Alþýðublaðið - 22.03.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.03.1963, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 22. marz 1963 .,7 um jr 1 lávarðadeild AÐALSMENN úr þrem stærstu stjórnmálaflokkum Englands eru allir á sama máli um að gera þurfi meira fyrir listir nú á dögum, en ekki geta þeir komið sér saman um livað setja beri á oddinn. Þetta var niðurstaðan af um- ræðum í lávarðadeild brezka þings ins hér á dögunum. Umræðurnar FÓTASÉRFRÆÐINGUR einn í London liefur lýst því yfir, að frá heilsufræðilegu sjónarmiði ættu hælar á kvenskóm alls ekki að vera meira en fimm sentimetrar á hæff. zFótkvilIar allskyus hafa aukizt mjög hjá kvcnfólki síðustu árin, cn ekki hefur nein aukning komið í ljós hjá karlmönnum. Tölfræð- in sýnir meira að segja, að fót- sjúkdómar séu sex sinnum algeng- ari lijá konum en körlum. Læknaþing í vestur Þýzkalandi komst nýlega að þeirri niðurstöðu, að aðeins 2% allra kvenna hafi fallega og heilbrigða fætur, og yf- irleitt geti konur kennt hinum háu hælum um flest fótamein sín. spunnust þegar ársskýrslu lista- ráðsins bar á góma í deildinin. íhaldsmenn vildu meiri listir, mikið meiri listir, og þeir héldu því fram að bæjar og sveitarfélög ættu að útvega fjárveitingar í því augnamiði. Aðalsmenn úr Verkamanna- flokknum vildu einnig að listun- um yrði gert hærra undir höfði en verið hefur til þessa, og ætti fé til þeirra hluta að sjálfsögðu að koma frá ríkinu. Frjálslyndir sögðu að listir ættu fulían rétt á sér og væru alveg prýðilegar, en minntust ekkert á peningahliðina. Auckland, lávarður, sem er í- haldsmaður, sagði að vissulega væri meiri þörf á penicillini en Puccini, en samt yrðu menn að gera sér það 1 jóst, að Puccini hefði fært milljónum gleði og ef til vill huggun. Walston, lávarður, fulltrúi verka mannaflokksins lét þá skoðun sína í ljós að stórfyrirtæki ættu að styrkja og stuðla að framgangi listanna. Derwent Iávarður verzlunar- málaráðherra, sagði, að á yfir- standandi fjái-hagsári væru veitt- ar 1200 milljónir (ísl. kr.) til list- ráðsins og meira væri ekki hægt að gera. Ef menn vildu auka petta, yrði það að gerast á kostn- að bæjar- og sveitarfélaga. Föstudagur 22. marz 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónl. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónl. — 9.10 Vfr. — 9.20 Tónl.). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.25 Lesin dagskrá næstu viku. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum“: Sigurlaug Bjarnadóttir les skáld- sögunda „Gesti“ eftir Kristínu Sigfúsdóttur (9). 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16.00 Veð- urfr. — Tónl. — 17.00 Fréttir. — Endurt. tónlistarefni). 17.40 Framburðarkennsla í esperanto og spænsku. 18.00 „Þeir gerðu garðinn frægan": Guðmundur M. Þorláksson tal- ar um Benedikt Gröndal. 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þingfréttir. — 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Úr sögu siðbótarinnar; II. erindi: Um séra Jón Einarsson. (Séra Jónas Gíslason). 20.25 „Fórnin“, söngur Brynhildar úr óperunni Ragnarrök eftir Wagner. (Eileen Farrell syngur). 20.45 í ljósi: Lesið úr kvæðabókum Þórodds Guðmundssonar, Heið- reks Guðmundssonar og Braga Sigurjónssonar. Lesarar: Ragnheiður Heiðreksdóttir, Valdemar Lárusson og Baldur Pálmason, sem sér um þáttinn. 21.10 Frá Menton tónlistarhátíðinni í Frakklandi. 21.30 Útvarpssagan: „íslenzkur aðall“ eftir Þórberg Þórðarson; XV. (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — Passíusálmar (35). 22.20 Efst á baugi (Björgvin Guðmundsson og Tómas Karlsson), 22.50 Á síðkvöldi: Lélt-klassísk tónlist. 23.30 Dagskrárlok. Hún: Ég veit ekki hvort ég á heldur aS fara til spákonu eSa hugs analesra. Hann: Farðu heldur til spákonu, þú hefur þó að minnsta kosti lófa. ★ — Maðurinn minn elskar mig út af lífinu. Þú ættir að heyra allt það dásamlega, sem hann segir um mig upp úr svefninum. Það versta er, að hann nefnir mig bara aldrei réttu nafni. ★ — Nýgiftu hjónin voru að fara í ferðalag með járnbrautarlest. — Nú skulum við láta fólk halda, að við höfum verið gíft langa lengi, Jói, sagði hún. — Allt í lagi elskan, sagði Jói. Þá berð þú ferðatöskuna. if Vinirnir höfðu ekki hitzt í mörg herrans ár. — Er konan þín alltaf eins falleg? — Já, en það er farið að taka hana lengri tíma nú orðið. ★ — Elskarðu mig, Gvendur? Já, auðvitað elskan mín. - Hvað mikið? - Hvað vantar þig mikið? ★ Hann Jón er orðinn alveg hræði- [ega utan við sig. Hérna um dag inn kyssti hann konu í misgripum. — Hann hefur haldið það vera konuna sína. Það var konan hans. ★ Faðirínn: Klukkan er orðin tvö. haldið þér að þér getið verið hér í alla nótt? Biðillinn: Þá mundi ég þurfa að hringja heim fyrst. ★ Rakarinn: Hef ég ekki rakað yð ur fyrr? Viðskiptavinurinn: Nei, ég fékk þetta ör í Kóreustríðinu- ★ - Nei, ég tók ekki starfið. Það var engin framtíð í því. Dóttir eig- andans var þegar gift. 13? — Ég er búin a'ð komast tvo kílómetra bara með því að ýta á starthnappinn. En nú kemst ég ekki lengra. Garður Það er ekki erfitt að fá blóm og plöntur til að þrífast vel í gluggum og grörðum, þar sem nýt- ur sólar og dagsbirtu. En öðru máli gegnir, þar sem dagsbirtu nýtur alls ekki. Sænskur garðyrkjumaður fékk fyrir skömmu það verkefni að gera blómagarð 400 metra undir yfir- borði jarðar í námu nokkurri í Svíþjóð. Félagið, sem átti námuna, vildi gera allan aðbúnað sem beztan, fyrir verkamennina og .því var á- kveffið að gerður skyldi þarna biómagarður. Garðyrkjumaðurinn varð að gera umíangsmiklar tilraunir áður en hann gat ákveðið, hvaða blóm skyldu sett í námuna. Hann varð að finna blóm, sem þrifust viff rafmagnsljós. Við tilrafunirnar sýndi það sig, að krókusar og túlí- panar þrifust mjög vel við slíkar aðstæður, svo og ýmis önnur lauk blóm. Hins vegar kom í ljós, að pottaplöníur þrifust ekki. — Þær náðu ekki eðlilegri hæð og visn- uðu jafnskjótt og þær höfðu blóm- strað. Ljóðaþáttur Baldurs Pálma sonar „í ljóði“ hefst kl. 20.45 í kvöld. Lesið vefður úr kvæðabókum Þórodds Guð- mundssonar, Heiðreks Guð- mundssonar og Braga Sigur- jónssonar. Þeir sem íesa enu, auk Baldurs Pálmasonar, Valdemar Lárusson og Ragn heiður Heiffreksdóttir, dóltir Heiðreks Guðmundssonair. Myndin er tekin af Ragnheiði við upptöku þáttarins í gær> VINSÆLASTA lagið í Bandaríkj- unum er um þessar mundir „Walk like a man“, sem sungið er af kvartett, er nefnist „Tlie íour sea- sons“, sem útleggst „árstíðirnar fjórar“. Bandaríkjamenn ráðgera a?C senda mann út í geiminn í næsta mánuði. Sá mun heita Leroy Gorð- on Cooper. Ferð hans verður sú lengsta, sem bandarískur geimfar* hefur farið til þessa. Hann murr fara 22 sinnum umhverfis jörðinav á 34 klst. Bandaríkjamenn mui.a getov fylgst með honum í sjónvarpi fráv heimilum sínum. Ætlunin er að reyna að sjónvarpa beint íir geim - farinu. Þetta verður í fyrsta skipt* sem Bandaríkjamenn reyna slikav sjónvarpssendingu, en Kússar haía áður gert það. NÝLEGA cr komin út í Bandat ríkjunum ný útgáfa af alfræðforðat bókinni frægu, Encyclopaedíav jBrittanica. í þessari útgáfú ei atóminu helgaðar þrettán síffur, en síða fer í að skýra orðið ást. Til gamans má geta þess, aíT fyrstu útgáfu þessarar frægu bók ar, sem kmn út árið 1768 voru ást inni helgaðar tíu síður, en þar var ekki eitt einasta orð um atóm ið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.