnu strax í upphafi mjög skýrt með réttri' gengisskráningu, afnámi útflutningsbóta og inn- flutningshafta að mestu, með hækkun vaxta og takmörkun út- lána við það fé, sem fyrir hendi var. Fyrir þessari pólitík var ekki spáð vel af stjórnarandstöðunni, henni líkt við móðuharðindi og önnur hliðstæð fár, sem yfir þessa þjóð hafði dunið. Árangurinn hef- ur verið að koma í ljós undanfar- in 3 ár, og mest á þessu ári, sem nú er á enda. Og hver hefur svo þessi árangur orðið? Hann hef- ur orðið sá, að erlendur gjaldeyr- isforði þjóðarinnar hefur vaxið úr minna en engu upp i rúmar eitt þúsund milljónir króna, mest á þessu ári, og þjóðin hefur endur- heimt traust erlendra fjármála- stofnana, sem hún var búin að glata. Hann hefur.einnig orðið sá, að sparifjármyndun á þessu tíma- bili hefur orðið mjög ör, traust manna á verðgildi peninga héfur verið endurvakjð og þar með skap aður hinn tryggasti grundvöllur undir heilbrigt efnahagslíf. Vöru- skortur er horfinn, og vöruúrval nú meira en það hefur verið nokkru sinni áður. Allt atvinnulíf er í fullum gangi og atvinnuleysi þekkist ekki. Afkoma almennings hefur farið batnandi, og ekki ein- göngu hér á Suðvestur horni lands ins heldur hefur hún verið jafn- betri víðast hvar umhverfis allt landið heldur en hún hefur áður verið. Almannatryggingakerfið hefur verið stóraukið og bætt. Bótagreiðslur hækkaðar,- skerð- ingarákvæðið numið í burtu og landið gert allt að einu verðlags- svæði. Þannig hefur einnig verið leitast við að bæta hag þeirra, sem fæstra kosta eiga völ. Móðu- harðindatal stjórnarandstöðunnar er líka horfið, þykir ekki lengur vænlegt til áróðurs. Á einu sviði hefur þó ekki tek- izt að ná þeim árangri, sent að var stefnt. Verðlag hefur hækkað verulega og valdið óróa á vinnu- markaði. Hinsvegar má eínnig segja, að vöruverðshækkanir eigi að sumu leyti rót sína að rekja tíl kauphækkana, og er þá komin í gang sú víxlhækkun verðlags og kaupgjalds, sem reynt hefur veriff að forðast. Vísitala framfærslu- kostnaðar var 1. nóv. sl. komin upp í 125 stig og hafði þá á einu ári hækkað um 9 stig og étiff upp verulegan hluta af þeim kaup- hækkunum, sem fengizt höfffu. Orsakir þessarar þróunar skulu ekki raktar hér, en víst er>um það, að hér þarf að fást lagfæring á, hvernig, sem að því verffur faríð. EINS OG KUNNUGT er hefur mikið verið byggt af íbúðarhús- tun á undanförnum árum, nemur tala fullgerðra íbúða á árunum 1955 til 1961 að báðum árum með- töldum frá 1209 minnst á ári til 1618 mest, eða um 1400 að með- altali á ári þessi ár. Mun láta nærri, að það sé su tala, sem gera megi ráð fyrir að þurfi í nánustu framtíð til að fullnægja þörfinni. Kostnaður við þessar íbúffabygg- ingar er talinn hafa numið frá 30Ó millj. kr. á ári minnst uppi 418 millj. kr. mest, allt miðað við verðlag 1954. Hefur mikið skort á að hægt hafi verið að fullnægja eftirspurn eftir lánum hjá Hús- næðismálastjórn, en á þessu ári var konrizt næst því að þaff tæk- izt, þar sem við lánaúthlutunina 1. sept sl. er talið að aðeins 32 millj. kr. hafi vantað til þess aff hægt væri að verða við lánbeiffnum þeirra, sem þá áttu rétt til þess aff fá Ián hjá sjóðnum. Annars var á þessu ári veitt meira fé, af op- inberri hálfu, til ibúðarhúsabygg- inga, hjá Húsnæffismálastjórn og úr byggingasjóði verkamannabú- staffa en nokkru sinni fyrr, effa samtals um 130 millj. kr. Sam- i 8 30. des. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.