Alþýðublaðið - 23.03.1963, Blaðsíða 16
NEYTENDASAM-
TÖKIN 10 ÁRA
í DAG, 23. marz, eru liðin 10 ár bæta, «g tekur þannig málstað
írá stofnun Neytendasamtakamia. skjólstæðinga sinna og réttir hlut
Hreyfingu þessa vakti Sveinn Ás- þeirra.
geirsson, liagfræðingur, með út- ________________
Samtökin hafa gefið út 30 rit
um hin ýmsu málefni varðandi
Framh. á 2. síðu
yarpserindum haustið 1952, en þau
•jforu siðan gefin út, sérprcntuö.
26. jan. 1952, boðuðu þau Jóhann*
Sæniundssou, prófessor, Jónína
Guðmundsdóttir, húsfrú og Sveinn
pl fundar í Sjálfstæðishúsinu, og
yar þar lýst yfir stefnum Neyt-
endasamtaka Reykjavíkur og kjör-
*m bráðabirgðastjórn. — Hinn 23.
gnarz var endanlega gengið frá
stefnum þeirra, lög þeirra sam-
iþykkt og stjórn kjörin.
Neytendasamtök eru tiltöluiega
wng hreyfing, en þau hafa veriö
siofnuð í yfir 20 löndum á undan
förnum árum. Hin fyrstu þessarar
tegundar voru stofnuð í Banda-
ríkjunum 1936, en þau næstu í
Frakkiaudi 1952 og liin þriðju a
islandi.
í fyrstu gengu um 600 manns í
samtökin, en nú er meðlimafjöidi
nær 6000.
Málgagn Neytendasamtakanna,
Neytendablaðið, verður sérstak-
lega fjölbreytt og stórt í tilefni
þessara tímamóta. Þá hefur stjórn
Neytendasamtakanna einnig ákveð
*ð að veita þjónustufyrirtæki sér-
etaka viðurkenningu, og mun frá
iienni skýrt n. k. þriðjudag.
Neytendasamtökin munu hcfja
Inerferð til öflunar nýrra meðlima
og hefst hún í dag, afmælisdaginn,
og verður skrifstofa samtakanna
og sími þeirra opin alla næstu
viku til iniðnættis. Til að gerast
meðlimur nægir að hringja í eftir
talda síma: 19722, 15659 og 36042.
Árgjald er kr. 100.00. í því er inni
falið rit samtakanna og önnur
þjónusta, er samtökin veita.
Næslu viku mun verða farin
ínikil herferð til að safna með-
limum í Neytendasamtökin, en
aukinn meðlimafjöldi er nauðsyn-
legur til þess að félagið geti blóm
gast sem skyldi. Þó er rétt að geta
þess, að Neytcndasamtökin eru
»niðuð við höfðatölu íbúa landsins,
þau langfjölmennustu í heirni.
Mál þau, sem Neytendasamtökin
jfeafa átt í fyrir framan dómstóla
)t»afa vakið mikla athygli víða um
jíeim, og verið ritað um þau í blöö
Og tímarit fjölmargra landa, þar
sert: réttardómur hér á landi hefur
íalsverða þýðingu fyrir samtökin
erlendis.
Með auknum fjölda meðlima út
«m landsbyggðina er ætlun sam-
íikanua að setja á stofn deildir,
eein síðan eigi sameiginlega skrif
stofu í Reykjavík.
Til sönnunar því, live starfs-
fivið Neytendasamtakanna er ú
lóreiðum grundvelli, er, að minnst
Jaúsund kvartanir berast á ári til
f.anstakanna. Er þá kvartað yfir
vöruvöndun, þjónustu og öðru
r.Iíku, Úr öllu reynir skrifstofan að
HLERAD
Blaðið hefui hlerað
AÐ gagnrýni í tímaritinu Leilc-
húsmál hafi valdið miklum
• deilum meðal leikara við
Þjóðleikhúsið, og sýnist þar
sitt Iiverjum.
IIALLDÓR Gröndal, veitinga
maður í Nausti, opnar innan
skamms nýja veitingastofu í
liúsi því, sem bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar er í
Austurstræti. Sveinn Kjarval,
arkitekt, hefur séð um alla
innréttingu, og er hún með
miklum glæsibrag. Allir stól
ar og bekkir eru klæddir
með kálfaskinni, og eru vegg
ir klæddir steinflögum ofan
úr Borgarfirði. Þarna verða
sýningar á listaverkum og
jafnvel bókum. Veitingastofa
þessi mun verða opnuð eftir
helgi. Myndin er tekin af
Sveini við stórt og mikið
hringborö, sem er í veitinga
stofunni.
UM PASKAVEÐRIÐ
ELDSVOÐI
HJÁ PÓLUM
IGÆRKVELDI
MIKLAR skemmdir urðu í gær-
kvöldi hjá Rafgeymaverksmiðj-
unni Pólum í Þverholti, er eldur
kom upp í húsi verksmiðjunnar.
Slökkviiiðinu var tilkynnt um eld
inn klukkan 21,17, og er komið var
á staðinn, logaði mikill ciduq í
húsinu, sem stendur rétt fyrir neð
an aðalhúsið, en þar mun rafgeyma
hleðslan fara fram.
Urðu slökkviliðsmenn að brjota
upp dyr til að komast inn. Gejkk
vel að slökkva eldinn, en nijög
miklar skemmdir urðu á liúsi|iu,
sem var timburklætt.
Alþjóblegur veðurdagun
ÓMÖGULE6T AÐ SPÁ
í DAG er alþjóðlegi veðurdagur-
inn, hinn þriðji í röðinni. Sam-
kvæmt ósk Alþjóðaveðurfræði-
stofnunarinnar, er dagurinn að
þessu sinni helgaður flugveður-
þjónustunni, en í tilefni dagsins
áttiun við þó tal við veðurfræðing
hér á Veðurstofunni í Reykjavík
og spurðumst fyrir um það, hvort
veðurfræðingarnir væru farnir að
eygja nokkur illviðri eða páska-
hret. Veðurfræðingurinn, sem
varð fyrir svörum, sagði það ekki
vera, og væri ómögulegt um það
að segja, hvernig veðrið.yrði mn
páska. Veðurfræðingarnir hér
spáðu cinkum cftir stöðu lægða,
en eftir viku gætu þær lægðir,
sem nú væru sjáanlcgar allar, verið
roknar út í veður og vind. Enn
helzt kuldinn úti I Evrópu, still-
ur eða hæg norðanátt með tals-
verðu frosti. En veðurfræðingur-
inn benti á, að þótt frost væri
mikiö um sólarilpprás þar ytra,
væri sólin nú komin svo hátt á
loft, að um hádaginn minnkaði
frostið mjög mikið.
En saga veðurfræðinnar og flugs
ins hafa verið samantvinnaðar frá
upphafi. Fyrstu veðurathugan-
irnar í háloftumun voru gerðar í
Ioftförum manna á öldinni sem
leið, og ef dæma má eftir frásögn
um af ferðum þessara farartækja,
hcfðu stjórnendur jþeirra tekið
veðurspána með þökkum, ef þær
hefðu verið fyrir hendi.
Framhald á 3. síðu.
WASHINGTON, 21. marz
(NTB-AFP Kennedy forseíi
Iiugsar alvarlega um það hvort
hann skuli fara í heimsókn til
Vestur-Berlínar í sambamU v.ð
fyrirhugaða heimsókn sína til
Rómar og Bonn í sumar, að því
er haft var cftir góðum heimild-
um í Washington í dag.
Fyrirhugað er, að hann heim-
sæki ítalíu og Vestur-Þýzka-
land milli 12. og 27. júní. Heim-
ildirnar herma, að Dean ítusk
utanríkisráðherra hafi ráðlagt
forsetanum að heimsækja Vest-
ur-Berlín, er hann hafði rætt
viö Konrad Adenauer kanzlara
í Bonn.
Aukaþ
hefsf
AUKAÞING Alþýðuflokksins um|
nýja stefnuskrá flokksins hefst í
dag kl. 1.30 e. h. í Iðnó. Mun þing!
ið aðeins taka til meðferðar stefuu-
skrána og er þess vænst, að hún |
verði afgreidd á þinginu. Sömu \
fulltrúar sitja þingið og sóttu síð-
asta flokksþing.
Drög að nýrri stefnuskrá Alþýðu
flokksins voru lögð fyrir flokks-
þing Alþýðuflokksins 1960. Var
þá kosin milliþinganefnd til þess
að yfirfara drögin og j^ert ráð
fyrir, að sú nefnd skilaði áliti fyr-
ir flokksþing 1962. Nefndin lauk
störfum fyrir það þing erí ekki
vannst tími til þess að fjalla ,nægi-
lega vel um stefnuskrána á flokks-
þinginu sl. haust og var þá ákveð-
í dag
ið að halda sérstakt aukaþing um
hana í vetur. Var gert ráð fyrir að
flokksfélögin gætu rætt stefnu-
skrána fram að þeim tima og gert
við hana sínar breytingatillögur.
Miiiiþinganefndinni var falið að
starfa áfram fram að aukaþingi.
í nefndinni eigá þessir sæti: Bene-
dikt Gröndal, Bjorgvin Guðmunds
son, Helgi Sigurðsson, Soffía Ingv
arsdóttir, Friðjón Skarphéðins-
son. Jón Þorsteinsson og Magn-
ús Ástmarsson. —
Á flokksþinginu í dag mun
Benedikt Gröndal hafa framsögu
af hálfu milliþinganefndarinnar.
Síðan: verða almennar umræður.
Gert er ráð fyrir að þinginu ljúki
á morgun.