Alþýðublaðið - 23.03.1963, Blaðsíða 10
DANMÖRK sigraði ísland á NM
ungdinga í handknattlcik í gær-
kvöldi með 21:15 (10:10). íslend-
irigarnir mega vel við una þessi úr-
siit, héldu þeir alveg í við hina
dönsku frændur sína þar til 5
mínútur voru til leiksloka, en þá
tryggja Danir sér sigurtnn með
5 .mörkum í röð. Voru íslending-
arnir þá orðnir mjög þreyttir, —
enda var þetta annar leikur þeirra
þetta kvöldið. í því ljcsi má því
telja frammistöðu þeirra alveg
frábæra. Fyrri hálfleikur var
mjög jafn, liðin fylgdust að allan
tímann og lauk þannig, að jafn-
tefli 10:10 var úð leikhlé. í byrj-
un seinni hálfleíks ná Danir 3
marka forskoti, o.í er þá farið að
gæta nokkuð þreytu í liði íslands.
Samt tekst þeim með yfirveguð-
um og hnitmiðuðum leik að
minnka bilið niður í 1G:15 eða að-
élns 1 mark. Þá eru eins og,fyrr
segir 5 mínútur til leiksloka. —
Þessar síðustu 5 mínútur er leik-
urinn algjörlega í höndum Dana.
Þeir skora nú hvert markið á fæt-
ur öðru og er dómarinn sleit leikn-
um, þá var forskot Dana orðið 6
mörk. Lokatölur urðu því 21:15.
Augljóst er, að he'fðu íslendingarn
Ir mætt Dönum óþreyttir, þá hefðu
þeir sigrað. Danir lögðu áherzlu
á að gæta Sigurðar Dagssonar,
enda höfðu þeir séð frammistöðu
hans í fyrri leiknum. Mörk íslands
skoruðu: Viðar 4, Sigurður Dags-
25 stfrost
í Hamri í gær
ALÞÝÐUBLAÐIÐ talaði við
aðal fararstjóra unglinga-
landsliðsins á NM í gær
kvöJdi. Kvað hann ferðina
hafa gengið vel. Mikill kuldi
er nú í Noregi, komst frost
ið upp í 25 gráður í fyrri-
nótt I Hamri, þar sem métið
fer fram. í gærdag var ágætt
veöur, sólskin og frost 6 — 8
stig. Aðspurður kvað Ás-
björn lið hinna frændþjóð-
anna mun sterkari en í fyrra.
Um leikina í gærkvöldi
sagði hann, að frammistaða
liðsins hafði yerið ágæt..
son 3, Tómar 3. Auðunn 3, Sig
Hauksson 1, Jón Carlsson 1.
BRYNJAR varði vítakast.
Körfubolti
í kvöld
NÚ UM helgina heldur Meistara-
mót íslands í körfuknattleik á-
fram. í kvöld kl. 20:15 verður leik-
ið að Hálogalandi og mætast þá
lí II. flokki KR a-lið og ÍR. Þetta
verður hreinn úrslitaleikur í
flokknum, þár eð bæði liðin hafa
unnið alla leiki sína. Það er mál
manna, að körfuknattleikur sé oft
bezt leikinn í II. flokki og mun
þess vegna marga fýsa að sjá leik
þennan. Þess má geta, að í þess-
um liðum eru 11 af 12 unglinga-
landsleiksmönnum okkar. Síðari
leikur kvöldsins er milli Ármenn-
inga og stúdenta, en ekki ÍR-inga
eins og sagt var í sumum blöðum
í vikunni.
Annað kvöld verður aftur leikið
að Hálogalandi á sama tíma. Fyrst
verður leikið í I. flokki og mætast
i þar Ármann og Héraðssambandið
Skarphéðinn. Þetta er síðasti leik-
urinn í þessum flokki. Héfur Ár-
mann unnið alla leiki sína, en
Skarphéðinn tapað einum leik. En
þó má búast við, að þeir veiti Ár-
menningum harða keppni. Síðari
Framh. á 2 síðu
y a io 23. marz 1963 — ALÞÝÐUBLAÐI9
Svíar sigruðu
Finna 20:12
Á NM UNGLINGA í Hamri
í gærkvöldi hlaut enn einn
íslenzkur handknattleiks-
dómari dýrmæta reynslu á
erlendum vettvangi. Var það
Magnús Pétursson, sem
dæmdi leik Svía og Finna.
Svíar sigruðu 20:12 og þótti
Magnúsi farast vel dómara-
störfin, Magnús er 5. ís-
lenzki dómarinn, sem dæmir
landsleik. Fyrstur var Ilall-
dór Erlendsson, er dæmdi
leik íslands og Finnlands
hér í Reykjavík vorið 1950.
Þá hafa þcir Valgeir Ársæls-
son og Valur Benediktsson
dæmt leiki á NM kvenna
1959 og 1960 og loks Frí-
raann Gunnlaugsson, er
dæmdi 2 lciki á NM unglinga
í fyrra.
Sigurður Dagsson skoraði 6 mörk í leiknum gegn Noregi.
Norðurlandamóf unglinga í handknatileik:
Ssland vann
skoraði 7:0
11. mínútum leiksins
UN GLIN G AL ANDSLIÐIÐ lék
sinn fyrsta leik í NM 1963 gegn
Norðmönnum í hinni nýju glæsi-
legu íþróttahöll í Hamri í gær-
kvöldi. Þrátt fyrir nokkuð erfiða
byrjun tókst íslenzku unglingun-
um að ná sigri yfir Norðmönnum
með 16 mörkum gegn 14.
SLÆM BYRJUN
ÞAÐ blés okki byrlega fyrir ís-
landi lengi vel framan af leiknum.
Fyrri hálfleikur var svo til alveg í
höndum Norðmanna, skoruðu þeir
fyrstu tvö mörkin, en síðan skorar
SIGURÐUR HAUKSSON
fyrirliði.
Viðar fyrir ísland. Norðmenn auka
enn við og skora 2 mörk (4:1). Þá
taka íslendingar svolítinn fjörkipp
pg skorar Sigurður Dagsson 2. og
3. mark íslands. Er staðan þá 4:3
fyrir Norðmenn. Má segja að úr
þessu séu algjör einstefnuakstur
að marki íslands og skora Norð-
menn nú 5 mörk í röð. Staðan í
leikhléi var því 9:3 fyrir Norð-
.menn. Það leit því ekki glæsilega
út fyrir íslendinga, og hefði mátt
. búast við auðveldum sigri Norð-
manna. En svo fór nú ekki, því að
segja má að í fyrri hálfleik hafi
þessir ungu lítt reyndu leikmenn
'hlotið þá reynslu sem nægði til
þess að sannfæra þá um að þeir
væru fyllilega hlutgengir.
. .★ HÁLFLEIKUR
ÍSLANDS
Seinni hálfleikurinn var hálfleik-
ur íslands. Skoruðu unglingarnir
íslenzku þá 13 mörk en Norðmenn
aðeins 5. Þeir Stefán Sandholt og
Viðar skora fyrstu 2 mörk seinni
hálfleiks (9:5), en Norðmenn bæta
einu við (10:5). Nú skora Hafnfirð-
ingarnir Viðar og Auðunn (10:7),
Norðmenn svara aftur með einu
marki (11:7). Enn skora þeir Ste-
fán og Viðar 2 mörk og er þá stað-
an 11:9 fyrir Norðmenn. Frændur
okkar eiga þessu næst ágætan_leik
kafla og auka forskot sitt upp í
14:9.
★ RREYTA 14:9 í 16:14.
Nú eru 11 mín. eftir til leiks-
loka og þær 11 mínútur var leik-
urinn aigjörlega í höndum íslend
inganna. Taka 'þei(r íjjjkileiian,
endasprett og skora 7 mörk. Snúa
þeir því 9:14 í 16:14 og tryggja
sér þar með sigur. Þessi glæsilegi
endasprettur sýndi ljóslega, að
fyrri hálfleikur var enginn mæli-
kvarði á getu liðsins. Þetta er í
fyrsta sinn sem ísland sigrar í
unglingalandsleik.
Mörk íslands skóruðu: Sigurður
Dagsson 6, Viðar 4, Stefán Sand-
holt 2, Jón Carlsen 2, Auðunn 1 og
Sigurður Hauksson 1.
Staðan í Norður-
landamóti ung-
linga eftir fyrsta
daginn
Staðan í Norðurlandamóti
unglinga eftir fyrsta keppn-
isdaginn:
Svíþjóð 1 1 0 0 20:12 2
Danm. 1 1 0 0 21:15 2
ísland 2 10 1 31:35 2
Noregur 10 0 1 14:16 0
Finiiland 1 0 0 1 12:20 0
í dag mæta íslendingar
Flnnum kl. 15,30 eftir ísl.
tímá.