Alþýðublaðið - 22.03.1963, Síða 15

Alþýðublaðið - 22.03.1963, Síða 15
„Getið þio ekki gert eitthvað?“ æpti ég á lögreglumanninn. ,t>að blæðir úr henndi!“ Rólegi lögginn kom til okk- ar. Hann tók upp vasahníf og skar ermina frá. Hann skoðaði langan og djúpan skurðinn á handleggnum. Hann tók upp smá kassa með umbúðum og slíku og á innan við mínútu var hann bú inn að búa um sárið og stöðva blóðrennslið. Er hér var komið sögu, var Rusty búinn að. skýra fyrir hin- um lögreglumanninum, hvað um væri að vera, og lögginn gekk yfir að dópistanum og spyrnti fæti við honum. „Gættu.að þér“, sagði ég, þar sem ég hélt enn undir höfuð Rimu. „Hann reykir liacliis og er blindfullur af því“. Lögginn horfði hæðnislega á mig. „Einmitt? Heldurðu, að ég kunni ekki að fara með dópista?" Dópistinn raknaði við. Hann stökk á fætur, þreif vatnsflösku af barnum, og áður en löggin átt aði sig keyrði hann hana í höfuð ið á honum, svo að hann kiknaði á hnjáliðunum, ■ cn flaskan sprakk, eins og sprengja. Dópistinn sneri sér við Uglu- augun greindu Rimu, sém var að byrja að ranka við sér. Hann 'hélt um brotinn háls flöskunnar og réðist að henni. Ég varð log- andi hræddur. Ég kraup þarna á hné og hélt undir höfuð liennar, og í slikri stöðu var ég algjörlfega hjálpar vana. Hefði ekki rólegri lögginn komið til sögunnar, hefði okkur báðum verið slátrað. Hann lét dópistann fara fram hjá sér, en síðan keyrði hann kylfuna ofan í linakkann á hon- um. Dópistinn stakkst fram yfir sig á andlitið, valt burtu frá okkur og brotinn flskuhálsinn féll úr hendi hans. Lögginn beygði sig yfir liann og smellti handjárnum á hann. Hinn lögginn iiallaðist bölvandi og máttfarinn upp að barnum og hélt höndunum uni höfuð sér. Rólegi lögginn sagði Rusty að hringja á stöðina og biðja um sjúkrabíl. Ég hjálpaði Rimu á fætur og lét hana setjast á stól langt frá þeim stað, þar sem dópistinn lá. Hún skalf, og ég sá að áfaliið var að kpma. Ég stóð hjá henni og hélt henni upp að mér, en með, en með lausu hendinni hélt ég vasaklút að kinninni. E.ftir um það bil fimm mínút- ur komu sjúkrabíil og lögreglu- bíll. Tveir náungar í hvítum jökk um komu stormandi inn. Þeir spenntu dópistann niður á börur og bráu hann út, en síðan kom annar þeirra inn aftur og lag- færði andlitið á mér. Á meðan á þessu gekk var stór, rjóðleitur leynilögreglumað ur, sem komið hafði í sjúkrabíln um, að tala við Rusty. Hann kynnti sig sem Hammond lið- þjálfa. Svo kom hann yfir til Rimu. Hún sat máttlausislega, strauk handlegginn og starði niður £ gólfið. „Lát os sheyra, kelli mín”, sagði Hammond. „Hvað er nafn ið?“ Hún sagðist heita Rima Har- shall. „Heimilisfang?" „Simmonds Hótel“, og nefndi fimmta flokks lúsúshótel niðri við- höfnina. „Atvinna?" Hún gaut augunum upp á hann og síðan burtu. Það var fýlusvip ur á henni, þegar hún sagði: „Ég er aukaleikari hjá Pacircfélag- iníi.“ „Hver er dópistinn?" „Hann segist heita Wilbur. Ég veit ekki hvað hann heitir ann- að.” „Af hverju reyndi' hann að skera þig?“ Hún hikaði brot úr sekúndu. „Við bjuggum einu sinni sam an. Ég hljóp frá honum.“ „Hvers vegna?“ Hún starði á hann. „Nú sástu hann ekki, eða hvað? Mundir þú ekki hlaupa frá honum?" „Kannski.,, Hammond ygldi sig og ýtti haítinum aftur á hnaklca. „Jæja, ókei. Þú þarft að mæta í í réttinum á morgun.“ Hún stóð óstyrk á fætur. „Er þetta allt og sumt?“ „Já.“ Hammond sneri sór að einum lögganum, sem stóð við dyrnar. „Keyrðu hana á hótelið, Jack.“ „Rima sagði: „Það er bezt fyr ir ykkur að hafa samband við lögregluna í New York. Þeir eru að leita að honum.“ Hammond kipraði augunum er hann horfði á liana. „Fyrir hvað?“ „Ég veit það ekki, en þeir vilja ná í hann.“ „Hvernig veiztu það?“ „Hann sagði mér það“. Hammond liikaði og yppti síð an öxlum. Hann bandaði til lög regluþjónsins. „Farðu með hana á hótelið“. Rima gekk út í rigninguna og lögginn á eftir henni. Ég horfði á eftir henni. Og varð dálítið undrandi yfir, að hún horfði ekki einu sinni á mig. Ég hafði þó bjargað lífi hennar, eða hvað? Hammond benti mér að setj- ast. „Setztu“, sagði hann. „Hvað heitirðu?" „Jeff Gordon.“ Það var ekki mitt raunveru- lega nafn, heldur nafn, sem ég notaði á meðan ég var í Holly- wood. „Heimilisfang?“ Ég sagði honum það. Ég hafðl herbergi á pencjónati bak við bar Rustys. ,,Lát mig heyra þína útgáfu á atburðunum.“ Ég sagði honum frá henni. „Heldurðu, að honum hafi ver ið alvara?“ „Ef þú átt við, livort hann hafði í hyggju að drepa hana, þá held ég, að svo hafi verið“. Hann blés út á sér kinnarnar. „Jæja, allt í lagi. Þú verður að koma í réttinn í fyrramálið klukkan ellefu." Hann starði á mig. „Það er bezt fyrir þig að gefa gaum að andlitinu á þér. Hefurðu nokkurn tíma séð hana hér áður?“ ,,Nei.“ „Ég skil ekki hvernig svona lagleg síelpa hefur getað látið sér detta í hug að búa með skepnu eins og þessari“. Hann gretti sig. „Stelpur . . guði sé lof að ég á stkrák.“ Hann benti lögreglumanninum sem eftir var, með höfðinu og þeir fóru saman út i rigning- una. II. Þetta allt, sem ég er að segja ykkur frá, gerðist ári eftir að stríði Hitlers lauk. Pearl Har- bor virðist nú vera langt í for- stíðinni, en á þeim tíma var ég tuttugu og eins árs og í háskóla í óða önn við að búa mig undir verkfræðipróf. Ég var alveg kom inn að prófi, þegar hitna tók i stríðinu og ég gat ekki á mér setið að ganga í herinn. Faðir minn trylltist næstum því, þegar ég sagðist ætla að gerast sjálf- boðaliði. Hann reyndi að fá mig til að taka prófið, áður en ég gengi í herinn, en ég gat ekki hugsað mér að dúsa sex mánuði í viðbót í skóla, þegar stríð og bardagar v.oru hins vegar. Fjórum mánuðum síðar, þegar ég var tuttugu og tveggja ára, var ég einn af hinum fyrstu, sem stukku á land í Okinawa. Ég fékk þumlung af eldheitu sprengju- broti framan í mig, er ég lagði af stað í áttina að pálmatrjánum, þar sem byssur Japana voru faldar, og þar með var stríðinu lokið, að því er mér við kom. Næstu sex mánuðina lá ég á sjúkrahúsi á meðan fegrunar- skurðlæknarnir byggðu upp and lit mitt að nýja. Þeim tókst það bærilega, nema hvað þeir skildu við mig með dálítið lafandi hægra augna lok og ör.eins og silfurþráð yfir hægri kjálkann. Þeir sögðu mér, að þeir gætu lagað þetta líka, ef ég vildi vera hjá þeim þrjá mán uði í viðbót, en ég var búinn að fá nóg. Skelfingarnar, sem ég hafði séð á sjúkrastofunni, eru mér enn ferskar í minni. Ég gat ekki flýtt mér nóg í burtu. Ég fór heim. Faðir minn var forstjóri í banka. Hann átti ekki' mikia pen inga, en hann var meira en fús til að standa unair mér, þar til ég liefði lokið verkfræðinámi. Til að gera honum til geðs fór ég aftur í háskólann, en þess ir mánuðir, sem ég liafði eytt í herdeildinni og á spítalanum, höfðu haft einhver áhrif á mig. Ég gat hreinlega ekki einbeitt xnér. Eftir viku nám hætti ég. Ég sagði föður mínum hvemig málin stæðu. Hann hlustaði og var fullur samúðar. „Og hvað ætlarðu þá að gera?“ Ég sagðist ekki vita það, en ég vissi, að ég mundi ekki geta setzt við bóklestur í bráð. Augu hans litu af lafandl augnalokinu niður á örið & kjálkanum, og svo brosti hann til mín. „Allt í lagi, Jeff. Þú ert enn ungur. Hvers vegna ferðu ekki eitthvað burtu og skoðar þig um? Ég get séð af tvö hundruð dollurum. Fáðu þér frí og komdu svo aftur og taktu til við náml ið.“ Ég tók við peningunum. Ég var ekki stoltur af að taka við þeim, því að ég vissi, að hann mátti ekki missa þá, en á þeii'rl stundu var andlegt ástand mitt svo slæmt, að ég varð að komí ast burtu, annars hefði ég fallið saman. Ég kom til Los Angeles með þá óljósu hugmynd, að ég gæti fengið mér eitthvað að gera I kvikmyndum. Sú hugmynd brást fljótlega. Mér var sama. Mig langaði hvort sem var ekki til að vinna. Ég hékk niður við höfn í heilan mánuð, gerði ekkert og drakk o£ mikið. Á þessum tíma var mikið um náunga í þægilegum stöð.um og með órólega samvizku af þvl að hafa ekki barizt neitt, sem vofu reiðubúnir til að kaupa sjússa handa náungum fyrir hetjusögur úr stríðinu, en það stóð ekki lengi. Fljótlega fór ég að eiga lítið af péningum, og fór að velta því fyrir mér hvar ég ætti að fá næstu máltíð. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. marz 1963 *■»

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.