Alþýðublaðið - 20.01.1963, Side 10

Alþýðublaðið - 20.01.1963, Side 10
Bréf sent Íþróftasíðunni: Hvað gerir ÍSÍ í Valbjarnarmálinu Hr. íþróttafréttaritari Alþýðublaðsins. i 1>AÐ er kannski að bera í bakka- fullan lækinn að leggja orð í belg varðandi svonefnt Valbjarnarmál. En tilefni þess, að ég sezt niður bg hripa yður um þetta mál, er dá- Hraðkeppni í körfubölta annað kvöld ANNAÐ KVÖLD fer fram hrað- keppni í körfuknattleik á vegum Körfuknattleikssambands íslands. Keppnin fer fram að Hálogalandi og hefst kl. 8,15, en fjögur lið taka þátt, ÍR, KR, KFR og ÍVr- mann. r * í fyrslu umferð leika KFR—KR og ÍR—Ármann og síðan sigur- vegararnir til úrslita. Leiknar verða 2x10 mín. og engin leikhlé verða. Má búast við skemmtilegri Ikeppni, en hagnaðinum verðun varið til styrktar utanför ung- lingalandsliðsins, ef úr henni Verður, eins og Einar Bollason tjáði okkur í gær. lítið undarleg yfirlýsing stjómar ÍR, sem birtist hjá yður í dag, um félagaskipti V. Þ. Mér finnst lítið samræmi í þeirri yfirlýsingu, það er talað um að fá úr þvi skorið, hvort félagaskiptin hafi verið lög- • leg og svo síðar að stjórnin vilji á engan hátt hindra að V. Þ. keppi fyrir það félag, sem hann óskar. Hvað ætlast stjómin fyrir? Fái hún úrskurð um, að félagaskiptin hafi ekki farið eftir settum regl- um, ætlar hún þá að stuðla að því, að lög ÍSÍ verði þverbrotin í þessu máli og að algjör ringulreið skap- ist. Hvað hindrar stjóm ÍR í því að ganga hreint til verks? Það á kannski að vera merki göfuglyndis af hálfu stjómar ÍR að láta slík lagabrot sem vind um eyru þjóta? Annars var það fyrst og fremst tilgangur minn, með þessum lín- um að fá svör frá viðeigandi aðil- um um þetta mál. Við fengum á dögunum að kynnast afstöðu KR og nú höfum við afstöðu ÍR. Mér skilst, að menn megl vera í eins mörgum íþróttafélögum og þeir óska, en mega aðeins keppa fyrir eitt félag í sömu íþrótta- grein sama almanaksár. í lögum ÍSÍ eru ákvæði um það, að óski menn að skipta um keppnisfélag, verði þeir að hafa verið einn mán- uð á félagaskrá nýja félagsins. Slíkt geta hvorki KR né Valbjörn sannað nema hafa tilkynnt FIRR, FRÍ eða ÍSÍ um málið með mánað- Framh. á 14. siðu FIRMAKEPPNI: í Badminton FIRMAKEPPNI Tennis- og bad- inintonfélags Reykjavíkur er ný- lega hafin og tekur mikill f jöldi fyrirtækja þátt í henni eða nokk- nð á annað hundrað talsins. — Keppnin er nieð forgjafasniði og eru leikirnir þvi yfirleitt mjög jafnir og úrslit tvísýn. Keppt er eingöngu í tviliðaleik. Eins og áður er keppnin út- sláttarkeppni og falla því úr þau fyrirtæki, sem tapa leik. Þegar eftir standa 16 firmu ó- sigruð, verður efnt til sérstaks úr- slitamóts, og fer það væntanlega fram I Valshúsi laugardaginn 26. janúar n. k. Keppt er um fagran silfurbikar, sem Leðurverzlun Magnúsar Vig'- lundssonar gaf, og er það farand- gripur. En auk hans hlýtur það fyrirtæki, sem sigrar í mótiwu, á- letraðan silfurbikar til eignar, og einnig hlýtur það firma, sem verð ur í 2. sæti, eignarbikar. í sambandi við keppnina hefur Herrabúðin við Austurstræti boð- ið félaginu aðstöðu til gluggasýn- ingar. Þar má m. a. sjá verðlauna- bikarana þrjá, sem keppt er um, og nöfn allra fyrirtækjanna, sem þátt taka í keppninni. 10 20- janúaf 1963 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ tf ; •' íJ; : ■ ; KR-FH keppa i kvöld ÞESSI mynd er tekin í hörku keppni að Hálogalandi. KR- ingar eru í spennandi keppni, í kvöld verða þeir að beita allri sinni keppnishörku, ef sigur á að vinnast gegn FH. Lengst t. v. er Reynir Ólafs- j son, fyrirliði KR. Fær Nieder að keppa? EINS OG mörgum er sjálfsagt enn í fersku minni gerðist bandaríski kúluvarparinn Bill Wieder atvinnumaður í hnefa- leikum að loknum Olympíu- leikunum í Róm 1960. Honum gekk ekH eins vel f þeirri grein og kúluvarpinu, og í fyrstu keppni tapaði hann á rothöggi eftir skamma viður- eign. Nú hefur heyrzt, að Wieder hugsi sér að reyna að fá á- liugamannaréttindin aftur. — Hann segist bjartsýnn á að það takist, en ekki eru allir á sama máli í þeim efnum. Undirbúningur Norð- manna fyrir Olympíu- leikana næsta ár Olympíuleikarnir eru nú frekar skammt undan. Vetrarleikamiir fara fram í Innsbruck í Austurríki og hefjast 29. janúar 1964, en sumarleikamir verða í Tokíó og hef jast 10. október. Um þetta leyti em háðir einskonar „Reynsluleik- ir“ í Innsbruck og í Japan er undirbúningurinn fyrir hina miklu íþróttahátíð í fullum ganga, eins og við skýrðum frá á íþróttasíð- unni í haust, Um allan heim stendur undir- búningurinn fyrir Olympíuleikana sem hæst og í fyrradag sáum vlð f „Arbeiderbladet” frá Oslo, hveraig Norðmenn haga þessum málum. Það má með fáum orð- um segja, að þar sé unnlð af krafti og bjartsýni. Við ætlum að skýra frá því hér í stuttu máll, hvemig fjáröflunamefnd norsku Olympíunefndarinnar ætlar að afla fjár til að standa straum af kostnaðinum, bæði vegna þjálf- unar og annars undirbúnings helma og svo vegna ferða og dval- arkostnaðar. Áhrifamesta leiðin til að afla fjár er happdrætti, þar sem út em gefnir 800 þúsund miðar, en hver þeirra er seldur á 1 kr. norska. Vinningar em 100 sjón- varpstæki. Vinningamir verða af- hentir 29. janúar 1964, en þann dag verða leikarair einmitt settir i Innsbrúck. Seldir verða þar tilgerðir platt- ar og kostar hver þeirra 10 kr. norskar. Sérstök söfnun verð- ur meðal norskra sjómanna, en alls em um 50 þúsund sjómenn í verzlunarflotanum. Loks gefur olympíunefndin út rit, sem heitir „Olympia-nytt”. Það fyrsta kem- ur út 1. apríl og mun skýra frá öllu viðvíkjandi Innsbrack-Ieikun- um. Síðan kemur annað rit út 1. júlí, þar sem skýrt verður frá öUu því er viðkemur Tokio-Ieikunum. Fyrsta tölublað af ritinu kostar fjáröflunaraefndina ekkert, nokk- ur öflug firmu hafa kostað útgáf- una. Reynt verður að fá fyrir- tæki til að kaupa rit þetta, sem síðan dreifa því ókeypis meðal starfsfólksins. Þegar við lásum þetta viðtal varð okkur hugsað tU islenzku Olympíu nefndarinnar og væntanlegrar þátttöku okkar í þessari miklu íþróttohátíð. Við munum skýra lesendum frá væntanlegum undir búningi íslenzkrar þátttöku í Innsbrúek og Tokio í næstu viku, bæði hvað snertir þjálfun, öflun fjár vegna þátttökunnar, hve marg ir verða sendir o. s. frv. FH-KR og / í KVÖLD heldur keppni í 1. deild íslandsmótsins t handknattleik á- fram að Hálogalandl. Þá leika FH—KR og Fram —ÍR. Báðir leik- irnir verða vafalaust hinir skemmtilegustu, sérstaklega sá fyrrnefndi. En hugsanlegt er einn ig að ÍR standi eitthvað í Fram. Leikirair hefjast ki. 8,15,

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.