Alþýðublaðið - 22.01.1963, Blaðsíða 16
ISLENZK
HJÁLP
SÚ hjálp til hungraðra barna
í Alsír, sem Alþýðublaðið hóf
á síðastliðnu hausti og Rauði
kross íslands síðar tók við,
sést á þessum myndum í
framkvæmd. íslands er getið
á skiltinu á veggnum, og
mjólkin og brauðið, sem börn
in eru að næra sig á, er keypt
fyrir íslenzkt fé. íslenzkir gef
endur geta á þessari mynd
séð, hvernig gjöfum þeirra
er varið.
ABALFUNDUR Sjómannafélags
Reykjavikur var haldinn í Iðnó sl.
Fjöltefli
F E L A G Ungra jafnaðar-
mauna gengst fyrir skák-
kvöldi í Burst annað kvöld,
miðvikudagskvöld, kl. 21.00.
Jón Þorsteinsson teflir fjöl-
tefli. Hafið með ykkur töfl.
Stjórnin.
(MtMmMmmiMWIMMMMI
ir
sunnudag. Var þar lýst úrslitum
stjórnarkjörs en eins og Alþýðu-
blaðið skýrði frá sl. sunnudag
umiu lýðræðissinnar mikinn sig-
ur í stjórnarkjörinu, en kommún-
istar fóru hinar mestu hrakfarir.
Formaður félagsins, Jón Sig-
urðsson, flutti skýrslu um starf-
semi félagsins á liðnu starfsári.
Skýrði hann frá samningagerðum
félagsins, en félagið hafði gert
marga kjarasamninga á árinu, t.d.
togarasamninga, síldveiðisamn-
inga, samninga um kjör sjómanna
á flutningabátum og samninga við
sanddæluskipið Sandey svo það
helzta sé nefnt. Þá skýrði Jón frá
því, að Sjómannafélagið hefði í
samvinnu við Dagsbrún keypt
Sanitas húsið og væri nú unnið að
innréttingum þar.
Sigfús Bjarnason gjaldkeri fé-
lagsins flutti reikninga félagsins.
Kom það fram í þeim, að hagur
félagsins er "góður. Rekstursliagn-
aður hafði numið 61 þús á árinu
en eignaaukningin 140 þús.
Á fundinum voru samþylcktar
nokkrar lagabreytingar, er stjórn-
in hafði gert tillögur um. Sam-
kvæmt þeim verður aðalfundur
Framh. á 14. síöu
SILD A TIU FÖ
AÐFARANÓTT mánudagsins voru
nokkrir síldarbátar á sjó. Voru
þeir í Jökuldjúpi, en þar höfðu
leitarskipin fundið síld. Veðurs
vegna varð ekkert úr veiði, en
sildin í Jökuldjúpi stóð nú allt
upp á tíu faðma og hefðu bátamir
því átt allskostar við hana, hefði
veður verið gott.
Engin síld hefur borizt til
Reykjavíkur síðan 15. janúár, og
hefur verið lanölega hjá bátunum
síðan þá.
Leitarskipin hafa þó verið úti
öðru hverju og m. a. leitað síldar
í Skerjadýpinu, en án árangurs.
Á sunnudag fóru 6—7 bátar út,
en leitarskipin höfðu þá fundið
síld sem stóð grunnt í Jökuldjúp-
inu. Vegna veðurs varð veiði eng-
in hjá bátunum, en síldin stóð nú
mjög grunnt, allt upp á tíu
faðma og jafnvel enn grynnra.
Má því búazt við töluverðri síld-
veiði á þessum slóðum strax og
veður batnar.
Bátarnir sem voru úti í fyrri-
nótt leituðu landvars í gærmorg-
un. Ekki voru taldar liorfur á því
í gær að bátar færu út, nemá
veðrið breyttist til hins betra.
Síldar hefur ekkert verið leitað
austur í Meðallandsbugt, en þar
var eins og kunnugt er töluverð
veiði áður en brá til sunnanáttar.
mmmmmwwwwmmmmm
t.
SIF ekki olvar-
lega skemmd
PÉTUR Sigurðsson, forstjóri Land
helgisgæzlunnar skýrði blaðinu
svo frá í gær, að skemmdirnar á
SIF hefðu ekki reynzt eins mikl-
ar og óttast var í fyrstu.
Hingað til lands eru nú komnir
tveir sérfræðingar frá brezku
fyrirtæki, og von er á þeim þriðja
og munu þeir starfa að þessari
viðgerð. Pétur sagði, að ekki
hefð'u neinir aðalburðarbitar í
vængnum skemmst og mundi
viðgerð sennilega lokið cftir %yo
sem tíu daga til hálfan mánúð. r'
Fannst látinn
fyrir framan
hús sitt
MAÐUR nokkur, 63 ára gam-
all, fannst í fyrrinótt látinn á
húströppum hér í bæ. Er ætl-
að að hann hafi falliö illa á
liöfuðið eða fengið hja.ta-
slag. Það var um kl. 1,30 í
fyrrinótt, að leigubílstjóri ók
manni þessum heim til sín,
og ætlaði hann þá aðeins að
fara inn til sín smá stund, en
koma svo aftur. Lét hann
leigubílinn bíða.
Maðurinn bjó í bakhúsi, og
sá leigubílstjóriim ekkert til
ferða hans. Er hann hafði
beöið í 20 mínútur, fór hann
að undrast um manninn, og
gekk heim að húsinu. Far.ri
hann manninn þá í blóði sínu
á tröppunum, og var hann
látinn.
ytMMMMMMMMWWMMMMl
6 ára telpa
bana í Hafnar
BANASLYS varð í Hafnarfirði í
gærmorgun. 6 ára gömul telpa
varð fyrir vörubifreið og beið bana.
Slys þetta skeði á móts við I;
skýlið Björk, nálægt horni Suður-
götu og Sniðgötu.
Telpan mun hafa verið inni í
biðskýlinu ásamt annarri telpu,
þegar þær komu út var vörubif-
reið að snúa við nálægt skýlinu og
varð önnur telpnanna fyrir henni.
Elcki var í gærkvöldi fullkomlega
ljóst, hvemig slysið hafði viljað
til.
Talið er að annað afturhjól vöru
bifreiðarinnar muni hafa farið yfir
telpuna og lézt hún skömmu eftir
að hún hafði verið flutt á sjúkra-
hús. Telpan var, sem fyrr segir, 6
ára gömul og var hún úr Hafnar-
firði.